Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Þeir sem hafa greitt upp húsnæðislán sín og hafið störf í nýju landi, og greiða ekki skatta á Íslandi, hafa ekki möguleika á að endurheimta hluta af þeirri hækkun sem varð á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána þeirra á árunum 2007-2010, miðað við tillögur sérfræðingahóps um lækkun hús- næðisskulda. Það gætu þeir á hinn bóginn ef þeir byggju hér enn og störfuðu. Þetta staðfestir Sigurður Hann- esson, formaður sérfræðingahópsins. Í tillögum sérfræðingahópsins kemur fram að þeir sem hafa greitt upp verðtryggð lán eigi að njóta lækkunarinnar með þeim hætti að þeir fá skattaafslátt sem þeir geta nýtt á fjórum árum. Sigurður segist gera ráð fyrir að skattaafslátturinn verði í formi endurgreiðslu sem verði gerð upp við álagningu rík- isskattastjóra í ágúst. Ekki brot á jafnræðisreglum Í samtali við Morgunblaðið benti Sigurður á að þeir sem hefðu greitt upp verðtryggð lán en skulduðu enn í húsnæði til eigin nota, myndu fá höf- uðstól núverandi húsnæðislána lækk- aðan, hvort sem lánin væru verð- tryggð eða óverðtryggð. Ef þeir hefðu á hinn bóginn greitt upp öll húsnæðislán og væru skuldlausir að því leyti, myndu þeir fá leiðréttingu í gegnum skattkerfið, þ.e. með skatta- afslætti. Í kjölfar hrunsins haustið 2008 fluttu margir Íslendingar utan í leit að vinnu og bjartari framtíð. Óhætt er að gera ráð fyrir að einhverjir þeirra hafi selt hús sín og greitt upp þær skuldir sem á þeim hvíldu áður en þeir fluttu út. Aðspurður sagði Sigurður að þeir sem væru að störfum ytra og greiddu skatt þar, en ekki á Íslandi, gætu ekki nýtt sér skattaafslátt sem þeir fengju hér á landi, yrði tillögunum hrint í framkvæmt. Ekki væri heldur greitt inn á höfuðstól lána sem hefðu verið tekin til kaupa á húsnæði erlendis. Tillögur sérfræðingahópsins gagnast þessum hóp því ekki, þótt hann hafi orðið fyrir jafn miklu tjóni af völdum verðbólguskotsins 2007- 2010 og þeir sem enn búa hér. Á sama hátt geta þeir sem vinna erlendis og borga þar skatta ekki greitt inn á húsnæðisskuldir hér á landi í stað þess að greiða í sér- eignasjóð. Sigurður bendir á að það séu hag- fræðileg rök fyrir því að greiða ekki út reiðufé til að bæta hlut þeirra sem hafa greitt upp skuldir, það auki m.a. þenslu í samfélaginu. Þess vegna hafi verið farin sú leið að veita inneign hjá skattinum. „Það eru jafnræðissjón- armið fyrir því að allir sitji við sama borð, að það sé ekki hópur sem fái út- greitt í reiðufé á meðan aðrir þurfa að taka þetta út í gegnum skattinn,“ seg- ir hann. „Þetta nýtist ekki fólki nema það greiði hér skatta en allir eiga þessi réttindi,“ segir hann. Úrskurða um vafamál Benda má á að frumvörp sem eiga að hrinda tillögum sérfræðingahóps- ins í framkvæmd hafa ekki litið dags- ins ljós og hugsanlega munu þau taka á annan hátt á hagsmunum þeirra hópa sem rætt er um hér að ofan. Þar að auki er rétt að benda á að sérfræðingahópurinn leggur til að sett verði á laggirnar úrskurðarnefnd sem á að skera úr um vafamál um skuldalækk- unina. Forsætisráðu- neytið hefur nú opnað upplýsingavef um aðgerð- aráætlunina á vefslóð- inni http:// skuldaleidrett- ing.is. Brottfluttir bera skarðan hlut frá lækkunarborðinu  Þeir sem eru nú skuldlausir og greiða skatta ytra fá lán sín ekki lækkuð Morgunblaðið/Ómar 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 Leiðindaskjóða er ný jólavættur jólaborgarinnar Reykjavík og var hún kynnt til sögunnar í gær. Jón Gnarr borgarstjóri tók á móti Leið- indaskjóðu. Nýja jólavætturin er byggð á þjóðsögum Jóns Árnason- ar og nafnaþulum um börn Grýlu. Leiðindaskjóða er ein af dætrum Grýlu og Bola sem var giftur Grýlu um tíma. „Leiðindaskjóða er hins vegar allt annað en leiðinleg og þekkist á gríðarstórri skjóðu sem hún drösl- ar með sér og safnar í leiðindum, veseni og amstri sem safnast á meðal landsmanna, tekur með sér upp til fjalla og eyðir á viðeigandi hátt,“ segir í tilkynningu frá borg- inni. Jólavættirnar sem Gunnar Karls- son myndlistarmaður hefur teiknað byggjast á hugmynd Hafsteins Júl- íussonar um að tengja Jólaborgina Reykjavík við íslenska sagnahefð. Jólavættunum er ætlað að kynna innlendum og erlendum gestum sérstöðu Reykjavíkurborgar. Þær birtast nú ein af annarri á hús- veggjum víðsvegar um borgina þar sem þeim verður hampað. Samfara því fer af stað spennandi ratleikur ,,Leitin að jólavættunum“ sem byggist á að finna vættirnar og svara léttum spurningum um þær. Borgarstjóri bauð Leið- indaskjóðu velkomna Sérfræðingahópurinn gerir ráð fyrir að lántakendur muni lækka höfuðstól húsnæðisskulda um samtals 67 milljarða með því að greiða það fé sem ella hefði runnið í séreignarlífeyrissjóði til að greiða niður húsnæðisskuldir. Fram kemur í skýrslu þeirra að ríflega 110.000 manns greiði nú í séreignarlífeyrissjóði, um 2/3 hlutar launþega. Verði tillögurnar að veruleika og hægt verði að nýta greiðslurnar, skattfrjálsar, til að greiða inn á höfuðstól gæti fjölgað í hópi þeirra sem nú þegar leggja í sér- eignarlífeyrissjóði. Í skýrslu hóps- ins er gert ráð fyrir að fjölgunin geti leitt til 15 milljarða höf- uðstólslækkunar á þremur árum. Hlutur launþega í greiðslum í séreignarlífeyrissjóði er 4% en hlutur launagreiðanda er 2%. Fjölgi í hópnum mun kostnaður at- vinnurekanda hækka um 1,7 millj- arða á ári en sú hækkun jafngildir um 0,25% hækkun á heildar- launakostnaði, skv. upplýsingum frá Samtökum atvinnulífsins. Hannes G. Sigurðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri SA, segir að þar með verði svigrúm atvinnu- rekenda til launahækkana minna sem þessu nemur. Þá megi gera ráð fyrir að mörg fyrirtæki verði að velta kostnaðinum út í verð- lagið. Jafnan sé miðað við að verðbólga hækki sem nemur um 40% af hækkun launakostnaðar. Hækkar launakostnað um 0,25% LÍKLEGT AÐ ÞEIM SEM LEGGJA Í SÉREIGN FJÖLGI Hannes G. Sigurðsson Í tillögum sérfræðingahópsins er það skilyrði sett fyrir rétti til lækk- unar verðtryggðra húsnæðislána að lántaki hafi á því tímabili sem for- sendubresturinn varð, þ.e. á ár- unum 2007-2010, borið ótakmark- aða skattskyldu hér á landi eða haft hér skatta- lega heimilisfesti. Fjölmargir Ís- lendingar fluttu utan í kjölfar hrunsins, sumir til náms og gátu þar með haldið skatta- legri heimilisfesti hér á landi en aðr- ir til vinnu og voru með skattalega heimilisfesti í öðru landi. Í þeim hópi var fólk sem átti hús- næðisskuldir á því tímabili sem svo- nefndur forsendubrestur varð, þ.e. 2007-2010, en skattaleg heimilisfesti var í öðru landi og því eiga þeir ekki rétt á lækkun höfuðstóls, miðað við tillögur hópsins. Einar Hugi Bjarnason, hrl. og sér- fræðingur í skattarétti, sat í sér- fræðingahópnum. Hann bendir á að í tillögunum sé miðað við sömu forsendur og eru fyrir því að lán geti myndað stofn til vaxtabóta. Einar Hugi telur að þegar laga- frumvörp, sem eiga að hrinda tillög- unum í framkvæmd, verða samin þurfi að huga að stöðu þeirra sem fluttu utan á þessu tímabili og fluttu skattalega heimilisfesti um leið, einkum þeirra sem ekki gátu selt húsnæði sitt. Hugi að þeim sem fluttu utan  Hafi haft hér skatta- lega heimilisfesti Einar Hugi Bjarnason Morgunblaðið/Ómar Hydrovane loftpressur eru lágværar, fyrirferðarlitlar, öflugar og henta alls staðar þar sem þörf er á þrýstilofti. Mikið úrval af hágæðaloftpressum, lögnum og síum. Bjóðum lausnir í þrýstilofti fyrir allar aðstæður. IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is Allt annað líf - með hljóðlátri loftpressu Kynntu þér úrvalið á idnvelar.is Heimili Sigurður Hannesson kynnir tillögur um lækkun húsnæðisskulda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.