Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það verður auðveldara að reka verkstæðið. Gott er að hafa meira á bak við sig þegar maður er að hanna nýja hluti,“ segir Eggert Jóhanns- son feldskeri. Samstarf hans við eitt fremsta klæðskerafyrirtæki heims, Anderson & Sheppard í London, var kynnt formlega við móttöku í versl- un fyrirtækisins í fyrrakvöld. Anderson & Sheppard hannar og sníður herraföt og eru margir af best klæddu mönnum Bretlands, lávarð- ar, leikarar og tónlistarmenn, meðal viðskiptavina fyrirtækisins. Samstarfið er þannig að úrval af skinnklæðnaði frá Eggert verður til sýnis og sölu í versluninni en hann reiknar með að þurfa að fara sjálfur reglulega út til að taka snið af við- skiptavinum sem panta jakka til að tryggja að þeir passi. Allar vörurnar eru handsaumaðar og það eru gæðin sem skipta viðskiptavinina mestu máli. „Viðtökurnar lofa mjög góðu. Við byrjuðum frekar smátt, með loð- skinnshúfum, jakkarnir bættust við í fyrra og núna förum við á fulla ferð. Ég hef náð að selja nokkrar flíkur. Þetta er þó nægjanlega lítið til að ég geti ráðið við það,“ segir Eggert. Hann segir að samstarfið við And- erson & Sheppard styrki verslunina heima. Sífellt fjölgi Bretum sem komi þar við og þeir líti á það sem viðurkenningu um gæði að sjá merki breska klæðskerans. Út á það seljist bæði herra- og kvenfatnaður. Móttaka Eggert Jóhannsson og Anna Gulla, dóttir hans, hafa lengi undirbúið sýningu. Við hlið Önnu Gullu, lengst til vinstri á myndinni, er maður hennar, Harper. Til hægri eru Nicola Formby og Jeromy Fauillant sem hannaði búðina. Feldskeri kynntur  Samstarf Eggerts feldskera við þekkt breskt klæðskera- fyrirtæki fer vel af stað  Styrkir rekstur verkstæðisins Íslandsvinir Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Adrian Anthony Gill kynnti Eggert fyrir Anderson & Sheppard. Hér er hann í selskinnsjakka á tali við annan viðskiptavin Eggerts, Jeromy Clarkson úr Top Gear-bílaþáttunum. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Það þarf að skýra réttarstöðu lækna og endurskoða lögin sem taka á tímabundinni sviptingu sjálfræðis einstaklings,“ segir Lúðvík Ólafsson, lækningaforstjóri Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins. Ástæða ummæla Lúðvíks er dómur Hæstaréttar sem féll í lok október 2013 þar sem íslenska rík- ið var dæmt til að greiða ein- staklingi bætur vegna frelsissvipt- ingar. Svaraði spurningum út í hött Málið var með þeim hætti að lögreglumenn fóru inn í íbúð mannsins og kölluðu til lækni. Til- efnið var, að óttast var um öryggi mannsins. Læknirinn sem kvadd- ur var á vettvang tók þá ákvörðun að svipta manninn sjálfræði í 48 klst. og að maðurinn skyldi færður á geðdeild til nánari skoðunar eft- ir að hafa ráðfært sig við lækni á geðdeild. Maðurinn hafi „svarað öllum spurningum sínum út í hött“ segir í dómnum. Maðurinn var því fluttur gegn sínum vilja á geðdeild. Þar var hann vistaður í um tvær klukku- stundir þar til læknir og sérfræð- ingur í geðlækningum skoðuðu manninn. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að hann væri ekki and- lega vanheill þannig að ástæða væri til að vista hann áfram nauð- ugan á deildinni. Byggt á þeirri niðurstöðu taldi Hæstiréttur að litið yrði svo á að maðurinn „hafði verið sviptur frelsi sínu án þess að lögmæt skil- yrði væru fyrir hendi“. Lúðvík bendir á að það sé ekki hægt fyrir lækna að búa við þær vinnuaðstæður; að vera kvaddur á vettvang, eiga að skera úr um geðheilsu einstaklings á tiltölulega stuttum tíma, og eiga jafnvel á hættu, sama hvaða ákvörðun þeir taka, að skapa sér skaðabóta- skyldu. Hvað ef einstaklingur hefði veitt sjáfum sér eða öðrum skaða, þrátt fyrir að hafa ekki verið úrskurðaður andlega van- heill? spyr Lúðvík. „Vissulega er það alltaf frelsis- svipting þegar læknir er kallaður inn á heimili fólks ásamt lögreglu. En það má ekki gleyma því að það er ekki gert að tilefnislausu. Í um það bil helmingi tilfella þegar að- standandi hefur samband við lækni í síma vegna meints geð- sjúkdóms einstaklings sést að ekki eru forsendur til nauðungarvist- unar. Öryggi og hagur ein- staklingsins er ávallt hafður að leiðarljósi,“ segir Lúðvík og bætir við að oftast leiki enginn vafi á sjúkdómsgreiningu þegar læknir kemur á staðinn. Læknum þyki ákveðið óréttlæti í dómnum og eru fyrir vikið meira á tánum, að sögn Lúðvíks. Þrátt fyrir það hafi þeir ekki vísað frá sér verkefnum og munu ekki gera það. „Það er komin ákveðin túlkun á lögin þar sem skaðabótaskylda hefur skapast. Þar sem læknirinn, með sínum viðurkenndum verk- ferlum er gerður ábyrgur, en ein- staklingurinn ber enga ábyrgð á hegðun sinni,“ segir Lúðvík. Þarf að skýra réttarstöðu lækna  Ríkið dæmt bótaskylt fyrir að beita ákvæði um sviptingu sjálfræðis í 48 klst. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Dómur Lækningaforstjóri segir að skýra þurfi réttarstöðu lækna. „Eftir því sem ég man best eru bótamál af þessu tagi ekki mörg,“ segir Einar Karl Hall- varðsson ríkislögmaður, spurð- ur um fjölda slíkra dómsmála. Hann segir jafnframt dóminn vekja spurningar um hvort gera þurfi ákveðnar lagabreytingar. „Það er sérkennilegt að Hæsti- réttur kemst að þeirri nið- urstöðu að mat fyrri læknisins hafi ekki þýðingu. Þetta eitt getur sett lækna í erfiða að- stöðu í svona málum.“ Setur lækna í erfiða stöðu DÓMUR HÆSTARÉTTAR VEKUR SPURNINGAR „Við munum nú skoða dómsniður- stöðuna og meta hvort við teljum til- efni til áfrýjunar dómsins til Hæsta- réttar,“ segir í skriflegu svari Unnar Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármála- eftirlitsins, við fyrirspurn Morgun- blaðsins vegna nýfallins dóms. Þar var FME dæmt til að greiða Ingólfi Guðmundssyni 8 milljónir kr. í bæt- ur vegna ákvörðunar FME að hann uppfyllti ekki hæfisskilyrði til að gegna starfi framkvæmdastjóra Líf- eyrissjóðs verkfræðinga. ,,Í máli sem þessu lýstur saman tveimur meginreglum. Annars vegar því hlutverki Fjármálaeftirlitsins að meta hvort stjórnarmenn og fram- kvæmdastjórar eftirlitsskyldra aðila séu hæfir til að fara með þau völd og ábyrgð sem starfið krefst. Það eru bæði kröfur um þekkingu og reynslu, sem unnt er að mæla, en einnig huglægur mælikvarði um hvort þeir séu hæfir til að standa að traustum og heilbrigðum rekstri. Við mat á því skoðar Fjármálaeft- irlitið feril viðkomandi,“ segir Unn- ur. „Hins vegar er um að ræða at- vinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar sem verndar rétt einstaklinga til atvinnu og aflahæf- is,“ segir hún. Tveimur megin- reglum lýstur saman  FME metur hvort tilefni er til áfrýjunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.