Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 25
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Hlutafjárútboð N1, sem er stærsta olíufélag lands-
ins og stefnt er að því að skrá í Kauphöll 19. desem-
ber, hefst í dag og lýkur á mánudag. Stærstu hlut-
hafar félagsins, Framtakssjóður Íslands og
Íslandsbanki, bjóða um 25-28% hlut til sölu. Mark-
aðsverðmæti N1 er 13,5-15,3 milljarðar króna mið-
að við verðbilið í útboðinu.
Fyrir söluna á Framtakssjóðurinn 35,9% hlut og
Íslandsbanki 17,4%. Framtakssjóðurinn gerir ráð
fyrir að eiga 20,9% í N1 eftir útboðið og Íslands-
banki 4,4-7,4% í félaginu.
Stefnt er að því að N1 verði arðgreiðslufélag, líkt
og tryggingafélögin TM og VÍS og verslunarsam-
stæðan Hagar sem fyrir eru í Kauphöll. Eggert
Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, sagði á fundi
VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, í Hörp-
unni í gær að N1 hafi skýra arðgreiðslustefnu og
stefnt sé að því að greiða að minnsta kosti 50% af
hagnaði hvers árs í arð. Fyrirtækið sé skuldlítið
með yfir 50% eiginfjárhlutfall en stefnt sé á að það
verði um 40% til lengri tíma litið.
Mikil umframeftirspurn hefur verið eftir hluta-
bréfum í undanförnum útboðum í aðdraganda
skráningar á markað. Í síðustu tveimur hlutafjár-
útboðum hjá tryggingafélögunum VÍS og TM
skráðu íslenskir fjárfestar sig fyrir kaupum á bréf-
um í félögunum fyrir meira en fimm hundruð millj-
arða króna. Markaðsvirði hlutafjárins sem fjárfest-
um stóð síðan til boða að kaupa nam hins vegar
aðeins tæplega nítján milljörðum króna. Ljóst er að
umframeftirspurn eftir kaupum á hlutabréfum end-
urspeglar á engan hátt raunverulegan áhuga fjár-
festa á félögunum.
Fjárfestar brugðust við með þessum hætti því
þeir bjuggust við mikilli umframeftirspurn sem hef-
ur í för með sér að hver og einn fær minni hlut í fyr-
irtækinu en hann óskaði eftir, og með það í huga er
boðið í mun stærri bita af kökunni en þeir ætla sér.
Á fundi VÍB í Hörpunni var spurt hvort umsjón-
araðili útboðsins gengi úr skugga um hvort þeir
sem bjóða í útboðinu hefðu bolmagn til að greiða
fyrir þá hluti sem þeir skrá sig fyrir. Eggert Bene-
dikt sagði að gert sé ráð fyrir tveimur dögum þar
sem umsjónaraðili fari yfir þau boð sem hafi kom-
ið og fái ráðrúm til til að skoða fjárfestingargetu
bjóðenda.
Fjármálaeftirlitið sendi frá sér tilkynningu
í ágúst og benti fjárfestum á að áskriftir
þeirra væru bindandi og útgefandi gæti
krafist fullra efnda á þeim skuldbindingum
sem fólgnar væru í áskriftinni.
N1 verði arðgreiðslufélag
Morgunblaðið/Golli
Arður Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, segir að félagið hafi skýra arðgreiðslustefnu.
Hlutafjárútboð N1 í aðdraganda skráningar í Kauphöll hefst í dag og lýkur á mánudag Mikil um-
frameftirspurn hefur verið eftir hlutabréfum í útboðum Endurspeglar ekki raunverulega eftirspurn
FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013
„Ég auglýsi eftir kjölfestufjár-
festum. Finnst þá vanta í ís-
lenskt atvinnulíf,“ sagði Katrín
Olga Jóhannsdóttir, stjórnar-
formaður Já upplýsingaveitna,
á fundi VÍB í gær.
„Það er sterkara fyrir félag
að hafa kjölfestufjárfesti. Það
skapar meiri stefnufestu. Að
því sögðu, skiptir miklu máli að
hafa marga hluthafa sem vaka
yfir kjölfestufjárfestinum. Þessi
blanda, eins og lagt er upp með
hjá flestum félögum í dag, er
nokkuð góð,“ sagði hún.
Lífeyrissjóðir eru
áberandi á hlut-
hafalistum íslenskra
fyrirtækja. Hún
spurði: Eru lífeyr-
issjóðir kjölfestufjár-
festar?
Sem sagt virk-
ir í stjórn en
ekki hlutlausir
stjórnendur?
Kallar eftir
kjölfestu
KJÖLFESTUFJÁRFESTAR
Katrín Olga
Jóhannsdóttir
LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 | SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660
Hálsmen
10.800 kr.
Eyrnalokkar
10.800 kr.
Eyrnalokkar
12.700 kr.
Eyrnalokkar
4.900 kr.
Eyrnalokkar
17.700 kr.
Eyrnalokkar
17.000 kr.
Eyrnalokkar
4.500 kr.
Eyrnalokkar
7.500 kr.
Hálsmen
5.700 kr.
Hálsmen
6.300 kr.
Hálsmen
13.000 kr. Hálsmen
5.600 kr.Hálsmen
5.800 kr.
Gjafir sem gleðja
Glæsilegir skartgripir í
jólapakkann á frábæru verði.
Líttu við og sjáðu úrvalið