Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 43
skiptastjóri í fyrirtækjaviðskiptum hjá sama banka. Hann starfaði síðan hjá KB banka á Íslandi um skeið, var ráðinn fjármálastjóri hjá Actavis árið 2005 og er nú einn af framkvæmdastjórum fé- lagsins. Upprennandi golfkempa Matthías sinnti félagslífi á námsárunum hér heima, sat m.a. í ritstjórn Verzlunarskólablaðsins og síðan í stjórn Mágusar í Há- skóla Íslands. Hann er mikill fjöl- skyldumaður sem nýtur þess að ferðast. Matthías er af gárungum, vinum sínum, talinn efnilegur nýliði í golfíþróttinni með náttúrulega hæfileika og því ekki ólíklegt að hann komi sterkur þar inn á kom- andi árum. „Þegar tími og fjárráð leyfa ein- beitir fjölskyldan sér að ferðalög- um, enda nýt ég mín alltaf best með fjölskyldunni.“ Fjölskylda Eiginkona Matthíasar er Saga Ómarsdóttir, f. 8.12. 1973, við- burða- og kynningarstjóri hjá Ice- landair: „Hér ber að hafa í huga að Saga og tvíburabróðir hennar, Sturla Ómarsson, eru einnig að verða fertug. Við vorum því öll saman á fæðingardeildinni á Landspítala fyrir 40 árum og munum halda upp á 120 ára af- mæli okkar um næstu helgi.“. Foreldrar Sögu eru Ragnheiður María Blöndal, f. 9.3. 1943, leik- skólakennari, og Ómar Kjart- ansson, f. 22.8. 1946, löggiltur end- urskoðandi. Þau eru búsett í Reykjavík. Börn Matthíasar og Sögu eru Haraldur Johannessen, f. 10.3. 2004; Daníel Johannessen, f. 10.3. 2004; Tómas Johannessen, f. 17.5. 2007, og Eva Johannessen f. 23.4. 2012. Systkini Matthíasar eru Krist- ján H. Johannessen, f. 11.1. 1985; Anna H. Johannessen, f. 7.6. 1990, og Svava H. Johannessen, f. 28.8. 1995. Foreldrar Matthíasar eru Bryn- hildur Ingimundardóttir, f. 15.2. 1956, hjúkrunarfræðingur, og Haraldur Johannessen f. 25.6. 1954, ríkislögreglustjóri. Ber er hver að baki... Hér er Tóm- as með tvíburana á sitt hvora hlið. Úr frændgarði Matthíasar H. Johannessen Matthías H. Johannessen Brynhildur Sigurðardóttir húsfr. í Rvík Jóhannes Jósefsson eigandi Hótels Borgar og glímukappi Svava Björgólfs sjúkraliði á Seltjarnarnesi Ingimundur Kristján Helgason fyrrv. aðalvarðstj. í lögreglunni, á Seltjarnarn. Brynhildur Ingimundardóttir hjúkrunarfræðingur Ragna Sigþrúður Ingimundard. húsfr. í Rvík Helgi Kristjánsson vörubílstjóri í Rvík Katrín María Magnúsdóttir húsfr. á Víðirhóli og saumakona Ingólfur Kristjánsson b. á Víðirhóli á Hólsfjöllum, af Hólsætt í Kinn Jóhanna Kristveig Ingólfsdóttir (Hanna) húsfr. og hárgreiðslum. í Rvík Matthías Johannessen skáld og fyrrv. ritstj. Morgunblaðsins Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri Þórður Helgason fyrrv. rakari við Skólavörðustíg Ragna Ingimundardóttir leirlistakona Jóhannes Ingimundarson sjóntækjafr. Baldur Ingólfsson menntaskóla- kennari Magnús Diðrik Baldursson gæðastjóri HÍ Anna Jóhannesdóttir Johannessen húsfr. í Rvík. af Blöndalsætt, systurdóttir Haraldar ljósmyndara, afa Halldórs Blöndal fyrrv ráðh. Lárus Jóhannesson alþm. og hæstarétt- ardómari Guðjón Lárusson yfirlæknir Ingólfur Johannessen dr. í veirufræði við Edinborgarháskóla Jóhannes Johannessen fyrrv. lögfr. Landsbankans Haraldur Johannessen ritstj. Morgunblaðsins Haraldur Matthíasson Johannessen aðalféhirðir Landsbanka Íslands Ellen L.M. Einarsson húsfr. í Rvík Louisa Matthíasdóttir listmálari ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 Þorkell Jóhannesson háskóla-rektor fæddist á Syðra-Fjallií Aðaldal í Suður-Þingeyjar- sýslu 6.12. 1895. Hann var sonur Jó- hannesar Þorkelssonar, hreppstjóra þar, og Svöfu Jónasdóttur hús- freyju. Jóhannes var bróðir Indriða, skálds, ættfræðings og oddvita á Ytra-Fjalli, föður Indriða frá Fjalli, rithöfundar og ættfræðings sem tók saman Ættir Þingeyinga. Jóhannes var sonur Þorkels, bónda á Syðra-Fjalli, bróður Jó- hannesar, hreppstjóra í Saltvík, afa Þorsteins Jóhannessonar, prófasts í Vatnsfirði. Systir Þorkels var Sig- urbjörg, móðir Sigurjóns skálds og alþm. á Litlulaugum, föður Braga, fyrrv. ráðherra, og Halldóru skóla- stjóra. Sigurbjörg var einnig móðir Guðmundar skálds á Sandi í Aðaldal, föður Bjartmars alþm. og Heiðreks skálds. Þorkell var af Sílalækjarætt. Eiginkona Þorkels var Hrefna Bergsdóttir húsfreyja frá Ökrum á Mýrum. Þorkell lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1922, stundaði nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands og lauk meist- arprófi 1927 og dr. phil-prófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1933. Þorkell kenndi við Samvinnuskól- ann í Reykjavík hjá Jónasi frá Hriflu 1925-26, tók við stjórn skólans er Jónas varð ráðherra, 1927-31, var bókavörður við Landsbókasafnið 1932-43, landsbókavörður 1943-44, prófessor í sögu við Háskóla Íslands 1944 og háskólarektor frá 1954-60. Þorkell var forseti Þjóðvinafélags- ins um skeið og forseti Sögufélags- ins. Hann var afkastamikill rithöf- undur um sagnfræðileg efni. Hann er m.a. höfundur VI. og VII. bindis Sögu Íslendinga, skrifaði sögu Bún- aðarfélags Íslands og Búnaðarsam- taka á Íslandi, um íslenska versl- unarsögu og verslunarsamvinnu 1795-1945 og um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, endurreisn Alþingis. Þá gaf Almenna bókafélagið út tveggja binda verk hans, Lýðir og lands- hagir, árið 1965. Þorkell lést 31.10. 1960. Merkir Íslendingar Þorkell Jó- hannesson 95 ára Þuríður Eyjólfsdóttir 85 ára Björgvin Jónsson Jakobína Finnbogadóttir Jóna Guðbjörg Steinsdóttir Kristín Runólfsdóttir 80 ára Anna María Bjartmarz Friðrik A. Guðmundsson Kristín Sigfúsdóttir 75 ára Áslaug Hjartardóttir Böðvar Sigurjónsson Gísli Gíslason Guðrún Sigríður Berg Stella Jóhannsdóttir 70 ára Áslaug Ragnhildur Johnson Holm Elín G. Óskarsdóttir Guðmundur Leifsson Sigurjón H. Ólafsson 60 ára Ásdís Ívarsdóttir Brynja Kjartansdóttir Guðlaugur Valgeirsson Ingibjörg B. Jóhannesdóttir Ingibjörg Halldórsdóttir Þórður Haukur Ásgeirsson Þórhallur Björnsson 50 ára Ait Jósef Ahmed Bjarni Tryggvason Guðmundur A. Sigurðsson Helga Guðrún Jónasdóttir Kristjana Sölvadóttir Lisa Ellen Cordel Magnús Jónsson Signý Knútsdóttir Sigrún Axelsdóttir Valur Ketilsson Þórir Bergsson 40 ára Amanda Jane Garner Mata Andrea Eyvindsdóttir Daðey Björk Ingadóttir Guðrún Benjamínsdóttir Gunnar Þröstur Sæmundsson Hulda Björk Svansdóttir Jónbjörn Breiðfjörð Edduson Lina Radaviciené Ólafur Reynir Guðmundsson Sigríður Birna Ólafsdóttir Sigurbjörg Eyvindsdóttir 30 ára Árni Grétar Jóhannesson Davíð Freyr Rúnarsson Grétar Ólafsson Hildur Björk Yeoman Hulda Ásgeirsdóttir Inga Jóna Sveinsdóttir Ingvar Birkir Einarsson Justyna Poplawska Karolina Lucja Michalczewska Marcin Lukasz Zurowski Marek Dariusz Kosidowski Marius Krismontas MonikaWinko Til hamingju með daginn 30 ára Þorbergur ólst upp í Hafnarfirði, lauk vél- stjóraprófi og er að hefja nám í tæknifræði við HR. Dóttir: Diljá Ösp, f. 2004. Systkini: Ásbjörg, f. 1978; Björn Kristinn, f. 1982; Ólafur Friðrik, f. 1988; Jóhann Helgi, f. 1990; og Sigríður Erla og Vilhjálmur Snær, f. 1994. Foreldrar: Ólafur Björns- son, f. 1960, atvinnurek- andi, og Ágústa Ólafs- dóttir, f. 1959, húsfreyja. Þorbergur Björn Ólafsson 30 ára Jakob ólst upp í Grindavík, lauk sveins- prófi í pípulögnum og rek- ur ferðaþjónustufyrir- tækið Fjórhjólaævintýrið. Maki: Sara Sím- onardóttir, f. 1983, hár- greiðsludama. Börn: Hildur Harpa, f. 2005, og Sigurður, f. 2011. Foreldrar: Sigrún Harpa Einarsdóttir, f. 1963, bók- ari, og Sigurður Óli Hilm- arsson, f. 1963, forstjóri. Jakob Sigurðsson 30 ára Markús ólst upp í Hafnarfirði, er þar búsett- ur, lauk MA-prófi í innan- húss- og iðnhönnun og rekur hönnunarstúdíóið Tetriz. Maki: Vala Björk Guð- mundsdóttir, f. 1983, leik- skólakennari. Foreldrar: Stefán Brand- ur Stefánsson, f. 1954, d. 2001, rekstrarhagfræð- ingur, og Sesselja K. Karlsdóttir, f. 1954, hjúkr- unarfræðingur. Markús Stefánsson Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is raestivorur.is Einföld leið til að gera vaskinn þinn tandurhreinan Hreinsar, fægir og verndar samtímis • Fitu- og kýsilleysandi • Húðvænt • Náttúrulegt • Mjög drjúgt Með náttúrulegri vöru Svampur fylgir með Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Melabúðin - Verkfæralagerinn - Pottar og prik Akureyri - Miðstöðin Vestmannaeyjum - Rafsjá Sauðárkróki Áfangar Keflavík - Skipavík Stykkishólmi - Nesbakki Neskaupsstað - Vélaleiga Húsavíkur - Byggt og búið - SR byggingavörur Siglufirði Óskaþrif Hólmavík - Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf Hentar vel til þrifa á blöndunartækjum, vöskum, ryðfríu stáli, áli, kopar, messing, gleri, plasti, lökkuðum flötum, kristal, keramiki, postulíni o.fl. Fix töframassinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.