Morgunblaðið - 06.12.2013, Síða 30

Morgunblaðið - 06.12.2013, Síða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 Þegar ég hef þurft að sækja mér þjón- ustu þá hef ég gengið út frá því að ég sé að tala við fagfólk. Læknarnir sem ég hef talað við í gegnum tíð- ina viti meira um lyf og starfsemi líkamans en ég, að tölvuviðgerð- arþjónustan kunni sitt fag og ég er full- komlega sannfærð um að bifvéla- virkinn sem gerir við bílinn minn sé betri í því en ég. Það hefur margsannað sig í gegnum tíðina að svona sé þessu háttað hjá mér og ég veit að ég eins og fleiri án sér- stakrar ákvörðunar treysti því að ég sé að tala við fagmann þegar ég sæki mér þjónustu. Ekki síst í heil- brigðiskerfinu. Enda þurfum við ekki að treysta blint á það, það eru til lög fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Í þeim er m.a. fjallað um hvaða stéttir eru löggilt- ar heilbrigðisstéttir, hverjir fá starfsleyfi, réttindi, skyldur, fagleg- ar kröfur og fleira. Ég er heilbrigð- isstarfsmaður. Löggiltur áfengis- og vímuefnaráðgjafi og hef starfað við áfengisráðgjöf í níu ár. Okkar stétt er fámenn og fékk lögverndun á starfsheitið 2006 og gat í raun hver sem er fram að því kallað sig áfengisráðgjafa sýndist þeim svo. Áður en lögverndun starfheit- isins kom til hafði fagið verið í mót- un í rúm 30 ár svo starfið er ekki nýtt þó lögverndunin sé ekki göm- ul. Á upphafsárum voru ráðgjafar fyrst og fremst hugsjónafólk með persónulega reynslu í farteskinu af áfengissýki og höfðu brennandi áhuga á því að bæta hag alkóhól- ista og aðstandenda þeirra og með tímanum bætist við þekking og ómetanleg reynsla sem kemur fram í skipulögðu námi og mikilli áherslu á að gera vel, veita góða og faglega þjónustu. Til er reglugerð um menntun, réttindi og skyldur áfengis- og vímuefnaráðgjafa (nr. 974/2006). Hægt er að læra áfengis- og vímu- efnaráðgjöf á tveimur stöðum í dag, hjá SÁÁ og Landspítalanum og hvergi annars staðar þó til séu stutt nám- skeið utan þessara staða sem skila fólki ekki löggiltum rétt- indum til að starfa sem áfengis- og vímu- efnaráðgjafar. Í nám- inu fær maður mik- ilvægan grunn, markvissa þjálfun og handleiðslu ásamt kröfu um endur- menntun að formlegu námi loknu. Enda verður maður seint fullnuma þegar kemur að því að vinna með fólki. Við störfum við hlið annarra heil- brigðisstarfsmanna og erum ekki að vinna sem eyland í þessum geira, við höldum ekki út pró- grammi sem er til þess ætlað að meðhöndla alkóhólista á eigin spýt- ur án eðlilegs eftirlits og samstarfs við aðrar stéttir. Við þurfum ekki að horfa langt aftur í tímann til að sjá skaðann sem getur orðið þegar „einhverjir“ vinna þetta mikilvæga starf án menntunar, eftirlits og gæðastjórnunar. Áfengis- og vímuefnaráðgjafar eru mikilvægir hlekkir í meðferð- arkeðjunni. Í meðferð við sjúkdómi sem snert hefur flest heimili Ís- lands á einn eða annan hátt. Áfeng- issýki er algengur sjúkdómur og er fjöldinn allur af fólki árið um kring að leita leiða til að ná tökum á sín- um sjúkdómi. Þar sem ég vinn er- um við hluti af þverfaglegu teymi þar sem verkaskiptingin er öllum ljós og starfsfólk veit hvaða hlut- verk það gegnir í þeim hópi. Við vitum líka hvert við eigum að leita ef við erum óviss, þurfum að fá álit annarra eða eitthvað vefst fyrir okkur í okkar daglegu störfum. Þannig virkar skipulögð teym- isvinna. Lög um heilbrigðisstarfsmenn eru í mörgum liðum og er markmið laganna að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúk- linga með kröfum um menntun, kunnáttu og færni heilbrigðisstarfs- manna og starfshátta þeirra, ásamt því að hafa ákvæði um þá sem eru að sinna þessum störfum án þess að hafa formlega þjálfun eða eftirlit á bakvið sig. Í 10. gr í lögum um heilbrigð- isstarfsmenn er fjallað um óheimila notkun starfsheita og fjallað um í okkar tilfelli að það má ekki hver sem er veita áfengismeðferð eða kalla sig áfengis- og vímuefnaráð- gjafa eða sinna störfum þeirra þó þeir kalli sig eitthvað annað. Það er ekki nóg að hafa farið á námskeið, hafa áhuga eða hafa farið sjálfur í gegnum áfengismeðferð til að geta veitt slíka þjónustu. Einnig eru komin inn refsiákvæði (28 gr.) sem leggja enn meiri áherslu á að tryggja öryggi sjúklinga og að- standenda þeirra og tekið er fram að brot á þessum lögum varða sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Ekki myndi ég sækja mér lækn- isþjónustu til einstaklings sem hef- ur þá einu reynslu að hafa oft farið til læknis sjálfur, lesið læknablaðið eða farið á stutt námskeið, eða færi með bílinn í viðgerð til einhvers sem hefur mikla reynslu af því að sitja í bíl og kann að nefna margar mismunandi tegundir af bílum. Það er ekki bara óheppilegt eða óábyrgt ef einhverjir sem ekki hafa til þess réttindi kalla sig áfengis- og vímuefnaráðgjafa eða sinna þeim störfum undir öðrum nöfnum. Það varðar við lög. Alkóhólistar og aðstandendur þeirra eiga rétt á bestu mögulegu meðhöndlun í sín- um veikindum. Það er eðlileg spurning að spyrja hver það er sem gefur út starfsleyfi þess sem við erum að fá ráðleggingar frá, hver er bakvið stofnunina og hvaða þjálfun fólk hefur fengið.Við þurf- um að vita við hvern við erum að tala. Við hvern er ég að tala? Eftir Kristbjörgu Höllu Magn- úsdóttur »Ekki myndi ég sækja mér læknisþjónustu til einstaklings sem hefur þá einu reynslu að hafa oft farið til læknis sjálfur … Kristbjörg Halla Magnúsdóttir Höfundur er starfandi áfengis- og vímuefnaráðgjafi, NCACI, hjá SÁÁ. Ég hef lofað að neyta ekki áfengis eða annarra vímuefna hátíðisdagana 24.-25. desember. Þessi ákvörðun var mér auðveld og eðlislæg vegna þess að ég neyti ekki áfengis eða annarra vímuefna að jafnaði. Þessa ákvörðun tók ég með börnin mín að leið- arljósi. Ég vil vera í standi til að sinna þeim allsgáður enda er það slíkt ábyrgð- arhlutverk að allrar athygli og skynsemi er krafist. Hvít jól verkefnið minnir á þá stað- reynd að öll börn eiga rétt á gleði- legum jólum. Jólin eru hátíð barnanna, tími til að vera sam- an á forsendum barnanna. Börn óska nærveru fullorðinna og að þau séu í góðu standi. Í desember förum við út á stræti og torg til að minna á og beina kastljósinu á, að börn eiga skilið að vaxa upp í vímu- lausu og næring- arríku umhverfi. Þetta verkefni er sprottið af þeirri staðreynd að áfeng- isneysla hefur aukist svo mikið í desember undanfarin ár þar sem margir hygla áfengi og áfeng- isframleiðendur keppast um að koma sínum vörum að. Tökum höndum sam- an og höldum Hvít jól, vímulaus jól, barnanna vegna og okkar sjálfra. Heitum okkur því að halda vímulaus jól, skrifum undir samninginn sem liggur frammi og á netinu: www.hvit- jol.is. Það styrkir okkur í að standa við gefin loforð. Ég hef tekið afstöðu Eftir Aðalstein Gunnarsson Aðalsteinn Gunnarsson »Ég heiti því að standa við ákvörðun mína. Formið styrkir okkur í að halda vímu- laus jól. Börnin eiga skilið að há- tíðisdagarnir séu vímulausir. Höfundur er framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi. Þú færð GO walk skó í Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Intersport Lindum, Kópavogi | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi | Hafnarbúðin, Ísafirði Skóhúsið, Akureyri | Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Skóbúðin, Keflavík Axel Ó, Vestmannaeyjum Bíla- og vélavörur ...sem þola álagið! Það borgar sig að nota það besta! Viftur HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Stýrisendar og spindilkúlurViftu- og tímareimar Kúplingar- og höggdeyfar th or ri@ 12 og 3. is /3 1. 31 3 www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.