Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 11
bók kom út árið 2009 og að sögn Kristínar fylgja bækurnar barna- barninu, henni Kristínu sem nú er orðin átta ára gömul. „Þær miðast svolítið við það sem hún er að gera, eins og núna hefur hún afskaplega gaman af orð- um og þess vegna var síðasta bókin um orðastelpuna,“ segir Kristín. Í þessari bók er stelpan Sólrún of upptekin til að leika við vini sína, Arngrím apaskott og mektarkött- inn Matthías. Ástæðan er einfald- lega sú að Sólrún er niðursokkin í að skrifa niður uppáhaldsorðin sín því hún ætlar að búa til sögu. „Sumir krakkar hafa svo mik- inn áhuga á orðum, svona skrýtn- um orðum. Eldri systir Kristínar var alveg eins og ég held að margir krakkar vilji vita hvað orðin þýða og hvernig þau hljóma. Þau vilja líka búa til sögur,“ segir Kristín. Sögur úr höfðinu Barnabörnum Krist- ínar hefur alltaf þótt lang- skemmtilegast að heyra sögur af henni sjálfri og biðja hana oft að segja sér sögur. „Segðu mér sögu úr hausnum á þér amma,“ sögðu barna- börnin við Kristínu þegar þau voru yngri. „Þetta voru aðallega sögur af mér þegar ég var lítil og stundum leyfði ég þeim að vera með mér í sögunum og þá bjuggum við til heim þar sem við lékum okkur saman og vorum jafngamlar.“ Kristín telur mikilvægt að kenna börnum gömul og skemmti- leg orð því það væri synd og skömm að þau féllu í gleymskunnar dá. „Það er svo gaman þegar börn eru að velta orðunum fyrir sér og sjá þau jafnvel fyrir sér og hvað þau standa fyrir í höfðinu,“ segir hún. Listaverk á hverri síðu Kristín myndskreytir bæk- urnar með myndum sem hún klipp- ir út. Útkoman er ljómandi skemmtileg og býr mikil vinna að baki hverri mynd. „Þetta er töluverð vinna en hún er mjög skemmtileg,“ segir myndlistarkonan og rithöfundurinn Kristín Arngrímsdóttir um nýjustu bók sína um mektarköttinn Matt- hías, stelpuna Sólrúnu og Arngrím apaskott. Bið Dýrin í sögunni bíða eftir stelpunni Sólrúnu sem er of upptekin til að leika við þau. Hún er að safna orðum. Fallegur heimur Sá heimur sem Kristín skapar með klippimyndum er litskrúðugur og fagur á að líta. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 Vinirnir þrír, þeir Arngrímur apaskott, mektarkötturinn Matthías og stelpan Sólrún hafa vakið mikla athygli í þeim bókum sem um þau fjalla. Bókin um mektarkött- inn Matthías og orðastelpan er sú þriðja um vinina og hef- ur höfundur fengið verðlaun fyrir hinar tvær. Bókin Arn- grímur apaskott og fiðlan hlaut Fjöruverðlaunin og Vor- vinda-viðurkenninguna. Sú bók sem kom út á eftir henni heitir Arngrímur apaskott og hrafninn. Sú bók var valin á heiðurslista IBBY, al- þjóðlegu barna- bókmennta- samtakanna sem þykir mikil við- urkenning. VERÐLAUNAHÖFUNDURINN Verðlaunuð í þrígang Lífið er fullt af lögmálum ogeru sum þeirra betri enönnur. Lögmál sem gildaum prófatíð fara ekki framhjá neinum þeim sem þurfa eða hafa þurft að taka próf á sínum ferli. Nú þegar undirrituð keppist við að leggja lokahönd á meistararitgerð sína er hugurinn hjá öllum þeim fjöl- mörgu námsmönnum sem eru í svip- aðri stöðu, ritgerðarskrifum eða próf- lestri. Það er svo sannarlega ekki tekið út með sældinni að vera náms- maður. Maður stimplar sig hvorki inn né út. Námið er alltaf yfirvofandi og sektarkenndin nagandi. Það er alltaf lítil rödd sem hvíslar að manni að láta þessa eða hina spennusöguna vera og huga frekar að námsbókunum. Eng- inn tími er til að hugsa vel um sig, stress og stöðugt samviskubit yfir að vera ekki nógu duglegur að læra. Þá er þessi árstími auk þess sér- staklega erfiður þar sem það er margt sem maður vill heldur gera. Á Facebook blasa við montmyndir vina og kunningja af bakstri, föndri, jóla- bjórssmökkun og öðrum skemmti- legum uppátækjum en námsmaður- inn verður bara að gera sér að góðu að hugsa til þess að einhvern tímann mun aðdragandi jóla snúast um meira en bara lestur námsbóka eða ritgerðarskrif. Til þess að bæta gráu ofan á svart þá er svo dimmt úti að svefnþörfin verður næstum óbærilega mikil og það þarf oft á tíðum mikið átak og mikla kaffi- drykkju til þess að komast fram úr á morgnana. Maður þarf ekki annað en að rölta hring um Þjóðar- bókhlöðuna og sjá þar fleiri en einn liggjandi fram á skrifborðin og ná sér í orku- blund. Já, gott fólk, lífið er erfitt og þá er mikilvægt að eiga góða að sem eru boðnir og búnir að stappa í mann stálinu og færa manni nýbakaðar smákökur (*hóst* eiginmaður). Varðandi þessi blessuðu lögmál sem minnst var á í upphafi greinar- innar þá eru nokkur lögmál sem eiga við um prófatímabilið. Eitt sem mað- ur hefur tekið eftir af eigin raun er lögmál Murphys sem segir að allt sem getur farið úrskeiðis, mun fara úrskeiðis. Þau sem eiga börn geta treyst á það að börnin fá hlaupabólu eða gubbupest dagana fyrir próf (því hefur undirrituð kynnst oftar en einu sinni). Annað lögmál, sem ef til vill er ekki jafn viðurkennt, er lögmálið um ísskápsþrif. Alltaf þegar prófin eru í fullum gangi þá grípur mann óstjórn- leg þörf til að þrífa. Ísskápurinn verð- ur oftast fyrir barðinu á þessari miklu þrifþörf en þess má geta að ís- skápur undirritaðrar er nú orðinn tandurhreinn auk þess sem vitað er um fleiri sem hafa orðið þessu lög- máli að bráð! Stundum hefur undirrituð einnig staðið sig að því að búa til lista yf- ir allt það sem hún ætlar að þrífa eftir að prófum lýkur en svo þegar stundin rennur loks upp þá er hlegið hrossa- hlátri að þessum lista – auð- vitað nennir maður ekki slíkum leiðindum þegar skólanum loks lýkur! Þegar allt kemur til alls má sjá að náms- menn eru hetjur að ná að standast allar þessar óteljandi freistingar, óstjórnlegu hvatir til að þrífa og almennt mótlæti í umhverfinu. Ofurhetjur! Heimur Maríu Margrétar María Margrét Jóhannsdóttir Minkafeld ir f eldskeri EGGERT Skólavörðustíg 38, sími 551 1121, furrier.is Skoðaðu úrvalið á NOTADIR.BRIMBORG.IS Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7030 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Notaðir bílar - Brimborg Tilboð: 5.890.000 kr. Toyota Land Cruiser VX4x4 KMR01 Skráður febrúar 2008, 3,0Di dísil, sjálfskiptur Ekinn 63.000 km. Ásett verð: 6.190.000 kr. Tilboð: 3.650.000 kr. Ford Escape Limited AWD LDB02 Skráður júní 2011, 2,5i bensín, sjálfskiptur Ekinn 66.000 km. Ásett verð: 3.950.000 kr. Tilboð: 4.490.000 kr. Ford Kuga TitaniumSAWD YGG14 Skráður maí 2012, 2,0TDCi dísil, sjálfskiptur Ekinn 63.000 km. Ásett verð: 4.850.000 kr. 400.000 KR. FERÐAFJÖRNOTAÐRA BÍLA FINNDU BÍLINN ÞINN Á NOTADIR.BRIMBORG.IS *Allir sem kaupa notaðan bíl af Brimborg á tímabilinu 7. nóvember 2013 til ogmeð 20. desember 2013 fara í pott. Einn heppinn vinningshafi verður svo dreginn út 23. desember 2013 og fær hann 400.000 kr. gjafabréf fráWOWair. Athugið á ekki við um umboðssölubíla. Kauptu notaðan bíl af Brimborg og þú átt möguleika á að vinna *GJAFABRÉF FRÁWOWair JEPPAR ÍGÓÐUÚRVALI Vertu með! Fjórhjóladrifinn, sparneytinn og vel búinn Hvert myndir þú fara? Í ábyrgð Rúmgóður og öflugur sportjeppi Vel búinn og öflugur dísil jeppi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.