Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 Morgunblaðið/Kristinn Malín Brand malin@mbl.is Stundum verða litríkar sögu-persónur til fyrir hreina ogklára tilviljun. Eins og íþessu tilviki má segja að skreytingarnar á kössunum hafi verið kveikjan að persónunum sem Kristín hefur svo blásið lífi í. En þessar persónur eru þó ekki úr lausu lofti gripnar, síður en svo. Kristín speglast nefnilega sjálf í þeim öllum og það sama má segja um barnabarn Kristínar sem er einnig nafna hennar. Stelpan Sól- rún í bókinni á sér góða fyrirmynd. „Ég gerði apaskottið af því að ég veit að krökkum þykir gaman að alls kyns dúkkum, öpum og böngs- um. Það var nú ekki flóknara en það, en amman og Sólrún heita sama nafninu og þá var ég að hugsa um mig og barnabarn mitt. Þannig að við erum eiginlega amm- an og Sólrún þó að ég sé í raun og veru allar hinar persónurnar líka. Þær eru allar partur af mér,“ segir höfundurinn Kristín Arngríms- dóttir. Bækurnar fylgja barnabarninu Fyrsta bókin sem kom út um þessar skemmtilegu persónur heitir Arngrímur apaskott og fiðlan. Sú Skrautlegur hugar- heimur Kristínar Myndlistarkonan Kristín Arngrímsdóttir starfar á Borgarbókasafninu í Reykja- vík. Dag einn þegar hún var að skreyta trékassa fyrir leikskóla borgarinnar datt henni í hug að búa til sögu á þá úr klippimyndum. Þar urðu til stórskemmtilegar sögupersónur sem í dag fara með aðalhlutverkin í þremur barnabókum. Þetta eru þau Arngrímur apaskott, mektarkötturinn Matthías og stelpan Sólrún. Heilan heim furðulegra hugmynda er að finna víða á netinu. Það er sann- arlega enginn skortur á verulega vondum hugmyndum sem margar hverjar hafa aldrei orðið neitt annað eða meira en hugmyndir. Sumar þeirra ná að verða frummyndir og aðrar fara jafnvel í framleiðslu. Margar þær hugmyndir sem fara í framleiðslu er að finna á þessari síðu, www.scaryideas.com sem er til- einkuð ýmsum furðuhugmyndum. Þar er að finna auglýsingar og skýr- ingar með þeim þar sem þurfa þykir. Meðfylgjandi mynd er úr auglýsinga- herferð fyrirtækis sem framleiðir brimbrettaklæðnað, Hydroponic Surf Clothing. Í útskýringu með auglýsing- unni segir meðal annars að brim- brettakappar líti oftast á veðurspá áður en farið er á bretti. Á myndinni er veðurkort sem búið er til úr 400 sundflíkum sem taka 15 fermetra. Vefsíðan www.scaryideas.com Hugmynd Auglýsingastofan Conquistadors bjó til veðurkort úr 400 sundflíkum Slæmar hugmyndir og góðar Einstakt tækifæri verður í dag til að spyrja Benedikt Erlingsson, leikstjóra verðlaunamyndarinnar Hross í oss spurninga um myndina. Hann, ásamt öðrum sem að myndinni koma verða á spurt og svarað sýningu í Há- skólabíói kl. 17:30 í dag. Kvikmyndin Hross í oss hefur nú verið sýnd á fimm kvikmyndahátíðum og fengið sjö verðlaun. Þetta þykir af- ar góður árangur, sérstaklega í ljósi þess að um er að ræða fyrstu mynd leikstjóra. Kvikmyndinni hefur verið boðið á fjölda hátíða til viðbótar við hinar fimm og nú er um að gera að spyrja leikstjórann spjörunum úr. Endilega ... ... spurðu um Hross í oss Morgunblaðið/Golli Hross í oss Myndin er sýnd kl. 17:30 Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Vikan hefur verið með fjölbreyttu móti hjá börnunum á heilsuleikskólanum Kór við Baugakór í Kópavogi. Þann fyrsta desember voru einmitt liðin fimm ár síðan leikskólinn tók upp sér- staka heilsustefnu. Heilsa og hreysti er í forgrunni á heilsuleikskólum en alls eru þeir 16 talsins á landinu. Markmið heilsu- stefnunnar er fyrst og fremst að stuðla að heilsueflingu í leikskóla- samfélaginu og er það gert með hreyf- ingu, úti og inni, auk þess sem lögð er áhersla á hollt fæði þar sem grænmet- is- og ávaxtaneyslu er aukin auk þess að nota fitu, salt og sykur í hófi. Sömuleiðis er mikil áhersla lögð á list- sköpun barnanna. Leikskólinn Kór er tæplega átta ára gamall og hóf strax starfsemi sína sem leikskóli á heilsubraut en fékk nafnið Heilsuleikskóli árið 2008 og hefur flaggað fánanum síðan auk þess sem Grænfánanum hefur verið flagg- að síðan á síðasta ári. Á mánudaginn var heilsustefnuaf- mælinu fagnað dátt, börnin voru með svokallaðan „rugldag“ og fengu þau að ganga frjálst á milli deilda og hreyf- isals. Fjölbreytt starf var unnið inni á deildunum og má þar nefna dúka- málningu, dans, bríólest, liti, ljósa- borð, völundarhús og þrautabraut var í hreyfisalnum. Afmælisvikan hefur því verið viðburðarík og fjörug á Kór. Líf og fjör á fimm ára heilsustefnuafmæli Ljósmynd/ Hanna Sóley Helgadóttir Fjör Þeir Anton Páll, Hilmar Ingi og Grímur voru í fullu fjöri í hreyfisal leikskól- ans þegar fimm ára heilsustefnuafmælinu var fagnað í vikunni. Leikskólinn Kór fagnar Ljósmynd/Kristrún Gústafsdóttir Spenntar Hér sitja þær Jara Elísabet, Tinna, Emilía Ína, Jóhanna Ísold og El- ín Katrín við ljósaborðið góða. Höfundurinn Kristín Arngrímsdóttir skap- ar heima sem barna- börnin fá gjarnan að líta inn í og leika sér. ELECTROLUX á lægra ver ði 1860230 ELECTROLUX 74 ltr. blástursofn 77.900 kr ÓDÝRT ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956 SIGG I HALL MÆL IR MEÐ !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.