Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 „Sumir segja að jólin byrji ekki fyrr en þeir koma í Ásgarð ,“ segir Ósk- ar Albertsson talsmaður hand- verksverkstæðisins Ásgarðs sem er í kvosinni í Mosfellsbæ. Árlegur jólamarkaður og kaffisala Ásgarðs verður laugardaginn 7. desember á milli klukkan 12 og 17. Að sögn Óskars verður þar hægt að festa kaup á leikföngum og öðr- um munum og ýmsar kræsingar verða á boðstólum, sem eru frá hin- um ýmsu velunnurum Ásgarðs. „Við eigum svo marga vini,“ segir Óskar. Hann hvetur fólk til að mæta tímanlega, því brögð hafi verið að því að örtröð hafi myndast. „T.d. komu Diddú og Egill Ólafs eitt árið og ætluðu að syngja fyrir okkur. En þau komust varla inn, það var svo mikið af fólki.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Jólastemning Óskar segir að á jólamark- aðnum í Ásgarði verði m.a. seld leikföng. Jólin byrja á jóla- markaði Ásgarðs Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík var stofnað á fullveld- isdaginn, 1. desember sl. Tilgangur félagsins er að efla tengsl fyrrver- andi nemenda skólans og þeirra sem bera hag hans fyrir brjósti og styðja við uppbyggingu skólans. Formaður stjórnar félagsins er Benedikt Jóhannesson útgefandi. Allir sem hafa útskrifast frá MR geta sjálfkrafa orðið félagar í Holl- vinafélaginu óski þeir þess og geta aðrir sótt um inngöngu til stjórnar, segir í tilkynningu. Á stofnfundi félagsins var sam- þykkt að skora á Alþingi að tryggja skólanum viðunandi fjárframlög í yfirstandandi meðferð fjárlaga. Óá- sættanlegt sé að MR fái lægri fram- lög en sambærilegir skólar. Hollvinafélag MR skal efla tengslin Á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær var samþykkt að falla frá fyrirhug- aðri hækkun á vistunargjöldum í leikskólum og gjöldum vegna fé- lagsþjónustu sem koma áttu til framkvæmda um áramót. Með þessu vill bæjarráð leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að stemma stigu við verðbólgu og vinna að stöðug- leika. Bæjarráð vekur athygli á því að hér eftir sem hingað til verða ekki innheimt gjöld fyrir strætis- vagnaferðir, bókasafnsskírteini og bifreiðastæði í miðbænum. Gjöld hækka ekki STUTT VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG og fjármálaráðherra lungann af síðasta kjörtímabili, telur boðaða skuldaleiðréttingu líklega til að valda mörgum vonbrigðum. „Hvað varðar málið í heild sinni er ljóst að þetta er komið niður í svona einn þriðja til einn fjórða af því sem Framsóknarflokkurinn lofaði fyrir kosningar. Við erum að tala um 80 milljarða lækkun höfuðstóls, eða 80 milljarða kostnað ríkisins … Þannig að þetta er einn þriðji til einn fjórði af þessum 240 til 300 millj- örðum sem svifu í loftinu fyrir kosn- ingar,“ segir Steingrímur og bætir því við að ekki sé ljóst af lestri skýrslu leið- réttingahópsins hvort „t.d. vextir og verðbætur á leiðréttingarhluta lánanna eiga að dragast frá þeirri tölu“. Þetta skipti máli enda séu vext- ir og verðbætur á leiðréttingahlutan- um umtalsverð fjárhæð á fjórum ár- um. Dragist þeir frá 80 milljörðunum verði raunveruleg lækkun höfuðstóls e.t.v. „ekki nema 72-73 milljarðar“. Dregur 70 milljarðana frá „Í öðru lagi er óhjákvæmilegt að benda á að ábyrgðin og áhættan af þessari aðgerð er öll hjá ríkinu og það liggur fyrir að tengt þessum aðgerð- um verður umtalsverður kostnaður, eða tekjutap, sem lendir á ríki og sveitarfélögum … Ég tel þann hluta ekki með, í skilningi loforðanna, vegna þess að auðvitað er það ekki hluti þess sem lofað var að leyfa fólki að nota sína eigin peninga til að greiða niður sín eigin lán,“ segir hann og vís- ar til áætlaðra 70 milljarða niður- greiðslna höfuðstóls vegna úttekta séreignarsparnaðar. „Í þriðja lagi er það auðvitað veru- leg breyting á því sem rætt var fyrir kosningar að í staðinn fyrir einhverja ótilgreinda, vonda erlenda hrægammasjóði, sem áttu að borga þetta allt saman beint, þá gengst ríkið í ábyrgð fyrir aðgerðinni. Eftir stendur hjá mér að ég hef auðvitað mínar efasemdir um að þetta sé skilvirkasta leiðin til að aðstoða það fólk sem er í mestum erfiðleikum enn þá með verðtryggð lán. Við höfðum jú bent á hópinn sem tók lánin á óhagstæðasta tíma og al- veg sérstaklega þá sem keyptu sína fyrstu íbúð. Þannig að það hljóta að koma upp ýmis sjónarmið í því hvern- ig er skilvirkast að ráðstafa skatt- tekjum ríkisins, þótt þeirra sé sér- staklega aflað inn í þetta viðfangsefni. Mér sýnist að félagslegi svipurinn á þessum aðgerðum sé píramídi á hvolfi. Það er alveg ljóst að tekjulágt fólk og fólk sem ekki átti neinar aðrar eignir, og fékk því fullt út úr 110%- aðgerðinni, fær lítið eða ekkert úr þessari umferð. En þeir sem ýttust úr henni, vegna þess að þeir voru mun betur settir, fá hins vegar kannski óskerta niðurfærslu núna … Því mið- ur óttast ég að margir sem áfram eru í verulegum vanda fái litla úrlausn.“ – Við þingsetningu í október 2010 kröfðust þúsundir aðgerða í skulda- málum. Hefði síðasta ríkisstjórn get- að gert meira fyrir skuldug heimili? Ríkið þoldi ekki meiri byrðar „Við töldum allavega að það væri ekki hægt að leggja meiri byrðar á ríkið. Við tókum umtalsverðan kostn- að á ríkið til að aðstoða fólk sem var í mestum erfiðleikum. Við gerðum það í gegnum verulega hækkun vaxta- bóta. Á endanum borgaði ríkið stærsta hlutann af sérstöku vaxta- niðurgreiðslunni. Við þurftum að setja umtalsverða fjármuni inn í Íbúðalánasjóð, vegna 110%-leiðarinn- ar og til að mæta afskriftum og töpum sem lentu á honum almennt. Það voru náttúrlega víðtækar og margþættar aðgerðir í gangi sem menn gera nú ágætlega grein fyrir og kannast nú við þegar þær eru notaðar til frá- dráttar á þessum tillögum núverandi stjórnvalda.“ – Mun þetta hafa pólitísk áhrif? „Já. Þetta er auðvitað stórt mál í pólitískri umræðu. Annars vegar snýst þetta auðvitað um það sérstak- lega hvað Framsóknarflokkurinn fékk mikla fylgisaukningu í síðustu kosningu. Það hefur pólitísk áhrif þegar frá líður og það verður metið hvort hann hafi a.m.k. að einhverju litlu leyti staðið við sín loforð.“ Sjá lengri útgáfu á mbl.is í dag. Leiðrétting gerir lítið fyrir þá verst settu  Þingmaður VG hefur efasemdir um boðaðar aðgerðir Morgunblaðið/Ómar Þingholtin Mörg heimili lentu í erfiðleikum með íbúðalán eftir hrunið. Steingrímur J. Sigfússon Skeifan 2 • Sími 530 5900 • www.poulsen.is Bílalakk Blöndum alla bílaliti og setjum á spreybrúsa Bjóðum uppá heildarlausnir í bílamálun frá DuPont og getum blandað liti fyrir allar gerðir farartækja Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 567 4840 www.bilo.is | bilo@bilo.is Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 580 8900 | bilalind.is Vantar alltaf fleiri bíla á skrá! Fylgstu með okkur á facebook Fylgstu með okkur á facebook MIKIL SALA VOLVO S40 1,6 16v 03/2007, ekinn 139 Þ.km, beinskiptur. Verð 1.980.000. Raðnr.310982 - Er á staðnum! TOYOTA Corolla Verso 7manna. Árgerð 2005, ekinn 145 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Verð 1.490.000. Allt að 75% lán. Rnr.410692. Rnr.400234 LANDROVERDEFENDER 110 TDS STORMSTW 01/2005, ekinn 150 Þ.km, dísel, 5 gíra. Verð 3.290.000. Raðnr.311088 BMW3318i. Árgerð 2004, ekinn 104 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Skipti á 4x4 dýrari koma til greina. Verð 1.590.000. Rnr.400207.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.