Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 39
elskuð af sínum nánustu. Það er gott veganesti á nýjum stað. Það er heiður að hafa kynnst og fengið að umgangast þau hjónin Valgeir og Unni og við sem nutum þess erum ríkari eftir. Takk fyrir allt. Einar Mäntylä. Elsku amma okkar og afi. Það er með miklum söknuði og ást sem við systkinin minnumst ykk- ar. Heimili ömmu og afa að Háa- leitisbrautinni var ekki síður heimili okkar þegar við Kristín komum í heimsóknir frá Svíþjóð á barnsárunum. Þar var aldrei dauf stund og mikið leikið þar sem afi og amma blönduðu sér ósjaldan í leikinn með barnabörnunum og höfðu gaman af. Þær mun aldrei renna okkur úr minni fjöruferð- irnar, hafnarferðirnar og lautar- ferðirnar sem þau fóru í með okk- ur frændsystkinunum, þar sem engar hömlur voru fyrir hug- myndaauðgi eða leik og nestis- birgðirnar ávallt óaðfinnanlegar. Afi var snjall og mikill hugvits- maður sem hvatti okkur alltaf til að njóta hugmyndaflugsins og lumaði oft á einhverri snjallri lausn, hreinlega uppfinningum bæði í leik og daglegu starfi. Aldr- ei var fátt um orðið þar sem afi var annars vegar en hann var botnlaus uppspretta fróðleiks og sagna hvert svo sem umræðuefn- ið var og sérstaklega gat maður verið viss um svör er vörðuðu ættfræði og landafræði. Afi var jafnframt mikill göngugarpur og fyrirmynd í þeim efnum og hann gat nefnt og bent á allar fjörur, firði og fjós á landinu og var því vel við hæfi útsýnið sem þau hjón- in bjuggu við á Háaleitisbraut- inni. Hjá ömmu Unni átti maður kærleika og hlýju vísa. Glæsilegri konu var vart hægt að finna og hélt hún sínum tignarleika allt til hins síðasta, sama hvað á gekk. Hún passaði ávallt upp á að við barnabörnin værum vel girt, greidd og vel til fara, af virðingu við okkur sjálf og aðra í kringum okkur en í raun dugði okkur það eitt að vera í návist hennar til að hlotnast slík sjálfsvirðing. Amma var mikil húsmóðir og matreiðslu- meistari, undantekningarlaust var til aukamoli eða ein smákaka til viðbótar sem líkast væri að nafn manns væri áletrað á, svo mikil var gjafmildin. Hún hafði þann skemmtilega sið að horfa alltaf á eftir gestum sínum út um gluggann eftir hverja heimsókn og var það orðið kappsmál hjá okkur systkinunum að hlaupa niður stigann til að vera fyrstur að vinka ömmu. Í sameiningu stóðu amma og afi fyrir samkomum fjölskyldunn- ar á heimili sínu og allt fram á síð- ustu daga sameinuðu þau okkur frændsystkinin, þó svo að húsa- kynnin hjá ömmu hafi verið önnur undir það síðasta og útsýnið yfir fjöllin og fjörurnar hafi breyst á síðustu árum. Aldrei varð þó fátt um orð né glæsileika hjá ykkur, elsku afi og amma, fyrr en æðri náttúra hafði sitt fram en minningarnar og áhrif ykkar á okkur barnabörnin og barnabarnabarn munu áfram lifa um alla framtíð. Það er með ást og söknuði sem við kveðjum ykkur nú í sameiningu og þökk- um fyrir þær fjölmörgu stundir sem við áttum saman með ykkur. Með söknuði, Valgeir, Kristín og Sigurður. Það er óneitanlega skrítið fyrir unga menn að setjast niður og skrifa tvær minningargreinar með nokkura daga millibili. Og það sem er jafnvel ennþá óvenju- legra er að minningargreinarnar fjalla báðar um yndisleg hjón til rúmlega 55 ára – ömmu Unnu og afa Valla sem voru okkur bræðr- um svo kær. Valgeir Jón Emilsson, eða afi Valli eins og við kölluðum hann alltaf, lést eftir skammvinn veik- indi. Það er hálfóraunverulegt að hugsa til þess og söknuðurinn er mikill því með andláti hans misst- um við bræður ekki aðeins afa heldur einnig góðan vin. Afi vann lengst af við bókagerð og við bræður munum vel eftir fyrirtækinu Repró sem hann átti og rak um árabil. Það var í æsku okkar til húsa við Laugaveg og það var oft mikið sport að fá að fara með afa í vinnuna og var vinnustaðurinn hálfgerð ævin- týraveröld fyrir okkur strákana. Tækin sem fylgdu umbrotsvinnu og bókagerð voru þá mun fyrir- ferðarmeiri en þekkist í dag. Stórar pappírsarkir, ljósmyndir og ljósaborð, svo ekki sé minnst á myrkraherbergið sem notað var til framköllunar. Afi var bókamaður fram í fing- urgóma, gríðarlega fjölfróður, og því fengum við barnabörnin að kynnast vel. Minnisstæðar eru allar þær fjölmörgu stundir á heimili ömmu og afa á Háaleit- isbrautinni þegar afi las fyrir okk- ur úr sögubókum, sýndi okkur landakort af miklum áhuga eða sagði okkur sögur af innlifun og oft var húmorinn skammt undan. Hann talaði alltaf við okkur sem jafningja, jafnvel þótt við værum mjög ungir, og um viðfangsefni sem fáir hefðu nennt að ræða við börn. Fjöruferðir, fjallgöngur og ferðir niður á höfn eru einnig minnisstæðar þar sem afi þuldi upp hafsjó af fróðleik og við hlust- uðum af aðdáun. Útivist og ferða- lög voru alltaf meðal helstu áhugamála afa, sem var lengi virkur í Ferðafélagi Íslands, og tókst honum vel að koma þeim áhuga yfir á okkur barnabörnin. Unnur Kristinsdóttir, eða amma Unna, var ein duglegasta og ljúfasta kona sem við höfum kynnst. Hún var nákvæm með eindæmum, yfirburðavandvirk og gildir það jafnt um allt sem hún tók sér fyrir hendur. Yfirbragð hennar einkenndist af rólyndi og yfirvegun en umfram allt var það afar hlýlegt. En þrátt fyrir jafn- aðargeð var amma engin tepra, hún hafði skoðanir á flestu og gat oft verið afar fylgin sér. Þegar við bræður komum í heimsókn var svoleiðis stjanað við okkur að það hálfa væri nóg. Það var í raun sjaldgæft að sjá ömmu sitja rólega því hún var á sífelld- um þönum um íbúðina með það að markmiði að okkur liði vel og framkvæmdagleðin leyndi sér ekki. Þau afi áttu það sameigin- legt að hafa brennandi áhuga á öllu því sem við barnabörnin tók- um okkur fyrir hendur, og það gladdi þau alltaf mest ef okkur vegnaði vel. Og stuðningur þeirra skilaði sér og honum erum við ævinlega þakklátir. Eftir að við bræður urðum eldri hélst hið góða samband okk- ar við ömmu og afa. Það var alltaf ánægjulegt að fara í mat á Háa- leitisbrautina þar sem borð svign- uðu undan kræsingum og við þurftum að sjálfsögðu að smakka allt, „fáið ykkur meira strákar, þetta er alveg ekta danskt“. Og það þýddi sko ekki að „skreppa“ í mat til þeirra, helst þurftum við að taka allt kvöldið frá, svo mikið var spjallað og gert. Oft sátum við langt fram á kvöld og þá var gjarnan rætt um fjarlæg lönd, tónlist, bæði nýja og gamla, eða horft á kvikmyndir – afi var ein- mitt sérstaklega fróður um kvik- myndir enda starfaði hann um tíma sem sýningarmaður í Stjörnubíói sællar minningar. Síðustu ár glímdi amma við vanheilsu sem eins og gefur að skilja breytti miklu fyrir hana og alla fjölskylduna. En þrátt fyrir veikindin skinu hinir góðu mann- kostir ömmu alltaf í gegn og við áttum oft og tíðum fallegar stund- ir saman á Droplaugarstöðum, heimili hennar síðustu tvö ár. Burtséð frá erfiðleikunum þá er viss fegurð fólgin í því þegar hlut- verk kynslóðanna snúast við og amma, sem áður hugsaði svo vel um börnin sín og barnabörn, fékk notið aðstoðar og nærveru afkom- enda sinna. Amma kvaddi þetta jarðlíf að- eins nokkrum dögum eftir skyndilegt fráfall afa. Það er í senn sorglegt og fallegt. Og ef við þekkjum hann afa okkar rétt þá hefur hann undirbúið komu henn- ar ömmu vel og tekið á móti henni með útrétta arma og veisluföng. Saman munu þau njóta jólahátíð- arinnar í friði og ró. Hjalti Geir og Valgeir Erlendssynir Það er mikil gæfa að eiga heil- steypt og gott fólk að í sínum frændgarði og ég er sannarlega lánsöm hvað það varðar. Þess vegna er sárt að kveðja og margs að minnast nú, þegar ég kveð Unni föðursystur mína og Valgeir mann hennar. Unnur, eða Unna frænka eins og við systkinin kölluðum hana, var hógvær og traust kona, falleg og glæsileg og frá henni stafaði útgeislun og hlýja. Það var alltaf notalegt að koma á heimili Unnu og Valgeirs og þaðan eru margar ánægjulegar minningar úr fjölskylduboðum. Einnig á ég góðar minningar frá því ég var lítil og fór stundum með pabba í heimsóknir á Háa- leitisbrautina. Hann var þá gjarn- an að gera við einhver rafmagns- tæki en á meðan sátum við Unna við eldhúsborðið og spjölluðum saman. Það fannst mér skemmti- legt og ekki skemmdi nú fyrir að Unna átti alltaf til eitthvert góð- gæti, sem mér þótti nú ekki leið- inlegt að fá. Gjafirnar frá Unnu frænku voru alltaf rausnarlegar og hittu í mark, hvort sem það voru jóla-, eða afmælisgjafir eða gjafir í til- efni af öðrum tímamótum. Stærstu gjafirnar voru þó sú góð- vild og hlýja sem Unna sýndi alla tíð auk einlægs áhuga á því sem maður var að fást við. Slíkt er ómetanlegt. Fyrir nokkrum árum veiktist Unna af Alzheimer-sjúkdómnum og það var sárt að fylgjast með framgangi veikindanna en jafn- framt var það til fyrirmyndar hversu vel og fallega fjölskyldan hennar sinnti henni í veikindun- um. Hún fékk daglegar heimsókn- ir og oft var gestkvæmt í herberg- inu hennar á Droplaugarstöðum og glatt á hjalla þrátt fyrir allt og auðséð að Unna naut þess að hafa fólkið sitt í kringum sig. Unna og Valgeir hafa nú kvatt okkur og eru laus við veikindi og erfiðleika. Ég sá svo fallega ljós- mynd af þeim nýlega þar sem þau standa þétt saman og haldast í hendur. Falleg eldri hjón og þannig ætla ég að muna þetta góða fólk. Ég votta Allý, Sirrý og Emil og fjölskyldum þeirra mína innileg- ustu samúð og einnig Ásdísi frænku og pabba mínum sem kveðja nú systur sína. Björg Kristjana Sigurðardóttir. Þau Valgeir og Unnur voru samhent hjón og góð heim að sækja, hlýleg og traust í öllu fasi. Nú eru þau farin „í friði/til föð- urhúsa“, það eru „hin helgu rök“, svo vitnað sé í Jónas Hallgríms- son, – en andlát þeirra bar brátt að og létust þau með fárra daga bili. Valgeir var prentari og byrj- aði bókagerð sína í blýinu, eins og sagt er, þegar setjaravélarnar möluðu mjúklega hver í kapp við aðra og blýstöfum var raðað í lín- ur og línum í síður, síðum í arkir; örlítil olíulykt í lofti. Hann setti Frjálsa þjóð á sínum tíma og kunni góðar sögur af þeim sem þar lásu prófarkir og voru ná- kvæmir og kröfuharðir; honum líkaði það vel. Hann fylgdist grannt með tækninni, stofnaði eigið fyrirtæki og löngum kennd- ur við það, Valgeir í Repró; síð- ustu árin vann hann heima. Leiðir okkar lágu saman við útgáfu tveggja tímarita, Sögu um hríð og Skagfirðingabókar í um tvo ára- tugi; smábæklinga ýmsa bjó hann líka til prentunar fyrir mig allt frá 1996. Hann var vandvirkur, út- sjónarsamur í umbroti og sagði mönnum einarðlega til synda þegar honum þótti ástæða til; vildi fyrir víst hafa hönd í bagga með kúnnanum og var smekkvís í tillögum þótt menn féllust ekki alltaf á þær. Valgeir tók vel á móti gestum í Repró, átti jafnan kaffi á könnu og víst var hann viðræðu- góður eins og títt er um menn sem vinna einir; þeir geta hugsað ótruflaðir af skarkala heimsins og mætt undirbúnir til samræðna þegar gest ber að garði! Hann hafði fastmótaðar skoðanir og hélt þeim ótrauður á lofti þótt við- mælendur væru á öndverðum meiði. Örstutt heimsókn til að skila próförk breyttist mjög gjarnan í drjúglangt samtal. Val- geir hafði áhuga á þjóðlegum fróðleik, dró saman mikið efni um ættir sínar og Unnar, sagnir, þjóðsögur og staðfræði. Ótal sinn- um sat ég í stofu þeirra að spjalli yfir veitingum, hvort sem var kaffi og nýbakaðar kökur eða gullin veig í glasi og tíminn flaug. Unnur var hógvær kona og heimakær, smekkvís, gestrisin og einkar háttvís í viðkynningu. Síð- ustu ár átti hún við vanheilsu að stríða, sjúkdóm sem lék hana illa og gekk það nærri honum svo samhent sem þau voru; hún dvaldist á hjúkrunarheimili síð- ustu misserin. Skyndileg einsemd átti illa við hann og var hann þó sjálfbjarga umfram marga karla af sömu kynslóð. En nú hafa þau bæði tekið „hið dimma fet“ eins og Jónas orti forðum, það skref sem öllum er ætlað. Eftir hörð og snörp veikindi er hann allur og fám dögum síðar lagði hún augun aftur. Kvölddyrnar lukust upp fyrr en nokkurn varði og þau hurfu „burt úr glaðaljósi samvist- anna“ svo vitnað sé í tvö ljóð eftir Hannes Pétursson. Fari þau nú sæl af þessum heimi. Ástvinum þeirra öllum sendi ég samúðar- kveðju. Sölvi Sveinsson. MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 ✝ Þórdís DöggGunnarsdóttir fæddist á Húsavík 15. október 1979. Hún lést þann 28. nóvember s.l. Foreldrar henn- ar eru Sigríður F. Guðjónsdóttir og Gunnar Gunn- arsson. Þórdís á eldri hálfbróður, Guðjón Þór Tryggvason. Alsystkini hennar eru Elísa Rún og Gunnar Örn. Þórdís eignaðist fimm börn. Þau eru Thelma Líf, f. 1998, Tinna Sól, f 1999, Katrín Von, f. 2003, Garpur Loki, f. 2005 og Guðjón Leó Marió f. 2012. Eft- irlifandi sambýlismaður hennar og faðir Guðjóns Leós er Maxim Etti. Þórdís fór eina vorvertíð á grásleppu í Flatey með föður sín- um og föðurbróður. Í Flatey leið henni best, í faðmi fjölskyldunnar á ættaróðalinu. Þórdís vann við hin ýmsu þjónustu- og verslunarstörf á Húsavík eftir að grunnskóla lauk. Þórdís stundaði nám í snyrtifræðum í Snyrtifræðiskóla Kópavogs og í framhaldi af því starfaði hún sem nemi á snyrti- stofunni Mecca Spa í Reykjavík. Árið 2012 flutti Þórdís aftur heim til Húsavíkur og stundaði nám við framhaldsskólann á Húsavík jafnhliða hefðbundnum heimilisstörfum Útför Þórdísar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 6. desem- ber 2013, og hefst athöfnin kl. 14:00. Elsku „litla“ stóra systir mín. Ég veit hreinlega ekki hvar ég á að byrja, þú varst mér svo mik- ið. Það sem þú gerðir ekki fyrir mig, var hægt að telja á fingrum annarrar handar. Það var alveg sama hvað klukkan var, ég gat alltaf hringt, og það var eins og þú fyndir á þér hvenær ég þurfti þig sem mest. Þú gast gert mig fok- vonda með afskiptasemi sem samt var svo nauðsynleg. Ég þótt- ist ekki hlusta, en yfirleitt hafðir þú nú rétt fyrir þér og ég gerði það sem ég átti að gera. Þú varst stoð mín og stytta í lífinu og hafðir alltaf tíma til að hlusta á mig. Yf- irleitt voru mín vandamál ekkert eins stór og ég hélt og við vorum búnar að leysa þau á smástundu. Eins og lagið okkar segir, „enginn gengur vísum að“, og núna skil ég það betur en áður. Þú kvaddir okkur allt of fljótt, en þú barðist lengi og mikið við þinn sjúkdóm, sem því miður á endanum hafði betur. Ég hefði ekki getað fengið betri systur, og það kemst enginn með tærnar þar sem þú hafðir hælana. Ég mun sakna þín enda- laust, en ætla að muna góðu hlut- ina, eins og ég veit að þú hefðir viljað. Kveðja, þín litla systir, Elísa Rún Gunnarsdóttir. Við vorum óaðskiljanlegar fram eftir aldri og endalaus atvik og uppákomur leita á hugann um leið og ég reyni að skilja að þú ert farin. Kemur ekki röltandi eftir Ásgarðsveginum og kallar inn hvort ég sé aldrei þessu vant heima. Við vorum ekki eins mikið saman þegar við urðum eldri en við gátum alltaf leitað hvor til annarrar ef illa stóð á eða bara til að eiga ljúft spjall. Ég mun sakna þessara stunda en hlýja mér við minningarnar sem við sköpuðum saman. Ég get ekki annað en brosað er ég hugsa um þegar við vorum í Flatey, ekki orðnar mjög gamlar og ákváðum að labba út að vitanum. Ég alveg lafhrædd við allar þessar gargandi kríur, fór vel vopnuð með stórt prik og hjálm á hausnum og alla leiðina út í vitann hlóstu og gerðir grín að mér. Þegar við ákváðum að fara heim hljóp púki í þig og þú tókst af mér hjálminn en ég barði þig þá bara í hausinn með prikinu. Við vorum ekki eins ánægðar á heim- leiðinni, þú aum í hausnum en ég skömmustuleg yfir að hafa barið þig. Það tók þó ekki langan tíma að verða vinkonur aftur og þannig var það alltaf, við gátum orðið ósáttar en það stóð ekki lengi. Ég man þegar þú fékkst að koma með okkur í útilegu og við vorum að hlaupa í hrauninu að elta Jóa og þú dast og fékkst gat á haus- inn, ég man þegar við vorum að gista saman og spiluðum nýja út- gáfu af tennis allt kvöldið og velt- umst um af hlátri. Þegar við fór- um að sjá Óperudrauginn með bekknum og við gistum á eftir í Stórutjörnum, við vorum næstum því drukknaðar úr hlátri í sund- lauginni. Ég man að þegar ég átti erfitt komstu til mín og við grét- um saman og ég gleymi ekki þeg- ar ég var að reyna að berja eðl- isfræði inn í hausinn á þér. Elsku Þórdís, ég man svo ótalmargt og ég gæti talið upp nánast enda- laust og við þessar minningar mun ég hlýja mér þegar sorgin situr þungt í hjarta mér. Ég trúi því að þú hafir fundið frið þar sem þú ert núna og ég trúi því að þú fylgist með okkur frá betri stað. Í síðasta samtali okkar rædd- um við um hversu mikilvægt það væri að vera í góðu sambandi við vini sína og hve heppnar við vær- um að vera hluti af árgangi 7́9. Þú lést mig lofa þér að við myndum aldrei hætta að hittast. Elsku frænka og kæra vinkona, ég ætla mér að standa við loforðið og svo hittumst við hinum megin. Elsku allir sem eiga um sárt að binda, ég sendi ykkur samúðar- kveðjur og knús Jóna Kristín Gunnarsdóttir. Ég á erfitt með að trúa því að þetta skuli vera raunveruleikinn, hvað lífið getur verið alvarlegt þó að við neitum stundum að svo sé. Þórdís mágkona mín var ljúf- asta manneskja sem ég hef kynnst, hún var jafn ljúf og hún var brothætt. Báðar vorum við vogir og vissum stundum ekki hvort við vorum að koma eða fara og þá var nú gott að hafa stóra bróður þinn með, hrútinn sem fannst við oft á tíðum fullmiklar dramadrottningar. En hvað ætl- um við höfum oft sagt: Við erum bara eins og við erum. Þórdís fór ekki alltaf auðveldu leiðina í lífinu en hafði þann eig- inleika að hún var alltaf að leita að réttu leiðinni, hún hafði mikinn vilja, sérstaklega undanfarið ár, til að reyna að koma jafnvægi á líf sitt. En hún fann sína leið og það er leiðin sem við hin þurfum að læra að lifa með og sætta okkur við. Það er ekki annað hægt þegar talað er um þig að tala um dýr, þvílíkum dýravin hef ég aldrei kynnst. Að hafa átt sel sem gælu- dýr segir allt sem segja þarf, svo ekki sé minnst á mýsnar, naggr- ísina, kanínurnar, fiskana, kettina og svo að sjálfsögðu Mónu þína sem þú elskaðir að fá í heimsókn. Þú passaðir vel upp á systkinin þín, þú varst límið þar. Hafðir mikla þörf fyrir þau, sýndir það með gjörðum þínum og orðum hversu vænt þér þótti um þau. Að hafa eignast fimm dásamleg börn er mikið afrek, þú varst svo stolt af þessum hóp þínum eins og þú sagðir alltaf sjálf, sparaðir aldrei stóru orðin þegar þú talaðir um þau. Þú varst svo mikil mamma og það hlutverk fór þér svo ótrúlega vel Núna er það í hlutverk okkar hinna að halda minningu þinni á lofti og það hlut- verk verður ekki erfitt, fjöldi minninga sem við erum endalaust þakklát fyrir á svona stundu. Thelma og Tinna ótrúlega heppn- ar að eiga þennan yndislega tíma með þér síðust viku og þvílík dá- semd að þessi ferð hafi orðið að veruleika. Katrín og Garpur skot- tast í sveitinni, hafa áhyggjur af því að komast ekki út í Flatey en í Flatey verður farið þó skrýtið verði að vera þar án þín og aldrei eins. Litli úddi okkar er knúsaður í klessu alla daga og skilur ekkert í öllu þessu fólki og líður best í pabbafangi. Þeir feðgar eru dásamlegir saman. Miðvikudagarnir verða skrýtn- ir, það vantar þig. Hversu slæmt sem veðrið var komstu og varst alveg pollróleg þrátt fyrir að eiga eftir að keyra heim og stundum var skóbúnaðurinn ekki alveg í takt við veðrið en það var ekki vandamál í þínum augum. Elsku Sunnuskottið, frænka þín, skilur þetta ekki en við gerum okkar besta í að útskýra þetta og erum öll sammála því að þú sért fallegasti engilinn á himnum með fullt af börnum og dýrum í kring- um þig. Það ert bara þú. Ég er þakklát fyrir alla gleðina, brosin og hlýjuna sem þú barst með þér hvert sem þú komst. Þú varst dásamleg, elsku Dísin mín, og ég á eftir að sakna þín svo mikið. Hvíldu í friði, elsku Þórdís mín. Þín mágkona og vinkona Alma Sif Stígsdóttir. Þórdís Dögg Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.