Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 Öll fyrirtæki standa og falla með starfsfólkinu. Það á auðvitað ekki síst við um Ríkisútvarpið okk- ar. Stofnun sem byggir á þjóðararf- inum. Hinir miklu útvarpsmenn stóðu vaktina hvað sem á dundi: Stefán Jónsson, Jón Múli, Pétur Pétursson, Svavar Gests, Guð- mundur Jónsson, Helgi Hjörvar, Thorolf Smith, Jónas Jónasson. Svo örfáir séu nefndir. En það voru ekki bara þeir. Hinir minni spá- menn fylla einnig upp í myndina. Og skúr- ingakonurnar. Og Nonni sendisveinn. Skyldu það vera margar þjóðir sem eiga ann- an eins gullmola og Rás 1 eða Gömlu gufuna sem sumir kalla? Það er mikið vafamál. En hana verðum við að varðveita hvað sem tautar og raular. Þar liggur við þjóðarsómi. Gamla gufan er ekkert annað en háskóli alþýðunnar. Þar eru til dæmis slík dýrmæti í segulbanda- safninu að nota ætti sem skyldunámsgrein í há- skólum landsins. Það á einnig við um mynda- safn sjónvarpsins. Unga fólkið hefði svo sannarlega gott af því að hlusta markvisst á gengnar kynslóðir og læra af þeim. Þar er lífs- viska íslensku þjóðarinnar í hnotskurn og mætti meta til eininga eins og kallast í dag. Láta þau svo hreinlega taka próf í slíkum vís- indum. Það gæti verið liður í því að þjóðin finni sjálfa sig. Það er ekkert við það að athuga að opinber fyrirtæki dragi saman seglin. Það á jafnt við um Ríkisútvarpið og aðrar stofnanir. Við verð- um að sníða okkur stakk eftir vexti. Það er þjóðarnauðsyn og á við á öllum tímum. En það verður að gerast markvisst og án upphlaupa. Ef starfsfólk á í hlut, þegar nauðsyn knýr til samdráttar, þá skal aðgát höfð í nærveru sálar. Með fullri virðingu fyrir þeim sem í hlut eiga. Og dramatískar niðurfellingar á dagskrárliðum koma fólki í opna skjöldu. Slíkt þarf að vanda vel. Fimm milljarða stofnun hlýtur að skoða vel til allra átta. Þarf til dæmis ekki að athuga bet- ur þann gífurlega efnisvaðal sem viðgengst í ríkissjónvarpinu? Snikka hann svolítið til? Spara innkaup á drasli. Til hvers og fyrir hvern er það að reka myndbandaleigu? Með þessu líka stórkostlega efni, eða hitt þó heldur. Sum kvöld er stranglega varað við að myndir á besta útsendingartíma séu bannaðar börnum. Bannað börnum og stranglega bannað börnum. Þetta eru fastir liðir í kynningum. Hverjir ætli horfi mest á slíkt efni? Hverjir bera mestan skaða af því? Og stundum er verið að sýna gamanmyndir og jafnvel fjölskyldumyndir um miðnættið! Allir vita að sjónvarpið er gífurlega áhrifamikill miðill. Og það er margt gott í ís- lenska ríkissjónvarpinu. Sumt frábært. En ein- hversstaðar hlýtur lítil þjóð að setja mörkin. Slík uppákoma og nú hefur orðið hjá RÚV er öllum til skammar sem þar koma að verki. Að afhenda mönnum uppsagnarbréf og reka þá samdægurs eins og fregnir herma. Fáheyrður klaufaskapur og virðingarleysi við mannlega reisn ef rétt er. Ætla mætti að hér sé um stórglæpona að ræða sem taka verði föstum tökum. Hvers á þetta fólk að gjalda? Upphlaupið í Efstaleiti Eftir Hallgrím Sveinsson og Bjarna Georg Einarsson »Við verðum að sníða okkur stakk eft- ir vexti. Það er þjóðarnauðsyn og á við á öllum tímum. En það verður að gerast markvisst og án upphlaupa. Hallgrímur Sveinsson Hallgrímur er bókaútgefandi og léttadrengur á Brekku í Dýrafirði og Bjarni er fyrrverandi útgerð- arstjóri og núverandi ellilífeyrisþegi á Þingeyri. Bjarni Georg Einarsson Þegar þér finnst þú lítils virði, líður illa, ert umkomulaus, horfðu þá í augun á Jesú. Eftir því sem þú horfir lengur og dýpra munt þú finna að þú ert elskaður af ómótstæðilegri ást. Þú munt finna hve óendanlega dýrmætur þú ert. Elskaður út af lífinu. Elskaður af sjálfu lífinu. Gefðu af þér Og þegar þú upplifir þig ein- mana á einhvern hátt, farðu þá endilega út á meðal fólks, einkum þeirra sem hallað er á með ein- hverju móti. Með þann kannski veiklundaða en samt góðviljaða og einbeitta huga að vilja leitast við að gefa af þér. Vitjaðu sjúkra, öryrkja, inn- flytjenda, fátækra, aldraðra eða syrgjenda svo einhverjir séu nefndir og leitastu við að létta undir, aðstoða, hjálpa til og gefa af þér. Þótt ekki sé nema með því að hlusta, sýna skilning, samstöðu, vera til staðar og faðma ef því er að skipta. Styddu bágstadda, þá sem þurfa á nærveru og næringu, umhyggju og stuðningi að halda. Þannig verður þú farvegur kærleikans í verki og munt finna lífi þínu innihaldsverðan tilgang. Um leið og þú eignast þakkláta vini sem kunna að meta þig og sjá engil þegar þau horfa í aug- un á þér eða hugsa til þín. Nærveran skiptir máli Það er nefnilega gömul saga og ný að nær- veran skiptir okkur öll svo miklu máli. Hug- leiddu það að með nærveru þinni getur þú fært sálir fólks upp úr hinum dimmustu kjöllurum og upp á hinar björtustu svalir. Ekki kölluð til að dæma Við vorum ekki kölluð inn í þennan heim til að dæma fólk eða til að setja út á náungann. Heldur til að elska, umvefja, sýna umhyggju og kærleika, jafnvel og líklega ekki síst okkar minnsta bróður. Fordæmum því ekki sam- ferðamenn okkar, heldur kom- um fram við þá af umhyggju og kærleika. Fer náungi minn í taugarnar á mér? Náunginn í röðinni var með skítugt, sítt hár. Hann virtist sveittur, hallærislegur, í fárán- legum lörfum. Hann var engan veginn í takt við tímann. Það var fnykur af honum. Ætlaði hann aldrei að ljúka erindi sínu? Hann fór í taugarnar á mér. Heldur hann að ég geti eytt öllum deg- inum í að bíða vegna hans? Svo leit hann við og horfði fast en vingjarnlega í augun á mér. Þetta var einhvern veginn allt öðruvísi maður en ég hafði ímyndað mér. Eitt augnablik fannst mér ég mæta augnaráði frelsarans. Fer hans minnsti bróðir kannski í taugarnar á mér? Ég leit und- an, varð niðurlútur. Ég skammaðist mín. Að horfa inn í himininn Ef þú vilt horfa inn í himininn, horfðu þá í augun á Jesú. Og ef þú vilt horfa í augun á Jesú, horfðu þá í augu þíns minnsta bróður. Spyrjum okkur sjálf: Hvað get ég gert í dag til að reynast fólkinu mínu vel? Hvað get ég gert til að bæta andrúmsloftið á vinnustaðnum mínum? Hvernig get ég bætt umhverfi mitt, þar sem ég fer um svo samferðafólki mínu og þar með mér sjálfum geti liðið sem best. Allt er þetta val. Spurning um hugarfar, lífs- afstöðu. Með hverslags hjartalagi við viljum raunverulega vera þegar allt kemur til alls? Fegraðu umhverfi þitt með gjöfum. Stráðu fræjum kærleika og umhyggju. Og þín verður minnst sem þess sem elskaði. Þess sem bar raunverulega umhyggju fyrir fólki. Einmana Eftir Sigurbjörn Þorkelsson »Með nærveru þinni getur þú fært sálir fólks upp úr dimmustu kjöll- urum og upp á björtustu svalir. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur. Heilsurækt fyrir konur Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Inga Hildur Yngvadóttir - 48 ára snyrti- og fótaaðgerðafræðingur. Ég er búin að vera í Curves í 7 ár og líkar mjög vel ég mæti alltaf 3 í viku. Mér finnst gott að ráða hvenær ég kem og hversu oft . Mér finnst mikill kostur að þurfa ekki að stilla tækin og að ég sé að taka á öllum helstu vöðvahópum. Mér líður mjög vel á eftir og ekki er verra að halda kílóunum í skefjum og vera styrkari og liprari. Frábær stöð sem er bara fyrir konur og þarna er skemmtilegt starfsfólk og mjög góður andi. Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Oddný Sigríður Nicolaidóttir – 82 ára Ég byrjaði að æfa í Curves vorið 2009. Æfingarnar henta mér afar vel. Ég mæti 4x í viku og held þannig líkamanum í góðu formi þrátt fyrir gigt og fleira sem fylgir mínum aldri. Eftir skurðaðgerð nýlega fór ég í 6 vikna geislameðferð og meðan á meðferðinni stóð stundaði ég líkamsræktina 4x í viku. Félagsskapurinn, stuðningurinn og ekki síst það frábæra starfsfólk sem Curves hefur upp á að bjóða er ómetanlegt. Þarna hef ég eignast góðar vinkonur og sleppi helst aldrei úr tíma. Stærsti kosturinn er að ég get mætt þegar mér hentar. Settu heilsu na í fyrst a sæti ! Við hjá Curves erum í frábæru jólaskapi og viljum bjóða konum árskort á20% afslætti! 5 tímar í trimform fylgja frítt með. Algjört jóladúndur! Taktu forskot á áramótaheitin og settu heilsuna í forgang. Gildir til 16. Desember 2013

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.