Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 Fáir menn hafa glatt einsmikið þjóð sína og fólk ogHermann Gunnarsson.En gleðin var ekki alltaf jafnmikil innra. Í nýrri ævisögu Hermannns, Hemmi Gunn – sonur þjóðar, sem Orri Páll Ormarsson hefur skráð, er skýrt dregin upp mynd af tveimur hliðum Hermanns. Önnur er Hermann Gunnarsson, dulur maður og hlédrægur, vand- aður maður, hinn æringinn, afreks- maðurinn breyski, Hemmi Gunn. Uppbygging ævisögunnar er með þeim hætti að skrásetjari lætur Hermann segja sögu sína í 1. per- sónu og svo fær hann kunningja hans og vini til að tjá sig um hann. Hermann hefur átt góða vini og kunningja sem kunna að lesa í persónu hans. Ég nefni sem dæmi Sigmund Ó. Steinarsson og Jón H. Karlsson (Ponna) sem tjá sig um hann á gagnrýninn hátt en þó af kærleika. Þetta form finnst mér ganga upp. Við fáum skýra mynd af Hermanni, íþróttamanninum og skemmtikraftinum, sigrum hans og ósigrum, innviðum huga hans, til- vistarnauð sem tengist fyrst og fremst einsemd þess sem er ofur- seldur alkóhólisma. Raunar er fyrsti hluti ævisög- unnar sístur. Ég er ekki viss um að óinnvígðir hafi mikinn áhuga á lýs- ingum á knattspyrnuleikjum. Það sem lífgar frásögnina helst eru sög- ur af hrekkjum Hermanns og sam- bönd hans við hitt kynið sem virðast einhvern veginn alltaf fara úr bönd- unum. Hermann var örugglega einhver indælasti maður sinnar kynslóðar. Það verður lesið út úr umsögnum manna og vinsældum hans sem fjöl- miðlamanns. En hann var líka alkó- hólisti sem aldrei náði almennilega tökum á lífi sínu. Orri Páll hlífir Her- manni ekki. Í gegnum lýsingu hans greinum við brotna sál sem er upp- full af réttlætingu og leit að ástæð- um þess að honum tókst aldrei að lifa því einkalífi sem hann þráði. Dauði kærustu, tveir persónuleikar, Hermann og Hemmi, ósanngirni manna. Einhvern veginn fær maður það á tilfinninguna að Hermann hafi aldrei sætt sig við grundvallar- forsendu þess hversu illa honum tókst til í einkalífnu, sem sé að alkó- hólismi hans hafi verið sjúkdómur. Kannski náði hann þess vegna aldrei almennilega tökum á lífi sínu. Orra Páli tekst vel að koma til skila þeim andstæðum sem brutust um í Her- manni og að opna augu lesanda fyrir því hversu alkóhólisminn getur rist djúpt og stjórnað lífi manna, jafnvel hjá jafn þekkilegum manni. Mér þykir vel hafa tekist til við samningu þessarar bókar þótt efnið reyni stundum á og hafði ánægju af lestri hennar. Ævisagan er lipurlega skrifuð. Sumar sögurnar í henni eru bráðfyndnar og skemmtilegar þrátt fyrir alvarlegan undirtón. Innanmein gleðigjafans Hemmi Gunn, sonur þjóðar bbbbn Morgunblaðið/Eggert Hermann „Orra Páli tekst vel að koma til skila þeim andstæðum sem brut- ust um í Hermanni og að opna augu lesanda fyrir því hversu alkóhólisminn getur rist djúpt og stjórnað lífi manna, jafnvel hjá jafn þekkilegum manni.“ Ævisaga Skrásetjari Orri Páll Ormarsson. Sena 2013. 372 bls. SKAFTI Þ. HALLDÓRSSON BÆKUR Morgunblaðið/Kristinn Sḱrásetjarinn Orri Páll Ormarsson. „Náttúran í verkum Camus“ nefnist málþing sem Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur stendur fyrir í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Alberts Camus. Framsögur flytja Pétur Gunnarsson, Björn Þor- steinsson, Ásdís R. Magnúsdóttir og Torfi Tulinius. Málþingið fer fram í Hann- esarholti að Grundarstíg 10 í dag milli kl. 14 og 17. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Náttúran í verkum Camus Albert Camus „Fjármögnun lista og menningar: Hvað er til ráða?“ nefnist örráð- stefna sem haldin verður í dag kl. 15-17 í húsnæði Háskólans á Bifröst í Reykjavík, að Hverfisgötu 4-6. Framsögu flytur Kolbrún Halldórs- dóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, og því næst taka við pallborðsumræður þar sem þátt taka Grímur Atlason, Hilmar Sig- urðsson, Ragnhildur Zoëga, Þórunn Árnadóttir og Magnús Ragnarsson. Fjármögnun menningar Kolbrún Halldórsdóttir Sigurrós Svava Ólafsdóttir opnar í dag, föstudag klukkan 17, sýningu í Listasal Mosfells- bæjar í Kjarna. Sýn- inguna kallar hún „Felumyndir / Camouflage“. Kveikju sýning- arinnar má finna í jólakorti sem lista- konan og systir hennar fengu árið 1991 frá afa sínum og ömmu. Þar var ekki allt sem sýndist og sama má segja um sýninguna; ekki er allt sem sýnist. Felumyndir á sýningu í Kjarna Heystæðan Hluti af einu verka Sigurrósar Svövu. HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið Pollock? (Kassinn) Fös 6/12 kl. 19:30 13.sýn Sun 8/12 kl. 19:30 21.sýn Sun 15/12 kl. 19:30 25.sýn Lau 7/12 kl. 19:30 20.sýn Lau 14/12 kl. 19:30 24.sýn Vel skrifað verk og frábærir karakterar. Aukasýnigar komnar í sölu! Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fös 6/12 kl. 19:30 56. sýn Fim 2/1 kl. 19:30 60.sýn Fim 23/1 kl. 19:30 63.sýn Lau 28/12 kl. 19:30 58.sýn Lau 18/1 kl. 19:30 61.sýn Sun 29/12 kl. 19:30 59.sýn Mið 22/1 kl. 19:30 62.sýn Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús. ÓVITAR (Stóra sviðið) Lau 7/12 kl. 17:00 Aukas. Sun 29/12 kl. 13:00 22. sýn Sun 12/1 kl. 13:00 25.sýn Sun 8/12 kl. 17:00 18. sýn Mán 30/12 kl. 13:00 23. sýn Sun 19/1 kl. 13:00 26.sýn Lau 28/12 kl. 13:00 21. sýn Sun 5/1 kl. 13:00 24.sýn Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum! Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 7/12 kl. 11:00 Lau 14/12 kl. 13:00 Lau 21/12 kl. 13:00 Lau 7/12 kl. 13:00 Lau 14/12 kl. 14:30 Lau 21/12 kl. 14:30 Lau 7/12 kl. 14:30 Sun 15/12 kl. 11:00 Sun 22/12 kl. 11:00 Sun 8/12 kl. 11:00 Sun 15/12 kl. 12:30 Sun 22/12 kl. 12:30 Sun 8/12 kl. 12:30 Sun 15/12 kl. 14:00 aukas. Sun 22/12 kl. 14:00 aukas. Lau 14/12 kl. 11:00 Lau 21/12 kl. 11:00 Uppselt á allar sýningar - örfá sæti laus á aukasýningum. Þingkonurnar (Stóra sviðið) Fim 26/12 kl. 19:30 Frums. Lau 4/1 kl. 19:30 4.sýn Mið 15/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 27/12 kl. 19:30 2.sýn Mið 8/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 3/1 kl. 19:30 3.sýn Fim 9/1 kl. 19:30 6.sýn Jólafrumsýning Þjóðleikhússins í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Englar alheimsins (Menningarhúsinu Hofi) Fös 10/1 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 15:00 Englar alheimsins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í janúar! Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 4/1 kl. 13:30 Lau 11/1 kl. 13:30 Lau 18/1 kl. 13:30 Lau 4/1 kl. 15:00 Lau 11/1 kl. 15:00 Lau 18/1 kl. 15:00 Síðustu sýningar fyrir jól - sýningar hefjast aftur í janúar. Fetta bretta (Kúlan) Lau 7/12 kl. 14:00 Lau 14/12 kl. 14:00 Lau 7/12 kl. 15:30 Lau 14/12 kl. 15:30 Ný barnasýning fyrir áhorfendur á aldrinum 6 mánaða til 3ja ára. Mary Poppins –★★★★★ „Bravó“ – MT, Ftíminn Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 6/12 kl. 19:00 Lau 14/12 kl. 19:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Lau 7/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 8/12 kl. 13:00 Fim 26/12 kl. 13:00 Fös 3/1 kl. 19:00 Fös 13/12 kl. 19:00 Fös 27/12 kl. 19:00 Lau 4/1 kl. 13:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Fös 6/12 kl. 20:00 35.k Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Fim 19/12 kl. 20:00 Sun 8/12 kl. 20:00 36.k Sun 15/12 kl. 20:00 40.k Fös 20/12 kl. 20:00 Fim 12/12 kl. 20:00 37.k Þri 17/12 kl. 20:00 Lau 28/12 kl. 20:00 Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Mið 18/12 kl. 20:00 Sun 29/12 kl. 20:00 Epískur tónsjónleikur. ATH! Ekki unnt að hleypa inní sal eftir að sýning hefst Refurinn (Litla sviðið) Lau 7/12 kl. 20:00 9.k Mið 11/12 kl. 20:00 11.k Sun 22/12 kl. 20:00 Þri 10/12 kl. 20:00 10.k Lau 21/12 kl. 20:00 12.k Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Lau 7/12 kl. 11:00 Lau 14/12 kl. 14:30 Sun 22/12 kl. 14:30 Lau 7/12 kl. 13:00 Sun 15/12 kl. 11:00 Sun 22/12 kl. 16:00 aukas Lau 7/12 kl. 14:30 Sun 15/12 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 13:00 Sun 8/12 kl. 11:00 aukas Sun 15/12 kl. 14:30 Fös 27/12 kl. 14:30 Sun 8/12 kl. 13:00 Lau 21/12 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Sun 8/12 kl. 14:30 Lau 21/12 kl. 14:30 Lau 28/12 kl. 14:30 Lau 14/12 kl. 11:00 aukas Lau 21/12 kl. 16:00 aukas Sun 29/12 kl. 13:00 Lau 14/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 14:30 aukas Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap Fríkirkjan í Reykjavík 8. des. sun. kl. 20:00 Aðventukvöld, fjölbreytt og glæsilegt tónlistarkvöld. Ræðumenn kvöldsins verða rithöfundurinn Jónína Leósdóttir og séra Hjörtur Magni Jóhannsson. Fram koma Bjarni Arason, Svavar Knútur, Kristjana Stefánsdóttir, Sönghópur Fríkirkjunnar, Barnakór Fríkirkjunnar, Tómas R. Einarsson, Matthías Hemstock og Gunnar Gunnarsson sem jafnframt er organisti kirkjunnar og stjórnandi sönghóps. Álfheiður Björgvinsdóttir er stjórnandi barnakórs. 15. des. sun. kl. 14:00 Guðsþjónusta 3. sunnudagur í aðventu. 22. des. sun. kl. 14:00 Jólatrésskemmtun Fríkirkjunnar í Reykjavík. Hefst með jólastund í kirkjunni. Síðan haldið upp í Safnaðarheimili og sungið og dansað í kringum jólatréð með jólasveininum. Kaffi og meðlæti fyrir alla. 22. des. sun. kl. 17:00 Heilunarguðsþjónusta á vegum Sálarrannsóknarfélags Íslands, Fríkirkjunnar og Kærleikssetursins. 24. des. þri. kl. 18:00 Aftansöngur á aðfangadagskvöldi. Einsöngur Nathalía Druzin Halldórsdóttir. Sönghópur Fríkirkjunnar syngur jólin inn og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Sr. Hjörtur Magni. 24. des. þri. kl. 23:30 Miðnætursamvera á jólanótt. Páll Óskar og Monika Abendroth ásamt strengjasveit. Sr. Hjörtur Magni, Sönghópur Fríkirkjunnar ásamt Gunnari Gunnarssyni. Mætið vel tímanlega til að fá góð sæti! 25. des. mið. kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta á jóladag. Ljósanna hátíð fagnað með rísandi sól. Egill Ólafsson söngvari syngur og spjallar um tónlistarval sitt. Sr. Hjörtur Magni, Sönghópur Fríkirkjunnar ásamt Gunnari Gunnarssyni. 31. des. þri. kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta á dvalar og hjúkrunarheimilinu Grund. 31. des. þri. kl. 17:00 Aftansöngur á Gamlárskvöldi. Sérstakur gestur Þorleifur Gaukur Davíðsson, munnhörpuleikari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.