Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 Á bls. 18 í skýrslu samráðs- nefndar samgönguráðuneytisins og Reykjavíkurborgar „Reykja- víkurflugvöllur – úttekt á fram- tíðarstaðsetningu“, sem skilað var í apríl 2007, er að finna eft- irfarandi fullyrðingu: „Nýting Reykjavíkurflugvallar er um 99%, þ.e. veðurfarsskilyrði hamla flugi í aðeins 1% tilvika. Með lokun brautar 06/24 er reiknað með að nýtingarhlut- fallið lækki í 98%.“ Sá litli minnihluti landsmanna, sem af miklum móði vill loka umræddri NA/SV-flugbraut á Reykjavíkurflugvelli, og síðan sem fyrst flug- vellinum öllum, vitnar oft til þessa texta máli sínu til stuðnings. Aðrir, sem telja sig þekkja eitthvað til ým- issa flugtæknilegra þátta, hafa átt býsna erf- itt með að átta sig á þeim forsendum, sem þessi fullyrðing gæti hugsanlega byggst á. Við nánari lestur skýrslunnar koma þær hins vegar í ljós, því á bls. 31 segir að um sé að ræða „reikningslega nýtingu“ miðað við allt að 30 hnúta hliðarvind! Tæknireglur Alþjóðaflugmálastofnunar- innar um flugvelli, sem birtar eru í svo- nefndum „ICAO Annex 14“, tilgreina aðeins á einum stað notkunarstuðul (e: Usability factor) flugvallar, og er hann alfarið til- greindur með tilliti til leyfilegs hliðarvinds. Svo vel vill til, að þessar alþjóðareglur eru hér á landi einnig birtar sem hluti af „Reglu- gerð um flugvelli“ nr. 464/2007, sem þáver- andi samgönguráðherra undirritaði 21. mars 2007, og öðluðust gildi þegar í stað. Í VI. hluta reglugerðarinnar, „Kröfur til flugvalla“, segir í grein 3.1.1: „Fjöldi og stefna flugbrauta á flugvelli ætti að vera slík- ur að notkunarstuðull flugvallarins sé ekki minni en 95% fyrir flugvélarnar sem flugvöll- urinn þjónar.“ Í grein 3.1.3 segir síðan, að við framkvæmd greinar 3.1.1 ætti að gera ráð fyrir að lendingum og flug- tökum flugvéla sé undir venju- legum kringumstæðum hætt, þegar hliðarvindsstuðull er meiri en 20 hnútar hvað varðar flugvélar með viðmiðunarflug- taksvegalengd 1500 m eða meira, 13 hnútar fyrir þær sem þurfa 1200 til 1500 m, og 10 hnútar fyrir lengd undir 1200 m. Þær áætlunarflugvélar, sem Reykjavíkurflugvöllur þjónar nú, falla í ofangreindan mið- flokk, þ.e. að miða ber við 13 hnúta hámarkshliðarvind við út- reikning á notkunarstuðli flugvallarins. Fyrir liggja mjög ítarlegar og vandaðar langtíma veðurfarsskráningar á Reykjavík- urflugvelli. Að beiðni Orkuveitu Reykjavíkur gerðu Guðmundur R. Jónsson og Páll Valdi- marsson, prófessorar í verkfræði við Háskóla Íslands, vandaða skýrslu undir heitinu „Um nýtingarhlutfall brauta á Reykjavík- urflugvelli“ (feb. 2000). Þar kom fram, að notkunarstuðull Reykjavíkurflugvallar með núverandi þremur flugbrautum, og miðað við 13 hnúta hliðarvindsmörkin, er 98,2%. Það þýðir, að flugvöllurinn er að meðaltali lok- aður 6,6 daga á ári vegna of mikils hlið- arvinds. Sé hins vegar NA/SV-flugbrautin ekki fyr- ir hendi, þ.e. að flugvöllurinn hafi aðeins til- tækar tvær flugbrautir, lækkar nýtingarhlut- fallið í 93,8%, samsvarandi því að hann væri að meðaltali lokaður 22,6 daga á ári vegna of mikils hliðarvinds, – og væri þá jafnframt kominn niður fyrir það 95% lágmark, sem greinilega er tilgreint í alþjóðareglunum og íslensku reglugerðinni. Lokun NA/SV- flugbrautarinnar þýðir því 16 daga árlega viðbótarlokun flugvallarins, og sem hefur fyrst og fremst afgerandi áhrif á rekstur áætlunar- og sjúkraflugs.. Morgunblaðið birti 12. okt. sl. athygl- isverða grein eftir Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur innanríkisráðherra undir fyrirsögninni „Öruggt samfélag er gott samfélag“. Þar segir ráðherra m.a.: „Í mínum huga samein- ast öll þau verkefni, sem unnin eru á vett- vangi innanríkisráðuneytisins, í tveimur orð- um, öryggi almennings“. Þetta er laukrétt hjá hinum nýja ráðherra, og jafnframt fyr- irtaks greining á verkefnum þessa stóra ráðuneytis, sem m.a. fer með málefni lög- gæslu, landhelgisgæslu, leitar og björgunar, almannavarna, fjarskipta og öryggismála allra samgangna á landi, á sjó og í lofti. Síðar í sama mánuði var ráðherranum aft- ur öryggið efst í huga, þegar greinin „Öryggi í innanlandsflugi“ var birt í Morgunblaðinu í kjölfar undirritunar tveggja skjala varðandi Reykjavíkurflugvöll. Síðara skjalið, sem að- eins var undirritað af innanríkisráðherra og Jóni Gnarr borgarstjóra, felur því miður í sér mjög dapurlegt stílbrot við þann háa sess, sem ráðherra vill að öryggi fái í sínum verk- um. Í því skjali er boðuð lokun NA/SV- brautar Reykjavíkurflugvallar í tengslum við fyrirhugaða endurskoðun á deiliskipulagi fyr- ir flugvallarsvæðið. Í þessu sambandi mætti þó einnig hafa í huga, að forsætisráðherra hefur ítrekað sagt, bæði fyrir og eftir und- irritun skjalanna, að áfram beri að starf- rækja Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri, og með þremur flugbrautum. Aðgerð, sem felur í sér 16 daga árlega við- bótarlokun Reykjavíkurflugvallar, m.a. fyrir sjúkraflugi, getur varla flokkast undir „ör- yggi almennings“. Um notkunarstuðul flugvalla Eftir Leif Magnússon » Aðgerð, sem felur í sér 16 daga árlega viðbót- arlokun Reykjavíkurflug- vallar, m.a. fyrir sjúkra- flugi, getur varla flokkast undir „öryggi almennings“. Leifur Magnússon Höfundur er verkfræðingur. Brotist var inn á heimasíðu Vodafone og þaðan stolið gögn- um notenda. Í fram- haldinu má búast við að gengið verði þann- ig frá að hætta á inn- brotum minnki eins og hægt er. Rétt er að minna á að engin kerfi eru 100 prósent örugg. Þó nú sé einblínt á þennan atburð og þær afðleiðingar sem innbrotið hafði í för með sér er rétt að draga fram já- kvæða hlið á starf- semi Vodafone. Á undanförnum árum hefur fyrirtækið veitt íbúum í dreif- býli þjónustu í gegn- um ljósleiðarakerfi sitt. Þegar íbúar hafa ráðist sjálfir í það verkefni að leggja ljósleiðara í hús sín hefur Vodafone stutt við slík verkefni með því að veita þjónustu í gegn- um ljósleiðarann þegar önnur fjarskiptafyrirtæki nánast hundsuðu beiðnir um slíkt. Þetta ber vott um þjónustuvilja og framsýni sem önnur fjar- skiptafyrirtæki mættu taka sér til fyrirmyndar. Það er ekki vafi í huga undirritaðs að Vodafone mun koma sterkara til leiks eftir hremmingar undanfarna daga. Vodafone- innbrotið Eftir Ingólf Bruun Ingólfur Bruun » Það er ekki vafi í huga undirritaðs að Vodafone mun koma sterkara til leiks eftir hremmingar undanfarna daga. Höfundur er ráðgjafi á sviði ljósleiðaralagna og hugmyndasmiður Fjarskiptafélags Öræfinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.