Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 ✝ Unnur Krist-insdóttir fæddist í Reykja- vík 16. febrúar 1934. Hún lést á Droplaugar- stöðum 30. nóv- ember 2013. Foreldrar hennar voru Að- alheiður Björns- dóttir, húsmóðir, f. 1904, d. 1987 og Lýður Krist- inn Lýðsson, ölgerðarmaður f. 1904, d. 1981. Unnur var elst fjögurra systkina. Systkini hennar eru Jón Ingi, f. 1936, d. 1981, Sig- urður Lýður, f. 1943 og Ásdís, f. 1948. Unnur ólst upp við Hring- braut í Reykjavík og gekk í Melaskólann og síðan í Kvenna- skólann í Reykjavík, þaðan sem hún lauk kvennaskólaprófi árið 1952. Hún stundaði einnig nám við Húsmæðraskólann í Reykja- vík. Hún starfaði á skrifstofu Eimskipafélags Íslands um nokkurra ára skeið þar til þau Valgeir stofnuðu heimili. Unn- ur var heimavinnandi og sinnti heimilisstörfum og þegar börn- in uxu úr grasi fór hún aftur út á vinnumarkaðinn. Unnur starfaði í versluninni Skósel við Laugaveg í um áratug og síðar sem móttökuritari hjá Skýrslu- vélum Ríkisins og Reykjavík- urborgar (SKÝRR). Hún tók einnig virkan þátt í rekstri fjöl- skyldufyrirtækisins Repró í gegnum árin. Valgeir Jón Emilsson fædd- ist í Reykjavík 6. júlí 1934. arafélags (HÍP). Meðal verka sem Valgeir vann voru Hæsta- réttardómar, og endurprentun á Orðabók Sigfúsar Blöndals. Fyrir vinnu sína fyrir Sögu- félagið var hann heiðraður árið 2003. Valgeir var um skeið í stjórn HÍP og í ritstjórn Prent- arans. Unnur og Valgeir gengu í hjónaband þann 29. mars 1958. Þau bjuggu lengst af við Háa- leitisbraut í Reykjavík. Börn þeirra eru 1. Aðalheiður, f. 1958, myndlistamaður og meistaranemi í listfræði, maki Erlendur Hjaltason, f. 1957, rekstrarhagfræðingur, synir þeirra: Hjalti Geir, f. 1987, lög- fræðingur, unnusta hans er Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 1987, viðskiptafræðingur. Val- geir, f. 1990, hagfræðinemi, unnusta hans er Anna Fríða Gísladóttir, f. 1990, viðskipta- fræðinemi. 2. Sigríður, f. 1964, doktor í sameindalíffræði, maki Einar Olavi Mäntylä, f. 1963, doktor í sameindaerfðafræði. Börn þeirra: Valgeir, f. 1986, sjúkraþjálfari, sambýliskona, Steinþóra Jónsdóttir, f. 1986, sjúkraþjálfari, dóttir þeirra er Vigdís, f. 2012. Kristín, f. 1991, söngnemi. Sigurður, f. 2001, nemi. 3. Emil Hannes, f. 1965, grafískur hönnuður, maki, Arna Björk Stefánsdóttir, f. 1971, sagnfræðingur, dóttir þeirra er Stefanía, f. 1995, nemi. Sameiginleg útför þeirra Unnar og Valgeirs fer fram frá Hallgrímskirkju, í dag, 6. des- ember 2013, og hefst athöfnin klukkan 13. Elskuleg hjón, Valgeir elsti bróðir okkar systkinanna og Unnur mágkona, eru fallin frá. Ung felldu þau hugi saman og áttu samleið í tæp 60 ár. Svo sam- rýmd voru þau að ekki liðu nema nokkrir dagar á milli þeirra. Unn- ur hafði dvalið á Droplaugarstöð- um um tveggja ára skeið vegna vanheilsu. Valgeir annaðist konu sína einstaklega vel í veikindum hennar sem og fjölskyldan öll og iðulega gengu þau saman um ná- grennið og áttu góðar stundir. Það var sem lífsneisti Unnar slokknaði þegar hún heyrði lát síns elskaða eiginmanns. Hún felldi tár, lagðist fyrir og stóð ekki upp aftur. Svo sterkur og fallegur var þráðurinn milli þeirra. Hugurinn leitar í fjársjóð ljúfra endurminninga. Svo margs er að minnast og margt að gleðj- ast yfir og þakka fyrir í tímans rás. Stórfjölskyldan samankomin á tímamótum, afmæli, skírnir, brúðkaup, útskriftir, ferðalög. Valgeir og Unnur, börnin og tengdabörnin myndarlegu oftar en ekki í hlutverki gestgjafa, höfðingleg, veitul og gestrisin. Unnur var mjög greind og vönduð kona, falleg, blíð og góð og annaðist fjölskylduna af natni og elskusemi alla tíð. Hún var heima við þegar börnin þrjú voru lítil en starfaði einnig utan heim- ilis þegar þau voru komin á legg. Þegar þau Valgeir kynntust starfaði hún á skrifstofu hjá Eim- skipafélaginu. Valgeir var glæsi- legur á velli, hafsjór af þekkingu og áhuga á málefnum líðandi stundar og fyrri tíma, fróðleiks- fús og ávallt skemmtilegur að ræða við og ljúfur í allri fram- göngu. Bæði tvö voru einstaklega umhyggjusöm um fjölskyldu sína, og nutu þess að eiga tíma með barnabörnunum 6 og barna- barnabarninu sem þau voru að verðleikum stolt af. Bæði kusu þau gæði umfram magn í einu og öllu og höfðu ekki áhuga á að berast á eða láta fyrir sér fara en lögðu allt í vandvirkni og nákvæmni, alltaf nægjusöm og hógvær. Jólasmákökurnar henn- ar Unnar, allar jafnar að stærð og lögun og hin ýmsu ritverk og öll þau tímarit sem Valgeir prentaði eru gott dæmi um þá eiginleika sem prýddu þau bæði. Valgeir gat verið fastur fyrir og hafði sterkar skoðanir um hin ýmsu málefni sem hann lá ekki á. Unnur brosti þá fallega og lét hann hafa sinn gang ótruflaðan. Hann var afar áhugasamur um ættarsögu fjölskyldunnar sem sjá má í óbirtu ritverki sem hann vann að í mörg ár. Þar setti hann saman þætti um ævi, tengsl og ör- lög fólks eftir miklar rannsóknir í ættfræði og hinum ýmsu bókum sem fjölluðu um liðna tíð. Það var ótrúlega gaman að hlusta þegar hann rifjaði upp gamla tíma með frændfólkinu á Borg á Mýrum og á Freyjugötu 10 sem var heimili fjölskyldunnar um skeið þar sem kynslóðirnar áttu samleið. Á kveðjustundu þegar sorgin sækir að finnum líka til gleði og þakklætis fyrir allt það sem okk- ur hlotnaðist með elskulegum bróður og mágkonu og biðjum góðan Guð að styrkja börnin þeirra og fjölskyldur. Blessuð sé minning Unnar og Valgeirs. Dagný, Dórothea, Jón og Ólafur Emilsbörn. Elskuleg systir mín, Unnur Kristinsdóttir, er látin. Við fráfall hennar hverfur stór hluti úr lífi mínu. Eftir lifa minningar og á einu augnabliki rennur allt hjá í ótal myndum, litbrigðum og ang- an af liðnum tíma nær og fjær. Unna var elst fjögurra barna foreldra okkar, þeirra Aðalheiðar Björnsdóttur og Kristins Lýðs- sonar. Jón Ingi var næstur í röð- inni en hann lést árið 1981, langt um aldur fram og var öllum mikill harmdauði, næstur er Sigurður, en fjórtán ár eru á milli okkar systra. Ég minnist kærleiksríkra upp- eldisára á Hringbrautinni og hve mikið ég dáðist að stóru systur sem komin var með kærasta, sem síðan varð lífsförunautur hennar. Ég dáist enn að fallega gull- hringnum í hvítu skeljaöskjunni sem ég fékk í fermingargjöf frá þeim, þvílík dásemd. Ekki var síður spennandi að heimsækja ungu hjónin, þau Unni og Valgeir Jón Emilsson, á ný- stofnuðu heimili þeirra í Blöndu- hlíðinni. Þar fæddist þeim dótt- irin Aðalheiður, og þá var nú gaman að vera í mömmuleik og ófáar voru ferðirnar til þeirra sem við mamma fórum með strætisvagninum, Austurbæ- Vesturbæ, hraðferð. Síðar fædd- ist þeim dóttirin Sigríður og yngstur er Emil Hannes. Öll eru þau einstaklega vel af Guði gerð og hafa fengið gott veganesti inn í framtíðina. Unna systir vildi að öllum liði vel, það sýndi hún með hlýju sinni og fallega brosinu. Hún lagði mikla alúð við heimili þeirra hjóna á Háaleitisbrautinni og þar var snyrtimennskan og reglu- semin ávallt í fyrirrúmi. Alltaf var tekið vel á móti gestum og gaman þangað að koma. Þegar ég kynnti þau fyrir til- vonandi eiginmanni, Magnúsi Kjærnested, var honum tekið sem sönnum vini og hélst sú vin- átta og virðing allt til andláts hans. Ég á Valgeiri að þakka að hann leiddi mig inn kirkjugólfið í brúð- kaupi okkar Magga og á heimili þeirra var brúðkaupsveislan haldin á sólríkum sumardegi í júlí 1971. Unnu minni var mjög umhugað um börn sín, tengdabörn og barnabörn, enda sýndu þau þakk- læti sitt í verki með allri þeirri umhyggju sem þau gátu veitt henni í veikindum hennar. Að leiðarlokum þakka ég og fjölskylda mín samfylgdina við yndisleg hjón sem kvatt hafa þessa jarðvist með nokkurra daga millibili. Vinir og ættingjar allir sem áttu með þér leið biðja í Herrans hallir þér heimkoman verði greið. Þó skilji vinir á vegi vaxa í hjörtum blóm sem lifa þó líkaminn deyi í lausnarans helgidóm. (Vígþór H. Jörundsson) Elsku Allý, Sirrý, Emil og aðr- ir ástvinir, innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra, ykkar missir er mikill. Guð blessi minningu Unnar Kristinsdóttur og Valgeirs Jóns Emilssonar. Ásdís Kristinsdóttir. Valgeir Jón Emilsson og Unn- ur Kristinsdóttir Tengdaforeldrar mínir hafa nú kvatt með nokkurra daga milli- bili. Andlát beggja kom á óvart, en ljóst er að 55 ára hjónaband þeirra var sterkur stofn. Unnur og Valgeir hafa verið traustur bakhjarl frá fyrstu kynnum. Þau hafa reynst mér og mínu fólki afburðavel. Fyrstu spor Valgeirs voru í suðurhlíðum Skóavörðuholts og þar bjó hans fólk. Valgeir missti móður sína, Valentínu Valgeirs- dóttur, ungur og fékk skjól hjá Sigríði Bjarnadóttur ömmu sinni og manni hannar Hannesi Guð- laugssyni. Faðir hans, Carl Emil Ole Möller Jónsson og seinni kona hans Hrefna Ólafsdóttir, bjuggu ekki langt undan og átti hann þar góðar stundir með þeim og systkinum sínum, en alltaf var mjög kært með Valgeiri og Hrefnu. Frændfólkið á Berg- staðastrætinu var vinir hans og í þessu umhverfi þroskaðist hann til manns innan um gott fólk. Unnur var vesturbæingur og bjó á Hringbraut með foreldrum sínum þeim Aðaheiði Björnsdótt- ur og Lýði Kristni Lýðssyni og systkinum sínum. Stofnar úr Landsveit og Vatnsdal stóðu að henni; gott fólk sem hún tengdist sterkum böndum. Æskuheimili Unnar var í raun félagsheimili ættingja af landsbyggðinni. Ég hef heyrt sögur af ótal fólki sem þar kom við, gisti og naut góðs viðgjörnings. Þegar ég kom í íbúðina á Hringbraut á sínum tíma, og heyrði af öllum gesta- ganginum þar, var ljóst að þröngt mega sáttir sitja, því oft voru margir þar á sama tíma. Valgeir lærði prentverk og gerði bókagerð að ævistarfi sínu. Hann var mikill fagmaður, og virkur í innleiðingu offsettækni. Sótti hann sér þekkingu til Bret- lands og Danmerkur og setti upp eigið fyrirtæki þar sem hann vann að uppsetningu bóka og margs konar prentaðs máls. Í starfi sínu og leik las hann mikið og var fróður maður. Hann hafði afburðagott minni og vann mikið með bækur. Vinnuherbergi hans var fullt af bókum og miðar upp úr þeim öllum. Þegar fjöl- skyldan sat og ræddi mál, náði hann í bækur sem fjölluðu um efnið og oftar en ekki rataði hann beint á þann stað í bókinni sem skipti máli. Það er margt sem við lærðum af honum á þessum góðu stundum og við nutum mikillar frásagnargáfu Valgeirs. Fyrir nokkrum árum tók hann sig til og fór að skrá sögu fjöl- skyldu sinnar og Unnar. Ekki hafa þau skrif ratað á prent, en ég fræddist mikið um uppruna fjöl- skyldunnar þegar ég las þessa samantekt. Unnur var heimavinnandi hús- móðir í fyrstu. Hún fór á vinnu- markað eftir að börnin komust á legg og vann ýmis verslunarstörf og síðast sem móttökufulltrúi hjá SKÝRR. Unnur fór ekki hátt með afrek sín en hún var afar sam- viskusöm og vönduð í öllum sín- um störfum eins og heimilið er til marks um. Umhyggja fyrir henn- ar fólki var alltaf í fyrirrúmi. Það var mjög góður tími í ævi Unnar og Velgeirs þegar barna- börnin voru að vaxa úr grasi. Þau voru frábær amma og afi sem fræddu barnabörnin um allt milli himins og jarðar og hlustað var af athygli. Oft var ekið um Reykja- vík og nágrenni þar sem þau kynntu fyrir þeim nærumhverfið, sögðu sögur af fólki og bygging- um. Gamla höfnin var jafnan við- komustaður. Þetta var barna- börnunum mikils virði og eiga þau dýrmætar minningar um afa sinn og ömmu. Þau Unnur og Valgeir ferðuð- ust meira innanlands en utan. Ís- land var þeirra land, og þekktu þau landið mjög vel. Það eru ófáir tindarnir sem voru sigraðir á þessum árum. Við fjölskyldan fórum saman í ferðalag til Dan- merkur árið sem Unnur og Val- geir urðu sjötug. Það var minn- isstæð ferð og kunni Valgeir betri skil á ýmsu á Sjálandi en ég, þó ég hefði búið þar í yfir fimm ár. Þekking hans náði til staða víða um heim sem hann hafði aldrei komið til. Unnur hefur átt við vanheilsu að stríða síðustu ár sem höfðu í för með sér miklar breytingar á högum þeirra. Valeir sinnti Unni með eindæmum vel; var henni traustur bakhjarl. Ásdís, systir Unnar, var okkur í fjölskyldunni mjög mikilvæg stoð á þessum tíma, því hún annaðist systur sína af mikilli alúð. Fyir það þökkum við af heilum hug. Nú þegar komið er að leiðar- lokum þakka ég Unni og Valgeiri fyrir tíma okkar saman og þann þátt sem þau áttu í að koma son- um okkar til manns. Erlendur Hjaltason Hugur minn leitar tæp tuttugu ár aftur í tímann þegar ég hitti tengdaforeldra mína, heiðurs- hjónin Valgeir og Unni, í fyrsta skipti. Þessi fyrstu kynni okkar voru afar ánægjuleg og innan skamms leið mér eins og einni af fjölskyldunni og hefur þannig verið alla tíð síðan. Valgeir og Unnur voru afskap- lega ólík en áttu samt alveg sér- staklega vel saman. Mér er sér- staklega minnisstæð ástúð þeirra hvors í garð annars. Unnur var skemmtileg kona, falleg, fínleg og alltaf vel tilhöfð. Hún var hógvær og kyrrlát en fljótlega áttaði ég mig á hve sterk hún var og góð fyrirmynd. Hún studdi börn sín og tengdabörn hvað sem á dundi og Valgeiri var hún akkerið í líf- inu. Hún var mikill höfðingi heim að sækja og aldrei hef ég fengið betri mat en þann sem Unnur reiddi fram handa okkur. Lamba- læri frú Unnar ásamt meðlæti er líklega besti matur sem við fjöl- skyldan höfum fengið. Hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og annarra og það einkenndi Unni að allt sem hún gerði, gerði hún vel. Barnabörnunum var hún afar góð og þau hjónin voru alltaf boðin og búin að taka þátt í uppeldi þeirra. Stefanía, dóttir mín, gisti oft hjá afa og ömmu og ég veit að minn- ingar hennar frá þeim stundum eru ómetanlegar. Ég veit líka að stundirnar með barnabörnunum voru þeim hjónum dýrmætar og þau vildu að þær yrðu sem flestar. Þau hjónin höfðu mikla unun af útivist og fjallaferðum og sinntu því áhugamáli meðan heilsan leyfði. Valgeir var fróður og vel að sér um ólíklegustu efni. Hann hafði gaman af að umgangast fólk og það var einstaklega gaman að spjalla við hann. Áhugamálin voru fjölmörg en sagnfræðigrúsk, útivist og fjölskyldusaga voru efst á blaði auk samveru við fjölskyld- una. Eftir Valgeir liggja möppur fullar af endurminningum, ætt- fræði og ýmsum athugunum auk allra ljósmyndanna sem hann tók í gegnum árin. Í mörg ár sá hann um umbrot á tímariti sögufélags- ins, Sögu, og ég er ekki frá því að margir greinahöfundar hafi lært ýmislegt í sagnfræði af Valgeiri enda hafði hann ekki síður áhuga og þekkingu á efni ritsins en útliti þess. Sagnfræðiáhuginn tengdi okkur Valgeir saman og eyddum við gjarnan löngum stundum við að ræða sagnfræðileg mál, bæði efni sem hann var að grúska í og efni sem ég hafði sérstakan áhuga á. Þegar Unnur greindist með Alzheimer-sjúkdóminn fyrir nokkrum árum kom í ljós hve annt Valgeiri var um Unni sína. Það var aðdáunarvert hve vel hann annaðist hana, fyrst heima og síðan eftir að hún fluttist á Droplaugarstaði. Þangað kom hann nær daglega síðastliðin tvö ár og ég veit að það var Unni mik- ils virði að fá Valgeir til sín á hverjum degi. Þau fóru út að ganga þegar viðraði til þess, eða nutu nálægðar hvort annars inni við eða í garðinum. Ég veit að svona minningar- grein dugar ekki til að tjá hug minn til þeirra hjóna. Allt það sem ég kem ekki orðum að geymi ég með sjálfri mér og minnist þeirra með hlýju í hjarta. Ég þakka Valgeiri og Unni fyrir allt sem þau hafa gefið mér. Arna Björk Stefánsdóttir. Það er erfitt að trúa því að báð- ir tengdaforeldrar manns, afi og amma barnanna og langafi og langamma litla ljóssins séu horfin á braut í sína hinstu ferð. Valgeir og Unnur voru glæsi- leg hjón með góða og hlýja nær- veru. Það var gott að koma til þeirra á Háaleitisbrautina alveg frá því að maður fyrst fór að venja komur sínar þangað. Val- geir tók vel á móti tilvonandi tengdasyni og vildi gjarnan ræða menn og málefni og það var aldr- ei skortur á umræðuefni. Unnur sá til þess að gestinn vanhagaði aldrei nokkurn tímann um neitt. Þau voru einfaldlega höfðingjar heim að sækja. Bæði voru þau einstaklega vandvirk og nákvæm um hugðarefni sín. Valgeir var einstakur fagmaður í prenti og uppsetningu og einn af frum- kvöðlum offsetprentunar á Ís- landi. Hann kenndi mér alveg nýja sýn á bækur. Eftir því sem ritvinnsluforrit urðu útbreiddari og algengari vinnutæki meðal- jónsins, urðu dæmin æ fleiri um illa meðferð á góðum texta og skort á fagmennsku og það var augljóst að fagmanninum Val- geiri var misboðið. Það var sönn ánægja að heyra þennan alvöru fagmann, ef ekki listamann, fjalla um heillandi heim hand- verks sem mér var að mestu hul- inn fram að því. Valgeir kunni sannarlega að meta góðar bækur og handfjallaði þær af mikilli virðingu enda fjölfróður maður. Hann sökkti sér í hvers kyns grúsk og þótti sérlega gaman að grafast fyrir um sögu forfeðra þeirra hjóna enda mikill sögu- maður. Vinnustofa hans á Háa- leitisbrautinni er þétt einangruð með bókum, greinum og minn- ispunktum sem biðu þess að vera skeytt saman í mikla fjölskyldu- sögu. Valgeir stundaði útivist á sínum yngri árum og var mikill kunnáttumaður um fjöll og víð- erni og gaman að hlýða á ferða- sögur hans og ráð. Valgeir var afburðaminnugur og sögurnar því fjölmargar og stutt í þær. Unnur var að sama skapi frá- bær þegar kom að hverju því sem sneri að heimilinu. Nákvæmnin og hagleikinn endurspeglaði metnað og vandvirkni í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Það var ekki ónýtt að fá að njóta listilegs baksturs, matargerðar og gest- risninnar á Háaleitisbraut. Unn- ur var jafn hógvær og hún var vandvirk og barst aldrei á, en verkin töluðu máli hennar. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkr- um manni og smám saman varð manni ljóst hvílík öðlingsman- neskja hún var. Veikindi hennar undir lokin voru þess eðlis að vænta mátti breytinga í lyndisfari og skapgerð til hins verra eftir því sem þau ágerðust. Ekki í til- felli Unnar. Það skipti engu hversu nærri sjúkdómurinn gekk henni, gæskuna og góðmennsk- una þraut aldrei. Hún hélt tígu- leika sínum og geislandi innri og ytri fegurð allt til enda. Ástúð og umhyggja Valgeirs, systkinanna Allýjar, Sirrýjar og Emils og Ás- dísar systur í garð Unnar gerði það að verkum að hún vissi fram að síðasta andartaki að hún var Valgeir Jón Emilsson og Unnur Kristinsdóttir Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt 21. nóvember 2013. Foreldrar hans voru Valent- ína Finnrós Valgeirsdóttir, hús- móðir, f. 1914, d. 1939 og Carl Emil Ole Möller Jónsson, skrif- stofumaður, f. 1912, d. 1958. Þau eignuðust einnig soninn Björn, f. 1936, sem búsettur er í Seattle í Bandaríkjunum. Seinni kona Carls Emils var Hrefna Sigríður Ólafsdóttir f. 1917, d. 2013. Börn þeirra eru: Ólafur, f. 1941, Jón, f. 1945, Dóróthea, f. 1950 og Dagný, f. 1952, Valgeir útskrifaðist sem setj- ari árið 1959 og vann í Fé- lagsprentsmiðjunni til 1962, prentsmiðju Vísis 1962-1966, Lithoprenti 1966-1972 og frá 1972 í Offsetvinnustofunni Repró sem hann rak til starfs- loka. Hann sótti nám í off- setmyndagerð í Monotype School í London og síðar í Reproteknisk fagskole og Bog- tryksskolen í Kaupmannahöfn og leiðbeindi á námskeiðum í filmuumbroti á vegum Iðnskól- ans og Hins íslenska prent-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.