Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 Óveður sem gekk yfir norðanverða Evrópu í gær setti daglegt líf víða úr skorðum og var flug- og lestar- ferðum víða aflýst af völdum þess. Að minnsta kosti fjórir eru látnir eða er saknað. Veðrið gekk fyrst yfir Bretlandseyjar en eins og sjá má á þessari mynd frá Blackpool var veðurofsinn mikill. AFP Stormur gengur yfir Norður-Evrópu Geislavirku efnin sem stolið var í Mexíkó á mánudag fundust á mið- vikudaginn. Þau fundust á víðavangi og höfðu þau verið tekin úr stál- styrktum trékössum sem þau voru í. Að mati geislavarnastofnunar Mexíkó eru engar líkur á að þjóf- arnir komist lífs af, ef þeir eru ekki nú þegar látnir. Lítill almannahætta er hins vegar talin stafa af efninu, cobalt-60, þar sem svæðið sem það fannst á er afar strjálbýlt. Enn liggur ekkert fyrir um hver stal efnunum en flutningabíl sem flutti þau frá sjúkrahúsi í geymslu fyrir geislavirkan úrgang var stolið. Svo virðist sem að þjófarnir hafi að- eins ásælst bifreiðina og ekki vitað um farminn, að sögn embættis- manna. Rannsókn mun fara fram á atvik- inu en flutningafyrirtækið hefur leg- ið undir gagnrýni þar sem hvorki var staðsetningarbúnaður í bílnum né nægileg öryggisgæsla. Þjófarnir er líklega látnir  Búið að finna geislavirku efnin Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Svíar hafa leikið lykilhlutverk í að njósna um Rússland og þarlenda leiðtoga fyrir Bandaríkin. Þessu greindi sænska ríkissjónvarpið SVT frá í gær og vísaði í skjöl frá þjóðaröryggisstofnuninni NSA sem bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden lak fyrr á þessu ári. Stöðin fékk aðgang að gögnunum hjá bandaríska blaðamanninum Glenn Greenwald sem hefur skrifað mikið upp úr gögnunum í breska blaðið The Guardian. Í skjalinu sem um ræðir kemur fram að sænsk stofnun, FRA, sem heyrir undir varnarmálaráðu- neytið og hefur heimild til að fylgjast með rafræn- um samskiptum til að meta „ytri hættu“ sem steðjar að landinu, hafi lagt NSA lið við njósnir um Rússa. Í skjölunum kemur fram að NSA meti framlag Svía sem „einstakt“ og að þeir séu „leið- andi samstarfsaðilar“ í njósnunum. Gefa ekki upp samstarfsaðila sína „Almennt talað eigum við í alþjóðlegu samstarfi við fjölda landa, sem á sér stoð í sænskum lögum, en við tjáum okkur ekki um það með hvaða löndum við vinnum,“ sagði Anni Bolenius, yfirmaður sam- skiptasviðs FRA, þegar hún var innt eftir við- brögðum við uppljóstruninni. Á öðrum stað í gögnunum sem Snowden lak kemur fram að háttsettum starfsmönnum NSA hafi verið sagt að „þakka Svíþjóð fyrir áframhald- andi vinnu landsins við rússnesk skotmörk og að leggja áherslu á það lykilhlutverk sem FRA leikur sem leiðandi samstarfsaðili um rússnesk skot- mörk, þar á meðal rússneska leiðtoga […] og […] gagnnjósnum“ að því er segir þar orðrétt. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði í gær að hann teldi uppljóstranirnar ekki koma til með að hafa nokkur áhrif á samskipti Rússa og Svía. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um njósnirnar. Engin viðbrögð frá Rússum eins og er Engin viðbrögð bárust strax frá rússneskum stjórnvöldum en SVT hafði það eftir talsmanni rússneska sendiráðsins í Stokkhólmi að þau fylgd- ust grannt með framvindu málsins. Sven Hirdman, fv. sendiherra Svía í Moskvu, segir að njósnir Svía séu „gamlar fréttir“ fyrir rússneskum stjórnvöldum og býst ekki við að harðra viðbragða sé að vænta frá þeim. Fram kom á vef SVT í gær að frekari uppljóstr- ana væri að vænta um aðild sænskra yfirvalda að njósnum. Sænsk stofnun vann með NSA  Njósnaði um Rússland  Ekki talið hafa áhrif á samskipti landanna tveggja DNA-sýni úr frummönnum sem vísindamenn hafa nýlega fundið gefa vís- bendingar um að enn eigi eftir að finna ummerki um fjölda mann- tegunda sem dóu út. Sýnin eru þau elstu sem fundist hafa um líf- fræðilega sögu mannkynsins en þau fundust í steingerðu lærbeini á Spáni. Þau eru um 400.000 ára gömul en þau elstu sem áður höfðu fundust voru um 100.000 ára. Vísindamenn höfðu talið að beinið tilheyrði forvera Neander- dalsmannsins en DNA-rannsókn leiddi í ljós að því svipar meira til ættkvíslar frummanna sem nefnist Denisova. Áður hafði verið talið að Den- isova-ættkvíslin hefði aðeins verið í austri, Síberíu og Asíu, en Nean- derdalsmenn hefðu byggt Evrópu. Í kjölfar þessa nýja fundar hafa vísindamennirnir því þurft að hugsa þróunarsögu mannsins upp á nýtt. Breytir hugmyndum um þróunarsöguna Höfuðkúpa Nean- derdalsmanns MANNFRÆÐI Bandaríska þjóðaröryggisstofn- unin NSA safnar um fimm millj- örðum færslna á degi hverjum um staðsetningar farsíma um allan heim. Bandaríska blaðið The Washington Post greindi frá þessu á miðvikudag og vís- aði í skjölin sem Snowden lak. Gögnin fara í gagnabanka sem geyma staðsetningar hundraða milljóna farsíma. Með þessu móti geta starfsmenn NSA fylgst með ferðum fjölda fólks til að afla upplýsinga um grunaða menn og hugsanlega vitorðsmenn þeirra. Fylgjast með símunum NSA-NJÓSNIR SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 12, föstudaginn 20. desember Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað umHeilsu og lífsstíl föstudaginn 3. janúar Í blaðinu Heilsa og lífsstíll verður kynnt fullt af þeim mögu- leikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl á nýju ári Heilsa & lífsstíll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.