Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.12.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2013 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er mikil eftirspurn eftir leigu- húsnæði. Fólk í leigumiðlun segir mér að það vanti stórlega íbúðir á markaðinn, m.a. fyrir fólk sem er að missa húsnæði á nauðungaruppboð- um,“ segir Gunnar Þórarinsson, varaformaður Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum og formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ. Gunnar er jafnframt formaður stjórnar fasteignafélags í Reykja- nesbæ sem er í eigu bæjarins. Hann segir að á sama tíma og margir leiti að húsnæði standi fjölmargar íbúðir auðar og safni ryki. „Það er ekki að- eins þetta fólk sem sækist eftir leigu. Það vantar stórlega íbúðir á mark- aðinn og það eru meðal annars íbúð- ir frá Íbúðalánasjóði og bönkunum sem standa auðar, engum til gagns.“ „Varla af mannvonsku“ – Nú er fólk að missa húsnæðið á tímum þegar það er offramboð og hægur markaður. Sjá þá eigendur, þeir sem eiga kröfurnar, ekki hag í því að leigja eignirnar til viðkomandi einstaklinga áfram, í stað þess að fara með þær á nauðungarsölu? „Nú verða þeir að svara fyrir það. Ég get ekki svarað fyrir bankana og íbúðalánasjóð. Það eru væntanlega einhver hagræn öfl sem ráða vegferð þeirra. Varla er það af einhverri mannvonsku. Ég trúi því ekki.“ Eins og sjá má á grafinu hér á síð- unni hafa kröfuhafar fengið lítið út úr nauðungaruppboðum síðustu ára. Eru tölurnar sóttar í skýrsluna Nauðungarsala íbúðarhúsnæðis á Suðurnesjum 2001-2011. Ásbrú hefur bjargað miklu Gunnar víkur að Ásbrú. „Sem betur fer hefur verið í boði húsnæði á Ásbrú. Það hefur auðvitað bjargað heilmiklu, ekki aðeins hér á svæðinu heldur hafa margir af höf- uðborgarsvæðinu flutt upp á Ásbrú. Atvinnuástandið er slæmt og fólk er ekki með sömu tekjur og áður. Það bitnar á tekjum sveitarfélaganna.“ – Samkvæmt Vinnumálastofnun var atvinnuleysi á Suðurnesjum 5,7% í október. Er atvinnuástandið ekki að glæðast, m.a. vegna aukinna umsvifa á Keflavíkurflugvelli? „Ferðaþjónustan hefur vaxið tals- vert og þar með hefur framboð á at- vinnu aukist í kringum það, sérstak- lega í flugstöðinni. Það eru reyndar sum hver aðeins tímabundin störf. Þótt ferðamannastraumurinn sé að aukast yfir vetrarmánuðina er það ekki nóg til þess að halda í við alla þá starfsemi sem er þar á sumrin, þannig að margir falla út af launa- skrá á haustin og koma ekki aftur til starfa fyrr en á vorin.“ – Eru tekjur lægri en þær voru? „Varnarliðið borgaði almennt miklu hærri laun en eru í boði núna. Ég þekki það, enda kenndi ég í gamla daga í Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Nemendur mínir í viðskipta- fræði hættu margir eftir tvö ár í námi af því þeim buðust vel launuð störf hjá Varnarliðinu. Launin voru talsvert hærri en kennaralaunin.“ Láglaunastörf í ferðaþjónustu – Hvað með laun í ferðaþjónustu? „Störfin við ferðaþjónustu eru auðvitað láglaunastörf. Við höfum barist fyrir því að fá álver í Helgu- vík. Það myndi reisa við atvinnulíf hér á svæðinu ef álver risi og í boði yrðu mjög vel launuð störf.“ Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að á fjórða hundrað manns hafi verið að missa bótarétt að undanförnu hjá Vinnu- málastofnun og því leitað fjárhags- aðstoðar hjá Reykjanesbæ. „Álagið á félagsþjónustuna er að minnka hvað varðar atvinnulausa. Það er samhengi milli atvinnuleysis og fjárhagsaðstoðar. Hún gæti hins vegar farið hægar niður hjá okkur vegna þess að það er stór hópur að fara yfir á bæinn, er að missa bæt- urnar. Við munum aðstoða þetta fólk við leit að vinnu og gerum okkur góðar vonir um að það muni ganga vel, enda er atvinnuástandið að glæðast,“ segir Árni og tekur fram að það sé ekki sjálfgefið að fólk sem misst hafi húsnæði á nauðungarsöl- ur eigi rétt á fjárhagsaðstoð. Aðspurður hvort margir þeirra sem misstu húsnæði sitt á nauðung- arsölu á Suðurnesjum, á árunum fyrir og eftir hrunið, hafi sótt í leigu- húsnæði á Ásbrú segir Árni að svæð- ið hafi fram til ársins 2011 eingöngu verið opið námsmönnum. Frá og með 2011 hafi fjölskyldufólki verið heimilað að sækja um leiguhúsnæði á Ásbrú. Það sé ekki vitað hversu stór hluti þess fólks hafi leitað þang- að í kjölfar nauðungarsölu. „Biðlistar eftir félagslegu húsnæði í Reykjanesbæ og á Ásbrú hafa lengst. Umsækjendurnir hafa ekki verið greindir eftir fjárhagslegri stöðu. Það er auðvelt að leiða líkur að því að þetta sé tengt,“ segir Árni um mögulegt samhengi þarna á milli. Samkvæmt Hagstofu Íslands náði samanlagður íbúafjöldi í Reykjanesbæ, Grindavík, Sand- gerði, Garði og Vogum hámarki árið 2009 þegar þar bjuggu 21.544 íbúar, um 340 fleiri en í byrjun þessa árs. Íbúar í Reykjanesbæ voru hins veg- ar fleiri í ársbyrjun 2013 en þeir voru 2009, eða 14.231. Alls bjuggu 17.110 íbúar í sveitarfélögunum fimm árið 2005 en 21.206 í byrjun þessa árs. Íbúafjöldinn haldist stöðugur Spurður hvort þróun íbúafjöldans í Reykjanesbæ bendi til að fólk hafi flutt þaðan eftir að hafa misst hús- næði á nauðungarsölu segir Árni að ekki séu sterkar vísbendingar um það. Íbúafjöldinn hafi haldist stöð- ugur. Alls séu 1.650 skráðir með lög- heimili í Reykjanesbæ á Ásbrú af alls 2.000 íbúum á svæðinu. „Það má segja að íbúafjöldinn á Suðurnesjum hafi haldist stöðugur en Ásbrú hafi bæst við,“ segir Árni og bætir því við að dæmi séu um að fólk sem missti eignir hafi leitað að ódýrara húsnæði á Ásbrú. Söluverð íbúða á nauðungarsölu sem hlutfall af kröfum í íbúðina* *Fjárhæðirnar eru framreiknaðar til mars 2012 skv. vísitölu neysluverðs. Heimild: Sýslumaðurinn í Keflavík. 62,3 62,8 58,3 43,2 73,8 61,4 36,9 21,6 23,2 16,2 19,1 80 70 60 50 40 30 20 10 0 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 Meðalhlutfall söluverðs af kröfum (%) % Fjárhæðir söluverðs íbúða eftir ári nauðungarsölu* 2001 23 264 11,5 62,3 2002 35 451 12,9 62,8 2003 38 347 9,1 58,3 2004 33 333 10,1 43,2 2005 15 238 15,8 73,8 2006 7 124 17,7 61,4 2007 26 284 10,9 36,9 2008 109 906 8,3 21,6 2009 74 575 7,8 23,2 2010 251 1.325 5,3 16,2 2011 229 952 4,2 19,1 Alls 840 5.798 6,9 26,5 Fjöldi mála Heildarfjárhæð söluverðs (m.kr.) Meðalfjárhæð söluverðs (m.kr.) Meðalhlutfall söluverðs af kröfum (%) Missa eignir og fá ekki húsnæði  Formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ segir skort á leiguhúsnæði þótt fjölmargar eignir standi auðar  Fólk sem hafi farið í nauðungarsölur finni ekki leiguhúsnæði  Hundruð að fara á fjárhagsaðstoð Gunnar Þórarinsson Árni Sigfússon Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íbúðalánasjóður átti 743 fullnustu- eignir á Suðurnesjum í ársbyrjun og hafði þeim fjölgað í 811 eignir í lok október. Eru það eignir sem sjóð- urinn hefur eignast á uppboðum. Spurður út í tap sjóðsins af upp- boðunum kveðst Sigurður Erlings- son, forstjóri ÍLS, ekki hafa heild- stæðar tölur yfir það. Hann upplýsir hins vegar að meðaltap sjóðsins af hverju uppboði sé á bilinu þrjár til tólf milljónir. Má af því vera ljóst að sjóðurinn hefur tapað milljörðum á eignum sem farið hafa í nauðungar- sölu á Suðurnesjum síðustu ár. Milli 1.000 og 1.500 eignir Spurður hvernig næsta ár líti út hvað uppboð varðar segist Sigurður eiga von á því að boðnar verði upp 1.000 til 1.500 eignir í eigu sjóðsins víðsvegar um landið. Sigurður vill í þessu samhengi benda á að Hanna Birna Kristjáns- dóttir innanríkisráðherra hyggist á næstu dögum leggja fram frumvarp sem heimili frestun á nauðungarsöl- um fram á mitt næsta ár, eða þar til boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar í skuldamálum eiga að koma til framkvæmda. Vikið er að uppboðum á eign- um í eigu Íbúða- lánasjóðs á Suð- urnesjum í skýrslunni Nauðungarsala íbúðarhúsnæðis á Suðurnesjum 2001-2011, sem Lára Kristín Sturlu- dóttir vann fyrir sýslumann í Kefla- vík. Fram kemur í skýrslunni að Íbúðalánasjóður keypti um 60% af 840 íbúðum sem voru boðnar upp og greiddi fyrir það rúmlega 40% heildarsöluverðs íbúðanna. Meðalfjárhæð fyrir íbúðirnar 506 sem sjóðurinn keypti var 4,7 millj- ónir króna og er það lægsta meðal- söluverð, reiknað eftir kaupanda. Til samanburðar keyptu lífeyris- sjóðir alls tuttugu íbúðir á tímabilinu fyrir samtals 212 milljónir og var meðalfjárhæð íbúðar því 10,6 millj- ónir. Minnt er á það í skýrslunni að hæstbjóðandi þarf ekki að bjóða nema rétt inn í sinn veðrétt til að tryggja kröfu sína, ef ekki er boðið á móti honum. Ráðstafað eftir veðröð Við nauðungarsölu er söluverði ráðstafað upp í kröfur samkvæmt stöðu þeirra í veðröð, eftir því sem söluverðið hrekkur til. Um fram- haldið segir í skýrslunni: „Sem dæmi má taka að ef lögveðs- kröfur, s.s. fasteignagjöld, iðgjöld brunatrygginga og húsgjöld, nema samtals einni milljón króna og Íbúðalánasjóður á næstu 20 milljónir króna þarf Íbúðalánasjóður aðeins að leggja út eina milljón króna vegna lögveðanna, auk sölugjalds (1%) af kaupverðinu í ríkissjóð. Það sem um- fram er tekur Íbúðalánasjóður und- an sjálfum sér og þarf ekki að greiða sýslumanni, hvort sem hann bauð hæst 1,2 milljónir króna eða 20 millj- ónir króna,“ segir í skýrslunni. Spurður um þessa umfjöllun segir Sigurður að lítið sé að marka það fé sem sjóðurinn hafi greitt fyrir íbúð- irnar á uppboðunum, enda sé aðeins greitt upp í veðrétt. Tap ÍLS komi fram í lögveðskröfum sem þarf að greiða og afskriftum, mismun á kröf- um og söluverði íbúða eftir uppboð.  Tap sjóðsins af hverju uppboði er þrjár til tólf milljónir Sigurður Erlingsson Spáir að ÍLS bjóði upp allt að 1.500 eignir 2014tofrandi jolagjafir Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com .. ‘ Jólatilboð: 8.990 kr. Andvirði: 12.500 kr. Ilmsápa 100 g - 600 kr. | Ilmpoki 35 g - 1.110 kr. 100% Shea Butter 8ml - 1.280 kr. | Sturtuolía 250 ml - 2.730 kr. Handkrem 150 ml - 3.390 kr. | Fótakrem 150 ml - 3.390 kr. BEST OF PROVENCE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.