Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Bæjarlind 4, Kópavogur S: 554 6800 Njarðarnesi 9, Akureyri S: 466 3600 www.vidd.is Öðruvísi flísar Starfsmenn Þorskeldis ehf. og Loðnuvinnslunnar hafa haft í nógu að snúast yfir jólahátíðina en fyrir jól var byrjað að slátra þorski úr eldiskvíum í Stöðvar- firði og Fáskrúðsfirði. Elís Hlynur Grétarsson, framkvæmdastjóri Þorskeldis ehf., segir að um níu- tíu tonnum af þorski hafi verið slátrað yfir jólin, sem er svipað og seinustu ár. „Við veiðum fisk á vorin, ölum hann yfir sumartímann og á haustin og slátrum honum svo,“ segir hann. Stefnt sé að því að fá sem hæst verð fyrir hann á al- þjóðlegum mörkuðum. Fyrirtækið á tíu kvíar en var einungis með fisk í þremur þeirra, að sögn Elísar Hlyns. „Það eru erfiðir tímar í þorskeldi. Fóð- urverð hefur hækkað mjög og er fiskverð á hraðri niðurleið,“ segir hann. Hann er þó hæfilega bjart- sýnn fyrir næsta ár. Þorskkvótinn verði til dæmis aukinn en hins vegar sé enn óvíst um afurðaverð- ið og þróun þess. kij@mbl.is Slátruðu um 90 tonn- um af þorski yfir jólin Ljósmynd/Albert Kemp Lækkandi afurðaverð veldur erfiðleikum í þorskeldi Baldur Arnarson baldura@mbl.is Starfsfólki hjá stóru bönkunum fækkaði um vel á annað hundrað í ár og er útlit fyrir frekari fækkun. Starfsmenn hjá Landsbankanum voru 1.179 í lok þriðja ársfjórðungs og hafði þeim fækkað um 54 frá ára- mótum. Hjá móðurfélagi Arion banka fækkaði stöðugildum um 43 niður í 906 á fyrstu níu mánuðum ársins. Hjá Íslandsbanka fækkaði störfum um 71 á sama tímabili og fækkaði störfum því alls um 168 hjá bönkunum þremur á tímabilinu. Endurútreikningar vegna boðaðr- ar leiðréttingar íbúðalána munu skapa tímabundin verkefni. Hjá Ar- ion banka er gert ráð fyrir 20-30 störfum vegna þess en hjá Lands- bankanum og Íslandsbanka fengust þær upplýsingar að of snemmt sé að segja til um hvort ráða þurfi starfs- menn vegna leiðréttingarinnar. Leiðréttingin ýti undir fækkun Guðjón Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir útlit fyrir frekari fækkun starfa hjá bönkunum á næsta ári, þróun sem nýir skattar á fjármála- fyrirtæki ýti undir. Fyrirhugaðir 20 milljarða skattar á banka og slita- stjórnir vegna leiðréttingar íbúða- lána ýti undir þá þróun. „Það er ljóst að starfsfólki hefur fækkað töluvert á árinu sem er að líða. Það má gera ráð fyrir áfram- haldandi fækkun starfsfólks, m.a. vegna nýrrar tækni í bankaþjónustu. Það er ljóst að nýjar og ótekjutengd- ar álögur á fjármálafyrirtækin hljóta eðli máls samkvæmt að ýta undir að horft sé til óarðbærustu eininganna. Þessar álögur gætu því ýtt undir og hraðað fækkun útibúa, oftar en ekki á dreifbýlum svæðum. Það hefur orðið gríðarleg aukning á ótekjutengdum álögum. Þær eru einna þyngstar fyrir fjármálastofn- anir. Það eru álögur sem tengjast ekki á neinn hátt afkomu fyrirtækj- anna, heldur leggjast á aðra þætti í launagrunni þeirra. Þannig að ég get tekið undir með Friðberti Trausta- syni [formanni Samtaka starfs- manna fjármálafyrirtækja, SSF] að þetta hefur klárlega áhrif á rekstur og framtíð þessara fyrirtækja. Það mun koma í ljós á næstu árum hversu mikil þessi áhrif verða.“ 300 starfa hjá skilanefndum Friðbert segir aðspurður að starfsmenn banka og sparisjóða hafi flestir orðið 5.500 í febrúar 2008. Hann áætlar að þeir séu nú um 4.100, að skilanefndum meðtöldum. Uppgjör á lánum, m.a. gengislánum, hafi kallað á fjölgun starfa. Þegar minnst var hafi störfin verið 4.000 í lok árs 2011, þ.m.t. 300 hjá skila- nefndum. Stjórnendur banka telji að störfum fækki frekar þegar upp- gjörsmálum ljúki. Friðbert telur af- nám hafta geta snúið þróuninni við. Stöðugildum fækkaði mikið  Hjá stóru bönkunum fækkaði störfum um 168 á fyrstu níu mánuðum ársins  Formaður SSF segir búist við frekari uppsögnum þegar uppgjörsmálum lýkur Það er almennt búist við frekari fækkun starfs- manna. Guðjón Rúnarsson Sævar Gunnars- son, formaður Sjómannasam- bands Íslands, segir að búast megi við frekari uppsögnum sjó- manna á næstu árum. Hann segir að það sé mikið áhyggjuefni en að þróunin sé sú að útgerðir leggi nú áherslu á að auka landvinnslu og draga úr vægi fryst- ingar og vinnslu úti á sjó. Fyrir helgi bárust þær fregnir að sjávarútvegsfyrirtækið FISK Sea- food hefði selt frystitogarann Örvar SK-2 úr landi og sagt upp þrjátíu starfsmönnum. Ekki er um fyrstu uppsagnir sjómanna að ræða því fyrr á árinu fækkaði sjómönnum hjá HB Granda um 34 eftir að fyrirtækið seldi Venus, elsta togara sinn. Þá var 70 sjómönnum hjá Ögurvík sagt upp á seinasta ári, svo nokkur dæmi séu nefnd. Aðspurður segist Sævar hafa miklar áhyggjur af þessum uppsögn- um. „Það er alltaf áhyggjuefni þegar fólk missir vinnuna. En lífið er nú svoleiðis að þegar ég tók við for- mennsku í Sjómannasambandinu fyrir um tuttugu árum voru sjómenn alls fimm til sex þúsund talsins. Í dag eru þeir komnir niður fyrir þrjú þús- und. Þetta er langur tími en svona hefur þróunin verið,“ segir hann. Fá hærra verð fyrir fiskinn „Fiskurinn verður áfram veiddur en meining fyrirtækjanna er að efla vinnsluna í landi. Þau eru að gera meira verðmæti úr aflanum með því að vinna hann í landi. Þau koma hon- um ferskari frá sér og fá fyrir hann hærra verð,“ útskýrir Sævar. Bendir hann á að verð á ferskum fiski sé mun hærra en á frosnum eða sölt- uðum fiski. kij@mbl.is Búast má við frekari uppsögn- um sjómanna  Útgerðir leggja áherslu á landvinnslu Sævar Gunnarsson Mikil snjóflóðahrina hefur gengið yfir landið í kringum hátíðirnar. Í gær var óvissuástandi vegna snjó- flóðahættu aflýst á norðanverðum Vestfjörðum en þó skal tekið fram að snjóflóðahætta getur enn verið mikil í fjalllendi þar sem snjór hef- ur safnast. Á síðustu tíu dögum hafa alls 42 snjóflóð fallið um land allt og þá helst á Vestfjörðum en skráð snjóflóð þar eru alls 28. Öfl- ugir varnargarðar eru sagðir hafa sannað gildi sitt, til dæmis á Flat- eyri. Í gær voru fimm minni snjóflóð skráð á Austfjörðum á einum sólar- hring. Þá voru tvö flóð sem féllu á vegi fyrir norðan, í Ljósavatns- skarði og á Ólafsfjarðarvegi. Minni úrkoma hefur verið síðustu daga sem gerir það að verkum að snjóþekjan hefur náð meira jafn- vægi og því er minni hætta talin á ferðum vegna snjóflóða. Veðrið um áramótin Í kvöld er spáð allhvassri austan- og norðaustanátt um norðanvert landið auk snjókomu eða slyddu. Búist er hins vegar við ágætu veðri um áramótin. Það verður tiltölu- lega milt veður á höfuðborgarsvæð- inu á gamlársdag og nýársdag eða skýjað með köflum og úrkomulaust. Útlit er fyrir norðaustankalda og él fyrir norðan og austan en annars úrkomulaust um landið. Hiti verður rétt yfir frostmarki við ströndina, en vægt frost í innsveitum. mariamargret@mbl.is 42 snjóflóð fallið síðustu tíu daga Ljósavatnsskarð Snjóflóð hafa ver- ið tíð á landinu að undanförnu.  Varnargarðar sanna gildi sitt Reiknað er með að fyrstu skipin haldi til loðnu- veiða fljótlega upp úr áramót- um. Í kjölfarið verður farið í rannsóknaleið- angur á vegum Hafrannsókna- stofnunar til að mæla stærð veiði- stofnsins. Útgefinn upphafskvóti í loðnu er 160 þúsund tonn, en hugsanlega verður hann aukinn í kjölfar mæl- inga. Liðlega helmingur upphafs- kvótans kemur í hlut íslenskra skipa, en tæpur helmingur í hlut Norðmanna, Grænlendinga og Fær- eyinga samkvæmt samningum. Hinn 3. janúar verður farið til mælinga á síld og verður stefnan tekin í Hvammsfjörð. Ákveðnar vís- bendingar eru um að þar kunni að vera að finna þau 160 þúsund tonn síldar, sem ekki fundust í rann- sóknum haustsins. Eftir er að veiða yfir 20 þúsund tonn af síldarkvót- anum, en hæpið er að stóru skipin geti athafnað sig í Hvammsfirði. Leita loðnu og síldar eftir áramótin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.