Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2013 www.gilbert.is Við óskum þér og þínum friðsældar á jólum og farsældar á komandi ári Við bjóðum öll afmælisbörn velkomin og gefum þeim fría n eftirrétt í tilefni dagsins. afmaeli? Attu´ Til hamingju!!! H ug sa sé r! FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Stjórnun veiða á úthafsrækju og kvótasetning virðist ekki einfalt mál og greinir hagsmunaaðila verulega á. Atvinnuvegaráðuneytið fékk lög- mannsstofuna Land til að meta stöð- una síðastliðið sumar og til viðbótar hafa verið unnin tvö lögfræðiálit fyr- ir þá sem veitt hafa rækjuna. Þessi álit eru misvísandi og þar sem tekist er á um talsverða hagsmuni er ekki ólíklegt að málið endi á borði dóm- stóla, hvaða leið sem verður fyrir valinu. Veiðar á úthafsrækju voru gefnar frjálsar haustið 2010 og í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu 16. júlí það ár kom fram að þetta væri gert þar sem ekki hefði á neinu fiskveiðiári frá 2000/01 verið veitt upp í útgefið aflamark. Afli jókst í kjölfarið og veiðar á rækjunni eru enn frjálsar. Í haust er búið að veiða um 1.760 tonn, en stofninn hefur gef- ið eftir og er ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar nú um fimm þúsund tonna afla að hámarki. Nú stendur hins vegar til að af- nema frelsið í rækjuveiðum og koma á veiðistjórn á nýjan leik en úthluta samkvæmt nýjum reglum. Þeir sem áttu aflahlutdeild áður en veiðar voru gefnar frjálsar munu fá 70% af kvótanum í rækju samkvæmt frum- varpi ráðherra, sem liggur fyrir Al- þingi, en þeir sem hafa stundað veið- ar undanfarin þrjú ár eiga að fá 30% á grundvelli veiðireynslu við frjálsar veiðar á síðustu þremur árum. Má jafna til eignarnáms Margar umsagnir hafa borist atvinnuveganefnd Alþingis um frumvarpið. Þau sjónarmið sem einkum er tekist á um eru í fyrsta lagi að frelsi verði áfram í veiðunum, í öðru lagi að eingöngu verði miðað við veiðireynslu síðustu þrjú ár og í þriðja lagi að miðað verði við afla- hlutdeild eins og hún var frá 1991 til 2010. Fjórða stefið er síðan skipt- ingin 70/30. Í umsögn LÍÚ er skorað á stjórnvöld að draga frumvarpið til baka og úthluta aflamarki til hand- hafa aflahlutdeilda á grundvelli gild- andi laga um stjórn fiskveiða. „Verði frumvarpið að lögum felur það í sér tilfærslu aflahlutdeildar frá núver- andi handhöfum yfir til þeirra sem hafa stundað veiðar síðastliðin þrjú ár. Þannig er ekki aðeins um skerð- ingu og takmörkun á stjórnar- skrárvörðum atvinnuréttindum að ræða, heldur aðgerð sem má jafna til eignarnáms. Samtökin leggja því til að frumvarpið nái ekki fram að ganga,“ segir m.a. í umsögn LÍÚ. Þar segir ennfremur að það sé með öllu óþarft og muni að öllum lík- indum valda íslenska ríkinu skaða- bótaskyldu. LÍÚ hefur leitað álits Lex lögmannsstofu. LÍÚ bendir á að þótt að veiðar á úthafsrækju hafi verið undir sér- stakri stjórn ráðherra með tíma- bundnum hætti, þá hafi þær ráðstaf- anir engin áhrif á tilvist eða stjórn- kipulega vernd aflahlutdeilda í út- hafsrækju. Þeir aðilar sem hafi stundað veiðar á úthafsrækju und- anfarin þrjú ár, án þess að eiga afla- hlutdeild í úthafsrækju, hafi engan vegin getað vænst þess eða verið í góðri trú um að geta stundað veiðar á úthafsrækju með þeim hætti til framtíðar litið. Í umsögn Landssambands smá- bátaeigenda segir að sambandið „leggst alfarið gegn því að tíma- bundnar frjálsar veiðar muni veita þann rétt sem lagt er til í frum- varpinu. LS telur að verði frum- varpið óbreytt að lögum geti það valdið opnun á aflahlutdeildar- kerfinu sem ekki mun sjá fyrir end- ann á“. Leið út úr ógöngum Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga ályktaði um stjórnun rækjuveiða fyrr í haust, en þar var alfarið hafnað þeirri leið sem ráð- herra sjávarútvegsmála hefur boðað í úthlutun aflamarks í úthafsrækju. Verði fyrirætlanir ráðherra sam- þykktar verður það til stórtjóns fyr- ir rækjuiðnaðinn á Vestfjörðum. Í ályktun bæjarstjórnar Ísa- fjarðarbæjar í haust segir að „skyn- samlegasta leiðin út úr þeim ógöng- um sem stjórnvöld eru komin í varðandi úthlutun veiðiréttar á út- hafsrækju er að leigja út veiðiheim- ildir til þeirra sem byggt hafa upp veiðarnar á síðustu árum og láta arð- inn skiptast jafnt á ríkið og sveit- arfélög þar sem rækjan er unnin“. Deilur um stjórnun veiða í kjölfar frelsis Ólíkar forsendur Nokkrar leiðir koma til greina við stjórnun rækjuveiða, en ýmsir telja að sú leið sem valin er í frumvarpinu standist ekki lög.  Misvísandi álit lögmanna  Gæti endað hjá dómstólum Í umsögn frá útgerðunum Sólbergi ehf. og Flóka ehf. segir að unnið sé að undirbúningi málsóknar, þar sem þess verði freistað innan ramma réttarfarsreglna, að fá staðfest að aflahlutdeild í úthafsræku hafi fallið niður 2010. Með því verði rangindi framkomins frumvarps hugsanlega staðfest, en ella með málshöfðun í kjölfar lagasetningar. Vitnað er í lögfræðiálit Jóns Jónssonar hrl. á Sókn lögmannsstofu. Í umsögn Þrastar Friðfinnssonar, framkvæmdastjóra Dögunar á Sauð- árkróki, er lagst gegn tillögum um að á ný verði komið á aflahlutdeild í úthafsrækju. Lagt er til að veiðar verði áfram frjálsar og sagt að kvótasetning gæti orðið rothögg á veiðar og vinnslu. Fráleitt sé að út- hluta aflaheimildum í rækju til aðila sem ekki hafi hirt um að nýta auð- lindina árum saman og útiloka frá veiðum þá sem vilja nýta og hafi í raun nýtt auðlindina síðustu ár. Með kvótasetningu leiti örugglega aftur í fyrra horf vannýttar auðlindar. Dög- un gagnrýnir jafnframt ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar harðlega. Röst SK-17 er í eigu Dögunar og er skipið gert út til veiða á úthafsrækju. Kampi ehf., sem rekur rækju- vinnslu á Ísafirði, og útgerðarfélagið Birnir ehf. í Bolungarvík gera alvar- legar athugasemdir við það að út- hluta eigi fyrrverandi kvótahöfum kvóta í rækju á ný. Með umsögn fyr- irtækisins er einnig vitnað til álits Jóns Jónssonar hrl. Fleiri gagnrýna frumvarpið, þeirra á meðal Sigurður Sigurbergs- son, framkvæmdastjóri Soffaníasar Cecilssonar hf. í Grundarfirði. „Það er afstaða Soffaníasar Cecilssonar hf. að miða beri setningu afla- hlutdeilda í úthafsrækju við afla- reynslu síðustu þriggja fiskveiðiára fyrir ákvörðun um takmörkun heild- arafla í úthafsrækju, líkt og lög um stjórn fiskveiða ákvarða, segir í um- sögn fyrirtækisins. Kvóti rothögg á veiðar og vinnslu Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Sjávarréttir Kampi kynnti starf- semi sína í veislu á Ísafirði í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.