Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2013 Nilfisk hrein snilld Kæru viðskiptavinir Við viljum þakka fyrir viðskiptin á liðnu ári og óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Fyrir nokkrum árum var ég svo lánsamur að fara í tvígang til Gríms- eyjar vegna vinnu minnar. Þessi frábæra perla okkar Íslendinga sem liggur við heim- skautsbaut er engu lík. Í eyjunni eru engir hundar, kettir, rottur eða mýs en fuglalíf sem á sér engan sinn líka. Þegar ég spurði Bjarna vin minn Magnússon hve margir byggju í Grímsey var svarið frábært, „um það bil 97 manns,“ sagði Bjarni. Þrátt fyr- ir fegurðina og friðinn sem þarna var þá var það eitt sem truflaði mig en það var hávaðinn sem kom frá rafstöð þeirra eyjarskeggja. Já, mikið rétt, það er ekkert landrafmagn í Grímsey, aðeins rafstöð. Forstjórar orkufyr- irtækja ræða um að selja rafmagn um sæstreng til Evrópu en fyrirtækin sem þeir stjórna mundu aldrei græða neitt á því að leggja streng til Gríms- eyjar. En snúum okkur nú til Hafn- arfjarðar, en þangað fluttum við kona mín í lok október. Íbúðin okkar stend- ur á frábærum stað við Norðurbakk- ann, útsýnið yfir höfnina, miðbæinn og langt út á flóa. Bátar og skip koma og fara og miðbærinn iðar af mannlífi. Við vorum alsæl í okkar paradís. En svo komu jólin. Svo er háttað til í öllum helstu höfnum landsins að skip þurfa ekki að hafa ljósavélar í gangi heldur taka landrafmagn. Er það miklu ódýr- ara t.d. vegna olíuverðs. Um 15. des- ember kom danski togarinn Ocean Ti- ger frá fyrirtækinu Danish Seafood og lagðist að bryggju í innri höfninni hér í Hafnarfirði. Togarinn á að liggja hér til 6. janúar nk. Væri þetta í lagi ef tog- arinn væri ekki með mjög háværa ljósavél í gangi allan sólarhringinn. Í samtali sem ég átti við aðstoðarmann hafnarstjóra sagði hann mér að þar sem togarinn væri með 60 riða raf- magn væri ekki hægt að tengja hann landrafmagni. Spurði ég þá hvers vegna þetta skip lægi ekki við í ytri höfninni en það taldi hann ekki hægt og veit ég ekki af hverju. Þarna er frið- sældinni við höfnina varpað fyrir borð fyrir nokkrar krónur í hafnargjöld. Þetta skip hefur áður komið til Hafn- arfjarðar og ef rétt væri staðið að mál- um ættu hafnaryfirvöld einfaldlega að segja útgerð skipsins að ef hún ætlaði að liggja hér yrði hún að kaupa eða leigja riðbreyti sem breytir 50 riðunum okkar í 60 rið sem skipið notar. Þetta er ekki dýrt apparat og hefði örugg- lega borgað sig upp í þessu stoppi með olíusparnaði. Við höfnina í Hafnarfirði eru svæði eins og Norð- urbakkinn og Skipalón, Hótel Víking sem og gamli miðbærinn. Ég geri þá kröfu til hafnarinnar að notkun ljósavéla verði bönnuð í höfninni í framtíð- inni. Nú eru bæjarstjórn- arkosningar á næsta ári og vonast ég innilega til þess að einhver flokkurinn taki þetta mál inn í stefnuskrá sína enda mörg atkvæði í boði. Þegar friður og ró færist aftur yfir Hafnarfjörð væri ekki úr vegi að Landsvirkjun færi með vindmyll- urnar sínar út í Grímsey frá Búrfelli. Ég vona svo að þegar sá danski siglir út á þrettándanum kveðjum við Hafnfirðingar jólin með ró og spekt. Skrifað annan dag jóla 2013. Grímsey – Hafnarfjörður Eftir Friðrik Guðmundsson Friðrik Guðmundsson » Þrátt fyrir fegurðina og friðinn sem þarna var þá var það eitt sem truflaði mig en það var há- vaðinn sem kom frá raf- stöð þeirra eyjarskeggja. Höfundur er íbúi við Hafnar- fjarðarhöfn. Slæmt ástand í sam- göngumálum Seyðfirð- inga sem geta ekki treyst veginum á Fjarðarheiði vegna snjóþyngsla og illviðris í 640 metra hæð vekur spurningar um hvort nú sé tímabært að hraða undirbúningi á jarðgangagerð undir heiðina eða tvennum göngum inn í Mjóa- fjörð til þess að Seyðfirðingar fái öruggari vegasamgöngur við Egils- staðaflugvöll árið um kring. Með til- komu jarðganga sem tengja við- komustað Norrænu við byggðirnar norðan Fagradals mun eldsneytis- og reksturskostnaður flutninga- bifreiða lækka nógu mikið til að hægt verði að spara tugi milljóna króna. Það tekst aldrei án þess að vegurinn milli Egilsstaða og Seyð- isfjarðar verði færður niður um 400- 500 metra verði ákvörðun tekin um að grafa göngin undir Fjarðarheiði. Í 640 metra hæð sleppur nú- verandi vegur á heið- inni aldrei við of mikla veðurhæð og snjódýpt sem getur orðið um 6- 10 metrar. Stuðningsmenn Héðinsfjarðarganga á Austurlandi sem börð- ust gegn tillögu Arn- bjargar Sveinsdóttur um Fjarðarheiðargöng til að votta Seyðfirðingum sína dýpstu fyrirlitningu skammast sín aldrei. Nú er nóg komið af tilefn- islausum árásum á fyrrverandi þingmann sem fékk tillöguna um Fáskrúðsfjarðargöngin samþykkt á Alþingi í febrúar 1999. Þessar árásir sem stuðningsmenn Axarvegar fela sig á bak við til að skaða samgöngu- mál Seyðfirðinga eru svívirðilegar, lágkúrulegar og úr öllum tengslum við raunveruleikann. Hafi þeir sem leggja blessun sína yfir einangrun Seyðisfjarðar við fjórðunginn og slysahættuna á Fjarðarheiði skömm fyrir. Fullvíst þykir að undir- búningsrannsóknir á jarðgangagerð milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar sem afgerandi meirihluti á Alþingi samþykkti á síðasta ári þoli enga bið. Allir þingmenn Norðaust- urkjördæmis skulu svara því hvort nú sé tímabært að setja á teikni- borðið tvenn veggöng inn í Mjóa- fjörð til þess að vegfarendur losni endanlega við slysahættuna á Fjarð- arheiði sem er alltof mikil. Eftir öðr- um leiðum fá Seyðfirðingar aldrei greiðari aðgang að sjúkrafluginu þegar neyðartilfelli koma upp. Al- gengt er að illviðri í Efri- og Neðri- Stafnum komi í veg fyrir að hægt sé að bregðast við þessum tilfellum þegar fárviðri hrellir vegfarendur þvert á allar veðurspár. Skamm- arlegt er að fyrrverandi þingmenn Norðurlands eystra og vestra skyldu komast upp með að af- skræma allar staðreyndir um sam- göngumál Austfirðinga þegar Al- þingi samþykkti árið 1999 að næstu jarðgöng yrðu milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar í tíð Halldórs Blöndals, þáverandi samgöngu- ráðherra. Öllu máli skiptir að vel uppbyggðir vegir og ný jarðgöng sem leysa af hólmi illviðrasöm og snjóþung svæði í meira en 600 metra hæð uppfylli hertar örygg- iskröfur vegna þungaflutninganna. Útilokað er að vegirnir á Fjarð- arheiði, Fagradal, Öxi, Breiðdals- heiði, Mjóafjarðarheiði, beggja vegna Oddsskarðsins, í Hvalnes-, Þvottár- og Kambaskriðum standist nýjar öryggiskröfur sem eiga að tryggja öryggi vegfarenda um ókomin ár. Til þess að það heppnist skulu allir þungaflutningarnir hverfa af vegunum. Þangað eiga þeir ekkert erindi vegna slysahætt- unnar sem eykst alltof mikið. Áður en framkvæmdum við Norðfjarðar- og Dýrafjarðargöng lýkur að fullu skiptir miklu máli að tíminn verði notaður til að flýta útboði vegganga milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða hvort sem þau verða tekin undir Fjarðarheiði, Gagnheiði eða í tvennu lagi inn í Mjóafjörð. Með þriðju göngunum úr Fannardal í Norðfirði sem yrðu 3,9 km löng væri fljótlegra að rjúfa alla vetrarein- angrun Seyðisfjarðar og byggðanna norðan Fagradals við stóra Fjórð- ungssjúkrahúsið í stað þess að grafa enn lengri göng undir Eskifjarð- arheiði. Fyrir 13 árum voru kynntar hugmyndir um þrenn jarðgöng á Mið-Austurlandi sem snúast um að Mjóifjörður verði tengipunktur milli byggðanna norðan Fagradals, Seyð- isfjarðar, Fjarðabyggðar og suður- fjarða Austurlands. Allir íbúar fjórðungsins utan Norðfjarðar eiga rétt á öruggari vegasamgöngum til þess að þeir fái greiðari aðgang að stóra Fjórðungssjúkrahúsinu árið um kring. Það krefst þess að snjó- þungir fjallvegir hverfi endanlega. Frelsum Seyðfirðinga úr klóm nátt- úruaflanna. Viðkomustaður Nor- rænu þarf öruggari tengingu við Egilsstaðaflugvöll. Slysahætta á Fjarðarheiði Eftir Guðmund Karl Jónsson »Hafi þeir sem leggja blessun sína yfir ein- angrun Seyðisfjarðar við fjórðunginn og slysahættuna á Fjarð- arheiði skömm fyrir. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.