Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2013 Vogur Þessi litla hnáta skemmti sér vel í afmælisveislu í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því sjúkrahúsið Vogur var opnað. Nú stendur yfir söfnun fyrir nýrri álmu við sjúkrahúsið. Ómar Það er okkur mikið ánægjuefni að náðst hafi samningar við þorra verkalýðshreyf- ingarinnar um kjara- samninga sem gilda til loka næsta árs. Í upp- hafi settu Samtök at- vinnulífsins það mark- mið að launahækkanir skyldu ekki verða meiri en rúmuðust innan verðbólgumarkmiðs Seðlabankans. Það kæmi einnig launafólki að best- um notum og væri líklegast til að auka kaupmátt og atvinnu. Um leið og launahækkanir verða meiri eykst hætta á að verðbólga fari úr bönd- unum, skuldir fólks og fyrirtækja aukist, atvinna aukist minna en ella og að kaupmáttur vaxi ekki. Verkefni ríkis, sveitarfélaga og fyr- irtækjanna í landinu er nú að stilla gjaldskrárhækkunum og verðhækk- unum í hóf. Markmið samningsins munu ekki nást nema allir aðilar virði þau og myndi samstöðu gegn verð- bólgu. Ríkisstjórnin lagði sitt af mörkum til að samningar gætu náðst. Hækk- anir á einstökum gjöldum ríkissjóðs verða nær þriðjungi minni en til stóð og breyting var gerð á áformum um lækkun tekjuskatts sem skilar ávinn- ingi til hinna tekjulægri. Þá var geng- ið frá hallalausum fjárlögum sem er mikilvægt skref til að tryggja aukinn stöðugleika. Formenn nokkurra verkalýðs- félaga innan Starfsgreinasambands- ins ákváðu að standa til hliðar og und- irrita ekki kjarasamningana að þessu sinni þótt félög þeirra hefðu falið sambandinu umboð til samnings- gerðar. Ástæður þess geta verið mis- munandi en ljóst er að svigrúm til launahækkana er fullnýtt í þeim samningum sem undirritaðir hafa verið og allar vonir um meiri launa- hækkanir til félagsmanna þessara fé- laga því tálsýn. Það má segja að hér hafi verið stig- ið fyrsta skrefið í átt að nýju líkani kjarasamninga og um leið að nýju stöðugleikatímabili. Við gildistöku samninganna munu hefjast viðræður um nýja samninga sem verði til tveggja ára og hafi efnahagslegan stöðugleika að meginmarkmiði. Þar með verði verðbólga svipuð og í ná- grannaríkjum, vextir lægri en ella sem skapar forsendur fyrir aukinni verðmætasköpun. Þannig getum við best lagt grunn að bættum lífskjörum hér á landi. Að þessu verkefni verður rík- isstjórnin einnig að vinna af fullri ein- urð. Ríkissjóð verður að reka með af- gangi, stíga verður skref til að afnema gjaldeyrishöftin og móta stefnu í efnahags- og peningamálum til lengri tíma. Stöðugleiki, lág verð- bólga og batnandi hagur ríkissjóðs eru forsendur þess að fjárfestingar aukist. Með stöðugleikanum er lagð- ur grunnur að nýrri sókn til bættra lífskjara. Það er nauðsynlegt að allir leggist á árarnar til að koma á og viðhalda efnahagslegum stöðugleika. Atvinnu- rekendur, verkalýðsleiðtogar og for- ystumenn eru sammála um mark- miðin. Það vilja allir skapa forsendur fyrir auknum umsvifum fyrirtækj- anna, sem aftur er forsenda aukinnar atvinnu og bættra lífskjara. Núna er tækifæri. Grípum það. Með ósk um gott stöðugleikaár 2014. Eftir Björgólf Jó- hannsson og Þor- stein Víglundsson » Það er nauðsynlegt að allir leggist á ár- arnar til að koma á og viðhalda efnahagslegum stöðugleika. Þorsteinn Víglundsson Höfundar eru form. SA og frkvstj. SA. Stöðugleiki í augsýn Björgólfur Jóhannsson Undanfarin ár hafa borist fréttir af mikilli fjölgun erlendra ferða- manna á Íslandi, þann- ig fjölgaði erlendum ferðamönnum á síðasta ári um 19% og það sem af er þessu ári hefur er- lendum ferðamönnum fjölgað um 19,5%. Áhugavert er í þessu samhengi að greina betur hvaða áhrif þessi fjölgun ferða- manna hefur á þjóðarbúið í heild sinni en minna hefur farið fyrir frétt- um af því. Gjaldeyristekjur mestar af ferðaþjónustu Í nýlegri Hagsjá Landsbankans var farið yfir gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu og þær bornar saman við aðrar atvinnugreinar. Sam- kvæmt greiningu bankans eru líkur til þess að útflutningstekjur af ferða- þjónustu verði um 285 milljarðar króna en það þýðir að í fyrsta skipti í sögunni verði útflutn- ingstekjur ferðaþjón- ustu meiri en sjávar- útvegs og álframleiðslu. Inn- byrðis hlutföll milli þessara atvinnugreina verða þá 37% ferða- þjónusta, 35% sjávar- útvegur og 28% ál. Hagvöxtur á grunni ferðaþjónustu Í Hagtíðindum Hag- stofunnar, frá byrjun desember, er farið yfir þjóðhags- reikninga fyrstu níu mánuði ársins og samkvæmt niðurstöðum reikn- inganna mælist hagvöxtur á þessu tímabili 3,1% en væri enginn ef ekki væri fyrir mikla aukningu á útflutn- ingstekjum tengdum ferðaþjónustu. Undirstöðuatvinnugrein Í ljósi af framansögðu er óhætt að fullyrða að ferðaþjónusta er orðin ein af grunnatvinnuvegum íslensku þjóðarinnar. Til viðbótar við auknar gjaldeyristekjur hefur störfum fjölg- að verulega í greininni, þannig hefur frá 2008 störfum í ferðaþjónustu fjölgað um 1.800 á meðan störfum í landinu í heild hefur fækkað um 9.800. Beinar skatttekjur 256.000 krónur á fjölskyldu Beinar skatttekjur ríkisins af ferðaþjónustu eru að nálgast 20 milljarða og þyrfti því hver fjöl- skylda í landinu að borga um 256.000 kr. aukalega í skatta ef ferðaþjónust- unnar nyti ekki við. Til viðbótar má áætla að óbeinar skatttekjur af ferðaþjónustu séu hátt í 10 millj- arðar og er því ljóst að tekjur rík- issjóðs af ferðaþjónustu eru veru- legar og hafa vaxið mikið á undanförnum árum. Viðvarandi árangur? Þjóðhagslega hlýtur að vera gíf- urlega mikilvægt að átta sig á því hvort þessar tekjur og störf, sem ferðaþjónustan hefur skapað hingað til, séu til frambúðar. Lykilatriði í þeirri skoðun eru rannsóknir á því hvaða áhrif ferðaþjónustan hefur á efnahag og náttúru landsins en ekki síður samfélagslegu áhrifin þarf að skoða vel. Dapurlegt er því að sjá að af opinberu fé til rannsókna á at- vinnuvegum fer innan við 1% til ferðaþjónustu, hér er ekkert tillit tekið til umfangs atvinnugreina né mismunandi mikilvægis þeirra í þjóðahagslegu samhengi. Hér þurfa stjórnvöld að gera breytingu á fyrr en seinna ef ríkissjóður á að geta treyst á tekjur af ferðaþjónustu til framtíðar. Náttúra landsins er aðalaðdrátt- arafl þeirra erlendu ferðamanna sem hingað koma. Mikilvægi hennar fyrir ferðaþjónustu er óumdeilt. Viðhald og uppbygging ferðamannastaða er því einn af þeim grunninnviðum sem þurfa að vera í lagi til að hægt sé að taka á sjálfbæran hátt á móti fleiri ferðamönnum. Hér hefur því miður á undanförnum áratug vaktin ekki verið staðin og því er víða uppsöfnuð þörf sem leysa þarf hið fyrsta. Ýms- ar leiðir eru nú ræddar til fjármögn- unar á framkvæmdum og hafa Sam- tök ferðaþjónustunnar verið tilbúin að koma að því að skoða mögulegar útfærslur að slíkri fjármögnun að því gefnu að ekki verði um aukna skatt- byrði að ræða enda gætu slíkar álög- ur sett frekari vöxt greinarinnar í uppnám. Ferðaþjónustan skilar nú þegar síst minna en aðrar atvinnu- greinar til ríkissjóðs eins og áður greinir. Ferðaþjónustan er tilbúin að axla þá ábyrgð sem fylgir því að vera leið- andi atvinnugrein í íslensku þjóð- félagi, það þurfa hinsvegar allir að ganga í takt og uppbygging og rekst- ur innviða þarf að taka mið af grein- inni ef hún á áfram að tryggja störf og gjaldeyristekjur en ekki síst hag- vöxt fyrir íslenskt samfélag. Eftir Árna Gunnarsson »Mælist hagvöxtur á þessu tímabili 3,1% en væri enginn ef ekki væri fyrir mikla aukn- ingu á útflutnings- tekjum tengdum ferða- þjónustu. Árni Gunnarsson Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan – Drifkraftur atvinnulífsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.