Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 11
Hundafjölskylda (f.v.) Guðmundur Adam, Lena Rut, Geir Gígja og Jónína Einarsdóttir ásamt fjölskylduhundinum Ronju. Fjölskyldan stundar nú meiri útveru eftir að ferfætlingurinn bættist við hópinn. sem sagt að hafa allar upplýsingar um hunda á einum stað.“ Geir hefur nú hafið samstarf við nokkra hundaþjálfara sem munu reglulega skrifa pistla á síðuna. Þó að vefurinn sé enn ungur eru notendur orðnir margir og augljóst að þörf var á upplýsingasíðu sem þessari. Geir segir að aðeins fáum dögum eftir að vefurinn fór í loftið hafi lesendur farið að senda inn fyrirspurnir. „Við vorum spurð hvort við vissum ráð við hinu og þessu og þar sem við erum í raun engir sérfræðingar kom upp sú hug- mynd að fá sérfræðinga til liðs við okkur til að svara spurningum les- enda.“ Sérfræðingar svara spurningum Það gekk vel og núna er hafið samstarf við dýrahjúkrunarfræðing og hundaatferlisfræðing. „Þau munu svara spurningum lesenda sem á þeim brenna.“ Spurningarnar er hægt að senda inn í gegnum vefinn bestivinur.is eða á Facebook-síðunni: www.facebook.com/bestivinur. Á síðunni má finna lista yfir hundasvæði sveitafélaganna. Geir segir að undanfarið hafi slíkum svæð- um fjölgað töluvert. „Svæði eru mjög víða á höfuðborgarsvæðinu en svo eru ákveðnir landshlutar þar sem þau eru fá, t.d. á Vesturlandi og Vest- fjörðum. Þar þyrfti að bæta úr.“ Geir bendir á að nú séu komin tvö hundasvæði á Akureyri og nokk- ur á Austurlandi. Sem dæmi um góð hundasvæði nefnir hann svæðið á Akranesi og í Hveragerði. Ferðamenn þurfa upplýsingar „Í mínum huga snýst þetta ekki bara um íbúana í hverju sveitarfélagi, þeir vita sjálfsagt flestir hvar hunda- svæðin eru. En þegar þú ert á ferða- lagi með hundinn þinn er gott að geta fundið upplýsingar um slík svæði, þar sem þú getur með góðri samvisku sleppt hundinum lausum. Þetta er ákveðin þjónusta sem dregur hunda- eigendur á ferðalagi að. Það hlýtur að vera gott fyrir hvert sveitarfélag.“ Geir segir að sífellt fleiri tjald- svæði leyfi hunda en þá þurfa þeir að vera í taumi og eigendur þeirra að þrífa upp eftir þá. „Þar verðum við hundaeigendur að sýna gott fordæmi, en því miður er alltaf einn og einn sem gerir það ekki og það skemmir fyrir okkur hinum.“ Hundaeigendur sýni ábyrgð Geir segir að mjög mikilvægt sé að hundaeigendur sýni ábyrgð, fari með hundana sína á hvolpanámskeið og jafnvel fleiri námskeið sem eru í boði, s.s. taumgöngunámskeið. Það gerði hann með tíkina Ronju og hafði hún mjög gott af því. En hvað er svona skemmtilegt við það að eiga hund? „Í fyrsta lagi þá hefur hún Ronja orðið til þess að við fjölskyldan stund- um meiri útivist en áður. Þarna er einhver sem kallar eftir því að maður fari út í gönguferðir. Hún hefur því aukið lífsgæði okkar mikið.“ Hann segir Ronju vera hluta af fjölskyldunni. Dóttir hans sem er sjö ára og Ronja eru bestu vinir og á milli þeirra ríkir mikið traust. „Hún getur legið utan í henni og gert nánast hvað sem er, Ronja lætur sér það vel lynda. Á milli þeirra er einstök vin- átta.“ Fjörug Ronja er fjörugur hundur. www.bestivinur.is DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2013 Sennilega er ekki ofsögum sagt að sjaldan seljist fleiri leikföng en ein- mitt í desember. Það er kúnst að velja leikföng sem bæði hæfa aldri barnanna og þroska þeirra. Viss hætta getur falist í því að leyfa of ungum börnum að leika sér með leikföng fyrir eldri börn. Af þeirri ástæðu er til merki með rauðri línu yfir barn og stafina 0-3. Forvarnasvið Sjóvár hefur sér- staklega bent á mikilvægi þess að gefa merkinu gaum og gefið út eft- irfarandi lista yfir það sem gott er að hafa í huga til að draga úr hættu á köfnun vegna smáhluta.  Leikföng sem ekki eru ætluð börn- um yngri en þriggja ára eiga að vera sérstaklega merkt ásamt við- vörun um hættuna.  Togaðu í hnappa og hár tuskudýra, það á ekki neitt að losna af.  Klipptu af miða sem eru langir og geta farið upp í munn barna.  Blöðrur eru ekki æskilegar fyrir börn yngri en átta ára, hentu þeim þegar loftið fer að minnka í blöðr- unni eða hún springur.  Leikföng sem gefa frá sér hljóð er ekki æskilegt að setja upp að eyr- um ungbarna.  Lestu vel viðvörunarmerkingar og leiðbeiningar sem fylgja leik- fanginu.  Skoðaðu sérstaklega vel aldurs- viðvaranir.  Allar varúðarmerkingar sem fylgja leikföngum barna eiga að vera á íslensku.  Hentu strax umbúðum utan af leikföngum.  Leikföngum fylgja oft teygjur og vírar sem geta verið varasöm börnum.  Leikföng eiga að þola hnjask. Hentu þeim sem brotna eða eru ónýt.  Ekki lengja í böndum sem eru á leikföngum.  Segulleikföng henta ekki börnum yngri en átta ára.  Flokkaðu leikföngin ef þú ert með börn á mismunandi aldri þannig að yngri börn hafi ekki aðgang að smáhlutum.  Leikföng sem ætluð eru börnum yngri en 14 ára eiga að vera CE- merkt.  Merkingin þýðir að leikfangið upp- fyllir allar lágmarkskröfur sem gerðar eru til þess. Leikföng sem hæfa aldri barna Morgunblaðið/Kristinn Hættulegt? Gæta þarf að yngstu börnin stingi ekki smáhlutum upp í sig. Geta leikföng reynst hættuleg? Listvinafélag Hallgrímskirkju býður í 21. skipti upp á hátíðartónleika á gamlársdag. Tónleikarnir hefjast klukkan 17:00 og einkennast þeir af lúðraþyt og trumbuslætti. Flest verkanna sem leikin verða eru frá barrokktímabilinu og að þessu sinni eru það trompetleikar- arnir Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson, pákuleikarinn Eggert Pálsson og Hörður Áskelsson kantor og organisti sem leika saman. Á efnisskránni eru fanfarar og há- tíðleg tónlist á borð við forleikinn að Te Deum eftir Charpentier og Canti- corum jubilo úr óratoríunni Samson eftir Händel. Orgelunnendur iða sennilega í skinninu af spenningi yfir að heyra Hörð leika hina þekktu Tok- kötu í d-moll eftir Bach og Adagio eftir Albinoni sem Ítalinn Giazotto umritaði. Hörður Áskelsson hefur verið org- anisti og kantor Hallgrímskirkju allt frá því hann lauk framhaldsnámi í Düsseldorf í Þýskalandi árið 1982. Hann er einn þeirra sem stóðu að stofnun Listvinafélags Hallgríms- kirkju, Kirkjulistahátíðar og Al- þjóðlega orgelsumarsins. Hátíðarhljómar við áramót klukkan 17 í Hallgrímskirkju á morgun, gaml- ársdag. Síðustu tónleikar ársins í Hallgrímskirkju Morgunblaðið/Ómar Hátíðlegt Hér má sjá Hallgrímskirkju undir Vífilfelli á fögrum vetrardegi. Hátíðarhljómar á gamlársdag Skoðaðu úrvalið www.jens.is Síðumúla 35 Kringlunni og Íslensk hönnun og handsmíði - Falleg gjöf Sérsmíðaðir skartgripir með íslenskum náttúrusteinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.