Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2013 ✝ Anna MargrétGuðjónsdóttir fæddist á Stórholti, Saurbæ í Dala- sýslu, 22. júlí 1928. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Seljahlíð í Reykja- vík 14. desember 2013. Foreldrar henn- ar voru Guðjón Guðmundsson, f. 27. júlí 1891, d. 2. janúar 1980, bóndi á Saurhóli, og Sigríður Halldórsdóttir, f. 8. október 1906, d. 5. janúar 1994, hús- freyja. Systkini hennar eru fjögur talsins: Elínborg, f. 1929, Guðmundur, f. 1931, Anna, f. 1933, og Halldór, f. 1937. Anna Margrét giftist 3. ágúst 1956 Sverri Guðmundssyni stýrimanni, sem síðar vann sem rannsóknarmaður hjá Hafrannsóknastofnun, f. 16. mars 1927, d. 11. júlí 1965. Syn- ir Önnu Margrétar og Sverris eru: 1) Guðjón Bjarki, f. 17. febrúar 1953, k. Særún Þor- láksdóttir, f. 30. október 1957. Börn þeirra eru: Eygló Ósk, f. 1993, og Friðbert Bjarki, f. 1998. Börn Guðjóns af fyrri sambúð eru Sverrir, f. 1973, og Sigríður Dagný, f. 1978, maki Viðar Ævarsson, f. 1967. Barn Atli, f. 1947, Ásmundur, f. 1951, og Guðrún, f. 1954. Anna Margrét ólst upp á Saurhóli í Dalasýslu með for- eldrum sínum og systkinum. Hún lauk húsmæðraskólanámi frá Löngumýri í Skagafirði. Hún fluttist ung kona til Reykjavíkur og hóf störf sem vinnukona á heimili í Reykja- vík. Síðar starfaði hún á sauma- stofu og vann við saumaskap þar til hún giftist. Hún vann við ræstingar þegar synir hennar voru ungir ásamt því að sinna heimilisstörfum. Lengst af vann hún sem húsvörður og yf- irmaður ræstinga í Álftamýr- arskóla eða þar til hún lét af störfum árið 1998. Hún var alla tíð mjög virk í félagsstörfum, starfaði m.a. í Kvennadeild Slysavarnafélags- ins og með Félagi einstæðra foreldra á uppbyggingarárum þess. Anna Margrét var virkur félagi í Sam-frímúrarareglunni þar til heilsan brast. Hún var mikil áhugamanneskja um myndlist og hafði unun af því að fara á myndlistarsýningar. Hún naut þess að ferðast bæði innanlands og utan. Lengst af bjó Anna Margrét í Álftamýri, eða í um 38 ár. Anna Margrét bjó nokkur síðustu ár- in í Hryggjarseli í Seljahverfi. Hún veiktist fyrir um fjórum árum og bjó eftir það á hjúkr- unarheimilinu Seljahlíð. Anna Margrét verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju í dag, 30. desember 2013, og hefst athöfnin kl. 13. þeirra er Íris Thelma, f. 2009. Barn Dagnýjar er Aron Bergur, f. 1999. Börn Viðars eru Halldóra Birta, f. 1992, og Egill Gauti, f. 1996. 2) Heimir Þór Sverr- isson, f. 1. júlí 1957, k. Sigríður Guðmundsdóttir, f. 29. ágúst 1957. Börn þeirra eru: Anna Jóna, f. 1981, í sambúð með Þóri Celin, f. 1971. Börn hennar eru Högni Alvar, f. 2004, og Vigdís Elfur, f. 2006. Barn Þóris er Elín Clara Celin, f. 2000. Lára, f. 1988, sambýlismaður hennar Ari Gunnar Þorsteinsson, f. 1988. Guðmundur f. 1991. 3) Guðlaugur Gylfi. f. 2. febrúar 1961, k. Halla Unnur Helga- dóttir. f. 21. september 1964. Börn þeirra eru: Sverrir Geir. f. 1992, Elín Rósa, f. 1994, og Freyja Sóldís, f. 2001. Anna Margrét var síðar í sambúð með Gísla Guðmunds- syni, f. 30. október 1907, d. 29. desember 1989, kennara og leiðsögumanni, frá 1977 til dán- ardags hans. Börn Gísla af fyrra sambandi eru Jón, f. 1943, Brandur, f. 1944, Guð- mundur T., f. 1946, d. 2003, Kæra mamma: Falleg með dökkt hár og brún augu. Tókst mig í fangið þegar eitthvað bját- aði á. Leiðbeindir mér þegar þurfti. Sýndir mér virðingu og skilning. Bjóst mér gott heimili. Stóðst bein í baki þegar pabbi féll frá og þú varst ein með okkur þrjá unga drengi. Ég fékk allt sem þurfti, en ekki allt sem ég vildi. Þú gafst mér góða æsku, fulla af væntumþykju og af styrk þess sem gefur öryggi. Þú gafst mér frelsi til athafna, kannski fullmik- ið. Þú kenndir mér að virða fólk, sama hver var. Þú kenndir mér að bera virðingu fyrir öllum störfum, hvort sem það voru ræstingar eða læknastörf. Ég fann hjá þér ein- lægan vilja til að aðstoða mig við hver þau vandræði sem ég rataði í. Þú dæmdir mig aldrei. Þú tókst henni Höllu minni strax sem dótt- ur er þið kynntust. Þú varst góð móðir og frábær amma. Komst fram við öll börn sem jafningja. Ég var stoltur af þér. Hversu oft hef ég heyrt frá fyrrverandi nem- endum Álftamýrarskóla: Ert þú sonur hennar Önnu húsvarðar? „Hún var alveg frábær“ og svo var ég beðinn að skila kveðju til mömmu. Þú varst stálminnug, vel lesin og hafsjór af fróðleik um býli landsins þegar ekið var um sveit- ir. Örlát varstu á tíma þinn gagn- vart fjölskyldu og vinum. Þú sinntir félagsstörfum af alúð. Gafst lengi vel kökur og seldir á basar kvennadeildar Slysvarna- félagsins. Félagi á upphafsárum Félags einstæðra foreldra, en þá voru réttindi einstæðra foreldra lítil sem engin, annað en í dag. Þú varst félagi í Sam-frímúrurum. Sinntir þeim félagsskap af mikilli eljusemi og dugnaði. Þú fannst í honum leið til að sinna trú þinni og efla góð mannleg gildi. Vantaði aldrei á fundi. Stundvís og barst virðingu fyrir tíma annarra. Kurt- eis og hógvær og lést þína per- sónulegu hagsmuni víkja. Þú safnaðir myndlist og naust þess að fara á myndlistarsýningar. Hafðir minni áhuga á húsgögnum og húsmunum og öðru veraldlegu dóti. Þú kvartaðir aldrei yfir hlut- skipti þínu. Þú glímdir við erfið veikindi síðustu árin, en hélst samt reisn og líkt og áður var aldrei kvartað yfir hlutskiptinu. Ég vil votta þér mína dýpstu ást og virðingu nú að leiðarlokum. Þú hafðir fallegt hjartalag. Þinn sonur, Guðlaugur. Gúmmískór! Nei, hættu nú al- veg. Ertu að segja mér að gúmmískór hafi verið merkileg- asta uppfinning 20. aldarinnar? Já, svaraðir þú, þá fyrst vorum við þurr á fótunum. Á þeirri stundu áttaði ég mig á hversu merkilegt tímabil ævi þín hafði spannað. Alin upp í „fallegustu sveitinni“ í Saurbænum við lítil efni. Vannst erfiðisvinnu án þess að draga af þér. Stóðst ein uppi ung ekkja með þrjá syni og komst þeim til manns. Bakaðir bestu pönnukökur í heimi að mínu mati og þeirra sem fengu að smakka. Alltaf boðin og búin að aðstoða án þess að biðja þyrfti um það og fengum við Gulli að njóta þess við barnauppeldið og heimilisstörfin. Þú tókst á við lífið af æðruleysi. Þunga sorg og harm vegna ást- vinamissis barstu í hljóði. Ótrú- lega vel að þér og vel lesin. Sátt við þitt og þína. Takk fyrir sam- fylgdina, umburðarlyndið, ástúð- ina og alla aðstoðina. Undir Dalanna sól, við hinn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta för, undir Dalanna sól hef ég lifað mín ljóð, ég hef leitað og fundið mín svör, undir Dalanna sól hef ég gæfuna gist, stundum grátið en oftast í fögnuði kysst. Undir Dalanna sól á ég bú mitt og ból og minn bikar, minn arin, minn svefn- stað og skjól. (Hallgrímur Jónsson frá Ljár- skógum) Þín tengdadóttir Halla. Elsku amma mín, nú er komið að kveðjustund. Minningarnar um þig eru margar og sérstak- lega tengdar Álftamýrinni þar sem þú bjóst stóran hluta ævi þinnar. Sem lítil stelpa þá hlakk- aði ég alltaf mikið til að koma til þín á aðfangadag, fá heimabakað og After Eight. Það var árleg hefð meðan þú hafðir heilsu til að taka á móti fólkinu þínu á nýárs- dag. Sem barni fannst mér þetta alltaf tilhlökkunarefni að fara til ömmu á nýársdag en svo kom tímabil í kringum unglingsárin sem manni fannst þetta nú dálítið galin hugmynd að vera komin á lappir snemma á nýársdag til að fara í nýársboð í Álftamýrinni. Amma var einstakt hörkutól og hafði kannski dálítið harðan skráp við fyrstu sýn enda varð hún ung að árum ekkja og þurfti að ala upp og koma til manns þrem drengjum. En undir niðri var hún algjör ljúflingur. Hún elskaði vinnuna sína í Álftamýr- arskóla, hafði gott lag á börnun- um og fór meira segja á hátíð- isdögum og leit til með skólanum óumbeðin. Amma var handlagin, gerði góðan mat, bakaði bestu pönnukökurnar og saumaði. Hún hafði unun af list, þræddi sýning- ar og viðburði í borginni . Amma hafði húmor lengi vel og gat alltaf slegið á létta strengi. Síðustu ár hafði geta hennar til þess að njóta lífsins farið þverr- andi. Allt sem hún hafði unun af var tekið af henni, eitt af öðru. Að búa ein, ferðast um í strætó, kíkja í Kolaportið og Kringluna, nostra við fólkið sitt, njóta bóka og lista varð henni erfitt. Þá var gott að eiga fólkið í Seljahlíðinni að, bæði íbúa og starfsfólk . Ég kveð elsku ömmu með kvöldbæninni fallegu sem hún saumaði út handa mér þegar ég var barn og hékk alltaf yfir rúm- inu mínu og er ég þess fullviss að nú er amma í essinu sínu með þeim sem á undan fóru og biðu komu hennar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Dagný Guðjónsdóttir. Það er svo margt sem ég hef þér að þakka, elsku amma Anna. Kleinurnar og kökurnar voru ekki eina góðgætið sem ég varð aðnjótandi sem barn þegar ég kom í heimsókn í Álftamýrina. Listasýningar, safnferðir og göngutúrar um stræti og torg með þér voru upphafið að þeim menningaráhuga sem hefur alla tíð fylgt mér. Fararskjótarnir voru að sjálfsögðu tveir jafnfljótir og strætisvagnar borgarinnar, þú í síðri kápu og ég valhoppandi nokkrum skrefum á undan. Í Kolaportinu voru keyptir lukku- pakkar og harðfiskur og með þér var alltaf eitthvað nýtt að sjá og skoða. Hvert sem við fórum staldraðir þú við til að heilsa, spjalla eða kjafta við einhvern af þínum ófáu vinum og kunningjum sem leyndust víða. Eftir því sem ég varð eldri breyttust helgarheimsóknirnar í matarboð og alltaf átti maður von á veislumat hjá þér. Heimili þitt bar vott um þá smekkkonu sem þú varst; veggirnir voru prýddir málverkum og á borðum voru fal- legir listmunir. Þú hélst áfram að sinna þínu menningarlega hlut- verki í mínu lífi og gafst mér ljóðabækur og skáldsögur. Í formi póstkorta og símtala töluð- um við saman eftir að ég flutti til Svíþjóðar, en alltaf var best að heimsækja þig og kjafta um allt og ekkert. Mennirnir í lífi ömmu voru allt- af með henni í anda. Við áttum oft stefnumót við afa mína tvo í kirkjugarðinum, þá komum við færandi hendi með blóm á leiðin. Gistinæturnar voru ófáar og hvert kvöld endaði á því að við buðum Sverri afa og Gísla afa góða nótt, myndirnar á náttborð- inu fengu hvor sinn kossinn og við báðum guð að passa þá. Henni ömmu minni var ekkert óviðkomandi, skáldsögur, ljóð og ævisögur, allt las hún amma, og hún hafði sterkar skoðanir á mál- efnum líðandi stundar. Að eiga sterka og sjálfstæða konu fyrir ömmu var mér ómetanlegt. Þú varst vel lesin, menningarlega sinnuð og stóðst á þinni skoðun. Þú fórst þínar eigin leiðir og fylgdir þinni eigin sannfæringu. Elsku amma, ég ætla líka að verða svona flott kona eins og þú. Elsku amma mín, sá tími sem við áttum saman var ómetanlegur og minningarnar um þig geymi ég á góðum stað. Í kvöld bið ég þig að skila kveðju frá mér til Sverris afa og Gísla afa. Ég læt fylgja með bænina sem þú saum- aðir út fyrir mig og hékk fyrir of- an rúmið mitt. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þín Lára. Laugardaginn 14. desember síðastliðinn ákvað ég að fara með mömmu og Sigga í heimsókn til Önnu Möggu frænku. Við vorum hjá henni um hádegið eins og mamma hefur gert næstum allar helgar síðan Anna fluttist í Selja- hlíð. Þetta reyndist vera okkar síðasta heimsókn þar sem hún lést seinna þennan sama dag. Hún móðursystir mín var einstök kona, hjartahlý, gefandi og reyndist sínum vel. Ég verð henni alltaf þakklát fyrir umhyggjuna sem hún sýndi mömmu þegar pabbi dó. Hún og mamma voru meira en góðar systur, þar sem þær voru mjög góðar vinkonur alla tíð og reyndust hvor annarri vel og því er hennar missir mikill. Hún móðursystir mín hafði sterk- ar skoðanir á lífinu og tilverunni og var alltaf hrein og bein. Það var alltaf hægt að tala við hana um allt á milli himins og jarðar hvort sem það voru þjóðfélags- málin, menning eða listir svo eitt- hvað sé nefnt. Ég man öll að- fangadagskvöldin okkar þegar ég var barn og unglingur heima hjá frænku minni og strákunum hennar í Álftamýrinni. Við fórum alltaf til þeirra eftir kvöldmatinn heima hjá okkur. Þar voru amma og afi og fleiri úr fjölskyldunni og fengum við okkur heitt súkkulaði og smákökur. Þessar minningar eru mér mjög dýrmætar. Ég kveð móðursystur mína með söknuði og mun hún alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu því hún reynd- ist mér og minni fjölskyldu vel. Hvíl í friði, elsku frænka mín. Elsku Guðjón, Heimir, Guð- laugur og fjölskyldur, ykkar missir er mikill. Innilegar samúð- arkveðjur til ykkar. Hjördís Ólöf Jónsdóttir Snemma árs 1982, þegar við fjölskyldan bjuggum í Dan- mörku, skrifaði tengdapabbi bréf til okkar og sagðist hafa kynnst konu. Það var gaman að koma heim og hitta hana Önnu, sem var nokkrum árum yngri en tengda- pabbi. Hún var glöð og hress, tók vel á móti okkur. Upp frá því vor- um við vinkonur. Anna var hús- vörður í Álftamýrarskóla í mörg ár og þangað kom ég nokkrum sinnum að hitta hana. Það fór ekkert á milli mála að þetta var skólinn hennar, hún rakst alltaf á mörg börn sem þurftu að finna hlutina sína og hún vissi alltaf hvar ætti að leita að þeim. Einnig þurfti hún oft að tala við kenn- arana sem áttu leið um gangana, svo önnum kafin var hún í vinnu sinni. Nemendur sem ég þekkti í Álftamýrarskóla sögðu mér að það hefði alltaf verið gott að leita til hennar. Anna bjó lengst af í Álftamýr- inni og þangað kom ég oft með drengina mína. Þar var alltaf kaffi á könnunni og eitthvað gott í gogginn. Hún bjó til svo góðar vöfflur að einn sona minna fékk uppskriftina hjá henni. Honum fannst vöfflurnar aldrei eins góð- ar hjá mér. Mér eru líka minn- isstæðar veislurnar hennar á ný- ársdag sem ég kom nokkrum sinnum í ásamt sonum mínum og sonum hennar, tengdadætrum og barnabörnum. Það voru engar smáveislur. Anna var mikil félagsmála- kona, fór á allskonar fundi og samkomur og hafði gaman af, enda hafði hún ákveðnar skoðanir á ýmsum málum. Við vorum svo sem ekkert endilega sammála en það styrkti bara vináttuna. Það var heldur ekki amalegt að eiga Önnu að þegar halda átti útskrift- arveislur vegna drengjanna minna. Hún kunni vel til verka og fannst vinkonum mínum sérlega gott að hafa hana með, hlæjandi og káta. Anna átti aldrei bíl en fannst strætisvagnarnir góður ferðamáti. Hana munaði ekki um að baka slatta af pönnukökum á sunnudagsmorgni og fara svo með þær í strætó vestur á Grund þar sem tengdapabbi og móðir hennar voru. Það er skemmtilegt að eiga vinkonu sem er eldri og reyndari og hefur frá miklu að segja, sitja með henni á kaffihúsi, hlusta á sögur úr hennar lífi og fá svolitlar leiðbeiningar. Síðustu árin bjó hún í Seljahlíð. Þangað var alltaf gaman að koma til hennar, þó að henni leiddist að geta ekki boðið upp á neitt nema konfekt og kaffi, enda ákaflega gestrisin. Ég kveð Önnu með söknuði og sendi drengjunum hennar, tengdadætrum og barna- börnum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Unnur Jónsdóttir. Kveðja frá St. Ósíris Við systkinin í St. Ósíris minn- umst systur okkar, Önnu Mar- grétar Guðjónsdóttur, er hvarf til hins eilífa austurs hinn 14. des- ember sl. Anna Margrét gekk í Sam-frímúrararegluna árið 1977 og gegndi þar margvíslegum trúnaðarstörfum. Anna var sann- ur frímúrari og vann öll sín störf af alúð og trúmennsku. Jákvæð lífssýn hennar endurspeglaðist í hlýrri framkomu, glaðværð og staðfestu. Nú er leiðir skilur er okkur efst í huga þakklæti fyrir einlæga vináttu og ánægjulegt samstarf. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum) Við kveðjum kæra systur með söknuði og virðingu og flytjum ástvinum hennar einlægar sam- úðarkveðjur. F.h. St. Ósíris, Sigrún S. Hrafnsdóttir. Fregnir af andláti Önnu minn- ar Guðjónsdóttur vöktu með mér djúpan söknuð. Um leið fann ég fyrir tærri virðingu og þakklæti fyrir að hafa átt hana að sem ná- inn vin í rúma þrjá áratugi. Anna var klettakona eins og Sóley heit- in Eiríksdóttir Smith orðaði það þegar hún lýsti kjarnorkukonum. Hún var komin af bændafólki úr Saurbæ í Dölum og talaði ávallt fallega um sína sveit og sitt fólk. Reyndar talaði hún ætíð fallega um allt og alla. Hún flutti gjaf- vaxta til Reykjavíkur til starfa og kynntist þar mannsefni sínu, Sverri Guðmundssyni. Þau gengu í hjónaband og eignuðust saman þrjá drengi. En ský dró fyrir sólu. Sverrir lést árið 1965, aðeins 38 ára gamall. Anna stóð ein uppi sem ekkja með þrjá unga drengi. Þeirri raun og sorg mætti hún af æðruleysi og meðfæddum dugn- aði. Anna starfaði við Álftamýr- arskóla frá því hann var opnaður árið 1963 til starfsloka vegna ald- urs, fyrst við ræstingar og síðan sem húsvörður. Hún kom upp drengjunum sínum þremur, sem allir eru miklir atorku- og sóma- menn og tókst á við lífið af reisn alþýðukonu. Leiðir okkar Önnu lágu fyrst saman árið 1982. Pabbi, Gísli Guðmundsson, hafði misst seinni konu sína, Nönnu Magnúsdóttur, í júlí árið 1980. Hann varð hálf- munaðarlaus og lífsleiður. Vetur- inn 1981 til 1982 dvaldi ég í Dan- mörku og bréfin frá pabba voru mæðuleg. Það birti heldur betur til um jólin 1981. Hann taldi sig hafa kynnst góðri konu. Þar hafði hann sannarlega rétt fyrir sér. Anna og pabbi áttu ein fimm góð ár saman eða þar til hann fékk heilaáföll og fékk inni á Elliheim- ilinu Grund þar sem hann dvaldi þar til hann lést árið 1989. Þau fjögur ár sem pabbi bjó á Grund heimsótti Anna hann nánast á hverjum degi, annaðist hann og umvafði með þeim kærleika og umhyggju sem hún bjó svo ríku- lega yfir. Ég var afar þakklátur, dáðist að henni. Við bundumst tryggðaböndum. Þessi bönd hafa haldið æ síðan og styrkst allt til andláts hennar. Hún hefur verið ein af fjölskyld- unni, eins konar ættmóðir. Verið aufúsugestur í öllum fjölskyldu- boðum. Verið með okkur í gleði og sorg. Sterkust var hún okkur þegar á brattann var að sækja. Þá gaf hún óendanlega af sér. Minn- isstæðar eru heimsóknir hennar til mín austur í Gryfju. Til að mynda var hún þar um árabil í há- tíðarhöldum um verslunar- mannahelgar og naut skemmt- ana, heilgrillaðs lambs og brennu af eðlislægri glaðværð og gleði. Gjarnan kom Ólöf vinkona henn- ar með og kær vinkona mín, Elín Torfadóttir. Þær voru góðar sam- an jafnöldrurnar og veisla sagna og hnyttni fyrir húsráðendur og gesti. Anna var falleg kona, samsvar- aði sér vel og það var reisn yfir allri hennar framgöngu. Hún var góð kona, glaðlynd, hreinskiptin og eðlisgreind. Og allir þessi kostir spegluðust í björtum aug- um hennar. Blessuð sé minning Önnu Guðjónsdóttur, hún mun fylgja mér alla mína ævi. Ég og fjölskylda mín vottum drengjunum hennar, tengda- dætrum, barnabörnum og fjöl- skyldu hennar alla okkar dýpstu samúð. Atli Gíslason. Anna Margrét Guðjónsdóttir HINSTA KVEÐJA Að lokum eftir langan, þungan dag, er leið þín öll. Þú sest á stein við veginn, og horfir skyggnum augum yfir sviðið, eitt andartak. Og þú munt minnast þess, að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu lagðir þú upp frá þessum sama stað. (Steinn Steinarr) Þín ömmubörn, Eygló Ósk og Friðbert Bjarki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.