Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2013 ✝ Sonja SigrúnNikulásdóttir fæddist á Akranesi 23. júlí 1940. Hún lést á heimili sínu að morgni 14. des- ember 2013. Sonja var dóttir hjónanna Nikulásar Odd- geirssonar vél- stjóra, f. 9. október 1906, d. 4. ágúst 1983, og Sigrúnar Sigurðardóttur húsmóður, f. 3. janúar 1913, d. 28. október 1972. Systkini Sonju eru Grétar Geir, f. 10. október 1933, Sigurður Þorsteinn, f. 11. nóvember 1934, og Sonja Ester, f. 23. október 1938, d. 15. febrúar 1939. Hinn 26. desember 1962 gift- ist Sonja eftirlifandi eiginmanni sínum, Pétri Guðmundssyni bif- dótturina Sigrúnu, f. 9. apríl 1959, maki Steinar Már Gunn- steinsson, f. 31. júlí 1957. Dóttir Sigrúnar er Alda Rose Cartw- right, f. 25. mars 1981, maki Pétur Már Guðmundsson, f. 13. júlí 1976. Börn Öldu Rose eru Máni Steinsson Cartwright, f. 2. desember 1998, og Urður Ylfa Pétursdóttir Cartwright, f. 7. desember 2012. Börn Steinars Más af fyrra sambandi eru Alex- ander Már, f. 20. júlí 1991, og Guðríður Ósk, f. 4. október 1994. Ung fluttist Sonja með for- eldrum sínum til Hafnarfjarðar og ólst hún upp á Tjarnarbraut 3. Sonja gekk í skóla í Hafn- arfirði og lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg. Hún fór snemma að vinna ýmis störf, þar á meðal hjá Ásbirni Ólafssyni ehf., en lengst af starfaði hún hjá Lands- banka Íslands. Eftir að Sonja lauk störfum hjá bankanum stundaði hún sjálfboðastörf fyr- ir Thorvaldsensfélagið. Útför Sonju fer fram frá Nes- kirkju í dag, 30. desember 2013, og hefst athöfnin kl. 15. vélavirkja, f. 31. mars 1938. For- eldrar Péturs voru Guðmundur Jó- hannesson, bóndi á Efri-Svertings- stöðum, f. 13. júní 1908, d. 5. maí 1997, og Ólöf Að- alheiður Péturs- dóttir húsmóðir, f. 28. febrúar 1919, d. 17. maí 2009. Þau Pétur hófu búskap á Kapla- skjólsvegi 29 í Reykjavík og bjuggu þar alla tíð. Dóttir þeirra er Ólöf, f. 8. nóvember 1962, maki Eyþór T. Heiðberg, f. 1. mars 1958. Börn þeirra eru Eva Ýr, f. 20. september 1991, og Hreiðar Þór, f. 17. febrúar 1995. Áður áttu Sonja og Sæmundur Guðmundsson, f. 1. ágúst 1930, Einu sinni enn erum við minnt á hvað skammt er milli lífs og dauða. Hljóðlega og fyrirvara- laust hefur ein af hetjum hvers- dagsins kvatt þennan heim. Sonja, elskuleg skólasystir, vinkona, klúbbsystir okkar í sex- tíu ár, er ekki lengur á meðal okkar. Hún var ein af þeim, sem sinnti sínu af alúð og trú- mennsku, án fyrirgangs eða margra orða. Hún var ljúf og þægileg í umgengni og hafði góða kímnigáfu, sem við nutum svo oft á góðum stundum. Hún tranaði sér ekki fram, en laumaði ýmsu bráðskemmtilegu að, þeg- ar færi gafst. Við höfum margs að minnast og þakka henni, eftir áratuga vinskap og samveru. Sonja var vinur vina sinna á sinn hægláta hátt. Stöðugt erum við minnt á, að þakka fyrir hvern dag, sem okk- ur er gefinn. Við kveðjum vin- konu okkar með trega og sorg. Með þökk fyrir allar samveru- stundirnar og samleið á liðnum árum. Við vottum Pétri, dætrunum og fjölskyldum þeirra hjartans hluttekningu og hugur okkar er hjá þeim. Elín, Elísabet, Gunnlaug, Kristín, Sigurjóna og Þórunn. Það var Thorvaldsens-félag- inu góður fengur þegar Sonja Nikulásdóttir gerðist félagi í mars 2007. Á sinn prúða og vand- aða hátt tók hún virkan þátt í góðgerðarstarfi félagsins ekki síst með mikilli sjálfboðavinnu á Thorvaldsens bazar. Sonja var bóngóð og var boðin og búin til að hlaupa í skarðið ef einhver forfallaðist og lá heldur ekki á liði sínu ef skella þurfti í pönnukökur sem hefð er að bjóða upp á á afmælisdegi bazarsins 1. júní ár hvert. Sonja var virk í félagsstarfinu og var kölluð til stjórnarstarfa í Barnauppeldissjóði Thorvald- sensfélagsins árið 2010 sem hún gegndi fram á síðasta dag. Barnauppeldissjóður gaf út sitt eitt hundraðasta jólamerki á þessu ári. Ágóði af sölu merkj- anna hefur ávallt runnið til verk- efna í þágu barna, nú til starf- seminnar í Reykjadal þar sem fötluð börn og ungmenni njóta þess að koma til sumar- og vetr- ardvalar. Árið var annasamt hjá stjórn Barnauppeldissjóðs. Þeg- ar sett var upp sýningin Jóla- merki í 100 ár í Ráðhúsi Reykja- víkur í október átti félagið sterkan bakhjarl í Sonju sem mætti tvíefld til leiks með Pétur mann sinn sér við hlið. Thorvald- sensfélagið naut krafta þeirra beggja við undirbúning, uppsetn- ingu, framkvæmd og frágang sýningarinnar. Þetta var ómet- anleg aðstoð sem færðar eru kærar þakkir fyrir. Þegar opnuð var önnur sýning af sama tilefni í upphafi aðventu á Landsbóka- safninu, nú af frummyndum jóla- merkjanna mættu þau hjónin kát og glöð við opnunina. Sonja tók að sér fleiri trún- aðarstörf í þágu félagsins er hún tók sæti í bazarnefnd á aðalfundi 2013. Félagskonum var afar brugðið við fregnir af fráfalli hennar og sakna góðs félaga. Thorvaldsenskonur þakka Sonju samfylgdina til góðra verka og votta Pétri og fjölskyldunni sam- úð sína. Anna Birna Jensdóttir, formaður Thorvaldsens- félagsins. Sonja Sigrún Nikulásdóttir HINSTA KVEÐJA FRÁ GLÓÐ Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Nú saman leggja blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð, í brekkum fjalla hvíla rótt, þau hafa boðið góða nótt. Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut en aftanskinið hverfur fljótt þau hafa boðið góða nótt. (Magnús Gíslason) Glóðarfélagar þakka Sonju samfylgdina og kveðja hana með djúpri virðingu og þökk. Syrgjendum er vottuð samúð. Sigurbjörg Björgvins- dóttir, formaður. Til Tómasar Þórs. Settist hjá mér fagur fuglinn smár, í faðmi mínum dvaldi litla stund. Glitra á vanga gleði- og þakkartár, ég gæfu þakka, ljúfan vinafund. Þessi fugl svo fagurlega söng, um frið og kærleik, gleðina og fleira. Á meðan hér við dveljum dægrin löng, við deila ættum vináttunni meira. Þó vængur lítill væri brotinn þinn, vilji þinn og kraftur alltaf réði. Þú varst líka kæri kennarinn, mér kenndi enginn meira um sanna gleði. Nú okkar skiljast leiðir enn um hríð, upp þú flaugst með vængi þína heila. Í anda þínum, auðmjúk ár og síð, ég ætla þinni lífsins gleði deila. (Lovísa María Sigurgeirsdóttir) Tómas Þór Þorgilsson ✝ Tómas ÞórÞorgilsson fæddist á Ak- ureyri 14. nóv- ember 1994. Hann lést 7. desember 2013. Útför Tóm- asar Þórs fór fram frá Grafarvogs- kirkju 16. desem- ber 2013. Elsku Tómas Þór. Kærar þakkir fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Innilegar samúðar- kveðjur til fjöl- skyldu þinnar. Kærar kveðjur. Stuðningsfjölskyld- an þín á Dalvík, Lovísa María, Einar, Egill, Elsa Hlín, Einar Sigurgeir og Indíana. Lítill, snöggklipptur, dökk- hærður snáði kíkir upp fyrir gleraugun sín og horfir til mín. Sagan var þegar skrifuð, stefnan var þegar sett, hann náði til mín við fyrsta augnaráð og því grett- istaki yrði ekki sleppt. Ég var nýbyrjuð í Reykjadal og þetta voru mín fyrstu kynni af Tómasi. Tómas hafði þann eftirsóknar- verða eiginleika að heilla alla með sínu fallega brosi og ein- læga hlátri. Tómas notaði það líka óspart þegar honum fannst einhver þurfa á því að halda. Mikil tilhlökkun fylgdi komu Tómasar á heimilið okkar en við Ríkarður vorum svo lánsöm að vera stuðningsfölskyldan hans um tíma. Upp þrjár hæðir klöngruðumst við með drenginn í stólnum sínum en honum fannst þessar aðferðir okkar hin mesta skemmtun og skellti upp úr alla leið. Ekki var annað hægt en að taka undir hans bráðsmit- andi hlátur þó að skrefin væru þung og leiðin upp íbúð aðeins hálfnuð. Tíminn sem ég fékk að njóta með Tómasi leið allt of hratt og eru þessar stundir nú falleg minning um yndislegan dreng. Ég kveð þig, elsku Tómas minn, með þessu fallega ljóði Ég á mér draum um betra líf. Ég á mér draum um betri heim. Þar sem allir eru virtir, hver á sínum stað, í sinni stétt og stöðu. Þar sem allir eru mettir gæðum sannleikans. Þar sem allir fá að lifa í réttlæti og friði. Þar sem sjúkdómar, áhyggjur og sorgir eru ekki til. Og dauðinn aðeins upphaf að betri tíð. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Elsku Helga Steinunn, Þor- gils og Steinar, megi kærleikur Guðs umvefja ykkur og gefa ykkur styrk. Minning um ynd- islegan dreng mun lifa í hjarta mínu alla tíð. Sólveig Hlín. Nú hefur Sigga okkar kvatt eftir erfið veikindi. Hún barðist af þvílíku æðruleysi að í okkar augum er hún sigurvegarinn í þeirri baráttu. Hún var systir, móðursystir og mágkona en svo miklu, miklu meira. Fram í hugann koma minningar um stundir okkar saman og þar er af mörgu að taka. Á heimili Siggu og Harðar var alltaf gott að koma. Þar mætti manni und- Sigríður Margrét Hreiðarsdóttir ✝ Sigríður Mar-grét Hreið- arsdóttir fæddist að Laugarbrekku í Hrafnagilshreppi, Eyjafirði, 2. októ- ber 1944. Hún lést 23. nóvember 2013. Útför Sigríðar fór fram frá Ak- ureyrarkirkju 28. nóvember 2013 antekningarlaust hlýja og umhyggja, kaffi á könnunni og spjall í eldhúsinu um allt milli himins og jarðar. Sigga hafði stórt hjarta þar sem var nóg pláss, ekki bara fyrir hennar börn heldur líka annarra og nutum við fjöl- skyldan frá Hlé- bergi góðs af því. Sem dæmi um það má nefna að í skötu- veislunum á Þorláksmessu hafði Sigga fullan skilning á því að börn væru ekki endilega hrifin af skötu. Svo þá var líka boðið upp á eitthvað annað sem væri betur við barna hæfi. Eft- ir veisluna kúrðu börn gjarnan í sófum undir teppi. Þar var ekkert jólastress og enga hús- móður þekktum við aðra sem var búin að öllu og beið eftir jólunum á Þorláksmessu. Já- kvæð og brosandi tók hún ærslum og fjöri allra þessara barna með ótrúlegri þolinmæði. Sigga var afkastamikil hann- yrðakona, saumaði út og prjón- aði og sat sjaldan auðum hönd- um. Þegar börnin á Hlébergi byrjuðu í framhaldsskóla áttu þau athvarf og annað heimili í Víðimýri. Syfjaðir nemendur með eyður í stundatöflunni þurftu stundum húsaskjól klukkan átta á morgnana. Sum- ir hefðu kannski orðið þreyttir á þessum ágangi en þess varð aldrei vart hjá Siggu. Hlýr faðmur, notalegur sófi og teppi breitt yfir unglinginn. Okkur er ofarlega í huga allt sem stund- irnar með Siggu, Herði og dætrunum þremur gáfu okkur og gott verður að rifja upp í framtíðinni. Við sendum dætr- um Siggu og fjölskyldum þeirra hlýjar kveðjur. Blessuð sé minning Sigríðar Margrétar Hreiðarsdóttur. Vigdís, Ólafur, Hjörleifur, Berghildur og Eydís. Mig langar til að minnast góðr- ar frænku minnar, hennar Sigríð- ar Árnínu Árnadóttur, með þess- um orðum: Hin fegursta rósin er fundin og fagnaðarsæl komin stundin. Er frelsarinn fæddist á jörðu, hún fannst meðal þyrnanna hörðu. Þótt heimur mig hamingju sneyði, Sigríður Árnína Árnadóttir ✝ SigríðurÁrnína Árna- dóttir fæddist í Hjarðarholti á Ak- ureyri 2. nóvember 1934. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 28. nóvember 2013. Út- för hennar fór fram frá Glerárkirkju á Akureyri 13. des- ember 2013. þótt harðir mig þyrnarnir meiði, þótt hjartanu’ af hrell- ingu svíði, ég held þér, mín rós, – og ei kvíði. (Brorson – Helgi Hálfdánarson) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Okkar samúðarkveðjur til ykkar allra, Ingvi, börn, barna- börn og tengdabörn. Kveðja. Hildur Þóra Bragadóttir og fjölskylda. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI BÖÐVARSSON húsasmíðameistari, Hátúni 10b, Reykjavík, lést á Landspítalanum 27. desember sl. Gerða Bjarnadóttir, Helga Soffía Bjarnadóttir, Þórður Hermannsson, Böðvar Bjarnason, Bei Ping, Bjarni Þór Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ARNFINNUR ARNFINNSSON, hótelstjóri og framkvæmdastjóri, Skarðshlíð 12 c, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð 28. desember sl. Útförin verður auglýst síðar. Elín Sumarliðadóttir, Guðrún Arnfinnsdóttir, Oddur Jónas Eggertsson, Bryndís Arnfinnsdóttir, Sigurður Jóhannsson, María Arnfinnsdóttir, Baldur Örn Baldursson, Sigurður Líndal Arnfinnsson, Kristín Hjaltalín, Arna Þöll Arnfinnsdóttir, Jón Í. Guðmann, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Okkar ástkæra HERMÍNA SIGURÐARDÓTTIR lést á dvalarheimilinu Hrafnistu, Reykjavík, föstudaginn 27. desember. Jóhann Long, Gunnar Finnlaugsson, Gunilla M. Finnlaugsson, Þorfinnur Finnlaugsson, Soffía Guðmundsdóttir, Þórlaug Finnlaugsd. Toft, Kai Toft, Hulda Finnlaugsdóttir, Snorri Finnlaugsson, Sigríður Birgisdóttir, Ágústa Rósa Finnlaugsdóttir . ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, RUT INGIMARSDÓTTIR, Víðilundi 18, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Viktor Gestsson og Edda Hjörleifsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.