Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2013 Nýjasta þáttaröð Game of Thrones er sú röð sem vinsælust var á skráa- skiptasíðum og oftast halað niður án leyfis rétthafa á árinu sem er að líða, skv. úttekt vefjarins Torrent- Freak. Þáttaröðin var sú þriðja sem gerð er eftir bókum George R.R. Martins og var henni halað niður 5,9 milljón sinnum á skráaskipta- síðum á árinu. Önnur þáttaröð Game of Thrones var sú vinsælasta á síðunum í fyrra. Báðar voru þær teknar upp að hluta hér á landi. Niðurhal Úr einum þátta hinna gríð- arvinsælu Game of Thrones. Game of Thrones oftast halað niður Þótt heiti minningabókarRagnars Stefánssonarjarðskjálftafræðings Ís-lands gefi lesendum tilefni til að ætla að hún sé hlaðin sprengi- efni og miklum yfirlýsingum um menn og málefni, er raunin önnur. Það skelfur er titill bókarinnar þar sem Ragnar lítur yfir farinn veg; æsku sína, mótunartíma, námsár, vísindastörf en síðast en ekki síst grasrótarstarf í þjóðfélagsmálum. Á þeim vettvangi er oft reitt hátt til höggs svo skín í skörðin. Hjá Ragn- ari er þetta á annan veg. Afstaða til manna og málefna er mild og Ragn- ar væntir þess jafnan að fólk sé tilbúið að leggja því lið að bæta þjóð- félagið. Það snertir lesendur þegar Ragn- ar segir frá föður sínum, Stefáni Bjarnasyni, sem var tveggja kvenna maður. „Ég leit ekki á þetta sem lauslæti af pabba hálfu, heldur trygglyndi. Hann var tryggur sinni ást, hann elskaði tvær konur,“ segir Ragnar í einum af skáletruðum milliköflum bókarinnar. Í þeim ályktar hann út frá því sem að fram- an segir frá – sem er góð framsetn- ing. Á slíku fer betur, en að lýsingar á staðreyndum og persónulegar út- leggingar séu settar í einn graut. Raunar eru það þankar Ragnars sem gera bókina öðru fremur bita- stæða. Pæling- arnar um hvaða leiðir henti best til þess að breyta ríkjandi ástandi. „Það er með vit- undarvakningu fólks um að taka sín mál í eigin hendur sem byltingin hefst hér og nú, innan hins kapítal- íska kerfis. Valdataka fólksins kemst á dagskrá þegar sjálfsstjórn þess og lýðræði eru komin á það stig að þau myndu standast átökin sem valdatakan fæli í sér,“ segir Ragnar sem gerir mörg fræg mál að umfjöll- unarefni, svo sem baráttuna gegn Víetnamstríðinu, Þorláksmessuslag- inn 1968 og svo mætti áfram telja. Árin í kringum 1970 eru í brenni- depli. Rannsóknir Ragnars í áratugi á hinu rámu regindjúpum og orsökum þess hvers vegna allt skelfur eru af- gangsstærð í bókinni. Væri því verð- ugt verkefni að segja síðar frá þeim þætti ævistarfs hans – enda var Ragnari sem jarðskjálftafræðingi og einskonar fréttaskýranda í þeim efn- um alltaf sérstaklega lagið að út- skýra flókna hluti svo hver maður náði kjarna málsins – og þjóðin varð rórri þó allt ruggaði og skylfi. Það skelfur er fín bók; skrifuð á góðri íslensku og góðar myndir auka allt heimildagildið. En fyrst og síð- ast er það hlý og góð nærvera Ragn- ars sem gefur sögu hans gildi, í bók sem lifir lengur en títt er um ævisög- ur. Morgunblaðið/hag Jarðskjálftafræðingurinn „En fyrst og síðast er það hlý og góð nærvera Ragnars sem gefur sögu hans gildi,“ segir gagnrýnandi m.a. um endur- minningar Ragnars Stefánssonar, Það skelfur. Skjálfandi saga sem lifir lengi Endurminningar Það skelfur – endurminningar Ragn- ars Stefánssonar bbbmn Eftir Ragnar Stefánsson. Skrudda 2013, 297 bls. SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON BÆKUR Kvikmyndaverið Lionsgate hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir ítölsk kynningarveggspjöld kvikmyndar sinnar 12 Years a Slave þar sem að- aláhersla er lögð á hvíta leikara myndarinnar en ekki þeldökka. Kvikmyndin segir af frjálsum, þel- dökkum manni sem seldur er í þrælahald í Bandaríkjunum árið 1841 og hefur aðalleikari hennar, Chiwetel Ejiofor, hlotið mikið lof fyrir túlkun sína. Myndin þykir lík- leg til að hreppa fjölda Óskars- verðlauna og þá m.a. fyrir besta leik- arann í aðalhlutverki. Ítölsku veggpsjöldin prýða m.a. myndir af leikurunum Brad Pitt og Michael Fassbender en Ejiofor sést hlaupa yfir akur neðst á þeim og engu líkara en hann sé í aukahlutverki. Pitt fer með lítið hlutverk í myndinni en Ejiofor sést á hvíta tjaldinu nær all- an tímann. Ítalskur dreifingaraðili myndarinnar og markaðsfyrirtækið sem sá um gerð veggspjaldanna virðast ekki hafa áttað sig á umfjöll- unarefni myndarinnar, að því er seg- ir í frétt á vef dagblaðsins Guardian. Lionsgate hefur brugðist við gagn- rýninni og segir að veggspjöldin verði fjarlægð. Að sögn talsmanns fyrirtækisins veitti það ekki leyfi fyrir veggspjöldunum og var þeim því dreift í leyfisleysi. EPA Aðalleikarinn Chiwetel Ejiofor fer með aðalhlutverkið í 12 Years a Slave, hlutverk frjáls manns sem er seldur í þrælahald árið 1841. Hvítir leikarar í öndvegi VIÐ ERUM SÉRFRÆÐINGAR Í GASI Þú getur verið afslappaður og öruggur við grillið með AGA gas. Öruggur um að þú ert að nota gæðavöru og að þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú nýtir þér heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eða þegar þú heimsækir söluaðila AGA. Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggisleiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas. www.GAS.is fi p y j g p C p i ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lambm Villibráðar-paté mameð papriku Bruchetta arsómeð tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparrót m balsam rða baKrab uf e r s k ðbo m pen a með peppadew Silunga hrogn i simeð japönsku majónes Birkireykt-ur lax alioá bruchettu með Hörpuskeljar ddju, 3 smáar á spjóti m/kry Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og ferskum berjum ufyVanill ar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarberjum Kjúklingu Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gæfu og gleði á nýju ári, þökkum viðskiptin á árinu semer að líða. Markmið okkar er alltaf það sama, glæsi- legar veitingar og ómótstæðilegt bragð. Persónuleg og góð þjónusta. Sími 511 8090 • www.yndisauki.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.