Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 364. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Stungu af án þess að borga 2. „Ég ætlaði ekki að láta hann …“ 3. Sólveig Ásgeirsdóttir látin 4. Brúðkaup Jóns og Margétar »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Lilja Guðmundsdóttir sópran, Bjarni Thor Kristinsson bassi og Matthildur Anna Gísladóttir píanó- leikari flytja íslenska jóla- og ára- mótatónlist á nokkrum tónleikum í Kaldalóni Hörpu nú um áramótin. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð- inni Perlur íslenskra sönglaga. Þar er íslensk tónlist flutt á íslensku en kynnt og þýdd á ensku. Tónleikar eru í dag og tvennir í jan- úar, 2. og 3. Sérstakir gestir verða á tónleikunum og ekki þeir sömu í des- ember og janúar. Morgunblaðið/Einar Falur Perlur íslenskra sönglaga í Kaldalóni  Tónleikarnir Síð- asti séns verða haldnir í kvöld í Vodafone-höllinni. Retro Stef- son, Sísý Ey og Hermi- gervill halda uppi stuðinu. Húsið verður opnað kl. 21. Á þriðjudag (gamlársdagur) Norðaustan og austan 8-13 m/s, en 10-15 m/s á Vestfjörðum og með suðausturströndinni. Hiti rétt yfir frostmarki við ströndina en vægt frost í innsveitum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Lægir sunnanlands, slydda eða rigning með köflum en allhvöss austan- og norðaustanátt fyrir norðan, snjókoma eða slydda. Hiti 0-5 stig fyrir sunnan, minnkandi frost fyrir norðan. VEÐUR Aron Kristjánsson, lands- liðsþjálfari í handknattleik, hefur afskrifað Ólaf Gúst- afsson í landsliðshóp sinn fyrir Evrópumeistaramótið í handknattleik. Ólafur er með brot í rist. Enn heldur áfram að fjölga á sjúkralista landsliðsins á undirbún- ingsdögum fyrir mótið. Sverre Jakobsson er nú slæmur í hné og Aron Rafn Eðvarðsson markvörður er slæmur í tá. »7 Sjúkralistinn lengist frekar „Ég hef metnað til þess að leika með landsliðinu og taka þátt í EM. Hins- vegar er ég sennilega neðstur á blaði og því er það fyrst og fremst komið undir mér og því sem ég næ að sýna á æfingum hvort ég verð með þegar á hólminn verður komið í Danmörku,“ segir leikstjórnand- inn Gunnar Steinn Jónsson sem var á dög- unum kall- aður inn í landsliðið í handknatt- leik í fyrsta sinn. »8 Fyrst og fremst undir mér sjálfum komið Það er langt síðan stuðningsmenn Arsenal hafa verið jafn léttir í lund og á þessu tímabili. Liðið hefur blómstr- að það sem af er og eftir að skalli Oli- vers Girouds skilaði sér í net New- castle í gær verður liðið á toppi deildarinnar yfir áramótin eftir að hafa misst sætið skamma stund. Það er alltaf ánægjulegt að vera for- ystusauðurinn. »6 Stuðningsmenn Arsenal eru léttir í lund ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Brottfluttir Dalvíkingar hafa glatt íbúa höfuðborgarsvæðisins árlega um nokkurra ára skeið og skreytt Dalvíkurtréð í Heiðmörk fyrir hver jól. Ekki er alveg á hreinu hvenær tréð var fyrst skreytt en það eru Dalvíkingurinn Haukur Sigvaldason og frændi hans og sveitungi Jón Magnússon sem eru upphafsmenn þessarar skemmtilegu hefðar. „Okkur kemur ekki alveg saman um hvenær við skreyttum tréð fyrst en það skiptir ekki öllu,“ segir Haukur því að hans mati skiptir mestu að halda hefðinni við enda fátt sem kallar betur á jólaskapið en góð stund með frábæru fólki, heitu súkkulaði og jólaskreytingum í Heiðmörk í upphafi aðventunnar. Hófst allt með heilsugöngu Jólaskrautsævintýri Dalvíking- anna á sér langa sögu en það er í raun gönguhópur Hauks sem sér um að skreyta tréð árlega. „Fyrir tutt- ugu og tveimur árum hætti ég að drekka og ákvað að fara að ganga bæði til að hressa upp á skapið og bæta heilsuna almennt. Ég fór svo fljótlega að taka Jón frænda minn með mér en hann þurfti á því að halda að fara að hreyfa sig og mér veitti ekki af félagsskapnum,“ segir Haukur en hann fullyrðir að Jón hafi gengið af sér tugi kílóa frá því að þeir frændur fóru að ganga reglu- lega í Heiðmörk. „Við hittumst alla laugardags- morgna og nú hafa fleiri bæst í hóp- inn,“ segir Haukur en Dalvíkurtréð fræga var lítil hrísla sem Haukur og frændi hans Jón gengu fram á fyrir allmörgum árum. „Þegar við sáum tréð fyrst var þetta bara lítil hrísla sem var raunaleg að sjá. Jón vildi gera eitthvað í málinu og hann næst- um drekkti trénu í hrossaskít en það fór ekki að braggast fyrr en rúmum tveimur árum síðar og er núna þetta glæsilega grenitré sem við skreytum saman á hverju ári.“ Þó að stemningin sé mikil þegar tréð er skreytt eru eitthvað færri sem koma saman til að taka jóla- skrautið niður og ganga frá því. „Við tökum jólaskrautið niður fyrstu eða aðra vikuna í janúar og Jón hefur verið manna duglegastur í því en hann heldur öllu vel til haga fram að næstu jólum og á heiður skilinn fyrir það,“ segir Haukur sem telur Dalvíkurtréð sérstaklega fallegt í ár. Dalvíkurtréð í Heiðmörk  Brottfluttir Dal- víkingar skreyttu tré í Heiðmörk Ljósmynd/Haukur Sigvalda Í fullum skrúða Tréð stingur óneitanlega í stúf við hin trén í skóginum. Veðurguðirnir spyrja engan um leyfi og því óhjákvæmilegt að spyrja hvort jólaskrautið haldist á Dalvíkurtrénu yfir jólahátíðina. „Skrautið hefur haldið sér nokkuð vel og vegfarendur hafa verið hjálplegir. Fólk tekur upp skraut og setur aftur á tréð ef það verður þess vart að eitthvað hafi fokið og við erum að sjálf- sögðu mjög þakklát fyrir það,“ segir Haukur og bendir þar að auki á að aldrei hafi verið unnin skemmdarverk á trénu. „Það er ánægjulegt að segja frá því að fólk hefur ekki verið að skemma skreytinguna enda er þetta gleðigjafi fyrir fólk sem gengur fram á fallega skreytt tréð.“ Vegfarendur eru hjálpsamir ÍSLENSK VEÐRÁTTA GEFUR ENGAN AFSLÁTT  Hljómsveitin Oyama heldur „súper-noisy- cozy“ tónleika á Loft Hostel í kvöld. Þeir hefj- ast kl. 20.30. Frítt er inn á tón- leikana. Í upphafi ársins gáfu fimmmenn- ingarnir í hljómsveitinni út EP- plötuna I Wanna sem fengið hefur góðar viðtökur. Oyama á Loft Hostel Síðasti séns í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.