Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2013 Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Hafnfirðingurinn Geir Gígjafékk sér sinn fyrsta hundfyrir þremur árum. Fyrirvalinu varð labradortíkin Ronja sem hefur allar götur síðan verið mikill gleðigjafi í fjölskyldunni. „Við erum að reka upplýs- ingasíðu um tjaldsvæði sem heitir tjalda.is,“ segir Geir um hugmyndina að baki vefsíðunni bestivinur.is. „Við vorum með hundinn á ferðalagi og áttuðum okkur á því að við vorum aldrei almennilega með á hreinu hvar mætti sleppa honum lausum, hvort það væru einhver hundasvæði í ná- grenninu og fleira í þeim dúr.“ Hugmyndin var því í upphafi að vera með síðu þar sem upplýsingar um hundasvæði sveitarfélaga væri að finna. Kjöt á beinin „Þannig byrjaði þetta en okkur fannst vanta eitthvert kjöt á beinin og fórum að safna saman upplýsingum um hundaþjálfun, gistingu fyrir hunda og fleira er varðar þjónustu við hunda og hundaeigendur. Ætlunin er Allt um besta vininn á einum stað Þegar Geir Gígja og fjölskylda voru búin að fá sér hund fannst þeim tilfinnan- lega vanta upplýsingar á einum stað um hvar mætti vera með hunda, bæði í heimabyggð og á ferðalögum. Til að bæta úr því settu þau upp vefsíðuna bestivinur.is en þar er hægt að finna margvíslegar upplýsingar um hunda- uppeldi, hundasvæði og flest það sem viðkemur þessum ferfættu félögum. Morgunblaðið/Golli Vinur Geir Gígja ásamt tíkinni Ronju í gönguferð úti í náttúrunni. Á síðunni www.today.is má nálgast nokkur snjallsímaforrit eða öpp sem erlendir ferðamenn geta nýtt sér. Auðvitað mælir ekkert á móti því að Íslendingar notfæri sér forritin enda fjarri því allir kunnugir landsbyggð- inni. The travelers map of Iceland er eitt þeirra og þar er bæjarheiti slegið inn og hægt að fá allar helstu upplýs- ingar um bæjarfélagið: Helstu gisti- staði, söfn, verslanir, veitingastaði, viðburðadagatal, ljósmyndir og yfirlit yfir listsköpun í nágrenninu. Helsta stolt hvers bæjarfélags er haft í forgrunni og hægt að bóka eitt og annað í gegnum forritið. Auk þess er nokkuð nákvæmt kort í appinu. Á sömu síðu má fá allar upplýs- ingar um snjallsímaforritið The trave- lers map of Reykjavik sem er allsherj- arlykill að verslunum á höfuðborgar- svæðinu auk prýðilegra korta. Flokkunin í forritinu er eftirfar- andi: Íslensk ull, íslensk hönnun, handverk og tíska, íslensk úr og skart, alþjóðleg vörumerki, Skóla- vörðustígur, ýmsar verslanir og þjón- usta og síðast en ekki síst ýmsar gagnlegar upplýsingar um veðrið, gjaldmiðilinn, neyðarsímanúmer, leigubíla og skattfrjálsa verslun. Gott yfirlit er yfir veitingastaði borgarinnar og hlekkir inn á vefsíður þeirra sem og verslana. Auðvelt er að fá gefna upp ná- kvæma staðsetningu á korti og for- ritið vísar veginn. Þetta getur komið sér vel fyrir er- lenda ferðamenn í borginni. Vefsíðan www.today.is App Auðvelt er að rata um borgina og landsbyggðina með hjálp forritanna. Hvernig rata á um Ísland Hver veit nema áramótarúntur Volvoklúbbsins á Íslandi eigi eftir að verða hluti af því að kveðja gamla árið þegar fram líða stundir. Í það minnsta ættu Volvoeigendur og -unnendur ekki að láta sig vanta þegar fyrsti rúnturinn verður farinn á morgun. Raunar hefur það tíðkast hjá Volvomönnum að hitt- ast á gamlársdag og bera saman bíla en þar sem stofnaður hefur verið sérstakur Volvoklúbbur (www.volvoklubbur.is) þótti full ástæða til að boða til almennilegs rúnts, eins og sjá má á síðunni. Lagt verður af stað á morgun, gamlársdag, frá neðra bílastæðinu við Perluna klukkan 14 og ekið um bæinn. Volvoklúbburinn var stofnaður í nóvember og er markmiðið að efla tengsl milli áhugamanna um þenn- an skemmtilega bíl. Vel hefur tekist til og nú þegar hafa meðlimir klúbbsins brallað eitt og annað saman og er mark- miðið að meðlimir geri enn fleira yfir sumartímann. Rúntað um bæinn á Volvo á gamlársdag Fyrsti áramótarúntur Volvo- klúbbsins farinn á morgun Volvo Bíllinn var hér áður kallaður fasteign á hjólum. Meðlimum klúbbsins þykir það eflaust eiga vel við. Sennilega verða bílarnir vandlega bónaðir fyrir rúntinn. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Munið að slökkva á kertunum Hafið ekki mishá kerti of nálægt hverju öðru. Hiti frá lægra kerti getur brætt hærra kertið. Slökkvilið höfuborgasvæðisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.