Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2013 Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál JAVA 50x120 cm • Ryðfrítt stál COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is Stjórnvöld í Brasilíu hafa hækkað skatt sem lagður er ofan á greiðslu- kortafærslur brasilískra borgara á ferðalögum þeirra erlendis. Skatt- urinn var áður 0,38% en er nú orðinn 6,38%. AFP greinir frá að skatt- urinn leggist á bæði þegar verslað er með korti, þegar reiðufé er tekið úr hraðbönkum erlendis og þegar ferðamannaávísanir eru notaðar. Skattinum er ætlað að draga úr peningaeyðslu Brasilíubúa erlendis og þar með örva neyslu innanlands sem því nemur, til bjargar inn- lendum iðnaði og ríkissjóði sem rek- inn er með miklum halla. Skatta- hækkunin ein og sér á að skila brasilíska ríkinu 552 milljónum reala á næsta ári, jafnvirði rösklega 27 milljarða króna. Peningaeyðsla Brasilíumanna er- lendis hefur aukist um 14% milli ára það sem af er árinu og nam 23,1 milljörðum dala á tímabilinu frá jan- úar til nóvember, jafnvirði um 2.700 milljarða króna. ai@mbl.is EPA Skvetta Ung stúlka fær blessun í athöfn að Yoruba-sið til heiðurs sjávargyðjunni Iemanja, á ströndinni Copacab- ana í Ríó. Hvort Iemanja getur verndað fólk gegn skattahækkunum stjórnvalda fylgir ekki sögunni. Brasilía hækkar skatt á kortafærslur erlendis  Gert til að heima- menn noti peningana frekar innanlands fimmtudag, og var það fimmtug- asta met ársins, 16.479,88 stig við lokun. Sömuleiðis fór S&P 500 í methæðir með fertugasta og fjórða meti ársins, 1.842,02 stig við lokun. Febrúargull hækkaði um 0,1% á föstudag og endaði í 1.214 dölum á únsuna. Hækkaði gull um 0,9% yf- ir vikuna. Marssamningar á silfri hækkuðu um 0,7% á síðasta degi vikunnar og endaði silfurúnsan í 20,05 dölum. Hækkun silfursins yf- ir vikuna nam 3%. Hráolía með afhendingu í febr- úar hækkaði um 0,8% á föstudag og endaði vikuna 1% hærra. ai@mbl.is Helstu vísitölur á hlutabréfamark- aðinum vestanhafs slógu ný met í vikunni sem leið. Þrátt fyrir lækk- un á föstudag hækkuðu vísitölurn- ar yfir vikuna. Þannig lækkaði Dow Jones vísitalan í fyrsta skipti í sex daga og veiktist um brot af prósenti en endaði vikuna 1,6% sterkari. S&P 500 vísitalan veiktist sömu- leiðis um brot af prósenti en hækkaði um 1,3% yfir vikuna. Nasdaq Composite-vísitalan lækk- aði um 0,3% á föstudag en styrkt- ist um 1,3% yfir vikuna, að því er MarketWatch greinir frá. Dow-vísitalan náði nýju meti á AFP Hátíð Vegfarendur á gangi eftir Wall Street í New York, þar sem NYSE er til húsa. Gatan er í jólaskrúða og uppgangur á mörkuðum undanfarið. Bandarísk hluta- bréf hækka aðra vikuna í röð  Gull og silfur hækkaði sömuleiðis Bandaríska fjármálaeftirlitsstofn- unin Finra (Financial Industry Regulatory Authority) hefur ákveðið að sekta Barclays-banka um 3,75 milljónir dala, jafnvirði um 3,6 milljarða króna, fyrir ófull- nægjandi geymslu gagna. Finra segir að á tímabilinu 2002-2012 hafi Barclays vanrækt að geyma á viðunandi hátt rafræn gögn á borð við tölvupóst, smá- skilaboð, reikningsupplýsingar og viðskiptastaðfestingar. Finra ger- ir þá kröfu að rafræn gögn séu geymd með þeim hætti að ekki sé hægt að breyta þeim eða eyða. Guardian greinir frá að Barlays hafi hvorki játað né neitað sök en hafi fallist á aðfinnslur Finra. ai@mbl.is AFP Greiðsla Höfuðstöðvar Barclays í Canary Wharf í Lundúnum. Barclays sektað fyrir slæma vörslu bankagagna Franska sjónvarpsmálastofnunin CSA (fr. Conseil supérieur de l‘au- diovisuel), sem annast regluverk franska fjölmiðlageirans, leggur til að skattur verði lagður á vefi á borð við YouTube til að styðja framleiðslu franskra kvikmynda og sjónvarps- þátta. Fréttaveita Bloomberg greinir frá því að í Frakklandi er þegar lagður svokallaður „menningarskattur“ á leikhús, sjónvarpsstöðvar og fyrir- tæki sem selja netaðgang. Skilar skatturinn í dag 1,3 milljörðum evra, um 207 milljörðum króna, í ríkissjóð. CSA hefur komist á þá skoðun að vefir á borð við YouTube flokkist í reynd sem svk. VOD-þjónusta (e. video on demand) og eigi því að bera skatt í samræmi við það. Tillögur CSA myndu einnig ná til vinsælla vefsíðna eins og DailyMotion og jafn- vel samfélagsvefja á borð við Face- book að því marki sem þeir skaffa af- þreyingarefni á hreyfimyndaformi. Fyrr á árinu rötuðu í umræðuna hugmyndir franskra stjórnvalda um að skattleggja sérstaklega snjall- síma, spjaldtölvur og önnur raftæki til að afla fjármuna fyrir menning- argeirann. Lagði menningarmála- ráðuneytið til í maí að lagður yrði á þessi tæki 1% skattur sem samtals myndi afla ríkinu 86 milljóna evra, jafnvirði 13,7 milljarða króna. ai@m- bl.is Frakkar vilja skattleggja YouTube Morgunblaðið/Rósa Braga Evrur Vinsælar síður gætu þurft að bera menningarskatt í Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.