Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2013 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is Kanarí 99.900 Frá kr. 14. janúar í 15 nætur B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn kr. 99.900 á Dorotea í íbúð m/2 svefnherbergjum. 2 fullorðnir í íbúð m/2 svefnherbergjum á 134.900 á Dorotea. Sértilboð 14. janúar í 15 nætur. Einnig í boði gisting á Los Tilos, verð m.v. 2 fullorðna kr. 119.900. Sértilboð 15. janúar í 13 nætur. Sjá aðra gistimöguleika og tilboð á heimsferdir.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Stöðugur vöxtur í ferðaþjónustu hef- ur víða áhrif í þjóðfélaginu, en hvert gistiheimilið og hótelið af öðru hefur opnað eða verið endurbætt á síðustu árum. Allt þetta gistirými kallar á ný rúm og á þeim vettvangi hafa verk- efni RB-rúma verið ærin og vaxandi með hverju árinu. Áætla má að yfir sjö þúsund rúm hafi verið smíðuð hjá þessu hafnfirska fyrirtæki í ár og hátt í fimm þúsund þeirra hafi farið í gistihús á höfuðborgar- svæðinu og víða á landsbyggðinni. Birna Ragnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri RB-rúma, segir að sem betur fer sé fyrirtækið með nokkuð stóran bita af kökunni á þessum markaði og hátt í 70% af framleiðslu fyrirtækisins í ár fari í uppbyggingu í ferðaþjónustunni. „Þetta hefur verið líflegt í ár og síð- astliðið vor var mikil törn þegar mörg hótel voru að hefja starfsemi,“ segir Birna. „Við eigum viðskiptavini um allt land og ekki síst á Suður- og Suð- austurlandi, þar sem öflug uppbygg- ing hefur átt sér stað. Þegar ég sá bæjarnöfnin á leiðinni austur til Hornafjarðar í sumar kom mér skemmtilega á óvart hversu víða við áttum viðskiptavini, þetta var eins og að hitta gamla kunningja.“ 70 ára gamalt fyrirtæki RB-rúm, eða Ragnar Björnsson ehf., er 70 ára gamalt fyrirtæki. Þar starfa nú 15 manns og hefur fjöldinn verið nokkuð stöðugur síðustu ár. Að sögn Birnu er fyrirtækið hið eina hér á landi sem framleiðir rúm frá grunni, þ.e. grindur, dýnur, gafla, dýnuhlífar, lök og aðra fylgihluti. Birna segir að áður hafi oft verið mest að gera í kringum jól og páska. „Nú er framleiðslan orðin stöðug allt árið og vaxtarbroddurinn er í ferðaþjónustunni. Sem betur fer virðist ekkert lát vera á,“ segir Birna. Hún segir fyrirtækið vera vel samkeppnisfært við erlenda aðila. Rúm Viðskiptavinir eru um allt land og margir í ferðaþjónustunni. Fleiri RB-rúm með fjölgun gistirýma „Það viðraði frekar illa til taln- ingar víðast hvar um land um helgina og var það fyrst og fremst á Suðvesturlandi að menn náðu að telja að einhverju ráði,“ segir Guðmundur A. Guðmundsson. „Talningin ræðst að miklu leyti af færðinni og það var ein- mitt vandamálið á Norð- ur- og Austurlandi núna um helgina.“ Verið getur að talningu á landsbyggðinni verði frestað fram í næstu viku, en niðurstöðurnar verða teknar saman fljótlega eftir áramót. Viðraði illa til talningar SLÆM FÆRÐ VÍÐA Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Í yfir fimmtíu ár hefur Skúli Gunn- arsson fuglaáhugamaður tekið þátt í árlegri vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Talningin fór fram nú um helgina og lét Skúli sig að sjálfsögðu ekki vanta, en hann slóst í för með syni sínum, Sindra Skúlasyni, og vini þeirra, Sveini Jónssyni. „Ég rölti nú bara með að gamni mínu,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. „Ég byrjaði að telja austur á Seyðisfirði á sínum tíma og taldi þar í tvö ár og hef síðan talið hér í Reykjavík í yfir fimmtíu ár.“ Taln- ingarmönnum er úthlutað ákveðið svæði og segir Skúli að hann hafi ávallt talið á sama svæðinu, frá mynni Grafarvogs og vestur í Örfir- isey. Aðspurður segir Skúli að hann hafi alltaf verið mikill fuglaáhuga- maður. „Þetta er eins og með aðra útiveru að maður þráir fjöllin ef maður þekkir þau, án þess að geta endilega útskýrt hvers vegna,“ seg- ir hann. „Ég held að það sé svipað með þennan fuglaáhuga.“ Hann segir að þeir feðgar hafi í ár séð yfir þrjátíu fuglategundir. „Margt af því er manni kunnugt um en ég held að ég hafi aldrei séð svartþröst á þessu svæði áður.“ Vel viðraði til fuglatalningar á höfuðborgarsvæðinu á laugardag- inn, að sögn Skúla, en miklu skiptir að veðrið sé gott þegar telja á fugla. „Og í veðri eins og um helgina eru góðar heimtur,“ nefnir hann. Þá bendir hann á að sjónaukarnir, sem Sindri og Sveinn nota, séu miklum mun öfl- ugri en hann notaði hér áður fyrr. Guðmundur A. Guðmundsson, einn umsjónarmanna talning- arinnar, segir að það sé föst regla að telja vetrarfugla milli jóla og nýárs. Markmiðið sé að kanna hvaða fuglategundir dvelja hér að vetrarlagi, meta hversu al- gengir fuglarnir eru og í hvaða landshlutum þeir halda sig. Upp- lýsingarnar nýtist einnig til að fylgjast með langtímabreytingum á stofnum margra tegunda. Morgunblaðið/Ómar Áhugasamir Sveinn Jónsson og feðgarnir Sindri Skúlason og Skúli Gunnarsson töldu fugla í Reykjavík um helgina. Hefur talið fugla í meira en hálfa öld  Hin árlega vetrarfuglatalning fór fram um helgina BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og utanríkisráðherra í síðustu ríkisstjórn, telur að enginn einn þáttur hafi orðið stjórninni að „jafn digru fótakefli“ í síðustu kosn- ingum og að hún skyldi ekki í kjölfar dómsins um Árna Páls-lögin ná niður- stöðu um aðgerðir í þágu heimila með verðtryggðar skuldir. „Frá upphafi var einn ráðherra þeirrar skoðunar að það ætti að fara í almenna skuldaniðurfærslu. Ög- mundur Jónasson tjáði það opinber- lega og margoft í greinum. Eftir gengislánadóminn í febrúar 2012 var mjög almenn krafa um það innan míns flokks, þ.á m.í þingflokki Sam- fylkingarinnar, að líkna yrði þeim hópi sem hafði stökkbreyttar verð- tryggðar skuldir á sínum herðum. Á þeim tíma hafði hópur þing- manna Samfylkingar undir forystu Helga Hjörvar – Skúli Helgason og Björgvin G. Sigurðsson voru í þeim hópi – lagt fram mótaðar hugmyndir. Helgi sótti fast að fá málið til sín í efnahags- og skattanefnd, og eftir ítarlega umræðu í þingflokknum var hann studdur af þorra þingmanna okkar. Það varð niðurstaða í þing- flokknum að veita Helga forsjá um úrlausn málsins með því að láta hana í hendur efnahags- og skattanefnd þar sem hann var formaður og vinna í anda fyrrnefndra hugmynda. Það gekk svo til baka vegna andstöðu sem kom upp í báðum stjórnarflokkum,“ segir Össur í samtali við Morgunblað- ið, en hann vill ekki nefna nöfn. Ekki vilji hjá ríkisstjórninni „Það leið skammur tími þangað til það kom fram að þungavigt beggja flokkanna í ríkisfjármálum óttaðist að ríkissjóður gæti ekki staðið undir kostnaðinum, þó að hugmyndirnar væru langt frá ýtrustu hugmyndum Framsóknar. Málið var sett í annan farveg, sem ég hef áður opinberlega túlkað sem leið til að svæfa það. Þegar lengra vatt fram, þegar kom fram á þetta ár, voru ýmsir þeirrar skoðunar í Samfylkingunni að nýta ætti það svigrúm sem skapast myndi úr viður- eign við kröfuhafa, til að færa niður skuldir. Það hlaut ekki nægan hljóm- grunn í þingflokki Samfylkingarinnar og menn voru vantrúaðir á að það yrði yfirleitt hægt að skapa svigrúmið fræga. Þetta var ítarlega rætt og textar lagðir fram um það í hópi for- ystumanna. Sjálfur sagði ég opinber- lega í kosningabaráttunni sl. vor – og lýsti því einnig yfir í grein – að ég teldi að fara ætti niðurfærsluleið sem mið- aðist fyrst og fremst við þá sem verst urðu úti, þá sem Helgi Hjörvar hafði skilgreint sem hópinn sem keypti fasteign á árunum 2004 til 2008. Upphæðin sem ég nefndi að ætti að lækka skuldir um var svipuð og nú- verandi ríkisstjórn tók svo ákvörðun um, eða 140 milljarðar,“ segir Össur sem kvaðst vegna efasemda um að svigrúmið yrði hægt að sækja hafa lagt til í greininni að fjármagnið yrði sótt í afnám skattaundanþágu á slita- stjórnir fjármálafyrirtækja og með skatti á arð bankanna. „Það hljómar kunnuglega í dag,“ sagði Össur. Forystumenn lögðust gegn niðurfærslum  Fyrrverandi utanríkisráðherra lýsir ágreiningi innan síðustu ríkisstjórnar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stórmál Skuldamál heimila voru í brennidepli í síðustu kosningum. Áhrif gengislána » Hæstiréttur dæmdi gengis- tryggð lán ólögleg í júní 2010 og fylgdu Árna Páls-lögin í kjöl- farið í desember 2010. » Í febrúar 2012 dæmdi Hæstiréttur að miða skyldi við lægstu óverðtryggðu vexti SÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.