Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2013 Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Félagar í Félagi skipstjórnarmanna Fundur í Félagi skipstjórnarmanna verður haldinn að Háteigi A, sal á 4. hæð Grand Hótels, Reykjavík, mánudaginn 30. desember kl. 14.00. Kjaramál. Léttar veitingar. Stjórnin. Félagsstarf eldri borgara                                !"#     $ % $ #   $    $   &   $               '  % ( ) *   +,) -    .    % " $  / 0  1%    + "  ,   % (  *  2 "* 3* ) $   4 !  "#"$  56 $      ), %  #&"       ,     %&  1   #   4     ,    #   %    !   % '      7   +       #   + 8 .   , 8     , Smáauglýsingar 569 1100 Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Til sölu Útsala - Útsala - Útsala Úrval af handskornum kristals- glösum. Matarósin, halastjarnan og fleiri gerðir. – Handskornir tré- munir og kristalsljósakrónur. Gjafavara á góðu verði. Slóvak Kristall, Dalvegi 16 b, 201 Kópavogi, s. 544 4333. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is s. 551-6488. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bílaþjónusta Hjólbarðar Matador vörubíladekk – Tilboð 385/65 R 22.5 kr. 78.088 + vsk. 295/80 R 22.5 kr 76.016 + vsk. 275/70 R 22.5 kr. 66.215 + vsk. 11 R 22.5 kr. 36.900 + vsk. 12 R 22.5 kr. 39.500 + vsk. 265/70 R 19.5 44.500 + vsk. 285/70 R 19.5 47.000 + vsk. 40 feta notaðir gámar til sölu Kaldasel ehf., dekkjaverkastæði, Dalvegi 16 b, 201 Kópavogi, símar 544 4333 og 820 1070. Matador vetrar- og heilsársdekk, tilboð 175/65 R 14 kr. 10.900 195/65 R 15 kr. 12.900 195/70 R 15 C kr. 17.900 235/70 R 16 XL MP 92 kr. 26.900 245/70 R 16 MP 92 kr. 27.700 265/70 R 16 MP 92 kr. 29.900 235/65 R 17 XL MP 92 kr. 31.300 235/60 R 18 XL MP 91 kr. 32.900 Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b, 201 Kópavogi, s. 544 4333. kaldasel@islandia.is Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Húsviðhald ✝ Guðbjörg Guð-jónsdóttir fæddist í Reykja- vík þann 22.8. 1928. Hún lést að Droplaugarstöðum þann 8.12. 2013. Foreldrar Guð- bjargar voru þau Guðleif Guðmund- ína Oddsdóttir, f. 2.2. 1904, d. 1.2. 1930. og Guðjón Júlíusson, f. 17.10. 1899, d. 25.6. 1968. Fósturmóðir Guð- bjargar og síðari eiginkona Guðjóns var Marta Elínborg Guðbrandsdóttir, f. 8.1. 1900, d. 5.12. 1995. Bræður sam- feðra: Sigurður Guðjónsson, f. 5.11. 1941, d. 4.6. 1942, Guð- laugur Guðjónsson, f. 19.8. 1943, d. 4.4. 1944 og Guð- brandur Guðmann Guðjónsson, f. 10.9. 1935, d. 9.12. 1999. Guðbjörg giftist þann 15.5. 1949 Einari Hafsteini Hjart- f. 19.9. 1957, maki Rúnar Hall- dór Hermannsson, f. 16.6.1959. Börn: 1. Guðjón Valur Sig- urðsson, maki Guðbjörg Þóra Þorsteinsdóttir, þau eiga 3 börn 2. Guðbjörg Lára Rúnars- dóttir, maki Björgvin Þór Hólmgeirsson, þau eiga 1 son. Guðbjörg gekk í gagnfræða- skóla Austurbæjar og síðan í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Hún stundaði fimleika í mörg ár og var í sýningarflokki Ár- manns sem sýndi fimleika víða um land og fór m.a. í sýning- arferð til Finnlands 1947. Guðbjörg starfaði m.a. við verslunarstörf, smurbrauðs- gerð og síðan við umönn- unarstörf, þ. á m. á Droplaug- arstöðum frá opnun heimilisins árið 1982 til ársins 1994. Mörg sumur vann hún í sumarbúðum KFUM og K í Ölveri. Guðbjörg var trúuð kona og var í KFUK frá barnsaldri. Hún var listræn og sótti námskeið í myndlist og hélt meðal annars tvær einkasýningar. Hún var virk í starfi Húsmæðrafélags Reykja- víkur. Útför Guðbjargar verð- ur gerð frá Háteigskirkju 30. desember 2013 og hefst at- höfnin kl. 13. arsyni, rannsókn- arfulltrúa hjá skattrann- sóknastjóra, f. 2.5. 1925, d. 28.1. 1995. Þau bjuggu nánast allan sinn hjúskap í Einholti 7, Rvk. Börn þeirra eru Margrét G. Ein- arsdóttir f. 30.11.1952, maki Baldur Þ. Jón- asson. f. 26.8. 1948. d. 31.5. 2013. Börn: 1. Einar Ólafur Guð- mundsson, f. 18.11.1970, maki Sigrún Erna Guðjónsdóttir, f. 17.7.1975, þau eiga samtals 4 börn. 2. Erla Guðmundsdóttir, á einn son. Stjúpbörn: Einar Baldursson, Þórhallur Bald- ursson, maki Hulda Jónsdóttir og eiga þau 3 börn og Sigurjón Baldursson, maki Sigurrós Jónsdóttir. Þau eiga samtals 4 börn. Guðrún Ína Einarsdóttir, Æskuglaða gengum slóð, geymum minning bjarta. Okkar stærsta gjöf var góð, göfugt móðurhjarta. (Baldur Jónasson.) Þessa fallegu vísu orti Bald- ur fyrir okkur til mömmu, og segir svo margt um hvað hún var okkur góð. Hún var fyr- irmynd okkar hvernig koma skal fram við náungann, því ef mamma var „fræg“ fyrir eitt- hvað þá var það manngæska. Aldrei talaði hún illa um nokk- urn mann, sá bara jákvæðar hliðar á fólki. Allar okkar minn- ingar um mömmu eru umvefj- andi hlýja og væntumþykja. Við áttum notalegt og öruggt heim- ili hjá mömmu og pabba, en pabbi var oft fjarverandi vegna vinnu sinnar eða áhugamála. Minnisstæð eru „kósíkvöldin“ hjá okkur, þá prjónuðum við, lituðum og hlustuðum á fram- haldsleikrit þar sem ekkert sjónvarp var á fimmtudögum og það var keypt Malta og Mir- anda. Það skipti mömmu miklu máli að vera til staðar fyrir okkur. Við áttuðum okkur snemma á því að fjölskyldan hafði upplifað mikla sorg þegar tveir bræður mömmu létust að- eins nokkurra mánaða gamlir árin 1942 og 1944. Mamma var unglingur þegar það gerðist og höfum við áttað okkur á því hve mikið áfall það var fyrir óharðnaðan ungling að upplifa slíkt. Einnig lést móðir mömmu þegar hún var aðeins eins og hálfs árs. Þessir atburðir höfðu mikil áhrif á hana alla tíð, en góð samskipti við móðurfólk hennar voru henni dýrmæt. Náið samband var milli hennar og Badda, elsta bróður hennar, en hann lést 1999. Mamma var okkur óendanleg góð, fylgdist vel með öllum og var umhugað um velferð fjöl- skyldunnar. Það var svo gott að geta beðið mömmu að biðja fyr- ir okkur þegar eitthvað bjátaði á. Hún fylgdist vel með stórum sem smáum og allir gátu komið til hennar með sín vandamál, hún hlustaði og gaf góð ráð. Ef við systur vorum að þræta, sem kom nú ekki oft fyrir, þá var það versta sem hún gat sagt „ég flyt bara á eyðieyju“. Hún var ákaflega hláturmild og hafði létta lund. Fræg eru hlátursköstin sem við mæðgur fengum t.d. þegar hún horfði á Chaplin-mynd í sjónvarpinu þá hringdi hún í aðra hvora okkar og svo var bara hlegið í símann, hvorki sagt hæ né bæ bara hlegið … dásamlegt. Við söknum mömmu, síðasta ár hefur verið erfitt þar sem Baldur okkar féll frá í lok maí og nú mamma. Við höfum síð- ustu daga oft verið á leiðinni upp á Dropa til hennar, það er svo tómlegt að hafa hana ekki í lífi okkar lengur en við getum verið þakklátar fyrir okkar tíma saman og vitum að hún var tilbúin því hún trúði því að loks myndi hún hitta allt sitt fólk sem farið var. Það var góð- ur tími sem fjölskyldan, þau okkar sem búa hérlendis, áttum saman síðustu dagana hennar mömmu. Við nánast fluttum upp á Dropa og fórum ekki frá henni fyrr en yfir lauk. Það gæti hafa þótt undarlegt að heyra hlátrasköll úr herbergi mömmu þar sem hún lá bana- leguna, en hún sjálf hafði húm- or alveg til síðustu stundar, við grétum, hlógum, þögðum, sváf- um og töluðum saman vitandi að mamma vissi af okkur og við héldum í hlýju höndina á henni allt þar til yfir lauk. Við þökkum mömmu af alhug fyrir allt og allt. Þínar Margrét og Guðrún Ína. Í dag kveð ég tengdamóður mína, Guðbjörgu Guðjónsdótt- ur. Ég hef átt samleið með henni í tæp 30 ár, en árið 1986 kynntumst við Guðrún dóttir hennar og fann ég frá fyrstu tíð velvilja og hlýju frá þessari góðu konu. Ég á margar góðar minningar sem rifjast upp við leiðarlok. Guðbjörg var glöð kona, sem alltaf sá það jákvæða í öllum í kringum sig, talaði vel til allra með sinni hlýju rödd, sem var svo gott að hlusta á. Hún var trúuð, og fengum við öll að njóta þess. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þessari góðu konu, hún gerði mig að betri manni. Með þökk fyrir allt. Guð geymi þig. Rúnar. Elsku amma okkar góða. Það sem stendur upp úr í minningu okkar um þig er góðmennska þín, þinn einlægi húmor, já- kvæðni og þitt einstaka lífs- viðhorf sem kenndi okkur svo margt. Þegar við rifjum upp þær æskuminningar sem við eigum um þig er okkur ofarlega í huga þegar við náðum fimm ára aldri og fengum að fara með þér í sumarbúðir KFUM og K í Ölver á undanþágu, einu ári fyrr en leyfilegt var, og fannst okkur við þá vera stórar og merkilegar. Við vorum á sér- samningi og fengum að ráfa inn í eldhús og gista í sama her- bergi og þú. Einnig eru okkur minnis- stæðar stundirnar sem þú eyddir með okkur í að spila á píanóið og leyfa okkur að glamra með. Uppáhaldið okkar var að spila fjórhent á píanóið með þér og spila og syngja „Ó Jesú bróðir besti“. Við getum ekki lýst því með orðum hvað við söknum þín. Það er svo tómlegt að geta ekki komið við hjá þér uppi á Dropa til að spjalla, fá góð ráð, punta þig upp og knúsa þig. Þegar við vorum búnar að eiga stund með þér leið manni svo vel og við vissum um hvað lífið snerist. Við kveðjum þig með söknuð í hjartanu en einnig gleði um góðar minningar. Þangað til næst. Þínar Guðbjörg Lára og Margrét Edda. Eins og skínandi ljós, eins og ljúfasta rós er Guðs lífsorð á braut vorri hér. Hver fær útmálað slíkt, hversu unaðarríkt hann að elska og tilbiðja er? (Sveinbjörn Sveinsson) Þegar fyrsti keimur jólanna berst að vitum okkar leggur Guðbjörg lífshurð sína að stöf- um. Þakklæti er mér í hug og hjarta er ég kveð þá vænstu konu sem ég hef hitt á lífsleið- inni. Það var mín gæfa að kynnast henni ung og eiga vin- áttu hennar og trúnað. Heimili þeirra Einars var notalegt og þar kom hún fram við mig eins og drottningu, gekk með mig milli allra í spila- klúbbnum og kynnti fyrir hverjum og einum. Gaf mér alltaf eitthvað gott að borða og vildi að mér liði sem best með- an ég var í heimsókn. Hún var engill í mannsmynd, fórnaði kröftum sínum í þágu sjúkra og bágstaddra sem og í sumarbúð- um KFUK í Ölveri, allt í sjálf- boðavinnu. Hún sagði mér að hún legði alltaf öll sín mál að fótum Jesú, því hann myndi vel fyrir sjá. Guðbjörg er í svo mörgu mín fyrirmynd og minn- ingarnar eru margar og dýr- mætar. Ein slík er frá ham- ingjudegi í ágúst á 85 ára afmæli hennar og í haust heim- sótti ég hana með mín áhyggju- efni sem hún lagði allan sinn bænahita og kraft í og það var eins og við manninn mælt að upp lukust dyr og öll mín áhyggjuefni leystust og fengu farsælan endi. Það eru forrétt- indi að eiga slíka vini, það er þessi vinátta, sem þarf ekki sína sönnun upp á hvern dag, en er og á alltaf meira en nóg inni, þegar til hennar tekur. Sé það svo að góðar og guð- hræddar sálir eigi von í vænum landspildum í himnaríki þá hafa miklar lendur verið Guðbjargar þegar hún kom þar inn því svo góð manneskja var hún að aldr- ei heyrði ég hana leggja styggðaryrði til nokkurs lífs og trú hennar var öllum einlæg og gjafmild. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning Guð- bjargar Guðjónsdóttur. Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir (Gústa í Stórholtinu). Guðbjörg Guðjónsdóttir HINSTA KVEÐJA Til elsku ömmu. Lengi geymist ljúf í sinni lítil stund úr fortíðinni lýsir bæði úti og inni yndi veitir langa tíð, amma þú varst góð og blíð. Það við getum sagt með sanni, sæl var stund í þínum ranni þess við minnumst ár og síð. (Baldur Jónasson.) Minning þín lifir með okkur. Einar Ólafur, Erla og Guðjón Valur. Guðrún Ína Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.