Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Einar Falur
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2013
Verði fjárlagafrumvarp ríkisstjórn-
arinnar samþykkt óbreytt mun ný-
stofnaður hönnunarsjóður hljóta
sömu örlög og myndlistarsjóður.
Ekki er gert ráð fyrir framlagi til
hans á næsta ári.
„Ef þetta verður, sem ég trúi ekki
ennþá, verður hönnunargreinunum
ýtt mörg ár aftur,“ segir Halla
Helgadóttir, framkvæmdastjóri
Hönnunarmiðstöðvar Íslands. „Við
erum yngsta greinin í hópi hinna
skapandi greina í landinu ásamt
tölvugeiranum. Hönnunarmiðstöð
varð til 2008. Við höfum staðið fyrir
mikilli stefnumótun í samvinnu við
ríkisvaldið og unnið að uppbyggingu
á þessu sviði. Einn helsti árangurinn
var stofnun þessa hönnunarsjóðs
sem jók aðgang hönnuða og fyrir-
tækja á sviði hönnunar að fjármagni
en þar kreppir skórinn verulega.“
Tvö hundruð umsóknir
Þegar úthlutað var í fyrsta sinn úr
sjóðnum á þessu ári, samtals 41
milljón króna, bárust rúmlega tvö
hundruð umsóknir. Að sögn Höllu
hefði verið hægt að úthluta tíu sinn-
um hærri upphæð. Við úthlutun var
áhersla lögð á fagmennsku og fjöl-
breytni. Að féð nýttist greininni sem
allra best og yrði henni til fram-
dráttar á sem flestum sviðum.
Að dómi Höllu er hönnunarsjóður
fjárfesting í atvinnusköpun til lengri
tíma og 40 milljónir í raun litlir pen-
ingar. Nær hefði verið að setja 200
milljónir á ári í verkefnið. „Það er
vond nýting á ríkisfé að eyðileggja
þetta ferli sem stofnað hefur verið
til. Undirbúningur og vinnubrögð
hafa verið með þeim hætti að allar
líkur eru á því að fjármagnið sem
sett er í sjóðinn skili sér margfalt til
baka. Fyrir vikið trúi ég ekki öðru
en að mönnum snúist hugur á loka-
metrunum.“
Hefur víða áhrif
Að sögn Höllu er fólk smám saman
að átta sig á því hversu mikil áhrif
hönnun getur haft í samfélaginu,
ekki bara í nýsköpun heldur líka í
gömlum og rótgrónum atvinnugrein-
um. „Flest lönd sem við berum okk-
ur saman við eru farin að líta á hönn-
un sem eitt helsta samkeppnistækið
sem skilið getur milli feigs og ófeigs
í viðskiptum.“
Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri
Hönnunarmiðstöðvar Íslands.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Skilur milli
feigs og
ófeigs
Hlutverk myndlistarsjóðs er
að efla íslenska myndlist
með fjárhagslegum stuðningi
og kostun verkefna sem falla
undir hlutverk og starfsemi
myndlistarráðs samkvæmt
myndlistarlögum.
Myndlistarsjóði er ætlað
að stuðla að framgangi list-
sköpunar, kynningu og auk-
inni þekkingu á íslenskri
myndlist hérlendis sem er-
lendis. Sjóðurinn veitir verk-
efnastyrki sem ætlaðir eru
til að auðvelda framkvæmd
verkefna á sviði listsköpunar
og listrannsókna, allt að 3
milljónir króna. Jafnframt
veitir sjóðurinn styrki til
undirbúnings verkefna sem
falla undir starfssvið sjóðs-
ins, allt að 500 þúsund krón-
ur.
Þar sem ekkert fé verður
veitt til sjóðsins á næsta ári
mun hann ekki geta rækt
lögbundið hlutverk sitt, að
sögn Hrafnhildar. „Sjóðurinn
er ekki lagður
formlega niður
en hann er
gerður
óstarf-
hæfur.“
M
ennta- og menn-
ingarmálaráðu-
neyti hóf gerð
myndlistarlaga
árið 2007 og áttu
þau að líta dagsins ljós ári síðar.
Inni í þeim lögum voru hugmyndir
um nýtt ráð, myndlistarráð og sjóð
því tengdan. Vegna efnahagshruns-
ins dróst framkvæmdin og lögin
voru ekki samþykkt fyrr en á síð-
asta ári. Myndlistarsjóður fékk því
sína fyrstu fjárveitingu á þessu ári,
samtals 45 milljónir króna sem út-
hlutað er í tvennu lagi. Fyrri helm-
ingnum var úthlutað síðastliðið
haust og þá fengu tæplega þrjátíu
aðilar styrki. Umsóknarfrestur
vegna seinni hlutans rann út í byrj-
un þessa mánaðar og til stendur að
úthluta styrkjum fyrir áramót.
Þar með lýkur myndlistarsjóður
að óbreyttu störfum en samkvæmt
fjárlögum fyrir árið 2014 er ekki
gert ráð fyrir neinu framlagi til
sjóðsins.
Beðið árum saman
„Þetta er gífurlegt bakslag,“ segir
Hrafnhildur Sigurðardóttir, formað-
ur Sambands íslenskra myndlist-
armanna, SÍM. „Við höfðum beðið
árum saman eftir þessum sjóði en
sjóðir af þessu tagi hafa tíðkast víða
í samfélaginu, ekki síst í rannsókna-
og fræðasamfélaginu. Núna þegar
sjóðurinn er loksins kominn í gagnið
erum við svo óheppin að hann var
settur inn á fjárfestingaáætlun ríkis-
stjórnarinnar í staðinn fyrir að vera
settur beint á fasta fjárliði. Þau rök
eru nú notuð til að þurrka sjóðinn
út. Rökin voru alltaf þau að öllu
sem viðkom fjárfestingaáætlun
hefði verið ýtt út af borðinu,
en nú hefur það sýnt sig að
það er bara „næstum“ allt.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neyti heldur sínum liðum inni og
sumir fá talsvert meira, Vegagerðin
fær um 700 milljónum meira sem er
einmitt sama upphæð og skorin er
niður í skapandi greinun. Tilviljun?
Hjá mennta- og menningarráðu-
neyti er útflutningssjóður tónlistar-
manna kominn inn aftur úr kuld-
anum og er það vel. Eftir standa
myndlistarsjóður og hönnunarsjóður
– einu sjóðirnir sem enn standa á
núlli. Er það tilviljun að þar eru
kvenmenn í meirihluta þeirra sem
enn standa úti í kuldanum? Í Sam-
bandi íslenskra myndlistarmanna
eru 700 listamenn og 79% þeirra
eru konur.“
Hrafnhildur segir myndlistar-
menn upp til hópa mjög ánægða
með sjóðinn og fjölmargar umsóknir
hafi borist. Hlutverk sjóðsins er að
styrkja ákveðin verkefni og sem
dæmi um verkefni sem hefðu varla
orðið að veruleika án aðkomu hans
nefnir Hrafnhildur sýningu Krist-
ínar Gunnlaugsdóttur sem nú stend-
ur yfir í Listasafni Íslands. „Án
þessa styrks hefði Kristín ekki get-
að sett sýninguna upp. Það er nefni-
lega svo skrýtið að listamönnum eru
ekki greidd laun fyrir að taka þátt í
sýningum í opinberum stofnunum.
Allir aðrir sem koma að sýning-
unum fá greitt. Myndlistarsjóður er
því kærkomið haldreipi fyrir þá sem
eru að fara að sýna í stærstu sölum
landsins.“
Önnur hlið er á málinu. Til að
eiga möguleika á erlendum styrkj-
um vegna allskyns verkefna þurfa
myndlistarmenn oftar en ekki að
sýna fram á mótframlag að heiman.
Myndlistarsjóður opnaði þannig
stóran glugga út í heim. „Þetta
snýst með öðrum orðum ekki bara
um þessar 45 milljónir króna sem
myndlistarsjóður hafði til ráðstöf-
unar. Margfeldisáhrifin eru mikil. Í
þeim skilningi eru þetta tvö skref
aftur á bak,“ segir Hrafnhildur.
Hart hefur verið í ári hjá íslensk-
um listamönnum eftir hrun. „Fólk
hefur verið að lifa á sparnaðinum í
þeirri von að til rofi en það hefur
ekki gerst. Það að leggja myndlist-
arsjóð niður með þessum hætti er
ekkert annað en kjaraskerðing fyrir
myndlistarmenn. Það er örvænting í
fólki eftir þessi tíðindi,“ segir
Hrafnhildur.
Það er ekki bara hrunið, mál-
verkafölsunarmálið kom líka hart
niður á íslenskri myndlist. „Það lok-
aði að miklu leyti fyrir þann mögu-
leika að nota íslenska myndlist sem
fjárfestingu. Gömlu meistararnir
fara að vísu eitthvað en það nýtist
ekki hinum lifandi listamanni.
Myndverk í dag eru heldur ekki sú
söluvara sem þau voru áður fyrr.“
Heldur enn í vonina
Fjárlögin eru ennþá til meðferðar í
þinginu og á meðan svo er heldur
Hrafnhildur í vonina. Að myndlist-
arsjóði verði þyrmt. „Það er daga-
munur á mér. Fyrr í vikunni var ég
býsna bjartsýn en nú er maður far-
inn að heyra orðróm um að skera
eigi enn frekar niður við aðra um-
ræðu í þinginu. Ég trúi því ekki
fyrr en á tekur. Það er löngu búið
að reikna út að fyrir hverja krónu
sem sett er í skapandi greinar koma
tvær til fimm til baka. Ég hvet Al-
þingi til að hafa það í huga við loka-
afgreiðslu málsins. Það er undarleg
forgangsröðun að byrja alltaf að
skera niður í menningu, eins og nú
er gert við myndlistar- og hönn-
unarsjóð. Að ekki sé talað um Rík-
isútvarpið. Ég byrja nú ekki einu
sinni á að stinga á því kýli.“
Kristín Gunnlaugsdóttir fékk styrk úr myndlistarsjóði vegna sýningar sinnar í Listasafni Íslands.
„Gífurlegt bakslag fyrir
íslenskt myndlistarlíf“
EFTIR TVÆR ÚTHLUTANIR ER MYNDLISTARSJÓÐUR ÓSTARFHÆFUR ÞAR SEM EKKERT FÉ VERÐUR VEITT TIL SJÓÐSINS Á
FJÁRLÖGUM NÆSTA ÁRS. FORMAÐUR SAMBANDS ÍSLENSKRA MYNDLISTARMANNA HARMAR ÞESSA NIÐURSTÖÐU ENDA
HAFI SJÓÐURINN VERIÐ VÍTAMÍNSPRAUTA FYRIR ÍSLENSKA MYNDLIST SEM ÁTT HEFUR ERFITT UPPDRÁTTAR FRÁ HRUNI.
GERÐUR
ÓSTARFHÆFUR
Hrafnhildur
Sigurðardóttir
* „Þar sem náttúrunni sleppir tekur listin við.“Rússnesk-franski listamaðurinn Marc Chagall.ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is