Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 38
*Föt og fylgihlutir Í herrafataversluninni JÖR á Laugaveginum hefur nú verið komið fyrir sérstakri kvenfatadeild »41
Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum?
Afslöppuðum. Upp á síðkastið hef ég verið mjög hlynnt svörtum galla-
buxum og stuttermabol. Ég er farin að bæta þeirri flík, stuttermaboln-
um, inn í fatalínuna mína, Helicopter, því ég fer næstum ekki úr honum!
Áttu þér uppáhaldsflík eða fylgihlut?
Uppáhaldsflíkin er klárlega leðurkjóllinn minn núna. Ég hannaði leð-
urkjól úr ótrúlega mjúku sútuðu lambsleðri sem ég tók eftir um daginn
að ég enda alltaf í ef ég er að
fara eitthvað fínt. Hann er æði.
Hvaða þekkta andlit finnst
þér með flottan stíl?
Ég fíla Tomasi Hill mjög mikið
en ég myndi aldrei klæða mig
eins og hún. Hinsvegar myndi ég
hiklaust ganga í flestu því sem
módelið Cara Delevingne lætur
sjá sig í. Hún er alger gella.
Hvaða vetrartrend ætlar
þú að tileinka þér?
Ég tileinkaði mér í fyrsta sinn
þennan vetur að ganga með
húfu. Ég get svo svarið að það
virkar! Þó að hárið á mér kless-
ist því miður frekar hratt þá vil
ég frekar að mér sé heitt með
klesst hár en kalt með frosið
hár.
Áttu þér eitthvert gott stef,
ráð eða mottó, þegar kemur
að fatakaupum?
Ekki beint, en mér verður að líða vel í flíkunum. Ekki kaupa eitthvað
bara vegna þess að það er í tísku. Tískan fer manni ekki endilega best.
Þess vegna er yndislegt að eiginlega allt má nú
til dags.
Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð?
Já, Nicolas Ghesquiere. Ég held ég hafi aldr-
ei verið ósammála honum.
Hvar kaupir þú helst föt?
Í Kiosk. Ég á búðina sjálf með vinum mín-
um og þau eru snillingar sem gera langbestu
hlutina. Ég versla í fúlustu alvöru mest þar.
Hvað er nauðsynlegt í snyrtitöskuna?
Ég mála mig ekki mikið en ég gæti ekki
verið án dagkrems. Ég get ekki gefið nein
ráð um hvað er best því ég er ennþá að prófa
mig áfram í þessu.
Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns?
Hvíti úlfapelsinn minn sem ég keypti á
rússamarkaði í Tallinn, Eistlandi. Hann held-
ur mér á lífi hérna heima í verstu kuldunum.
En þau verstu?
Marc by Marc-háhælastígvél sem ég
keypti einu sinni á netinu. Þau voru of lítil
og alltof há og þegar ég hætti mér, í þetta
eina skipti, út í þeim, skakklappaðist ég
niður Laugaveginn og var á þrem mínútum
komin með blæðandi sár. Mjög fín og not-
hæf kaup þar á ferð.
Helga Lilja kaupir mestallan
sinn fatnað í versluninni Kiosk.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Taylor Tomasi
Hill er alltaf
flott til fara.
Helga Lilja segist aldrei hafa verið
ósammála eftirlætisfatahönnuði
sínum, Nicolas Ghesquiere.
TÍSKAN FER MANNI EKKI ENDILEGA BEST
Nauðsynlegt
að líða vel
í flíkunum
HELGA LILJA MAGNÚSDÓTTIR HANNAR TÍSKUFATNAÐ
UNDIR MERKINU HELECOPTER. HÚN ER EINN AF
EIGENDUM HÖNNUNARVERSLUNARINNAR KIOSK
OG STARFAR ÞAR MEÐFRAM FATAHÖNNUNINNI.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Cara Delevingne
er alger gella.
Kjóll úr smiðju
Helecopter.