Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 52
Þ egar börnin þrjú voru farin að heiman og mig vantaði verkefni þá byrjaði ég að skrifa ljóð. Mér finnst ljóðformið vera best,“ segir skáldkonan Þóra Jónsdóttir frá Laxamýri. Hún bætir við að ljóð segi í raun fátt, þau séu hálfgerðar gátur. „En þegar ég les ljóð finnst mér að það sé svo margt á milli línanna. Það fannst mér strax þegar ég byrjaði að lesa ljóð. Ég hafði sem barn og unglingur mikla lestrarþörf og heima var erfitt að ná í bæk- ur; ég gat bara lesið það sem til var á heimilinu og ljóðin voru við höndina.“ Þóra bætir við að hún hafi verið alin upp við vinnusemi, fannst þá og finnst enn að það sé alvöru líf en hitt, eins og að skrifa, sé aukaafurð. Á dögunum kom út ellefta ljóðabók Þóru, Elst milli hendinga, en auk þess hefur hún þýtt ljóð og sendi síðast frá sér safn ör- sagna, Hversdagsgæfa. Fyrsta bókin kom út árið 1973. Hún segir handritið að nýju bókinni í raun hafa verið tilbúið fyrir þrem- ur árum en örsögurnar komu út fyrst. „Ljóðin hafa kannski ekki verið fullgerð. Ætli það hafi ekki verið tímanum að kenna, maður hefur ekki annað að gera en hugsa sig um, og lifa,“ bætir hún við. Við sitjum á heimili Þóru og eiginmanns hennar, Páls Flygering, fyrrverandi ráðu- neytisstjóra. Á veggjum er fjöldi fagurra myndverka, sumar myndanna eru eftir Þóru sem málar auk þess að skrifa, ljóðrænar abstraktstemningar auk þess sem sumar myndanna sýna útsýnið frá æskuheimilinu að Laxamýri í Aðaldal. En við erum að tala um ljóðin og Þóra segir viðfangsefni sín í þessari nýju bók vera blöndu af einhverju sem hún hefur upplifað og hugrenningum. „Ég get ekki skrifað um annað en það sem ég hugsa, upplifi eða hef reynt. Lífs- reynslan breytir um form þegar hún er komin í orð. Bætir við sig og dregur frá. Þetta blandast allt í minningunni,“ segir hún. Í bókinni standa línuteikningar eftir Þóru með sumum ljóðanna og segir hún sumar þeirra vera gerðar fyrir viðkomandi ljóð, aðrar ekki. En margar sýna staði sem eru henni kærir, eins og fagurt Kistufellið í Esju, sumarbústað þeirra hjóna í Grímsnesi og Kinnarfjöllin á æskuslóðunum. „Ég hafði gaman af að gera þessar teikningar, hafði aldrei gert svona fyrr. Mér finnast þær eiga vel við ljóðin,“ segir hún. Við teikninguna af Kinnarfjöllunum er þetta ljóð, „Með fjöll í fasi“: Hvað þau skrafa sín á milli veit Fjallkonan ein Hæglát horfa þau til þín lífsreyndum móðuraugum anda á sál þína blárri kyrrð Allir laðast að fólki með fjöll í fasi Aldrei hefur fjall sagt sitt síðasta orð Þau voru sex syskinin á Laxamýri og fjögur þeirra hafa sent frá sér bækur; auk Þóru þeir Björn, Vigfús Bjarni og Hall- grímur. „Já, við höfum verið að skrifa. Ég missti einn bróður þegar hann var ungur en sú fimmta, systir mín, er eflaust jafn fær um það og við hin,“ segir Þóra og brosir. Hún heldur að ætternið hafi talsvert um þetta að segja. Bessastaðir og Laxamýri „Jóhann Sigurjónsson ólst líka upp á Laxa- mýri og var af skáldaættum. En það var líka skáldskapur í ættum okkar systkinanna sem komum þangað á eftir fólkinu hans. Ég held að sá strengur hafi legið í fjölskyld- unni, ætterni og erfðir skipta máli. En líka umhverfið, það er einstakt. Maður lifði mik- ið í náttúrunni. Laxamýri er dálítið af- skekkt, því þótt bærinn hafi verið í þjóð- braut og mikill gestagangur, þá var hann fjarri öðrum bæjum.“ Þóra fæddist á öðru stórbýli, Bessastöð- um á Álftanesi, og þar fæddust þrjú systk- inanna. En foreldrar þeirra, Jón Helgi Þor- bergsson og Elín Vigfúsdóttir, keyptu Laxamýri þegar Þóra var þriggja ára. „Pabbi og mamma tóku sig upp og fluttu með búslóð, vinnufólk og ættingja á skipinu Dronning Alexandrine norður til Húsavíkur. Þar var engin bryggja og við vorum sett þar í bát, menn og skepnur, og það var ný reynsla fyrir alla. Þetta var að vorlagi og kindurnar báru, hænsnin verptu og það þurfti að passa þetta allt. Laxamýri var stórbýli og mikil hlunnindi, lax og fugl. Þess vegna vildu foreldrar mín- ir flytja norður, pabbi var sauðfjárbóndi og fannst ekki nægt beitarland á Bessastöð- um.“ Þóra fór í skóla á Akureyri en var heima á Laxamýri á sumrin. „Svo var ég alfarin rúmlega tvítug. Það var margt fólk heima á sumrin, fram að stríði. Þá fórum við börnin að vinna öll störfin, ekki fékkst vinnufólk lengur. Það var ágætt fyrir þjóðfélagið að ÞÓRA JÓNSDÓTTIR HEFUR SENT FRÁ SÉR NÝJA LJÓÐABÓK Lífsreynsla breytir um form þegar hún er komin í orð „MÉR FINNST LJÓÐFORMIÐ VERA BEST,“ SEGIR ÞÓRA JÓNSDÓTTIR. HÚN KYNNTIST LJÓÐUM UNG, HEIMA Á LAXAMÝRI, OG HEFUR NÚ SENT FRÁ SÉR Á ANNAN TUG LJÓÐABÓKA. HÚN NÝTUR ÞESS LÍKA AÐ MÁLA. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2013 Sýningu á verkum pólsku listakonunnar Alicja Kwade lýkur í i8 galleríi við Tryggva- götu nú um helgina. Kwade, sem hefur á undanförnum árum starfað í Berlín en sýnt víða um lönd, kallar sýninguna „Fastastjörnur og önnur skilyrði“. Listunnendur eru hvattir til að nota tæki- færið og kynna sér verk þessarar athygl- isverðu listakonu. Forsíðuumfjöllun er um verk hennar og feril í nýjasta tölublaði ArtReview-tímaritsins og er umfjöllunin á níu blaðsíðum. Meðal annars er birt mynd af verki sem sýnt er í i8, „Heavy Weight of Light“. Greinarhöfundur lýkur ítarlegri um- fjölluninni með því að spá Kwade greiðri leið upp á stjörnuhimin myndlistarinnar. LIST ALICJA KWADE HRÓSAÐ Á STJÖRNUHIMNI Verk Alicja Kwade, Heavy Weight of Light, í i8 galleríi. Sýningunni lýkur nú um helgina. Birt með leyfi listamannsins og i8. Benedikt, hrúturinn Eitill og hundurinn Leó í myndskreytingu Wolfgangs Felten frá 1951. Aðventa, hin einstaka saga Gunnars Gunn- arssonar um eftirleitir Fjalla-Bensa og föru- nauta hans á Mývatnsöræfum, verður að venju lesin í Gunnarshúsum í Reykjavík og á Skriðuklaustri á morgun, 15. desember, þriðja sunnudag í aðventu. Hjá Rithöfundasambandi Íslands á Dyngju- vegi 8 lesa hjónin Olga Guðrún Árnadóttir og Guðmundur Ólafsson söguna og hefja lestur kl. 13.30. Hjá Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri hefst lestur Svanhildar Ósk- arsdóttur kl. 14. Allir eru velkomnir á þessa kyrrðarstund í amstri aðventunnar. Lest- urinn tekur rúmar tvær klukkustundir. SAGA GUNNARS LESIN UPP AÐVENTA LESIN Í Noregi er komin út bók er nefnist The Nerdrum School. Í henni eru nýleg málverk eftir hinn kunna norska málara Nerdrum, sem var um nokkurra ára skeið búsettur hér á landi, ásamt myndum af verkum um áttatíu lærlinga og að- stoðarmanna hans á und- anförnum árum. Margir þeirra eru farnir að láta að sér kveða í myndlistarheiminum svo eftir er tekið. Fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Art in Am- erica, Richard Vine, sem er jafnframt virtur listrýnir, skrifar formála að bókinni og veltir fyrir sér hvernig litið hefur verið framhjá þeim áhrifum sem verk og hugmyndir Ner- drums hafa haft á fjölda listamanna. Meðal höfunda myndverka í bókinni eru Ís- lendingarnir Stefán Boulter og Víðir I. Þrast- arson. LISTAMAÐUR OG LÆRLINGAR SKÓLI NERDRUMS Kápa bókarinnar. Rannsóknir undanfarinna áratuga sýnafram á að það eru miklu fleiri konursem hafa stundað heimspeki í sögu heimspekinnar en áður var talið,“ segir Sigríð- ur Þorgeirsdóttir prófess- or í heimspeki við Há- skóla Íslands, höfundur Dagbókar 2014 sem í senn er dagatal og safn stuttra greina um konur sem lagt hafa stund á heimspeki allt frá fornöld til samtímans. „Ég valdi dagbók- arformið til að miðla sögu heimspekinnar með svipmyndum af 53 kven- heimspekingum vegna þess að mig langaði til að gera efnið sem aðgengilegast. Ég hugsaði líka með mér að svona bók gæti selst ágæt- lega, af því að hún er í senn fróðleikur og gagnleg en ég læt ágóða hennar renna til styrktar doktorsnemum í femíniskri heim- speki við Háskóla Íslands.“ Að sögn Sigríðar er nægur efniviður til að skilningur heimspekinnar hefur líka löngum verið karlhverfur. Þegar við förum að skoða kenningar kven- heimspekinga allt frá fornöld til samtímans þá birtist nokkuð öðruvísi heimspekisaga,“ segir Sigríður og bendir á að tvíhyggjan sem löngum hafi einkennt vestræna hug- myndasögu hafi skipt veruleikanum upp í and- stæðupör á borð við náttúru – menningu, lík- ama – sál, tilfinningar – vitsmuni. Konur hafi verið tengdar náttúrunni og hinu líkamlega en karlar hafi talist meiri vitsmunaverur. „Marg- ir kvenheimspekingar í sögunni hafa reynt að leiðrétta þessa kynjatvíhyggju og sameina þetta tvennt,“ segir Sigríður og tekur fram að sér þyki kvenheimspekingar alltaf oftast hafa haft heildrænni sýn á þessa hluti. „Í kenningum kvenheimspekinga finn ég það sem má kalla erótíska visku. Með því á ég við að þær fjalla um hin gömlu stef heimspek- innar, þ.e. að þrá hið góða, hið fagra og rétt- lætið, en á grundvelli jarðbundins mannskiln- ings. Þær eru sér meðvitaðar um að við erum fædd af jörðu, fædd inn í tengsl við aðrar manneskjur og að það skilyrðir sýn okkar á veruleikann. Við öðlumst ríkari heimspeki- legan skilning með því að lesa bæði verk kvenheimspekinga og karlheimspekinga.“ silja@mbl.is ÖNNUR HEIMSPEKISAGA BIRTIST ÞEGAR KVENHEIMSPEKINGAR ERU SKOÐAÐIR Erótísk viska kvenheimspekinga „Heimspeki hefur verið afskaplega karlhverf grein,“ segir Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor. Morgunblaðið/Ásdís LJÓSINU ER BEINT AÐ 53 KVEN- HEIMSPEKINGUM Í NÝÚTKOMINNI DAGBÓK FYRIR ÁRIÐ 2014 halda áfram að gefa út á næstu árum fleiri dagbækur með kynningu á gleymdum kven- heimspekingum eða athyglisverðum sam- tímaheimspekingum úr röðum kvenna. Spurð hvers vegna kvenheimspekingar hafi gleymst í áranna rás segir Sigríður: „Heimspeki hefur verið afskaplega karlhverf grein og mann- Menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.