Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 13
meðferðinni hérna hjá okkur,“ segir Har-
aldur.
Ósk Gústafsdóttir, framkvæmdastjóri
rekstrarins, bendir á að verðið á Heilsu-
stofnun hafi lítið breyst síðan 2008. „Séu
þær tölur miðaðar við aðra svipaða þjón-
ustu sem ríkið kaupir er þetta mjög ódýr
þjónusta, vægt til orða tekið. Það gefur
því augaleið að við erum með mjög hag-
kvæma þjónustu fyrir ríkið. Við heyrum
oft að við séum best geymda leyndarmál
heilbrigðisþjónustunnar. Nú erum við að
hugsa, kannski viljum við ekkert vera
leyndarmál lengur. Vera sýnilegri og
verða kannski bara opinbert leyndarmál
þannig að fólk viti út á hvað þetta geng-
ur,“ bætir hún við.
Framlag til stofnunarinnar fyrir 2013
var 551,9 milljón króna eða sem nemur
um 14 þúsund krónum á hvern legudag.
Miðað við niðurskurðartillögur ríkisstjórn-
arinnar fengi stofnunin 27 milljónum
krónum minna á næsta ári. Það þýddi
meðal annars að hækka þyrfti daggjöld.
Andlegt, félagslegt,
sálrænt og líkamlegt
Náttúrulækningastefna HNLFÍ er byggð
á heildrænum lækningum. Andlegt, fé-
lagslegt, sálrænt og líkamlegt. Í því ljósi
er heilsuvandi einstaklinganna skoðaður
með það í huga að líta þurfi á ástand
hans í samhengi.
Meðferðarstefnan felur í sér þá viðleitni
að koma á og viðhalda eðlilegum og heil-
brigðum tengslum á milli einstaklingsins
og umhverfis hans og efla varnir líkama
og sálar gegn hverskonar vanheilsu og
sjúkdómum. Meginhlutverk Heilsustofn-
unarinnar er að vera heilsuverndar-, end-
urhæfingar- og kennslustofnun. Við með-
ferð er lögð áhersla á markvissa
hreyfingu, hollt mataræði, slökun og hvíld.
Fræðsla og fagleg ráðgjöf er einnig
stór þáttur í starfinu og þar er lögð mest
áhersla á heilsuvernd og bætta lífshætti.
Stefna Náttúrulækningafélags Íslands hef-
ur ávallt verið sú, að auka og efla þátt
hugtakanna heilbrigðis og heilsuverndar í
umræðu og verkum, og víkja frá hinni
einlitu sjúkdómaumræðu. „Brosið er gott
með,“ segir Haraldur forstjóri.
„Svo gleymist oft að fólk kemur hingað
vegna einhverra vandamála og fær þjón-
ustu og líður miklu betur. Hér eru fjórir
læknar, tuttugu starfsmenn á hjúkrunar-
deild, þrír íþróttakennarar, fimm sjúkra-
þjálfarar, fimm sjúkranuddarar, þrír sál-
fræðingar, nálastungulæknir, næringar-
fræðingur og fjölmargir aðrir.“
Kristján Þór fyrsti ráð-
herrann sem kemur í 13 ár
Heilsustofnunin er einn stærsti vinnu-
staður Suðurlands. Hún þarf lítið að aug-
lýsa sig vegna þess að helmingur heimilis-
lækna á landinu vísar sjúklingum sínum
til hennar. Þá sést stofnunin ekki frá
þjóðvegi 1 og gæti það kannski skýrt að
Kristján Þór Júlíusson varð fyrsti ráð-
herrann í 13 ár til að heimsækja þennan
töfrastað.
Þarna fer fram þung og meðalþung
endurhæfing. Í fjárlögum segir að stefnt
sé að því að endurskilgreina þjónustu-
kaupin og draga úr léttari endurhæfingu.
„Það er ekki langt síðan það var vinstri-
stjórn við völd sem ekki var hlynnt
einkarekstri. Allur rekstrarafgangur, ef
hann er einhver og hann hefur ekki verið
neinn undanfarin ár, fer í áframhaldandi
uppbyggingu. Við höfum reynt að auka
tekjur með fullborgandi gestum.
Árið 2011 vorum við skorin niður um-
fram sambærilegar stofnanir, en nú gerir
frumvarp til fjárlaga ársins 2014 ráð fyrir
að aftur verði Heilsustofnun skorin niður
langt umfram sambærilegar stofnanir. Ef
af þessu verður fáum við jafnframt minni
sértekjur en stór hluti dvalargesta greiðir
um þriðjung af dvalarkostnaði. Ef af
verður hefur þetta í för með sér að við
þurfum að segja upp fólki, sem þýðir að
við getum ekki veitt þá þjónustu sem nú-
gildandi þjónustusamningur segir til um.
Þegar við veitum ekki lengur jafngóða
þjónustu þá er ekki jafnspennandi að
koma.
Það er búið að skera svo mikið niður
að við erum komin að þolmörkum nú
þegar. Í ljósi þessa höfum við lagt
áherslu á að upplýsa ráðamenn um mik-
ilvægi starfseminnar og vonum við að sú
vinna skili sér í sanngjarnri og réttlátri
niðurstöðu. Ef þessi niðurskurður verður
að veruleika erum við að tala um breytta
Heilsustofnun – því miður,“ segir Har-
aldur.
Sundleikfimi í
innilauginni.
Sigríður Margrét Einarsdóttir – Sirrý fór í nálastungu á
síðasta deginum sínum. Hún greindist með krabba-
mein og bráðahvítblæði og segir að eftirmeðferðin á
HNLFÍ hafi hjálpað sér bæði andlega og líkamlega.
Húgó gengur í víxlböðunum. Heitt vatn
er hægra megin, ískalt vinstra megin.
Haraldur Erlendsson forstjóri, Ósk Gústafsdóttir,
framkvæmdastjóri rekstrar, og Margrét Grímsdóttir,
framkvæmdastjóri hjúkrunar.
15.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
„Jeg veit ekki hve langt er síðan byrjað
var á því að flytja inn sykur, en fram til
1870 hygg jeg að lítið hafi verið flutt inn
árlega. En síðan hefur innflutningur syk-
urs vaxið hröðum skrefum, svo að árið
1919 var flutt inn sykur, súkkulaði og
brjóstsykur svo nam yfir 70 pund á hvert
mannsbarn. Verð þess var næstum 4
milljón króna. Til samanburðar má geta
þess, að Bandaríkjamenn í Ameríku
neyttu um 1870 ca. 7 punda á mann en
nú um 90 punda á mann og hefur syk-
urnautn þar aukist um 1% á ári hverju
síðan um 1900. Jeg gæti ímyndað mjer að
líkt þessu væri það hjer síðustu 20 árin
og á sama tíma hefur mannfall af völdum
sykursýki tvöfaldast.
Til eru margar tegundir af sykri, en sú
tegund sem hjer kemur til greina er eingöngu reyrsykur. Hann er að-
allega unninn úr sykurreyr og sykurrófum. Sykri hefur verið talið það
til ágætis, fyrst og fremst, að hann hefði mikið næringargildi og í öðru
lagi, væri einhver hin hollasta og ljettmeltanlegasta fæðutegund og
þessvegna alveg ómissandi fyrir börn og eins fyrir þurrabúðarfólk, sem
litla mjólk hefur. Á síðustu árum eru farnar að heyrast raddir um það,
að sykur sje ef til vill ekki svo hollur og ómissandi eins og áður var tal-
ið.
Sykurinn ertir magann of mikið, jafnvel þó lítils sje neytt af honum,
og getur framleitt sár í maganum ef mikils er neytt eða í óhófi.
Sykur er tormeltanlegur. Hann meltist alls ekki í munni eða maga.
Eitt af magahólfum jórturdýranna hefur magavökva sem meltir reyr-
sykur. Í innýflum mannsins meltist hann ekki fyrr en niðri í þörmum,
og til þess að meltast þar þarf hann að klofna í aðrar sykurtegundir,
sem eru kallaðar Dex-trase og Levalase. Melting sykurs byrjar ekki
fyrr en 3-4 tímum eftir að hans er neytt.
Sykur eykur saltsýruna í maganum að miklum mun. Sýra þessi stafar
ekki af auknum meltingarkrafti, heldur af þrota í slímhúð magans.“
Fyrirlestur Jónasar frá 1923
Jónas Kristjánsson læknir.
SKÖTUVEISLA23.DES
Skútan
ÍHÁDEGINUÁÞORLÁKSMESSU
Skötuhlaðborð í hádeginu á Þorláksmessu í veislus
al okkar.
Boðið verður upp á Skötu fyrir amlóða upp í fullste
rka.
Vinsamlega pantið tímalega í síma 555-1810.
MATSEÐILL
Mild og sterk skata
Tindabikkja
Skötustappa tvær tegundir
(vestfirsk og hvítlauks stappa)
Saltfiskur
Plokkfiskur
Síldaréttir tvær tegundir
Að sjálfsögðu verða á boðstólum sjóðandi heitir hamsar
og hnoðmör,
hangiflot, kartöflur, rófur, smjör og rúgbrauð.
Eftirréttur.
Jólagrautur með rúsínum og kanilsykri
www.veislulist.is Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810
Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Verð kr. 3.600
Húsið opnar kl 11:30.
Verð fyrir fyrirtæki sem eru í hádegisáskrift hjá okkur
er kr. 3.000. Þarf að panta fyrirfram.
Óskum öllum
gleðilegra
jóla og farsæls
komandi árs.pr.mann