Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaLeit á Google getur leitt í ljós að sum góðgerðarfélög eru með óhreint mjöl í pokahorninu »
Kjartan Yngvi Björnsson er 29 ára
bókmenntafræðingur og rithöf-
undur í Vesturbænum. Nýverið kom
út önnur bók hans, Draumsverð,
sem er framhald af bókinni Hrafn-
sauga, sem hann og Snæbjörn Brynj-
arsson unnu Íslensku barna-
bókaverðlaunin fyrir í fyrra.
Hvað eruð þið mörg í heimili?
Við erum þrjú á mínu heimili, karl,
kona og feitur köttur. Reyndar held
ég stundum að kötturinn éti á við
fullvaxta mann, svo það er kannski
ekki skrítið að hann sé feitur.
Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?
Sojasósu- og tómatsósubréf frá
skyndibitakaupum í gegnum árin.
Finnst alger sóun að henda því, en
nota það samt aldrei. Af því sem ég
reyni alltaf að eiga til (markvisst en
ekki óvart) er einna helst bananar,
seríós, kaffi og viskí.
Hvað fer fjölskyldan með í mat
og hreinlætisvörur á viku?
Á að giska 20.000 kr. eða svo. Það
verður þó meira á miklum álags-
tímum, þegar maður hefur ekki
tíma til að elda og er stöðugt á
hlaupum.
Hvar kaupirðu helst inn?
Almennt versla ég helst við Krón-
una og Nóatún. Ég bý reyndar vest-
ast í vesturbænum, svo það eru
ógrynnin öll af matvöruverslunum
og nóg úrval. Alla jafna reyni ég þó
að kaupa grunnvistirnar í ódýrari
verslunum, og sértækari vörur í
Nóatúni t.d.
Hvað freistar helst
í matvörubúðinni?
Beikon. Ekki spurning. Í hvert skipti
sem ég geng framhjá beikoninu lang-
ar mig að grípa 4-5 pakka og fara
beina leið heim og hakka þá alla í
mig. Halló, ég heiti Kjartan og ég er
beikonfíkill.
Hvernig sparar þú
í heimilishaldinu?
Einna helst með því að gleyma því
að borða suma daga. Það er ekki
sérstaklega sniðugt, en gerist stund-
um þegar ég dett í skrifin. Ef ég reyni
samt að vera sniðugur þá tek ég mig
til og elda góðan slatta af mat sem
er auðvelt að hita aftur, og frysti ein-
staklingsskammta í litlum boxum af
einhverjum toga.
Skothelt sparnaðarráð?
Hættu að kaupa skyndibita og
nammi. Bæði betra fyrir heilsuna, og
sparar pening. Til dæmis mæli ég
með að fólk skoði og velti fyrir sér
kílóverði á nammi á móti kílóverði á
ávöxtum. Það er ódýrara að kaupa
jarðarber en karamellur, að öllu
óbreyttu.
Og líka, eldið úr afgöngunum. Ef
þú kaupir grillaðan kjúkling á degi 1,
þá eldarðu kjúklingakássu á degi 2,
svo þynnirðu þetta niður í kjúklinga-
súpu á degi 3.
BARNABÓKAHÖFUNDURINN KJARTAN YNGVI BJÖRNSSON
Með safn af sósubréfum
Kjartan segir ódýrara að kaupa vínber en karamellur.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Aurapúkinn þekkir vel hversu
freistandi getur verið að eyða í
dýrar gjafir í desember. Öll viljum
við gleðja þá sem okkur þykir
vænt um og auðvelt að réttlæta
það fyrir sjálfum sér að eyða að-
eins meira en til stóð – meira en
fjárhagurinn leyfir – þegar falleg
gjöf fangar augað úti í búð.
Enginn vill heldur vera sá sem
hallar á þegar borið er saman
hvað var gefið og hvað var þegið.
En útkoman getur verið skelfi-
leg. Með jólalögin í eyrunum og
yl í hjarta er greiðslukortið
straujað trekk í trekk og reikn-
ingurinn fer fljótlega úr bönd-
unum.
Gerum sjálfum okkur, vinum og
ættingjum þann greiða að tala af
hreinskilni um jólagjafirnar í ár. Ef
þröngt er í búi á enginn að þurfa
að skammast sín fyrir að gefa
ekki gjöf, eða gefa eitthvað ódýrt
og persónulegt eins og öskju af
heimabökuðum smákökum.
púkinn
Aura-
Tölum um
jólagjafirnarÞ
að er gott að gefa. Helst
ættu allir að temja sér að
styrkja góð málefni og gefa
árið um kring, en desember
er óneitanlega sá tími ársins sem
margir eiga auðveldast með að
opna veskið og láta eitthvað af
hendi rakna til þeirra sem minna
mega sín.
Áður en byrjað er að gefa er gott
að skoða vandlega í hvað pening-
arnir fara. Gjafir til góðgerðarmála
ætti að vega og meta eins og hverja
aðra fjárfestingu og reyna að velja
það félag eða málefni þar sem mest
gagn er gert fyrir peningana.
Hægt er að fylgja nokkrum ein-
földum ráðum sem auðvelda leitina
að besta góðgerðarfélaginu.
Gefðu þeim sem þú þekkir
Það er skynsamlegt að láta framlög
frekar renna til góðgerðarfélaga
sem gefandinn þekkir vel. Frétta-
veita NBC mælir með því að gefa
til samtaka sem gefandinn kannast
vel við og hefur einhverja innsýn í
starfsemina og verkefnin sem þar
eru unnin. Það skapar ákveðna
tryggingu fyrir því að gjafafénu sé
vel varið.
Ekki eru öll góðgerðarfélög jafn-
vel rekin, sum eru með stóra og
dýra yfirbyggingu og enn önnur
fást kannski við eitthvað allt annað
en þau gefa sig út fyrir, og í slíka
starfsemi vill enginn láta peningana
sína.
Miklu skiptir líka að skilja hvern-
ig góðgerðarfélagið hyggst ná
markmiðum sínum. Hægt er að
fara margar leiðir að sama markinu
og sum góðgerðarfélög beita óhefð-
bundnum aðferðum sem ekki eru
öllum að skapi. Sum félög, jafnvel
þau sem eru þekkt og almennt vel
liðin, geta átt sínar skuggahliðar,
t.d. byggt starfsemi sína á trúar-
kreddum, pólitískum rang-
hugmyndum eða mismunað
ákveðnum hópum í þjóðfélaginu.
Ekki er úr vegi að framkvæma ein-
falda leit á Google og ef óhreint
mjöl er í pokahorninu þá ættu ein-
hverjar af greinunum í fyrstu leit-
arniðurstöðunum að gefa það skýrt
til kynna.
Hvað skiptir þig mestu?
Í fullkomnum heimi væri hægt að
gera allt fyrir alla, en raunin er að
það þarf að velja og hafna. Fram-
lag sem er gefið á einn stað verður
ekki gefið annað. Góðgerðarráð-
gjafarvefurinn Guidestar.org bend-
ir gefendum á að horfa inn á við
og átta sig á hvað skiptir þá
mestu.
Er aðkallandi að hjálpa íþrótta-
liðinu í hverfinu? Er umhverfis-
vernd það sem öllu skiptir? Hvað
með að auka stuðningin við sjúk-
linga, eða hjálpa heimilislausum
dýrum, eða gefa barni í fjarlægu
landi möguleika á skólagöngu?
Við höfum öll mismunandi
áherslur og forgangsröðun og ætt-
um að gæta þess að beina fjár-
magni þangað sem okkur þykir
þörfin vera brýnust.
Skiptu um skoðun ef þarf
Margir hafa styrkt sömu góðgerð-
arfélögin í fjölda ára, oft með
reglulegum sjálfvirkum greiðslum
af bankareikningi eða greiðslu-
korti. Það er ekkert að því að
staldra við endrum og sinnum og
sjá hvernig peningarnir hafa verið
nýttir. Athuga má hvort önnur
góðgerðarfélög hafa komið fram á
sjónarsviðið í sama málaflokki og
hvort þau vinna betur eða öðruvísi.
Það getur líka verið að gamla góð-
gerðarfélagið sé hreinlega mjög
vel statt fjárhagslega og skyn-
samlegt að gefa peningana frekar
til annarra félaga sem gengur verr
að afla styrkja.
Og kannski hefur samfélagið
breyst eða eitthvað komið upp á
úti í hinum stóra heimi sem kallar
á að gefa peningana í eitthvað ann-
að og brýnna.
FÓLK MEÐ STÓRT HJARTA ÞARF AÐ GERA KRÖFUR
Tími til að gefa
LÍTA ÞARF Á FRAMLÖG TIL GÓÐGERÐARFÉLAGA EINS OG HVERJA AÐRA FJÁRFESTINGU.
HVERSU VEL ER GÓÐGERÐARFÉLAGIÐ REKIÐ OG HVAÐA ÁRANGRI SKILAR ÞAÐ?
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Rétt er að skoða vandlega hvar þörfin er brýnust og hvar mest gagn er
gert fyrir peningana. Gefandinn þarf líka að átta sig á hvaða málefni skipta
hann mestu. Mynd úr safni af heimilislausum kisa í Kattholti.
Morgunblaðið/Kristinn