Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 20
Alex Freyr Gunnarsson
er einn af fremstu sam-
kvæmisdönsurum
landsins.
Þ
etta er minn besti árangur hingað til, en ég var yngsti keppandinn,“ segir Alex sem verður 21 árs í byrj-
un janúar. Hann hefði tæknilega séð mátt keppa í U21-flokknum líka en þar sem hann landaði heims-
meistaratitlinum þar í fyrra ákvað hann að einbeita sér að fullorðinsflokki í ár. Áður hefur hann orðið
Norður-Ameríkumeistari, árið 2010, og náði 3. sæti í 10 dönsum í flokki unglinga á heimsmeist-
aramótinu 2008.
Býr í ferðatösku en heldur til í Eistlandi
Alex er kominn heim í stutt jólafrí, ef „heim“ skyldi kalla. „Jú, ég bý hjá foreldrum mínum þegar ég er á Ís-
landi,“ segir hann og hlær. „Ég bý eiginlega í ferðatösku en held mikið til í Eistlandi.“ Þaðan er nefnilega
meðdansari Alex Freys, Liis End, og þau æfa mest í heimalandi hennar en einnig í Bretlandi, Ítalíu og Lithá-
en, þar sem þjálfarar þeirra halda til.
Þá hafa þau ferðast til Japan, Kína, Taívan, Rússlands og víðar til að keppa á mótum í ár. „Svo það er dálít-
ið erfitt að lýsa því hvernig hefðbundinn dagur eða vika í mínu lífi er. Ég geri mjög lítið annað en að dansa,
æfa og keppa,“ segir Alex. Hann hefur sinnt fjarnámi við Fjölbrautaskólann í Garðabæ meðfram dansinum og á
lítið eftir til að klára stúdentsprófið en eftir það hyggst hann einbeita sér eingöngu að dansi, og setur markið vita-
skuld á heimsmeistaratitil. „Ef ekki á næsta ári, þá árið þar á eftir!“
Langar að læra til hnykkjara
Dansinn tekur líkamlega mikið á og hefur Alex stundum leitað til hnykkj-
ara og lært hvernig hægt er að hlúa að og beita líkamanum til að laga
álagsvandamál. „Ég er að spá í að fara í háskólanám til Bandaríkjanna
seinna meir og læra þessi fræði,“ segir Alex en hann hefur líka hug
á að leggja fyrir sig danskennslu þegar hann hættir að keppa.
„Mig langar að taka þátt í að byggja upp dansheiminn, ég
hef séð hann vaxa gríðarlega og held að í framtíðinni eigi
dans eftir að vera stór þáttur í íþróttaheiminum – með
beinum útsendingum í sjónvarpi og þess háttar.“
Reynir að vera góð fyrirmynd fyrir litla bróður
En dansinn tekur líka á andlega. „Þetta getur verið
einmanalegt stundum, það tekur mest á hvað maður er
mikið einn á ferðalögum og hvað það getur tekið langan
tíma að ná árangri, að þurfa að vera þolinmóður.“
Foreldrar Alex fóru þó með til Parísar til að fylgjast
með mótinu þar, enda áttu þau tvo syni meðal keppenda.
Yngri bróðir Alex, Pétur Fannar, keppti ásamt Anítu Lóu
Hauksdóttur í suðuramerískum og samkvæmisdönsum í undir 15
ára flokki og náðu þau 7. sæti. „Honum er alvara með dansinn og
stefnir líka langt þannig að ég reyni að vera honum góð fyr-
irmynd,“ segir Alex og hlær.
Alex Freyr Gunn-
arsson og Liis End líða
fagmannlega um gólfið
á heimsmeistaramótinu
sem haldið var í París
um síðustu helgi.
Í 5. SÆTI Á HEIMSMEISTARAMÓTI
Dansar inn í nýtt ár
með stórt markmið
Morgunblaðið/Ómar
ÁRIÐ 2013 HEFUR VERIÐ STRANGT OG VIÐBURÐARÍKT FYRIR GARÐBÆINGINN ALEX FREY GUNNARSSON. HANN KEPPTI Á TÍU
DANSMÓTUM ÁSAMT DANSDÖMU SINNI EN ÞAU LUKU KEPPNISÁRINU Á ÞVÍ AÐ DANSA SIG INN Í ÚRSLITIN Á HEIMSMEISTARAMÓTINU
Í PARÍS UM SÍÐUSTU HELGI OG HREPPTU ÞAR 5. SÆTIÐ Í FLOKKI ÁHUGAMANNA Í STANDARD-SAMKVÆMISDÖNSUM.
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com
* „Mig langarað taka þátt í að byggja upp
dansheiminn …“
*Heilsa og hreyfingMatvælaöryggisstofnun Evrópusambandsins telur aspartam ekki skaðlegt í litlum skömmtum »22