Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2013 Menning Eftir mikilfenglegan þríleik sendir Jón Kal-man Stefánsson nú frá sér sögu sem ger-ist á þrennum tímum; á Norðfirði í byrj- un tuttugustu aldarinnar, í Keflavík um 1980 og Keflavík núna. Um ættarsögu er að ræða. Ari heitir aðalsögupersónan, hann er að flytj- ast aftur heim til Íslands eftir nokkurra ára dvöl í Danmörku og óhjá- kvæmilega lendir hann í gamla heimabæ sínum við komuna til landsins. Ari bjó í Keflavík frá 12 ára aldri og fram á fullorðinsár og fáum við að heyra sögur úr lífi hans á þeim tíma þegar Keflavík stóð í „blóma“; fiskurinn og her- inn. Föðurfjölskylda Ara býr á þeim tíma að hluta í Keflavík en pabbi hans og systkini eru fædd og uppalin á Norð- firði. Og til Norðfjarðar fer sögumaðurinn líka með okkur og segir frá ömmu og afa Ara sem heyja þar baráttuna við lífið, sjóinn og ástina. Þeir fortíðarkaflar bókarinnar eru afskaplega áhrifaríkir. Eins og í öðrum bókum Jóns Kalmans er rödd sögumannsins sterk, hann er allt í kring. Fyrst kemur hann fram eins og vinur Ara en svo kemur í ljós að hann er hugur Ara eða jafn- vel fjölskyldusálin sem ferðast með okkur á milli ættingja. Þrátt fyrir að sagan skiptist í þrenna sögu- tíma er farið víða. Við fáum t.d. að heyra um dvöl Ara í sveit í Dölunum á unglingsárum, les- andinn er þá kominn á kunnuglegar slóðir í bók- um Jóns Kalmans. Rykormurinn sem kemur fyrir í fyrstu bókum hans snýr þarna aftur og unglingspilturinn í sveitinni sem er að reyna að skilja lífið. Við fáum líka að heyra frá hjóna- bandsvandræðum Ara sem eru ástæðan fyrir flótta hans frá landinu á sínum tíma. Fiskarnir hafa enga fætur er bók full af sökn- uði og lífsbaráttu bældra og vinnusamra Íslend- inga á tuttugustu öldinni. Sögupersónurnar eiga það flestar sameiginlegt að forðast það að tjá sig og það virðist vera upphafið að sorginni og söknuðinum: karlmennirnir tjá ást sína með því að kreppa hnefann, með því að sópa öllu af eldhúsborðinu og ganga út eða með því að tala ekki saman og aðhafast ekkert. Innst inni eru þeir samt að springa af orðum og öllu öðru sem þeir koma ekki frá sér. Hvað lífið væri auðveld- ara ef við þyrðum að nota meira af orðum. Það virðist sem Jón Kalman skilji mann- skepnuna betur en flestir aðrir og hvernig lífið leikur hversdagsmanneskjuna sem er marg- brotnari en margur heldur. Orðin eru ekki að þvælast fyrir höfundinum sem raðar þeim í svo fallegar og sannar setningar að það þarf að lesa þær aftur og aftur og átta sig á áhrifum þeirra á eigið líf. Aðdáendur þríleiksins og aðrir unnendur góðra sagna eiga ekki eftir að vera sviknir af þessari bók, hér sýnir Jón Kalman alla sína bestu takta. Ingveldur Geirsdóttir Hjartnæm ættarsaga „Aðdáendur þríleiksins eða aðrir unnendur góðra sagna eiga ekki eftir að vera sviknir af þessari bók, hér sýnir Jón Kalman alla sína bestu takta,“ skrifar rýnir um Fiskarnir hafa enga fætur. „Það virðist sem [hann] skilji mannskepnuna betur en flestir aðrir og hvernig lífið leikur hversdagsmanneskjuna …“ Morgunblaðið/RAX BÆKUR FISKARNIR HAFA ENGA FÆTUR bbbbb Eftir Jón Kalman Stefánsson. Bjartur 2013. 358 bls. Flestir tengja sprungið yfirborð málverka– craquelure – við gömul verk eins ogMónu Lísu – og vissulega má skapa ný- legum verkum fortíðaryfirbragð með tækni sem tengist aldagömlum aðferðum í málverki. Harpa Árnadóttir nýtir sér hins vegar slíkar aðferðir til að skapa áferðarrík samtímaverk sem byggjast á óhlutbundnu myndmáli, eins og sjá má á einkasýningu hennar í Hverf- isgalleríi er ber yfirskriftina „Staðir“. Þótt yf- irborð verkanna vísi til liðins tíma þá höfða þau engu að síður til skynjunar „hér og nú“ í gallerírýminu: hvert verk er rými eða staður í sjálfu sér sem í samræðu við áhorfandann getur kveikt hugrenningatengsl í ýmsar áttir. Flest verkin eru hvít eða ljósleit, unnin með lími og litadufti. Yfirborð sumra verkanna er reyndar alveg laust við sprungur og á það m.a. við um verk með kalkþörungadufti úr Arnarfirði sem ljær þeim grágrænan lit. Síð- arnefndu verkin skírskota þannig til ákveðins staðar sem hefur persónulegt gildi fyrir lista- manninn, auk þess að ýta undir skírskotun til náttúrufyrirbæra. Sýningargesturinn tengir „sprunguverkin“ ósjálfrátt við hjarn, jökla og uppþornaða jörð, eða kannski sprungna máln- ingu og múr gamalla húsa. Slíkar tengingar kallast á við tilfinningu fyrir liðnum tíma sem býr í verkum Hörpu – ekki aðeins vegna „an- tík“-áferðarinnar, heldur einnig vegna tímans sem fer í að vinna verkin. Gerð þeirra er byggð á löngu ferli sem í er fólgin blanda af stýringu og tilviljun sem ræðst m.a. af efna- samsetningu, þykkt, undirlagi, ytri rakaskil- yrðum og hitastigi. Aðferð listamannsins við að leggja hvert lag á flötinn dregur einnig fram viss sprungumynstur. Næmi fyrir eðl- iseiginleikum efnisins ásamt litameðferð og á köflum „malerískri“ eða sýnilegri pensiltækni skilar sér í blæbrigðaríkri áferð verka og fág- aðri sýningu. Í heild ber sýningin svipmót naumhyggju sem hverfist um hlutkennda eiginleika verks- ins og vissa endurtekningu. Tilfinningin fyrir nærveru listamannsins, hönd hennar og huga, bregður þó einnig yfir sýninguna persónu- legum blæ sem undirstrikaður er í heiti stærsta verksins, Surface of memory. Hvert verk á sýningunni geymir minningar um hreyfinguna sem einkenndi tilurð þeirra: þau eru sjálfsvísandi en þau mætti einnig túlka sem skírskotun til sögu málaralistarinnar sem vettvangs átaka. Í stóra verkinu birtist mál- verkið okkur sem dularfull vera er býður áhorfandanum að gægjast undir kyrrlátt yf- irborðið og fínlegan vef sprungna, inn í skor- ur og glufur og feta huglægar slóðir á vit minninga og innri rýma. Anna Jóa Vefur og glufur málverksins MYNDLIST HARPA ÁRNADÓTTIR – STAÐIR bbbmn Til 23. desember 2013. Opið þri. – fös. kl. 11-17 og lau. kl. 13-16. Aðgangur ókeypis. „Þótt yfirborð verkanna vísi til liðins tíma þá höfða þau engu að síður til skynjunar „hér og nú“ í gallerírýminu: hvert verk er rými eða staður í sjálfu sér sem í samræðu við áhorfandann getur kveikt hugrenningatengsl í ýmsar áttir,“ segri rýnir um myndverk Hörpu Árnadóttur í Hverfisgalleríi. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.