Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2013 BÓK VIKUNNAR Manga með svartan vanga eftir Ómar Ragnarsson, saga um sérkennilega förukonu, hefur verið endurútgefin. Þessi nýja útgáfa er aukin og endurbætt. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Í bókaflóðinu leynast alltaf einhverjar bækur sem koma á óvart þegar gluggað er í þær. Oft vekja þessar bækur þá upp góðar minningar. Ein slík bók er Grikk- land alla tíð sem Hið íslenska bók- menntafélag gefur út. Bókin er safn þýðinga á grískum verkum frá ýmsum tíma, en aðallega þó frá gullöldum grískrar menningar þegar Hómer, Sapfó, grísku leikritaskáldin og Sókrat- es og Platon ásamt fleirum auðguðu ver- öldina með tilvist sinni og hafa gert æ síðan. Í bókinni eru brot úr verkum þessa merkisfólks og það þarf ekki mikið bókmenntavit til að sjá að þarna er tíma- laus snilld á ferð. Allir sem hafa áhuga á menningu og listum hljóta á einhverju skeiði ævinnar að nema staðar við Forngrikkina og Ís- lendingar eru það lánsamir að ætíð hafa verið til þýðendur sem hafa lagt sig eftir því að þýða þessi fornu meistaraverk. Grikkland alla tíð hefst eins og vera ber á broti úr snilldarþýðingu Svein- bjarnar Egilssonar á Hómerskviðum. Þótt Sveinbjörn Egilsson hefði ekki gert neitt annað í lífinu en að þýða Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu þá hefði lífsstarf hans samt verið full- komnað. Þvílík snilld sem þessar þýðingar eru! „Hin árrisula, rósfingraða Morgungyðja“ hlýjar fagurkerum ætíð innilega um hjartarætur. Vert er svo að geta þess að bókinni fylgir diskur með upplestri Kristjáns Árnasonar á Ilíons- kviðu og það er mikil yndishlustun. Það er oft notalegt að láta aðra lesa fyrir sig, sérstaklega ef viðkomandi hefur góða rödd, eins og Kristján. Þótt hér sé aðallega einblínt hrifning- arfullt á hina klassísku fornöld Grikkja eru í bókinni grískir textar frá öllum tím- um, þar á meðal eftir vel þekkta höfunda 20. aldar eins og Kazantzakis og Elýtis. Við lestur þessarar góðu og skemmti- legu bókar vaknar löngun til að lesa meira og leitar þá hugurinn til íslenskra þýðinga á grísku leikritunum. Mikið væri nú gaman að sjá þær þýðingar í heild sinni á bók. Bækur með þýðingum á grískum fornleikritum hafa vissulega verið gefnar út, en eru löngu ófáanlegar. Það er kominn tími til að endurprenta og endurútgefa. Orðanna hljóðan GRÍSKUR BLÓMA- TÍMI Uppfærsla á Medeu eftir Evrípídes. F æreyska skáldsagan Ó - sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen er komin út í íslenskri þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur. Það hefur ekki verið áhlaupaverk að þýða þessa miklu bók sem er rúmar 900 síður, en þýðingin er tilnefnd til Ís- lensku þýðingarverðlaunanna. Ó - sögur um djöfulskap er marglofuð bók, hlaut Fær- eysku bókmenntaverðlaunin og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2007. Carl Jóhan segist hafa verið sjö ár að skrifa bókina meðfram annarri vinnu, en hann hefur meðal annars starfað sem blaðamaður. „Hugmyndin var upprunalega sú að semja barnabók sem myndi færa mér einhverja aura því ég var blankur á þessum tíma. En svo varð til allt öðruvísi bók en ég ætlaði. Eins og titillinn ber með sér þá leikur djöfulskapurinn stóran þátt í verkinu og sögurnar sem þar eru sagðar eru tilbrigði við djöfulskap. Í aðra röndina byggi ég einnig á færeyskri sagnfræði og færeyskri sögu kringum 1880 og eftir það. Aðalpersónurnar eru tvær, trúboðinn Matthias sem er af íslenskum ættum og maður sem heitir Bænadikt. Bænadikt er nokkurs konar vampíra sem á rætur í Austur-Evrópu og er ímynd þess djöf- ulskapar sem maðurinn ræður ekki við. Matthias er þá illskan sem maðurinn er valdur að. Í persónu Matthiasar notast ég við ákveðna íslenska fyrirmynd. Ég las einu sinni Píslarsögu Jóns Magnússonar og mér finnst brjálæðið í honum stafa af því að í raun og veru trúir hann ekki. Matth- ias á í stökustu vandræðum með að trúa og er reiðubúinn að fremja allskonar óhæfuverk í því skyni að þvinga guð til að gefa honum trú. Matthias á sér líka aðra fyrirmynd en bara Jón Magnússon, en í Færeyjum var þekktur trúboði sem hét Victor Danielsen, en Matthias er einmitt Danielsen og það er ýmislegt í ævi Matth- iasar sem er ákveðin samsvörun við Victor. En verk mitt er auðvitað fyrst og fremst skáldskapur.“ Í bókinni er fjöldi neðanmálsgreina þar sem ýmsu í sögunni er mótmælt harðlega. Hver er hugsunin á bak við þessar neðan- málsgreinar? „Í upphafi var þetta eiginlega bara smá- grín eins og hjá Heinesen í Glötuðu snill- ingunum, en um leið vakti sömuleiðis fyrir mér að neðanmálsgreinirnar gætu skýrt ýmislegt sem lesandinn væri í vafa um, eins og heimspekileg hugtök, sjaldgæf orð, lítt þekkta sögulega viðburði og þar fram eftir götunum. En með tímanum þróaðist þarna sjálfstæð rödd og ég gerði mér grein fyrir að það mætti vinna úr þessari hug- mynd með allt öðrum hætti en upphaflega stóð til. Neðanmálsgreinarnar gegna því hlutverki að vera einhverskonar mótvægi við meginmálið og vekja spurningar um eðli eða öllu heldur fáránleika þess að frá- sögn geti nokkurn tíma verið hlutlæg eða raunsönn, svona eins og þegar Eiríkur Örn Norðdahl býður lesanda sínum upp á tvo mismunandi enda í Illskunni sinni.“ Ertu að vinna að nýrri bók? „Núna er ég að skrifa bók um íslenskt skáld og athafnamann sem heitir Benedikt Einarsson og er fæddur 1860. Á sínum tíma las ég bók Guðjóns Friðrikssonar um Einar Benediktsson og eftir það las ég ljóð Einars og fannst þarna vera efni í sögu. Ég er ekki að semja ævisögu Einars Bene- diktssonar upp á nýtt eða endurtúlka hana heldur nota ég Einar sem eins konar fyr- irmynd. Í sögunni er aðalpersóna mín Benedikt á ferðalagi til Þýskalands í óskýr- um erindum. Hann ætlar að koma athafna- ferli sínum af stað á nýjan leik en lendir í vitleysu. Svo er afturlit í sögu hans frá því hann fæðist, fjallað er um æskuár hans og tengsl hans við móður sína og aðrar konur í lífi hans. Það er sitthvað athyglisvert og skemmtilega mótsagnakennt við þennan 19. aldar mann sem er að reyna að vera 20. aldar maður.“ EINAR BENEDIKTSSON ER FYRIRMYND Í BÓK SEM CARL JÓHAN ER AÐ SKRIFA Tilbrigði við djöfulskap „Í aðra röndina byggi ég einnig á færeyskri sagnfræði og færeyskri sögu kringum 1880 og eftir það,“ segir Carl Jóhan Jensen um hina miklu skáldsögu sína, Ó - sögur um djöfulskap. Morgunblaðið/Kristinn CARL JÓHAN JENSEN VAR SJÖ ÁR AÐ SKRIFA SKÁLDSÖGU SÍNA Ó - SÖGUR UM DJÖFULSKAP SEM ER AÐ KOMA ÚT Í ÍSLENSKRI ÞÝÐINGU. Það er úr svo mörgu að velja að ég ætla að takmarka mig við bækur sem hafa alveg sérstakt tilfinningalegt gildi í mínum huga. Fyrst ber að nefna Ljóðmæli Páls Ólafssonar en við þau tók ég ástfóstri sem barn. Ljóð úr austri, þýðingar Helga Hálfdan- arsonar, opnuðu seinna fyrir mér nýjan heim og mér hlýnar um hjartarætur við að hugsa um Kvæðasafn Þórarins Eldjárns. Svo er það Ís- landsklukkan eftir Halldór Laxness. Ég steig fyrst á fjalir Þjóðleikhússins sem lærð leikkona í leik- gerð Sveins Einarssonar á Íslandsklukkunni árið 1985. Lék fjöldann allan af smáhlutverkum í sýning- unni og eyddi meiri tíma í búningaskipti og smink en inni á leiksviðinu sjálfu. Það var góður kostur því raddir margra okkar bestu leikara hljómuðu í hátalarakerfinu á með- an og gera enn í huga mér. Ofvitinn eftir Þórberg Þórðarson og Manntafl eftir Stefan Zweig voru órjúfanlegur hluti uppvaxtaráranna en Híbýli vind- anna eftir Böðvar Guðmundsson hef ég lesið margoft með nem- endum mínum. Vandað og vel skrifað verk sem minnir mann á að inn- flytjendur hvaðan sem þeir koma eru ætíð í leit að betra lífi. Það eru óskaplega mörg ár síðan ég las Ég lifi eftir Martin Grey sem er mikil örlagasaga og hafði svo djúp áhrif á mig á sínum tíma að ég svaf ekki í margar nætur. Að lokum vil ég nefna þrjár bækur sem komu róti á hugann og til- finningin sem kviknaði við lesturinn vaknar í hvert sinn sem ég heyri nöfnin; Grasið syngur eftir Doris Lessing, Saga þernunnar eftir Margaret Atwood og Þúsund bjartar sólir eftir Khaled Hos- seini. Í UPPÁHALDI SÓLVEIG PÁLSDÓTTIR RITHÖFUNDUR Sólveig Pálsdóttir er ástríðufullur lesandi og nefnir hér bækur sem hafa sérstakt tilfinningagildi fyrir hana. Morgunblaðið/Styrmir Kári Margaret Atwood
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.