Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2013 Heilsa og hreyfing „Tilgangurinn með æfingunni er að styrkja vöðvana aftan á lærinu sem eru mjög svo vannýtt auðlind í okkar daglega lífi. Þar að auki er einstaklega skemmtilegt að fylgjast með fólki gera þessa æfingu þar sem líkur eru á að meðal-Jón og meðal-Gunna, sem ekki hafa gert mikið af þessum hreyfingum, fái smá sinadrátt en ef það gerist skaltu ein- faldlega rétta úr fætinum og teygja aðeins á þessum vöðvum,“ segir Fannar Karvel íþróttafræðingur. „Byrjaðu á að standa upp úr stólnum þín- um og koma þér þægilega fyrir með e-ð til þess að halda í, t.d. stólbakið, kústskaft eða vinnufélagann. Haltu stöðunni á fætinum í a.m.k. 20 sekúndur og alveg upp í 40 sek- úndur ef þú getur, gerðu það sama hinum megin og endurtaktu 3-5x á hvorn fót.“ ÆFING VIKUNNAR Standandi fótakreppur 1. Slakaðu fætinum ró- lega niður þegar tíminn er liðinn og endurtaktu hinum megin. 2. Haltu hælnum þar án þess að hreyfa læri eða hné úr stað, það er; haltu þeim samsíða. Þegar þú finnur að hællinn sígur, hífðu hann aft- ur upp og kláraðu þann tíma sem þú settir þér. 3. Hafðu læri og hné samsíða og lyftu hæl vinstri fótar upp og komdu honum eins nálægt rassinum og mögulegt er. S ætuefnið aspartam hefur víst verið haft fyrir rangri sök í mörg ár. Þegar öllu er á botninn hvolft reyn- ist það hættulaust sé þess neytt í því magni sem meðalmaður gerir. Matvæla- öryggisstofnun Evrópu (EFSA) birti í vik- unni áhættumat á efninu, sem einnig geng- ur undir nafninu E951 innan ESB, og er niðurstaðan sú að aspartam og niður- brotsefni þess séu örugg í því magni sem fólk neytir þess í hefðbundinni fæðu. Samkvæmt mati EFSA er ásættanleg dagleg inntaka (ÁDI) aspartams 40 mg á hvert kíló líkamsþyngdar, sem þýðir að 60 kílóa manneskja má innbyrða 2.400 milli- grömm af aspartam daglega, án þess að það hafi nokkur skaðleg áhrif. Þriggja ára barn má innbyrða 600 mg af efninu dag- lega. Undanskildir eru þó þeir sem þjást af hinum sjaldgæfa efnaskiptasjúkdómi PKU. Upphaflegar rannsóknir voru taldar falsaðar Efnið hefur verið umdeilt frá upphafi og þeir sem voru andsnúnir því á áttunda ára- tugnum leiddu líkum að því að rannsókn- irnar sem bandaríska matvælaeftirlitið byggði mat sitt á hefðu verið ófullnægjandi og jafnvel falsaðar. Helstu rök þeirra sem hafa talað gegn notkun aspartams eru þau að við niðurbrot á efninu í líkamanum verði til skaðleg efni sem safnist upp í lík- amanum og geti m.a. leitt til krabbameins, skemmda á heila og taugakerfi sem geti valdið flogum og jafnvel verið rótin að sjúkdómum á borð við Alzheimers og park- inson. Eitt efnanna sem verða til við nið- urbrotið er metanól sem getur haft eitr- unaráhrif í stórum skömmtum og hafa andstæðingar aspartams haldið því fram að metanólið geti valdið augnskemmdum og sjónskerðingu líkt og tréspíri. Niðurstaða EFSA er hins vegar sú að magn metanóls úr aspartami sé svo lítið að það valdi ekki hættu. Annað efni sem aspartam inniheldur er amínósýran fenylalalin, sem getur haft eituráhrif í stórum skömmtum, sérstaklega á fóstur kvenna sem eru með PKU- sjúkdóminn, en að öðru leyti er ekki talið að magn fenylalalins úr sætuefninu geti farið upp fyrir hættumörk. Hvort niðurstaða áhættumats EFSA bindur enda á áratugalanga deilu um asp- artam verður tíminn einn að leiða í ljós en ef þar verður framhald á er nokkuð ljóst að boltinn er nú hjá andstæðingum efnisins. UMDEILDA SÆTUEFNIÐ ASPARTAM Allt í plati, allt í lagi? Margir hafa velt því fyrir sér undanfarin ár hvort hægt sé að borða mat sem inniheldur aspartam áhyggjulaus. Sykurlausir gosdrykkir innihalda gjarnan sætuefnið og það er einnig að finna í mörgum öðrum sykurlausum eða sykurskertum vörum. Morgunblaðið/Eggert Hvað er aspartam? Aspartam er efnafræðilega tilbúið sætuefni sem á uppruna sinn á tilraunastofu. Það var fundið upp árið 1965 og fékk endanlegt samþykki bandaríska matvælaeftirlitsins sextán árum síðar. Upphaflega var aspartam selt undir nafninu NutraSweet og varð gífurlega vinsælt sem staðgengill sykurs í mat og drykk. Efnið gefur nærri jafnmargar hitaeiningar og venjulegur borðsykur en er 200 sinnum sætara svo það þarf mun minna magn af því til að gefa sætubragð og þannig er hægt að skera niður hitaeiningar í matvælum. Í hálfum lítra af sykurlausum kóladrykk eru u.þ.b. 1,5-2 hitaeiningar samanborið við rúm- lega 200 hitaeiningar í sama magni af sykruðum kóladrykk. ASPARTAM ER NOTAÐ Í STAÐ SYKURS Í MARGAR TEGUNDIR MATVÆLA EN NOTKUN EFNISINS HEFUR VERIÐ GAGNRÝND Í MÖRG ÁR. NIÐURSTAÐA ÚR NÝRRI RANN- SÓKN MATVÆLAÖRYGGISSTOFN- UNAR EVRÓPU VIRÐIST ÞÓ BENDA TIL ÞESS AÐ EFNIÐ SÉ SKAÐLAUST SÉ ÞESS NEYTT Í LITLU MAGNI. Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com * „Meira en 9.000 af mínum skotum á ferlinum hafa geigað. Ég heftapað næstum 300 leikjum. 26 sinnum hefur mér verið treyst fyrirsigurskoti í leik en ég brugðist. Ég hef gert mistök aftur og aftur í lífinu. Og það er þess vegna sem ég næ árangri.“ Michael Jordan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.