Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 28
*Matur og drykkir Í gegnum tíðina hafa smákökuuppskriftir breyst en gamlar og góðar standa þó fyrir sínu »32
F
yrir óralöngu þýddi enska orðið „meat“
jafnframt og einfaldlega „matur“, hvort
sem það var fæða úr jurta- eða dýrarík-
inu, og þá er létt að sjá skyldleika ís-
lenska og enska orðsins, svona fyrir orðsifja-
áhugafólk.
Upprunalega var reyndar kjöt í „mincemeat“
eins og sjá má í enskum uppskriftum frá 15.
öld. Þá var hakkað saman kjöt, mör, beinmerg-
ur, þurrkaðir ávextir, krydd og edik eða vín til
að búa til fyllingu í alvöru kjötbökur sem voru
einfaldlega borðaðar sem aðalmáltíð. Á 18. öld
var farið að nota eimuð vín í fyllinguna, þá
helst koníak, og á endurreisnartímanum jókst
notkun krydda á borð við negul, kanil og músk-
at og þar með breyttust uppskriftirnar líka.
„Mincemeat“ varð sætara með aukinni notkun
sykurs og hærra hlutfalli ávaxta og bökurnar
voru þá frekar borðaðar sem eftirréttur.
En með tímanum var farið að líta á þessar
bökur sem gamaldags rétt, eitthvað sem sveita-
fólk bjó bara til ofan í heimilisfólkið en þótti
ekki mjög fínt. Á Viktoríutímabilinu komust
þessar bökur hins vegar í tísku sem hluti af
enskum jólakræsingum, sennilega fyrir það að
vera þjóðlegur og gamaldags réttur, svipað og
margt af því sem prýðir íslensk jólaborð í dag.
Lengi vel var mör eða smjör notað í fyllinguna
þrátt fyrir að kjötið hafi vikið en í dag er
„mincemeat“ búið til úr hökkuðum þurrkuðum
ávöxtum og hnetum, koníaki og kryddum.
Þetta mauk er síðan notað í litlar bökur sem
eru órjúfanlegur hluti af jólahefðinni í Bret-
landi. Nútímafólki til hægðarauka er hægt að
kaupa tilbúið „mincemeat“ í krukkum svo fæst-
ir búa jólabökurnar til frá grunni.
Útfærslurnar eru margar en algengt er að
bökurnar séu um 10-14 cm í þvermál. Böku-
deigið er einfalt smjördeig, það er flatt út frek-
ar þunnt, hringir skornir út og hver þeirra
pressaður ofan í lítil bökuform, annaðhvort
mótabakka eða stök bökuform, jafnvel einnota
úr álpappír. Fyllingin er síðan sett ofan í með
skeið og bökunni lokað með meira deigi og
barmarnir pressaðir saman með gaffli. Eins er
vinsælt að móta stjörnur úr deiginu og leggja
þær yfir fyllinguna. Svo er flórsykri sáldrað yfir
bökurnar áður en þær eru bornar fram. Hægt
er að borða ensku bökurnar hvort sem er kald-
ar eða volgar úr ofninum (gætið að því að fyll-
ingin verður sjóðheit), þær geymast í loftþéttum
umbúðum í nokkurn tíma og svo er líka hægt
að frysta þær og hita þær dálítið í ofni eða ör-
bylgjuofni áður en þær eru borðaðar. Rjómi eða
ís á engan veginn við þessar bökur, kannski
þunn vanillusósa eða hið enska koníaks- og
rommbætta smjör, en allt er jú leyfilegt. Enska
jólabakan nýtur sín alltaf best á hráslagalegum
desemberdegi, saðsöm og volg og að sjálfsögðu
með góðum tebolla á kantinum.
AFP
KJÖTLAUSAR ENSKAR „KJÖTBÖKUR“
Misskildar enskar jólabökur
Í FLESTUM ENSK-ÍSLENSKUM ORÐABÓKUM ER „MINCE PIE“ ÞÝTT SEM „KJÖTHAKKSBAKA“ – KANNSKI EKKI UNDARLEGT ÞAR SEM „MINCE(D) MEAT“ ER HAKKAÐ KJÖT OG
„MINCE“ ÞÝÐIR JÚ „AÐ HAKKA/HAKK“. NÚ TIL DAGS ER ÞETTA HINS VEGAR KOLRÖNG ORÐABÓKARÞÝÐING ÞVÍ ÞETTA ENSKA JÓLAGÓÐGÆTI INNIHELDUR EKKI EINA
EINUSTU ÖRÐU AF KJÖTI! ÞETTA ERU LITLAR, SÆTAR BÖKUR FYLLTAR MEÐ „MINCEMEAT“ SEM ÞRÁTT FYRIR NAFNIÐ INNIHELDUR HELDUR EKKERT „MEAT“ (KJÖT).
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com
Bökurnar sem Ingibjörg Rósa fjallar
um eru til í mörgum útgáfum.
350 g mincemeat (fæst m.a. í Pipar
og salt á Klapparstíg)
225 g hveiti
2 msk. sykur
125 g ósalt smjör í teningum
1 egg (hrært)
Aðferð: Blandið hveiti, sykri og smjöri
saman í hrærivél eða matvinnsluvél og
bætið svo egginu rólega út í smátt og
smátt. Hnoðið deigkúlu í höndunum, hylj-
ið hana og setjið í kæli í a.m.k. eina
klukkustund. Fletjið deigið út þunnt og
skerið út stóra hringi sem geta hulið
bökumótin. Skerið út jafnmarga minni
hringi, eða stjörnur (gott til að drýgja
deigið), til að setja ofan á fyllinguna sem
er sett í hverja böku. Ef þið lokið bök-
unum alveg, stingið þá gat á toppinn og
penslið bökurnar með mjólk áður en þær
eru settar í 200°C heitan ofn. Bakið í
u.þ.b. 20 mínútur þar til þær eru gull-
inbrúnar. Passið að kæla bökurnar dálítið
áður en þær eru smakkaðar, fyllingin
verður sjóðheit.
Sagan segir að fólki hafi átt að
borða eina böku á hverjum degi jóla,
tólf alls, því það myndi færa því 12
hamingjuríka mánuði. Í dag er talið
að hver Breti borði að meðaltali 27
„mince pie“ yfir jólin. Að því gefnu
að hver baka jafnist á við handfylli af
smákökum, mætti þá kannski ætla
að Íslendingar borði að meðaltali
jafnmikið af jólasmákökum?
Enskar jólabökur
(10-12 stk.)