Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2013 Bremsurnar eru ýmist vökvabremsur eða segulbremsur og hefur hvor gerðin sína kosti. Segulbremsur eru í æfingagræjum frá hol- lenska fyrirtækinu Tacx sem ég prófaði fyrir stuttu, en það hefur sérhæft sig í æfingagræjum fyrir hjólaáhugafólk og atvinnumenn. Fyrst prófaði ég einfalda gerð þar sem afturhjólinu er skellt í statíf og síðan sett plata undir framhjólið til að lyfta því aðeins frá gólfinu. Það var sáraeinfalt að koma tækinu upp, en kostaði þó handavinnu, enda sá galli á dótinu að ef maður ætlar að setja hjól með minni eða stærri dekk í þarf að skrúfa og smella og bogra. Flóknari græjur er hægt að fá frá Tacx og þar líst mér einna best á Bushido for tablet, því þá er hægt að nota iPad til að stýra álagi, enda er inn- byggt Bluetooth í bremsuhúsið sem gerir kleift að láta iPadinn, sem maður er með í sérstakri grind framan á hjólinu, fylgjast með álagi, hraða og tilheyr- andi og líkja eftir þekktum hjólaleiðum. Meðal annars er hægt að fá myndskeið með þekktum leiðum hjá Tacx – frábær leið til að halda sér í formi. Einfaldari græj- an, Booster, kostar 69.990 í versluninni Tri á Suður- landsbraut, en sú Bushido-týpa sem tengja má við iPad kostar 175.990 kr. Ef fara þarf langa leið í þæfingsfærð er freistandi að fara frekar í í ræktina til að koðna ekki niður: Það er þó hægt að setjastá hjólið heima í stofu og taka góðan hjólasprett áður en farið er í vinnuna, eða þegar komið er heim því að auðvelt er að koma sér upp græjum til að hjóla heima. Tvennskonar tól nýtast vel til að hjóla heima í stofu, ann- arsvegar nota menn grind með keflum sem lögð er niður og síðan hjólað á og hinsvegar er afturhjólið fest í statíf með bremsu og síðan er hægt að stilla viðnám og tilheyrandi. Fyrri aðferðin er góð fyrir þá sem þjálfa vilja úthald og tækni, en sú síðari býður upp á fleiri möguleika, ekki síst þegar bú- ið er að tengja græjuna við tölvu. Kosturinn við að vera með stillanlega bremsu við aft- urhjólið er að þá er hægt að breyta álagi, til að mynda líkja eftir því hvernig er að hjóla upp brekku, og síðan getur maður notað gírana á hjólinu eins og vanalega. UPP OG NIÐUR ALPANA EINS OG HJÓLREIÐAMENN VITA ÞÁ ER VEÐUR NÁNAST ALDREI VONT Á ÍSLANDI, AÐEINS MISGOTT. AÐ ÞVÍ SÖGÐU ÞÁ KOMA DAGAR SEM ERFITT ER AÐ HJÓLA UTAN DYRA, EN ÞÁ MÁ SKELLA HJÓLINU UPP Í STOFUNNI. Græja vikunnar * Nokkur hávaði getur skap-ast af því að hjóla í æfingatæki, bæði er hvinur af hjólinu sjálfu og síðan af núningi afturdekksins við bremsuna. Skynsamlegt er að kaupa sér sérstök æf- ingadekk, en ég notaði slitið, nánast slétt, sumardekk sem dugði vel. * Það að hjóla upp brekkur ergefandi, ekki síst þegar maður er kominn upp á brekkubrúnina og lætur sig svo renna niður (eða gefur í). Fullkomnustu græjurnar frá Tacx líkja eftir þessu með því að gefa aukasnúning á bremsu- keflið. ÁRNI MATTHÍASSON * Bushido-græjan sem nefnder hér til hliðar hefur þann kost meðal annars að ekki þarf að stinga henni í samband, maður framleiðir rafmagnið sjálfur með því að hjóla. Fyrir vikið er hægt að kippa henni með hvert sem er, nú eða taka sprett í Tour de France úti á bílaplani eða úti í garði. Fyrir sjónvarpsfíkla Apple TV Apple TV hefur notið mikilla vinsælda allt þetta ár og er þegar komið inn á mörg heimili. Það er ekki að ástæðulausu, því þessi sniðuga græja hefur alla burði til að gjörbreyta fjölmiðlanotkun fjölskyldunnar, hvort heldur er til að horfa á kvikmyndir, sjónvarpsþætti eða hlusta á tónlist. Apple TV tengir saman saman sjónvarpið, heimabíóið, tölvur og snjalltæki með einföldum hætti. Hægt er að nota það til að streyma efni frá Vimeo og Youtube, en einnig sérhæfðari rásum eins og NBA League Pass, svo dæmi sé tekið. Fyrir listamenn Snjallblýantur frá Fiftythree Eitt vinsælasta forrit sem gert hefur verið fyrir iPad er teikniforritið Paper sem er frá- bært til þess að skissa hugmyndir og taka glósur og annað slíkt og margverðlaunað sem slíkt. Nú er hægt að fá sérstakan snjallblýant frá sömu fram- leiðendum sem er sérstaklega ætlaður til þess að nota með forritinu og gerður til þess að teikna og skrifa á snertiskjái líkt og með blýanti á blað. Á öðrum endanum er oddur til að teikna með, en á hinum endanum er strok- leður, líkt og um venjulegan blýant væri að ræða. Snjallblýant- urinn er fáanlegur með bæði ál- og viðaráferð og er þannig í lag- inu að hann rúllar ekki burtu. Hann er einnig með lítinn segul á einni hlið sem gerir kleift að festa hann á segulmögnuðu hliðina á iPad þegar hann er ekki í notkun. Líkt og fleiri hlutir á þessari síðu tengist hann iPad í gegnum Bluetooth-tækni. Hægt er að hlaða hann í gegnum USB og hleðslan endist í allt að mánuð. Merkilega sniðug græja. Fyrir íþróttafólk Fitbit Force Fitbit Forcer er nýjasta útgáfa af hinu vin- sæla Fitbit-armbandi sem mælir hreyf- ingar. Það er með innbyggðan hæðarmæli, hröðunarmæli, skrefateljara og reiknar út hvað þú brennir af kalóríum. Tækið sýnir hve marga stiga þú hefur gengið, hve lengi þú hefur verið að, hve langt þú hefur far- ið, en líka hve mikið og vel þú hefur sofið. Armbandið er með lítinn OLED-skjá sem sýnir núverandi stöðu. Og já, þetta tæki tengist lika öðrum snjalltækjum í gegnum Bluetooth og þar geturðu skoðað öll gögn aftur í tímann og fylgst með breyt- ingum. Þá er líka hægt að tengja það við vinsæl forrit sem mæla hreyfingu líkt og Runkeeper og My Fitness Pal. Fyrir hlauparann Þráðlaus heyrnartól Fólk sem hleypur þekkir vel að snúrur úr heyrnartólum geta verið til eilífs ama. Þá kemur sér vel að geta einfaldlega haft þráð- laus heyrnartól og verið laus við snúrufarganið. Þráðlaus heyrnartól tengjast við símann í gegnum Bluetooth og ganga fyrir rafhlöðum sem þarf að hlaða. Algengur notk- unartími er um fjórar klukkustundir, sem kemur flestum langleiðina í gegn- um maraþon. Og ef einhver er ekki al- veg tilbúinn í 40+ kílómetra er ágætt að hafa í huga að fátt er betra en að fara í langan göngutúr með góða hljóðbók í eyrunum. Græjur og tækni Fyrir alla Snjallsími Símar hafa verið vinsælar jólagjafir um áraraðir. Sjaldan hefur verið úr eins vöndu að ráða og fyrir þessi jól, því óheyrilegt úr- val af frambærilegum símum er í boði. Fyrir þá sem velja gæði ofar öðru er iPhone 5s líklega besti sími sem völ er á, en aðrir framleiðendur hafa enn ekki náð að samræma í einu og sama tæki vélbúnað, hugbúnað og stýrikerfi í sambærilegum gæðum. Ekki skemmir fyrir að hann hefur nú lækkað um 50.000 kr. og býður nú upp á 4G, sem snarbætir úr helstu göllum símans fram til þessa. Það er þó margt forvitnilegt í boði í Android- geiranum, ekki síst Nexus fimm síminn, sem er frábær sími, sem líður þó fyrir gæði myndavélarinnar. Samsung hefur einnig notið vinsælda og það ekki að ástæðulausu, en stýrikerfi Sam- sung er ekki allra. Í ódýrari flokknum hefur Nokia Lumia 620 heillað marga, sérstaklega þá sem eru hrifnir af nýju stýrikerfi Windows. Það er í það minnsta úr nógu að velja. JÓLAGJAFALISTI TÆKNITRÖLLSINS SENN KOMA JÓLIN OG TÍMI TIL KOMINN AÐ HUGA AÐ JÓLAGJÖFUM. ÞAÐ GETUR TEKIÐ TÍMA AÐ FINNA RÉTTU JÓLAGJÖFINA FYRIR ÆTTINGJA OG VINI. HÉR ERU NOKKRAR HUGMYNDIR TIL AÐ KOMA ÞÉR AF STAÐ. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Hugmyndir að hörðum pökkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.