Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2013
Ofbeldi gegn börnum hefur eflaust alltaftíðkast í einhverjum mæli innan og utanheimilis. Á síðari árum er allt samfélagið
orðið meðvitaðra um slíkt böl og leitar ráða til að
uppræta það. Það varð mörgum áfall að uppgötva
að inni á ýmsum stofnunum þar sem börn voru
vistuð, beinlínis til þess að búa þeim til örugga til-
veru, viðgekkst ill meðferð og sums staðar skefja-
laust ofbeldi, ekki aðeins af hálfu annarra ung-
menna heldur einnig einstaklinga úr röðum
starfsfólks. Því fer fjarri að þetta hafi verið algilt
en því miður eru dæmin alltof mörg.
Það mun hafa verið í tíð ríkisstjórnar Geirs H.
Haardes að ákveðið var að horfast í augu við liðna
tíð að þessu leyti og finna leiðir til að milda skað-
ann sem unninn hafði verið á sálarlífi fjölda barna
og unglinga í stofnunum á vegum samfélagsins. Á
grundvelli rannsóknarvinnu voru síðan ákveðnar
bætur sem kallaðar hafa verið sanngirnisbætur.
Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráð-
herra, bað fórnarlömb ofbeldis síðan formlega af-
sökunar úr ræðustól Alþingis fyrir hönd rík-
isvaldsins. Margir höfðu blendnar tilfinningar
gagnvart þeirri aðferð að greiða bætur, því þótt
hún hefði sína ótvíræðu kosti hafði hún líka sína
galla. Þannig varð til hvati hjá þeim sem höfðu
verið vistaðir í heimavistarskólum eða stofnunum
að rýna í allt sem hefði misfarist í æsku þeirra og
meta skaðann til fjár.
En jafnframt var þarna komið tilefni til að tak-
ast á við sáran og þungbæran vanda. Og þegar
upp er staðið tel ég að sú nálgun, að greiða sann-
girnisbætur, hafi verið til góðs. Í þeim er fólgin
handföst viðurkenning á samfélagslegri ábyrgð á
meðferð sem í mörgum tilvikum fól í sér gróf brot
á mannréttindum.
Eftir því sem á leið myndaðist breið sátt um
þessar bætur og í framhaldinu urðu þær eins kon-
ar mælikvarði á sanngirni samfélagsins. Sam-
anlagt má ætla að sanngirnisbætur komi til með
að ganga til hátt í þúsund einstaklinga og nema
um tveimur milljörðum króna.
Nú bregður svo við að kaþólska kirkjan á Ís-
landi ætlar seint og um síðir að gera hreint fyrir
sínum dyrum. Ekki gekk það sjálfkrafa fyrir sig að
kaþólska kirkjan tæki við sér. Þótt seint væri þá
skipaði kirkjan rannsóknarnefnd sem skilaði áliti
þar sem ég ætla að staðfest hafi verið margt það
sem alþjóð þekkir af frásögnum einstaklinga sem
urðu fyrir ofbeldi í Landakotsskóla á sínum tíma.
Hvað um það, forsvarsmenn kaþólsku kirkj-
unnar tóku skýrslu sína ekki alvarlegar en svo að
þeir tóku það sérstaklega fram gagnvart fórn-
arlömbum að engin sekt væri viðurkennd en engu
að síður boðin peningaupphæð til að ljúka málum.
Einstaklingur sem beittur var svo ljótu ofbeldi
sem lítið barn að orð fá því vart lýst, átti að fá 170
þúsund krónur í „sanngirnisbætur“. Hann afþakk-
aði þessa sýndarupphæð og hafði reyndar jafn-
framt á orði að hann hefði aldrei ásælst peninga. Í
viðtali við DV segir þessi hugrakki maður: „Af því
að peningarnir skiptu ekki máli. Ég bað bara um
að ég yrði persónulega beðinn afsökunar. Ég vildi
að daginn eftir sættir myndi biskupinn standa upp
í hámessu og biðja mig, Ísleif Friðriksson, afsök-
unar á ofbeldinu og taka utan um mig. Eins og fólk
biður annað fólk afsökunar. Eins og honum þætti
sárt að vita að ég hefði lent í þessu. Eins og það
skipti máli.“
Nú er það svo að þótt þessi einstaklingur hafi
aldrei krafist fjár þá stendur krafan ekki upp á
hann heldur okkur sem samfélag að sjá til þess að
hann sitji við sama borð og önnur börn sem sættu
viðlíka ofbeldi. Þess vegna þarf ríkið að grípa hér
inn í. Málið var rætt á Alþingi í vikunni sem leið.
Menntamálaráðherra sýndi því góðan skilning.
Það er góðs viti.
Beðið um sanngirni!
* Ekki gekk það sjálfkrafafyrir sig að kaþólskakirkjan tæki við sér.
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Ögmundur Jónasson
ogmundur@althingi.is
Rapparinn og uppistandarinn Dóri
DNA, Halldór, bar fram þá spurn-
ingu á twitter í vikunni hvaða lúða-
legu nöfn fólk notaði um facebook
á íslensku. Ekki
stóð á svörum.
Þarna komu upp
orð eins og Fas-
bók, Fésskrudda,
Trýnið, Fésið og
Feisið. Erni Úlfari Sævarssyni þykir
Flettismetti skemmtilegast en Bragi
Valdimar Skúlason kom með besta
orðið; Masreiðslubók mín og ykk-
ar.
Efnt var til sérstakrar hátíðarsýn-
ingar á kvikmynd Ben Stiller, Wal-
ter Mitty, sem var
meðal annars
mynduð á Íslandi á
síðasta ári. Þor-
steinn Guð-
mundsson leikari
skrifar á Facebook í gær; „Ég get
sagt frá því núna að ég fór í leik-
prufu fyrir skipstjórann í mynd Ben
Stillers en fékk ekki hlutverkið, trú-
lega af því að ég er takmarkaður
leikari og frekar óskipstjóralegur.
Það gæti líka hafa skemmt fyrir mér
að bera alltaf fram orðið „por-
poise“ eins og „purpose“ sem
merkir tilgangur. Ég átti að öskra
„Varaðu þig á hnísunni!“ sem hefur
þá komið út „Varaðu þig á tilgang-
inum!“ (sem mér finnst nú reyndar
bara enn flottara).“
Vera Sölvadóttir kvikmynda-
leikstjóri svarar Þorsteini og segir
að hann gæti örugglega fengið
vinnu sem hvalaleiðsögumaður
með þessa einstöku hæfileika.
„White beaked dolphins og Por-
poises eru mjög algeng hér um
slóðir. Athugaðu að „beaked“ er
borið fram „bíkt“. Þá ertu góður.
Enda er að vera leikari oftast það
sama og að vera listamaður svo
það er kominn tími til að þú fáir
þér almennilega vinnu!“ segir Vera.
Margrét Erla Maack er komin
með 1.022 fylgj-
endur á Twitter og
vekur athygli á því
í vikunni að hún sé
komin með fleiri
fylgjendur en Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson. For-
sætisráðherrann er með 736 fylgj-
endur.
AF NETINU
Mömmukökur, mömmukossar,
marengsbotnar, kókostoppar.
Kattartungukökur ljúfar
kætast allir litlir stúfar.
Mamma hnoðar, hrærir, bakar
hvítu kremi á kökur makar.
Bóndakökur, sörur sætar
smjörkökurnar hreint ágætar.
Loftkökurnar, léttar, holar,
lagkökur og konfektmolar.
Lakkrískurlið, kakó, smjörið
kókos líka, alveg kjörið.
Súkkulaðisæludraumar,
sírópskökur, lakkrístaumar.
Rúllutertur, randalínur,
rúsínur og magapínur.
Púðursykur, síróp, hveiti
sulta með og pínu feiti.
Spesíur og kókoskransar
kostur þessi í munni dansar.
Piparmyntur, piparjúnkur,
piparkökur, fullur dunkur.
Kökuboxin fyllast fljótt
fer ég fram er allt er hljótt
og fæ mér smakk um miðja nótt.
JÓLABAKSTURINN
Vettvangur
Þórarinn Hannesson á Siglufirði sendi nýverið frá sér
ljóðakverið Um jólin, ríkulega myndskreytt af Marsibil
G. Kristjánsdóttur, listamanni frá Þingeyri. Hún var
útnefnd bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar árið 2009 og
ég er bæjarlistamaður Fjallabyggðar í ár.
Kverið er 34 síður og í svipuðu broti og hið klassíska
kver Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum. Í kverinu
fjallar Þórarin um eitt og annað sem tengist jólunum;
m.a. kemur jólabaksturinn við sögu, Grýla, Þrett-
ándinn, skatan, jólatré og fleira. Einnig er níu vest-
firskum jólavættum gerð góð skil. „Þar er um að ræða
nokkur af börnum Grýlu sem ekki hafa fengið að njóta
sín sem skyldi til þessa, má þar nefna Bjálfansbarnið,
Langlegg, Lækjarræsi, Flotnös og Reykjarsvelg,“
segir Þórarinn.
Kver Þórarinn er selt í veslunum Eymundssonum
allt land.
Sunnudagsblað Morgunblaðsins fékk góðfúslegt
leyfi til að birta eitt ljóða Þórarins, um jólabaksturinn.
Þórarinn Hannesson í Ljóðasetrinu á Siglufirði yrkir
m.a. um órjúfanlegan hluta jólanna - smákökurnar.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Jólabakstur í
bundnu máli