Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 9
15.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Munið að slökkva á kertunum Eldspýtur og kveikjarar eru ekki barnameðfæri. Staðsetjið kveikjara og eldspýtur ávallt þar sem börn ná ekki til. Til eru kveikjarar með barnalæsingum sem eiga að koma í veg fyrir að börn geti kveikt á þeim. Slökkvilið höfuborgasvæðisins Emilía Ísis F yrir helgina fór af stað samstarfsverkefni UN Women, ELLU, Sögu Sig og Lands- bankans. Allur ágóði verkefnisins rennur óskertur í styrktarsjóð UN Women með það markmið að leiðarljósi að afnema of- beldi gegn konum. Katrín María Káradóttir, yfirhönnuður ELLU og Saga Sig, ljósmyndari, unnu saman að hönnun verk- efnisins enteymið hjá ELLu sá um framleiðslu á svo- kölluðum Fiðrildabolum. Vilja sýna konur sem félaga Katrín María segir verkefnið skipta gríðarlegu máli og að málstaðurinn hafi staðið henni nærri mjög lengi. „Hugmyndin á bak við bolina snerist um það hvernig hægt væri að sýna konur sem félaga og reyna að kveða í kútinn þessa mýtu að konur séu konum verstar. Hvað formið varðar á bolurinn að henta fyrir bæði kynin með hliðsjón af kvenlíkama því allt sem er fyrir bæði kynin í dag er í raun hannað með hliðsjón af karllíkama, svo það varð nettur snún- ingur.“ Bolirnir, sem eru framleiddir í Portúgal, eru gerðir úr lífrænni bómull. Katrín segir þær hafa langað til þess að hafa efnin spennandi og aðeins meira í þau lagt. Þær hafi því valið efnin með hliðsjón af því að bolirnir væru klæðilegir, það væri gott að vera í þeim og helst með góðri samvisku gagnvart náttúrunni. „Við vonum að sem flestir sjái sér fært að nota bol- ina, að þetta verði jafnvel uppáhaldsbolur hjá þeim sem eignast hann og að fólk beri hann með stolti,“ segir Katrín en aðeins voru framleiddir 500 bolir. Frá sjónarhóli Sögu Sig, ljósmyndara, tileinkaði hún sér fiðrildahugtakið sem UN Women hafa verið að vinna með lengi ásamt plöntunni melgresi. „Melgresi er í raun landnámsplanta, planta sem bindur saman og býr til jarðveg fyrir aðrar plöntur og með fiðrildaáhrifum erum við að safna pening hér á landi til að búa til jarðveg fyrir jafnari heim og baráttuna gegn ofbeldi gagnvart konum. Melgresið var því mjög táknrænt,“ segir Katrín en þetta hugtak unnu þær síðan saman inn í heildarhugmyndina. Virði stúlkna er eingöngu séð sem vinnuafl á heimili Í ár einblínir styrktarsjóður UN Women á að upp- ræta barnabrúðkaup og sýruárásir. Það er sorgleg staðreynd að á hverjum degi eru um 39.000 stúlkur undir 18 ára aldri gefnar, þving- aðar eða seldar í hjónabönd. Þetta er oft leið foreldra til að létta á heimilishaldi eða hreinlega afla sér pen- inga, þetta lýsir þeirri sorglegu staðreynd að líf eða virði stúlkna í þróunarlöndum er eingöngu séð sem vinnuafl á heimili. „Þegar stúlkur eru gefnar í hjónaband þá hætta þær nánast allar í skóla en algengasta dánarorsök stúlkna 15-18 ára í þróunarlöndum er vegna vanda- mála á meðgöngu eða við fæðingu barna. Það er bæði vegna þess að líkamarnir eru ekki tilbúnir að ganga með barn sökum ungs aldurs og að þeim er ekki sinnt, fá ekki heilsugæslu eða ljósmóðurþjónustu og þetta er gríðarlegt vandamál,“ segir Inga Dóra Pét- ursdóttir, framkvæmdastýra landsnefndar UN Wo- men. Inga Dóra segir UN Women leggja mikla áherslu á að fræða samfélagið með því að koma á samfélagslegri hugarfarsbyltingu til þess að uppræta ofbeldið. Með því að hefja sölu á Fiðrildabolnum fyrir jólin gefur UN Women fólki tækifæri til að gefa gjöf sem gefur áfram. Inga Dóra segir fólk þannig geta tekið þátt í góð- gerðarstarfi með því að láta ekki bara pening af hendi heldur fær það líka til baka. „Við lítum á fiðrildabolinn eins og samvinnuverkefni milli kaupanda og styrkþega. Það eru allir að fá eitt- hvað út úr þessu en að gefa um leið. Við, hjá UN Women, vorum mjög hrifnar af hugmyndafræði bol- anna. Þar er verið að sýna samstöðu kvenna og fjöl- breytileikann. Þetta eru konur á öllum aldri, stærðum og gerðum. Og við lítum á þetta samstarf sem nokk- urskonar kvennanet og systralag.“ SALA HAFIN Á FIÐRILDABOLUM TIL STYRKTAR UN WOMEN Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women, og Katrín María Káradóttir, yfirhönnuður ELLU, í Fiðrildabolunum. Morgunblaðið/Golli Búa til jarðveg fyrir jafnari heim KATRÍN KÁRADÓTTIR, YFIRHÖNNUÐUR ELLU, OG SAGA SIG LJÓSMYNDARI HAFA LAGT LANDSÖFNUN UN WOMEN LIÐ OG HANNAÐ SVOKALLAÐAN FIÐRILDABOL. BOLURINN ER AÐEINS FRAMLEIDDUR Í 500 EINTÖKUM OG ALLUR ÁGÓÐINN RENNUR TIL STYRKTARSJÓÐS UN WOMEN. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.