Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2013
Bækur Guðmundar Páls Ólafs-
sonar heitins setja svip sinn á
bókaskápa um land allt og störf
hans í þágu íslenskrar náttúru eru
landsmönnum vel kunn. Í að-
sendri grein sem birtist í Morgun-
blaðinu skömmu eftir bankahrun,
þann 17. október 2008, sagði Guð-
mundur Páll að í hverju landi
væru í raun tvö hagkerfi. „Annað
snýr að mannlegum athöfnum og
hér er það lamað vegna rangra
ákvarðana og stefnuleysis. Hitt
hagkerfið er náttúra landsins sem
semur sín stef alla daga og býr yf-
ir höfuðstóli sem ávaxtast, fái
náttúran frið til þess. Hagkerfi
náttúrunnar er margfalt mikil-
vægara en hitt vegna þess að það
er fjöregg mannkyns.“ Í blaðinu í
dag er rætt við Blævi Guðmunds-
dóttur og Leif Rögnvaldsson sem
höfðu veg og vanda af því að ljúka
hinsta ritverki Guðmundar Páls,
stórvirkinu um vatnið. Með því er
lagt enn eitt lóðið á vogarskál-
arnar til eflingar því hagkerfi sem
í raun skiptir mestu máli – hag-
kerfi náttúrunnar.
Með þeim verkum sem leiddu
til sakfellingar í Al Thani-málinu
sem dómar féllu um í vikunni kom
enn ein staðfestingin á því að það
hagkerfi sem snýr að mannlegum
athöfnum er eins ófullkomið og
mennirnir sjálfir.
Bankaforstjórar fengu frið en
höfuðstóllinn ávaxtaðist ekki.
Friðinn til athafna nýttu þeir til
markaðsmisnotkunar eins og nú
hefur verið staðfest. Á sama tíma
og hinir þungu dómar falla yfir
bankamönnunum berast fregnir
af flúormengun vegna álvera,
hringdlandaháttar með náttúru-
verndarlög og almennt minni
áherslu á umhverfismál. Það er
freistandi að vísa í orð Guð-
mundar Páls Ólafssonar heitins
og velta upp spurningunni: Hvað
með að náttúran fái nú frið en
ekki stjórnendur banka?
RABBIÐ
Hitt hagkerfið
Eyrún Magnúsdóttir
Þessar vel klæddu unglingsstelpur voru tilbúnar með fargjaldið sitt í vikunni þar sem þær biðu eftir strætisvagni í frostinu. Unga fólkið situr ekki auðum
höndum þessa dagana. Í mörgum grunn- og framhaldsskólum landsins lauk prófum í vikunni auk þess sem aðventunni tilheyra kór- og hljóðfæratónleikar,
jólasamkomur og ýmiss konar aðrar uppákomur. Desember er því mánuður þar sem unglingar landsins eru löglega afsakaðir og þurfa ekki að taka til í
herberginu sínu enda eiga þau nóg með sitt. Þá tekur sinn tíma líka að bíða eftir strætó. julia@mbl.is
AUGNABLIKIÐ
Morgunblaðið/Ómar
BEÐIÐ EFTIR STRÆTÓ
DESEMBER ER ANNASAMUR MÁNUÐUR, EKKI SÍÐUR HJÁ TÁNINGUNUM EN ÞEIM SEM FULLORÐNIR ERU.
ÞAU ÞREYTA PRÓF, KLÁRA RITGERÐIR, SPILA Á JÓLATÓNLEIKUM OG BÍÐA EFTIR STRÆTÓ ÞESS Á MILLI.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hvað? Jólatónleikar Sinfóníuhjómsveitar
Íslands.
Hvar? Eldborgarsalur Hörpu.
Hvenær? Laugardag og sunnudag kl. 14
og 16.
Nánar: Hátíðleg jólastemningin í Hörpu
þar sem hefð er fyrir að áhorfendur
syngi með undir lokin í Heims um ból.
Jól og Sinfó
Hvað? Ævintýrið um
Augastein.
Hvar? Tjarnarbíó.
Hvenær? Laugardag
og sunnudag kl.15.
Nánar: Drengurinn
Augasteinn lendir í höndum jólasvein-
anna en þegar Grýla kemst á snoðir um
tilvist hans æsist leikurinn.
Grýla og Augasteinn
Í fókus
VIÐBURÐIR HELGARINNAR
Hvað? Uppistand Bill Burr.
Hvar? Silfurberg Hörpu.
Hvenær? Sunnudag kl. 20.
Nánar: Bill Burr á að baki langan og
farsælan feril í uppistandi. Hefur einnig
leikið í fjölda kvikmynda og þátta, meðal
annars í Breaking Bad.
Hlátrasköll í Hörpu
Hvað? Aðventu-
tónleikar Karlakórs
Reykjavíkur.
Hvar? Hallgríms-
kirkja.
Hvenær? Laugardag
og sunnudag kl.17.
Nánar: Í ár eru liðin 20 ár síðan Karla-
kór Reykjavíkur hóf að syngja aðventu-
og jólalög.
Afmælisjólatónleikar
Hvað? Jólagleði Brother Grass.
Hvar? Café Rosenberg.
Hvenær? Sunnudag kl. 21.
Nánar: 12 frumsamin, notaleg og tíma-
laus jólalög á notalegum stað í borginni.
Tónlistargleði á aðventu
Hvað? Orðahátíð.
Hvar? Hátíðasalur Háskóla Íslands.
Hvenær? Laugardag kl. 14.
Nánar: Verðlaun veitt fyrir tillögur að
fegursta orðinu. Pistlar um orðaleitina.
Hátíð orðanna
* Forsíðumyndina tók Golli