Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 59
15.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Af skipi með einkennisstafi Vestmannaeyja er hægt að fara með í gönur. (11) 5. Þjáning lítillar manneskju. (4) 7. Heilagt kvæði um afsteypu. (8) 8. Hvað? Höfuð stríðsguðs er á verkfæri. (10) 9. Jólamatur SS gæti einhvern veginn fundist undir staur. (11) 11. Athugið, lægi á því að gera að aðhlátursefni. (7) 12. Hljóð í stikkilsberjum. (4) 13. Dregur úr lélegum. (6) 15. Geri lítið úr einhverjum fyrir neðan. (5) 16. Sá sem er mikið fyrir reglur dettur ekki úr mótinu. (10) 17. Hryggur gerður úr kaðli og vímuefni. (5) 20. Alfa sorgmædd fær egypskan guð sem er á þjóðvegi. (10) 24. Er fyrir einn tré í veislu eftir útför. (6) 25. Núna tef ég einhvern veginn við að skipa. (7) 27. Þyngdarkraftur milli fólks? (12) 28. Renni hálfpottur yfir línu sem skilur að fjöru og land. (9) 31. Fyrsta flokks tíðindin af beitarlandinu. (8) 32. Styrktist þegar heildarstarfið missti harðari. (7) 33. Gæfusöm eins og Simba? (10) 34. Leikföng blandast einu og verða langdregin. (9) 35. Tækið til að safna saman ullarflóka byggir á skipulaginu. (7) LÓÐRÉTT 1. Kraftur, hrós og ílát mynda smiðjublístrur. (9) 2. Lúta að vegamerki. (5) 3. Handfang á vopni fyrir mistök? (9) 4. Á dagatalinu sér hvar kiðlingar eggja bor. (9) 5. Stelpur og Atli blanda lit. (11) 6. Kaup útlendings er sjúkdómur (9) 7. Sleip hlaða pillu. (9) 8. Ryk hérna hjá dýrum. (5) 10. Missa hálfbilaðan sem er ekki samkvæmur sjálfum sér. (7) 14. Verndaðir í A-flokki eru gerðir að jafnstraumi. (9) 18. Beit Artúr næstum því afkomanda á vellinum. (11) 19. Skuld sem vinsæl var í góðærinu eða það að vinna í lottó? (7) 21. Yfirlýsing um árangur í málfræði lýsir snjókomunni. (10) 22. Með dóna keyrði til að ná í tól. (7) 23. Örvast hár á einhvern hátt af ofbeldishneigð? (10) 24. Að spurningu lokinni kemur ásókn. (10) 25. Snúi út í bæjarhluta. (8) 26. Agnúist út í byrjendamistök. (5) 29. Hálfáköf fær lugt frá kraftmiklu. (6) 30. Þekktur náttúruverndarmaður fær krónu þegar hann húðar með málmi. (6) Ég hef tekið þetta dæmi áður:ímyndum okkar að IngvarÁsmundsson hefði verið með á þriðja Reykjavíkurskák- mótinu, hinu svonefnda á Fiske- móti vorið 1968. Ég er ansi hræddur um að hann hefði farið illa út úr samanburði við stjörnur þess móts, Mark Taimanov, Sov- étmeistara 1956, Wolfgang Uhlmann eða Evgení Vasjúkov. En nokkrum áratugum síðar var Ingvar hinsvegar að keppa við þessa þekktu stórmeistara á heimsmeistaramóti öldunga og hafði í fullu tré við þá og hafði stundum betur. Sannar það sem Jón Þorvaldsson er alltaf að segja, að mönnum getur fleygt fram á öllum sviðum langt fram eftir aldri. Áskell Örn Kárason, sem varð sextugur fyrr á þessu ári, er manna líklegastur til að halda uppi merki Ingvars. Í gegnum tíð- ina hefur Áskell meðfram tafl- mennsku unnið ötullega að fé- lagsmálum skákhreyfingarinnar bæði syðra og nyrðra og var for- seti Skáksambands Íslands um nokkurra ára skeið. Áskell varð jafn Friðriki Ólafssyni í 2. sæti á Norðurlandamóti öldunga í Borg- undarhólmi í september sl. Annað sætið gaf þátttökurétt á HM öld- unga og Friðrik bauð sessunaut sínum að tefla fyrir Íslands hönd í Króatíu. Aldursviðmið á heimsmeistara- mótinu sem fram fór við góðar að- stæður dagana 11.-24. nóvember í Rijeka í Króatíu var 60 ár og þar yfir. Hafði Áskell orð á því hversu gott hefði verið að geta einbeitt sér að taflmennskunni og engu öðru. Hann hlaut 7 vinninga af 11 mögulegum og hafnaði í 18. sæti af 200. Árangur hans reiknast upp á 2388 stig, hann rétt missti af áfanga að alþjóðlegum meistara- titli en hækkaði um tæplega 40 stig fyrir frammistöðuna. Gunnar Finnlaugsson tefldi einnig í Rijeka og stóð sig vel, hlaut 5 ½ vinning og varð í 108. sæti. Lítum á bestu skák Áskels sem kom í 9. umferð: Vladimir Karasev (Rússland) – Áskell Örn Kárason Sikileyjarvörn 1. c4 c5 2. Rf3 g6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Bg7 5. e4 Rc6 6. Be3 Rf6 7. Rc3 O-O 8. Be2 d6 9. O-O Bd7 10. Dd2 Rxd4 11. Bxd4 Bc6 12. f3 a5 13. Kh1 Rd7 14. Bxg7 Kxg7 15. f4 a4 Margeir Pétursson lék 15. … Rc5 gegn Chandler í Chicago 1983. Báðir leikirnir eru góðir. 16. Bg4 Rf6 17. Bf3 Da5 18. Dd4 Had8 19. Rd5 Dc5! Besti leikurinn og hér hefði hvítur átt að víkja og leika 20. Dd3. Drottningauppskiptin styrkja stöðu svarts. 20. Dxc5 dxc5 21. Had1 e6 22. Rc3 e5 23. Hxd8 Hxd8 24. fxe5 Rd7 25. e6 fxe6 26. Hd1 Hf8 27. e5? Mislukkuð atlaga. Sjálfsagt var 27. Kg1 Re5 28. Be2 þó svarta staðan sé örlítið betri. 27. … Hxf3! Þetta sást Karasev yfir. Enda- taflið sem nú kemur upp er tals- vert betra á svart og Áskell leysir tæknilega þáttinn afar vel. 28. Hxd7 Bxd7 29. gxf3 Bc6 30. Kg2 g5 31. Kg3 Kg6 32. f4 Kf5 33. fxg5 Kxg5 34. Kf2 Kf4 35. Ke2 Kxe5 36. Ke3 Kf5 37. Re2 e5 38. Rc1 b6 39. a3 h5 40. Re2 h4! 41. Rc3 Þó að hvítur geti lokað fyrir innkomuleiðir kóngsins með 41. Rg1 lendir hann leikþröng fyrr eða síðar. 41. … Kg4 42. Kf2 Kf4 43. Ke2 e4 44. Rd1 Bd7 45. Rc3 Bg4 46. Ke1 Kf3 47. Rxa4 Kg2 48. Rxb6 Kxh2 49. Kf2 e3+ 50. Kxe3 Kg3 51. Ra4 h3 52. Rxc5 Bf5! Valdar „hálfhring“ riddarans. Alls ekki 52. … h2 vegna 53. Re4+ og 54. Rf2. 53. Rb3 h2 54. Rd4 Bg4 Aftur sama þema og síðast. 55. b4 h1=D 56. c5 Dc1 57. Ke4 Dxa3 - og Karasev gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Sextugur Áskell Örn og enn í framför Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morg- unblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 14. desember rennur út á hádegi föstudaginn 19. des- ember. Vinningshafar kross- gátunnar 8. desember sl. eru Ari og Ragnar Blöndal, Njálsgötu 39a, Reykjavík. Þeir hljóta í verðlaun bókina Dísu saga eftir Vigdísi Grímsdóttur. JPV gefur út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.