Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 50
„Ég er meira í þungarokkinu á laugardögum en öðruvísi lögum á föstudögum. Það er ágætt að blanda þessu aðeins,“ segir Vagna Sólveig Vagnsdóttir. É g segi bara allt fínt. Það þýðir ekkert annað,“ segir Vagna Sól- veig Vagnsdóttir þegar ég slæ á þráðinn til hennar vestur í Dýra- fjörð á fallegum desem- bermorgni. Síðan hlær hún þessum dillandi hlátri sem hlustendur Næturvaktarinnar á Rás 2 þekkja svo vel. Um hverja helgi hringir Vagna Sólveig inn til að spjalla við umsjónarmenn þáttarins, Guðna Má Henn- ingsson og Inga Þór Ingibergsson, um allt milli himins og jarðar. Og velja lag til spil- unar – allt frá Metallica að Hauki Mort- hens. Hún er sannkölluð alæta á tónlist. „Ég er meira í þungarokkinu á laug- ardögum en öðruvísi lögum á föstudögum. Það er ágætt að blanda þessu aðeins,“ segir Vagna Sólveig sem er 78 ára gömul. Það er fólki eins og henni að þakka að Næt- urvaktin er óvissuferð af bestu gerð, allt getur gerst í þættinum. Bókstaflega allt. „Já, já, fólk er orðið vant því að ég hringi,“ heldur Vagna Sólveig áfram. „Sumir fara víst ekki að sofa fyrr en ég er búin að ná inn. Þess vegna reyni ég yfirleitt að hringja frekar snemma. Það er ómögulegt að halda vöku fyrir fólki.“ Aftur hlær hún. Þess má geta að þátturinn hefst klukkan 22 og lýkur klukkan 2 eftir miðnætti. Fjöldi hlustenda sendir Vögnu Sólveigu kveðju um hverja helgi og umsjónarmenn Næturvaktarinnar eru ósjaldan spurðir frétta af henni. „Þetta er alveg yndislegt,“ segir hún. „Ég hef eignast fleiri vini gegn- um Rás 2 en á nokkrum öðrum stað í þessu lífi.“ Langaði að senda kveðju Fyrsta símtalið má rekja aftur til ársins 1989. Vagna Sólveig man þó ekki nákvæma dagsetningu. „Fyrstu árin skrifaði ég hjá mér hvað ég ætlaði að tala um og hverjum ég ætlaði að senda kveðju en þeir pappírar týndust þegar ég flutti búferlum hérna á Þingeyri fyrir þrettán árum. Því miður.“ Spurð hvers vegna hún hafi byrjað að hringja inn á Rás 2 svarar hún því til að sig hafi langað að senda vinum og vanda- mönnum kveðju. Eitt leiddi svo af öðru. „Guðni Már Henningsson var þá með þáttinn og við náðum strax mjög góðu sam- bandi. Það er svo gott að tala við hann Guðna. Ég hringdi strax næstu helgina eftir fyrsta skiptið og fljótlega varð þetta að rút- ínu. Það er ekki helgi nema ég hringi í út- varpið. Ef ég er með gesti læt ég þá bara bíða á meðan. Ég er orðin svo háð þessu. Þeir hafa fullan skilning á því, gestirnir.“ Vagna Sólveig missti eiginmann sinn, Snorra Bergsson, árið 1988 og eftir það fór hún að sinna trélistinni af meiri þunga. „Ég notaði næturnar oft til að smíða og þá var upplagt að opna fyrir útvarpið. Seinni árin hefur Rás 2 verið opin hjá mér allan sólar- hringinn. Ég slekk aldrei á henni, ekki einu sinni meðan ég sef.“ Mikil og góð vinátta hefur tekist með Vögnu Sólveigu og Guðna Má enda þótt þau hafi bara einu sinni hist augliti til auglitis. Hann hefur til dæmis verið duglegur að kaupa af henni listaverk gegnum tíðina. „Þegar Guðni frétti að ég spáði í bolla vildi hann endilega senda mér bolla vestur Það er ekki helgi nema ég hringi í útvarpið ALÞÝÐULISTAKONAN VAGNA SÓLVEIG VAGNSDÓTTIR Á ÞINGEYRI HEFUR HRINGT INN Á NÆTURVAKTINA Á RÁS 2 UM HVERJA EINUSTU HELGI Í ALDARFJÓRÐUNG OG ER LÖNGU ORÐIN HLUTI AF ÞÆTTINUM. UM ÁRAMÓTIN VERÐUR NÆTURVAKTIN LÖGÐ NIÐUR OG HEFUR VAGNA SÓLVEIG STRENGT ÞESS HEIT AÐ KVEIKJA ALDREI MEIR Á RÁS 2 OG RÁS 1 Í MÓTMÆLASKYNI. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is * „Ég notaði næturnar oft til að smíða og þá varupplagt að opna fyrir útvarpið. Seinni árin hefurRás 2 verið opin hjá mér allan sólarhringinn. Ég slekk aldrei á henni, ekki einu sinni meðan ég sef.“ 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2013 Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.