Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.12. 2013
Svipmynd
G
uðmundur Kristinsson, fyrr-
verandi bankamaður á Sel-
fossi, er að verða 83 ára.
Hann er höfundur nokkurra
bóka en þar á meðal eru
Heimur framliðinna, ævisaga föður hans
sem ber heitið Kristinn Vigfússon stað-
arsmiður, tvö bindi af Sögu Selfoss og
bókin Styrjaldarárin. Guðmundur er útgef-
andi metsölubókarinnar Sumarlandið, sem
nú hefur verið gefin út i fimmta sinn.
Sumarlandið kom fyrst út fyrir jól árið
2010, rataði á metsölulista, seldist upp á
þremur vikum og var endurprentuð eftir
jól en það upplag seldist einnig upp og
bókin var því prentuð í þriðja sinn og svo
í það fjórða. Nú er fimmta prentun bók-
arinnar komin í verslanir. Í þessari sí-
vinsælu metsölubók lýsa framliðnir andláti
sínu og dvölinni í öðrum heimi.
Þegar Guðmundur er beðinn um að út-
skýra ástæðurnar fyrir vinsældum bók-
arinnar segir hann: „Áhugi á sálarrann-
sóknum og spíritisma er afar útbreiddur
hér á landi, líklega er áhuginn hvergi
meiri í heiminum. Sjúklingar og syrgj-
endur fá ekki svör við því hjá kirkjunnar
mönnum hvað gerist þegar maðurinn deyr,
en í Sumarlandinu eru viðtöl við fólk sem
er dáið, sumt fyrir áratugum, og það lýsir
því nákvæmlega hvernig var að deyja,
hvað við tók og hvernig heimurinn er hin-
um megin. Það er ástæða til að lýsa því
hér í nokkrum orðum hvað gerist þegar
fólk deyr. Þegar gamalt fólk sem liggur á
spítala deyr þá vaknar það yfirleitt í rúmi
hinum megin og sér ættingja sína og ást-
vini og þar verða miklir fagnaðarfundir.
Ef menn deyja hins vegar snögglega þá
vakna þeir í blómabreiðu hinum megin.
Svo eru mörg stig þarna á milli. Hugur
mannsins er svo sterkur að hann mótar
umhverfið hinum megin. Sá sem trúir til
dæmis sterkt á grafarsvefn vaknar gjarnan
í gröf, þeir sem eru mjög vantrúaðir á líf
eftir dauðann vakna í þoku og eru ráð-
villtir og svo eru til ægilegir myrkheimar
fyrir þá sem hafa framið myrkraverk og
svikið aðra. Þeir skammast sín svo mikið
að þeir fara inn í myrkrið.
Frá því Sumarlandið kom fyrst út árið
2010 hef ég fengið fleiri hundruð upp-
hringingar alls staðar að af landinu, að-
allega frá eldri konum, afskaplega
skemmtilegum, sem þakka mér fyrir, sum-
ar eru hreinlega klökkar. Ein þeirra sagði
við mig: „Nú kvíði ég ekki fyrir að deyja,
nú hlakka ég bara til.“ Viðtökurnar sem
Sumarlandið hefur fengið hafa því verið
gríðarlega góðar og það er fremur óvenju-
legt að bók komi út í fimm útgáfum á
þremur árum. Ég er búinn að þýða bestu
kaflana yfir á ensku og er með þá tilbúna
til útgáfu. Ég ætla að skoða það mál bet-
ur eftir áramótin. Svo vísa þeir mér vit-
anlega leiðina hinum megin.“
Gæfa að kynnast afburðamiðlum
Verðurðu aldrei var við vantrú fólks á
spíritisma?
„Fyrir nokkrum áratugum blossuðu upp
með reglulegu millibili i Morgunblaðinu
mjög heiftúðugar deilur um spíritismann
og þá ætluðu menn að kaffæra fylgjendur
stefnunnar en þeir létu ekkert eiga hjá
sér. Nú eru þessir rokkar þagnaðir. Ég
bjóst við að einhverjir myndu gagnrýna
þessa bók en hef til dæmis ekki heyrt eitt
gagnrýnisorð frá prestunum. Sumir þeirra
eru meira að segja farnir að segja í minn-
ingarorðum að nú sé hinn látni kominn í
Sumarlandið og búinn að hitta sína nán-
ustu.“
Hvenær vaknaði áhugi þinn á spíritisma?
„Þegar ég var barn var ég mjög forvit-
inn um það hvað yrði um dáið fólk, en
fullorðna fólkið gaf mér engin svör. Svo
var það í júlí 1966 að við hjónin vorum að
koma úr skemmtiferð á Vestfjörðum og
mættum bíl á blindhæð. Þarna varð afar
harður árekstur og sjúkraflugvél var send
til að flytja Ásdísi konu mína á Landspít-
alann og þar var hún fram að jólum,
hægri fóturinn mjög illa brotinn fyrir neð-
an hné. Læknir vildi taka fótinn af en
annar sagði að það yrði að reyna að
bjarga fætinum. Það var reynt en heppn-
aðist ekki vel og sagt var við konu mína
að nú væri langt og erfitt stríð fram-
undan. Þá hikaði ég ekki við að hringja í
Ragnhildi Gottskálksdóttur í Tjarnargöt-
unni sem var frægur huglæknir, bænheit
og sannkristin. Lögregluþjónn fór með
mér og við bárum Ásdísi þangað upp til
Ragnhildar. Mánuði seinna tók læknir um-
búðir af fæti Ásdísar, ljómaði og sagði:
„Þetta er meiri hamingja Ásdís mín en
hægt var að búast við.“ Ég hef aldrei ver-
ið í vafa um að Ragnhildur bjargaði fæt-
inum.
Þegar sálarrannsóknarfélag var stofnað á
Selfossi kom einn sterkasti miðill í heimi,
Englendingurinn, Horace Hambling, fimm
sinnum til Selfoss og bjó hjá okkur hjón-
unum. 1973 kynntumst við Björgu Ólafs-
dóttur sem var heimilisvinur í þrjátíu ár,
rammskyggn og traustur og góður miðill.
Sjálfur er ég ekki skyggn en það hefur
verið mikil gæfa að kynnast þessum af-
burðamiðlum.
Sonur okkar Ásdísar, Ingvar, fórst í bíl-
slysi í mars 2002. Ekki löngu eftir það
bauð Þorsteinn Pálsson okkur til London
og við vorum hjá þeim hjónum í viku. Ég
var fljótur að fara í aðalstöðvar Sálarrann-
sóknarfélagsins við Hyde Park og bað um
fund með miðli. Ég valdi skyggnimiðil og
við hjónin vorum bæði á þeim fundi, gáf-
um ekki upp nöfn né hvaðan við vorum
og veittum engar upplýsingar sem gætu
komið miðlinum að gagni. Miðillinn lýsti
föður Ásdísar í tíu atriðum og sagði síðan
að sonur okkar væri þarna hjá okkur og
taldi upp um þrjátíu atriði sem tengdust
honum. Það var vita vonlaust að hann
hefði getað vitað þessa hluti án þess að
Ingvar væri þarna. Síðan erum í góðu
sambandi við son okkar í gegnum góða
miðla.“
Þú ert sannfærður spíritisti, en hver
heldurðu að sé tilgangur lífsins?
„Hinum megin eru engir peningar eins
og við notum í jarðlífinu. Þar eru það
góðverkin sem við gerum í lifanda lífi sem
eru hin raunverulegu verðmæti. Tilgangur
jarðlífsins er því að þroska sjálfan sig og
sýna styrk með því að gera sem flest góð-
verk.“
Vantar fólk með lífsreynslu
Mig langar til að fara í aðrar áttir og
ræða aðeins við þig um stjórnmál því ég
veit að þú hefur mikinn áhuga á þeim.
„Ég fór í Menntaskólann í Reykjavík
1947 og þar gekk ég í Heimdall, félag
ungra sjálfstæðismanna. Við vorum í hópi
hvítliða sem stóðu vörð um Alþingishúsið
þegar kommúnistar gerðu árás á það árið
1949 þegar aðildin að NATÓ var sam-
þykkt. Ólafur Thors og Bjarni Benedikts-
son, sem voru sannir foringjar, stofnuðu
lið til að verja Alþingi og ég var í þeim
hópi. Það rigndi grjóti yfir okkur. Svo fór
Bjarni Ben gangandi í mannhafinu framhjá
Landsímahúsinu og inn í Sjálfstæðishúsið.
Ég stóð rétt hjá við dyrnar á Landsíma-
húsinu þegar trylltur kommúnisti stökk á
bakið á Bjarna og tók hann kverkataki.
Nærstaddir björguðu Bjarna sem slapp inn
í Sjálfstæðishúsið og fór þar upp á svið.
Honum var brugðið og vandaði komm-
únistum ekki kveðjurnar.
Það var gaman að vera sjálfstæðismaður
á Suðurlandi og styðja og kjósa Ingólf á
Hellu sem studdi mjög framfaramál á Suð-
urlandi. Þess vegna kusu margir framsókn-
armenn hann líka. Svo reið ógæfan yfir
þegar kjördæmið var stækkað. Suð-
urnesjamenn tóku sig saman um að ná öll-
um fjórum þingsætunum í prófkjöri og
tókst það. Ég sagði á opinberum fundi
sjálfstæðismanna í Hveragerði að ég léti
ekki bjóða mér þetta, ég ætlaði að kjósa
Framsókn. Það kom svo í ljós að sjálf-
Góðverkin
eru hin
raunverulegu
verðmæti
GUÐMUNDUR KRISTINSSON Á SELFOSSI ER
SANNFÆRÐUR SPÍRITISTI. HANN ER ÚTGEFANDI
BÓKARINNAR SUMARLANDIÐ SEM KEMUR NÚ ÚT
Í FIMMTA SINN Á ÞREMUR ÁRUM. GUÐMUNDUR
RÆÐIR UM SPÍRITISMA OG PÓLITÍKINA EN HANN
HEFUR STERKAR SKOÐANIR Á ÞJÓÐFÉLAGSMÁLUM.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
* „Ég bjóst við að einhverjir myndu gagnrýna þessabók en hef til dæmis ekki heyrt eitt gagnrýnisorðfrá prestunum. Sumir þeirra eru meira að segja farnir
að segja í minningarorðum að nú sé hinn látni kominn
í Sumarlandið og búinn að hitta sína nánustu.“
„Ég var einu sinni ungur og hafði ekkert vit á hlutunum en
núna gæti ég stjórnað. Það góða við að eldast er að maður
öðlast þroska og reynslu,“ segir Guðmundur Kristinsson.