Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.12.2013, Blaðsíða 16
Á Champ de Mars í París, við bakka Signu, rís járnturn upp úr jörðinni og nær 324 metra upp til himins. Þetta er að sjálf- sögðu Eiffel-turninn sem heimsbyggðin þekkir svo vel. Turninn er nefndur eftir hönnuðinum Gustave Eiffel og er afar vin- sæll ferðamannastaður. Turninn var byggður árið 1889 í tilefni af heimssýningunni í París sama ár. Eftir sýninguna átti að rífa hann en sem betur fer fékk turninn að standa – þótt oft hafi munað litlu. Eitt sinn hafði borgarráð Parísar boðað til fundar þar sem kosið var um framtíð turnsins og munaði aðeins einu atkvæði að turninn yrði rifinn. Ein af rökunum fyrir því að rífa turninn voru þau að hann gerði ekkert gagn en það breyttist þegar loftskeytasendingar komu til sögunnar og loftnet var sett á toppinn á honum. Þar með var hlutverkið komið og turninn kom að góðum notum í heimsstyrjöldinni síðari við að hlera merkjasendingar Þjóðverja og skipti þannig töluverðu máli fyrir fram- vindu styrjaldarinnar. Mögulegt er að ganga hluta leiðarinnar upp í turninn eða 1.660 þrep en fara verður með lyftu til þess að komast á toppinn. Oft er mikil biðröð til þess að komast upp komast upp og ekki má gleyma því að sama biðröð er til að kom- ast niður aftur. Turninn skiptist í þrjá hluta og er úr járni en ekki stáli. Eiffel óttaðist að ef hann yrði úr stáli myndi hann verða ein stór tónhvísl sem suðaði endalaust í ör- litlum vindi. Turninn var fullgerður 31. mars 1889 og hefur verið fyrirmynd fjöl- margra turna víða um heim. EFTIRLÍKINGAR AF EINU ÞEKKTASTA KENNILEITI HEIMS Eiffel-turninn finnst víða EIFFEL-TURNINN Í PARÍS ER EITT ÞEKKTASTA KENNILEITI FRAKKLANDS. FJÖLDI EFTIRLÍKINGA ER TIL AF TURNINUM UM VÍÐA VERÖLD. SUMAR ÞEIRRA ERU AFAR NÁKVÆMAR EN AÐRAR EKKI. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Eiffel-turninn í Filiatra í Grikklandi er 26 metrar. Eiffel-turninn í París í Frakklandi er 324 metrar. Eiffel-turninn í Las Vegas í Bandaríkjunum er 165 metrar. Eiffel-turninn í Tókýó í Japan er 332,5 metrar.Eiffel-turninn í Hangzhou í Kína er 108 metrar. Eiffel-turninn í Varna í Búlgaríu er 30,4 metrar. * Á annarri hæð Eiffel-turnsinser veitingastaðurinn Jules Vernes en eðli máls samkvæmt er útsýnið hans helsti kostur. * Turninn var hæsta byggingheims til ársins 1931 þegar Empire State-byggingin var reist í New York. * Eiffel-turninn er opinn frá kl.9.30 til kl. 23 frá september fram í miðjan júní. Frá miðjum júní til ágúst- loka er hann opinn til miðnættis. * Turninn vegur 10.100 tonn ogþað þarf 60 tonn af málningu á sjö ára fresti til að mála hann. Eiffel-turninn í Brisbane í Ástralíu er 12 metra hár.*Á haustmánuðum fóru faðir, þrír synir og einn frændi í ævintýralega mótorhjólaferð til Perú »18Ferðalög og flakk Blenheim-höll í Oxfordshire, heimili Marlborough-hertoga um aldir og fæð- ingastaður frænda þeirra, Churchills, er skemmtileg heim að sækja í jóla- búningnum. Virðulegar skreytingar í anda Dickens prýða glæst híbýlin. Ljúfir tónar ómuðu líka úr fögru bókasafninu þegar við lögðum leið okkar þangað á dög- unum. Léku tónlistarmenn þar jólalög fyrir ferðamenn. Ekki var síðra að rölta um landareign setursins í stillunni, en svæðið er ægistórt og fagurt. Slíka daga ber að toppa með því að tylla sér á krá í sunnudagssteik og til- heyrandi. Liggur það vel við í þorpinu Woodstock handan hallarhliðanna. Liggur líka beint við að skrifa þar á jólakort eða tvö yfir púrtvínstári. Víst er að það er víða sem menn kunna að skapa huggulega jólastemningu! Gunnhildur Ásta & Sigurður Úr göngutúr um ensku sveitina - horft yfir að höllinni. Sunnudagssteik og tilheyrandi. Blenheim-höll í jólabúningi Jólaskreytingar í hallaranddyrinu. PÓSTKORT F RÁ WOODST OCK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.