Morgunblaðið - 23.01.2014, Síða 1

Morgunblaðið - 23.01.2014, Síða 1
Morgunblaðið/Árni Sæberg Felldu Atkvæði talin um kjarasamninga Flóafélaganna sem sömdu fyrir um 20.000 félagsmenn en aðeins 15,3% kusu. Já sögðu 46,6%, nei sögðu 53,1%. Ómar Friðriksson Kjartan Kjartansson „Er ekki rétt að næstu skref verði bara að ríkið klári sína samn- inga við sína starfsmenn? Þeir samningar renna út í lok næstu viku,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir að fjöldi aðildarfélaga ASÍ felldi nýgerða kjarasamninga. Gylfi segir ASÍ-fé- lögin nú þurfa tóm til að fara yfir stöðuna hjá sér. Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir að svig- rúmið til launabreytinga hafi ekk- ert aukist við þessa niðurstöðu kosninganna. „Við töldum samn- inginn í efri mörkum þess sem ásættanlegt væri og það mat okkar er óbreytt,“ segir hann. Mikil óvissa er komin upp í kjaramálum eftir að meirihluti að- ildarfélaga ASÍ hafnaði kjara- samningunum, þ. á m. Flóafélögin og 11 aðildarfélög Starfsgreina- sambandsins. VR sem hefur á að skipa rúmlega 24.600 félagsmönn- um samþykkti þá hins vegar og það gerðu fjölmörg önnur félög. Voru samningarnir samþykktir í félögum með rétt rúmlega helm- ingi allra launaþega innan ASÍ sem atkvæðisrétt áttu. Kosningaþátt- taka var dræm. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, kennir aðgerðarleysi rík- isstjórnarinnar um að félagsmenn hans hafi fellt samningana. Hún hafi ekki lagt sitt af mörkum til að ná stöðugleika og temja verðbólgu. Óbreytt svigrúm til hækkana  Forseti ASÍ segir næsta skref að ríkið klári samninga við sína starfsmenn  Mikil óvissa um framhald í samningamálum eftir að fjöldi ASÍ félaga-felldi MFlókin staða » 6 F I M M T U D A G U R 2 3. J A N Ú A R 2 0 1 4 Stofnað 1913  19. tölublað  102. árgangur  MUN ÍSLENSKT VISKÍ SIGRA HEIMINN? FLUTTU Í HESTHÚSIÐ KONA ÍÞRÓTTA- MAÐUR ÁRSINS 8. SKIPTI Í RÖÐ REGLUR ÚT Í HÖTT 24 AFREKSMENN Á AKUREYRI 22VIÐSKIPTABLAÐ –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG Mikil uppbygging Alls verða rúmlega 250 herbergi í hótelinu og 90 íbúðir.  Stefnt er að því að framkvæmdir við nýtt hótel við hliðina á Hörpu og íbúðarhúsnæði á nærliggjandi lóð hefjist á þessu ári og ljúki á fyrri- hluta ársins 2017. Áformað er að rúmlega 250 herbergi verði í hót- elinu og 90 íbúðir auk verslana í fimm byggingum sem verða reistar næst hótelinu. Heildarfjárfesting verkefnisins er áætluð um 14 millj- arðar króna. Reiknað er með því að framkvæmdin skapi jafnvel yfir 200 ný störf og að á milli 100 og 150 starfsmenn vinni á hótelinu sjálfu þegar það er tilbúið. »26 14 milljarða fram- kvæmd á Hörpureit Færri reyktu í fyrra en árið þar á undan. Árið 2012 reyktu 13,8% landsmanna daglega en samkvæmt nýrri skýrslu embættis landlæknis um tíðni reykinga árið 2013 hefur hlutfallið lækkað nokkuð á milli ára. Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá embætti land- læknis, segir það ánægjulegt að enn dragi úr daglegum reykingum en á móti komi að aðeins aukist fjöldi þeirra sem segjast reykja öðru hverju. Karl Andersen, hjartalæknir á Landspítalanum, situr m.a í fagráði í tóbaksvörnum. Hann segir að gott forvarnastarf á Íslandi sé að skila sér núna í fækkun daglegra reyk- ingamanna en hann vill efla for- varnir enn frekar. Karl vill að síga- rettupakkinn hækki verulega í verði, upp í allt að 4000 kr. »16 Reykingamönnum fækkaði í fyrra  Sigurður Ingi Sigurðsson sem rek- ur vistheimilið Hamarskot ásamt Gerði Hreiðarsdóttur, eiginkonu sinni, segir að kerfið þurfi að geta fyrr og ákveðnar gripið inn í ef ung- lingur er augljóslega á kolrangri braut, kominn á kaf í fíkniefna- neyslu og innbrot. Bæta þurfi við einhvers konar unglingameðferð sem sé lokuð að einhverju leyti. Gerður tekur undir þetta. Krakkar í neyslu geti fengið inni á Vogi en þeir geti líka gengið þaðan út sjálfir, jafnvel samdægurs. »38-39 Þarf að vera hægt að grípa fyrr inn í Batnar Frá vistheimilinu Hamarskoti. Morgunblaðið/Golli Danir fóru á kostum gegn Íslendingum í leik liðanna í Evrópumótinu í handknattleik í gærkvöldi og unnu öruggan sigur, 32:23. Á myndinni er Björgvin Páll Gústavsson varnarlaus í markinu. Ísland leikur gegn Pól- landi um fimmta sætið í keppninni klukkan 15 á föstudaginn. » Íþróttir Leikið um fimmta sætið AFP Danir of sterkir fyrir Íslendinga Hjálmar Sveinsson, stjórnar- formaður Faxaflóahafna, segir að stjórn fyrirtækisins muni líklega flýta stjórnarfundi til að hægt sé að taka afstöðu til erindis ASÍ vegna gjaldskrárhækkana fyrirtækisins. Að meðaltali hækki gjaldskrár fyrirtækisins um 3,8%. „Þetta fyrirtæki mun ekki skorast undan því að fjalla af fullri alvöru um svona erindi. Fyrirtækið hefur líka ákveðna ábyrgð í sínum eigin rekstri. Það þarf að vega þetta og meta,“ segir Hjálmar. Sorpa hefur hækkað suma gjald- flokka um 1,04% og segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, stjórnarfor- maður Sorpu, að á næsta stjórnar- fundi verði rætt hvort afturkalla eigi hækkunina. Annað hvert fyrirtæki á svörtum lista ASÍ er hjá hinu opinbera. »6 Faxaflóahafnir munu endurmeta hækkanir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.