Morgunblaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014
Síðasta ríkisstjórn lagðist í her-leiðangra gegn mörgu sem
gott er. Eitt af því er íslenskur
sjávarútvegur en vinstri stjórnin
hafði að sérstöku markmiði að
koma honum á
kné.
Skilvirkt ogskynsamlegt
fiskveiðistjórn-
arkerfi, sem ver-
ið hefur fyrirmynd annarra þjóða
og fært íslenska sjávarútveginn í
fremstu röð, skyldi eyðilagt og
sjávarútvegurinn nánast þjóðnýtt-
ur í gegnum ofurskattheimtu sem
á sér engan líka.
Útgerðin neyddist til að kippaað sér höndum í fjárfest-
ingum vegna þessara fjand-
samlegu aðgerða og neikvæðar af-
leiðingar stefnunnar hafa komið
fram víða.
Meintar röksemdir fyrir ofur-skattheimtunni voru þær að
góð afkoma sjávarútvegsins rétt-
lætti að á hann yrðu lagðar slig-
andi byrðar. Þá horfðu formæl-
endur ofurskattheimtunnar
framhjá ýmsu, meðal annars því
að í sjávarútvegi skiptast á skin og
skúrir. Nú er til að mynda komið
fram að mikil verðlækkun hefur
að undanförnu orðið á afurðum í
uppsjávarveiðinni svo nemur tug-
um prósenta.
Deildarstjóri uppsjávarsviðs HBGranda upplýsir hér í blaðinu
í gær að 75% af framlegð veiðanna
fari nú í veiðigjöld, sem hafi tvö-
faldast á milli ára. Hjá Síldar-
vinnslunni er staðan þannig að
framlegð kolmunnaveiðanna mun
ekki standa undir veiðigjöldunum.
Þetta er vitaskuld ástand semengin stjórnvöld geta látið
viðgangast.
Ofurskattheimtan
heldur áfram
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 22.1., kl. 18.00
Reykjavík 0 slydda
Bolungarvík 1 rigning
Akureyri 2 rigning
Nuuk -2 skafrenningur
Þórshöfn 6 þoka
Ósló -10 snjókoma
Kaupmannahöfn -1 skýjað
Stokkhólmur -7 heiðskírt
Helsinki -15 skýjað
Lúxemborg 1 alskýjað
Brussel 3 heiðskírt
Dublin 7 skýjað
Glasgow 7 skýjað
London 10 skýjað
París 2 skúrir
Amsterdam 3 skýjað
Hamborg -2 skýjað
Berlín -5 snjókoma
Vín 3 alskýjað
Moskva -16 skýjað
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 11 skúrir
Barcelona 7 súld
Mallorca 12 léttskýjað
Róm 11 léttskýjað
Aþena 15 léttskýjað
Winnipeg -27 skafrenningur
Montreal -22 léttskýjað
New York -12 léttskýjað
Chicago -13 snjókoma
Orlando 8 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
23. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:35 16:46
ÍSAFJÖRÐUR 11:01 16:29
SIGLUFJÖRÐUR 10:45 16:11
DJÚPIVOGUR 10:09 16:10
Í frétt Sky-fréttastofunnar kom
fram að 123456 hefur tekið við af
lykilorðinu password sem algeng-
asta lykilorðið á internetinu. Gögnin
voru unnin upp úr tölvugögnum sem
hafa lekið af netsíðum víða um heim.
Ýmir Vigfússon lektor í tölvunar-
fræði við HR og meðstofnandi Synd-
is segir að rannsóknir sýni að fólk
noti að jafnaði eins einföld lykilorð
og það komist upp með. „Það sem er
verst í þessu er að fólk notar þessi
lykilorð aftur og aftur á ólíkum stöð-
um,“ segir Ýmir. Hann segir að þó
fyrirtæki reyni að dulkóða lykilorð
þá sé það svo að eftir því sem lykil-
orðið sé einfaldara reynist það auð-
veldara fyrir tölvuþrjóta að finna
upprunalegt lykilorð.
„Glæpasamtök í heiminum reyna
reglulega að komast inn á reikninga
með því að notast við allra algeng-
ustu lykilorðin, á borð við 123456,
svo að notendur slíkra reikninga
geta búist við því að brotist sé inn í
slíkar þjónustur,“ segir Ýmir. „Það
er vont að vera með einfalt lykilorð
en það er ekki aðalleiðin að persónu-
legum upplýsingum. Algengara er
að sýktar síður eða sýkt viðhengi í
tölvupósti séu notuð til þess að kom-
ast inn á tölvuna og fara þannig að
persónulegum upplýsingum. Slíkar
árásir eru bæði algengar og sjálf-
virkar,“ segir Ýmir.
Ekki nota
lykilorðið
123456
Notendur geti
búist við innbroti
Morgunblaðið/Rósa Braga
Lykilorð Þeir sem eru með einföld
lykilorð geta búist við innbrotum.