Morgunblaðið - 23.01.2014, Side 25
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014
Morgunblaðið/RAX
Heiðar taldi hugmyndir Reykja-
víkurborgar um hina nýju Voga-
byggð við Elliðaár, þar sem
blanda á saman búsetu og atvinnu,
jákvæð merki um breytta hugsun í
skipulagsmálum. Vel mætti hafa
einhverja starfsemi á neðri hæð-
um og íbúðir á efri hæðum húsa
eins og áformað væri í Voga-
byggð. Hvers vegna ekki þá íbúð á
efri hæð og hesthús á þeirri neðri?
Öldum saman var búið í fjósbað-
stofum þar sem fjósið var undir
baðstofunni!
Heiðar telur að það muni greiða
fyrir uppbyggingu hverfisins í Al-
mannadal verði leyft að skrá lög-
heimili á efri hæðum hesthúsanna.
Með því aukist lánshæfi húsanna
og það muni hraða uppbyggingu
hverfisins.
Nú býr fólk á efri hæð fjögurra
hesthúsa í Almannadal. Hestar
eru í mun fleiri húsum og rýmin á
efri hæðunum notuð sem kaffistof-
ur. „Borgin fær fullt af aurum
þegar húsin verða fullbyggð,“
sagði Heiðar.
Morgunblaðið/RAX
Hlegið að öllu saman Það fór vel á með hryssunni Védísi frá Eiðisvatni og Bjarna Jónssyni, formanni Félags hest-
húsaeigenda í Almannadal, í hesthúsinu hjá Heiðari og Sveinbjörgu. Í hesthúsinu er gott pláss fyrir tíu hesta.
Heimilið Hjónin Sveinbjörg Gunnarsdóttir og Heiðar P. Breiðfjörð
búa í fallegri íbúð sem er á efri hæð hesthúss þeirra í Almannadal.
Íbúðin er með sérinngangi. Á neðri hæðinni er tíu hesta hesthús,
kaffistofa, hnakkageymsla og aðstaða fyrir heyrúllur og fleira. Eng-
in lykt berst úr hesthúsinu upp í íbúðina.
ÞÓR VIÐAR JÓNSSON
39 ára kerfisstjóri
frá Hafnarfirði.
#AframThor
HRÖNN HARÐARDÓTTIR
30 ára viðskiptafræðinemi
við Háskólann á Akureyri.
#AframHronn
JÓNAS PÁLMAR BJÖRNSSON
27 ára kjötiðnaðarmaður
frá Hvolsvelli.
#AframJonas
KOLBRÚN JÓNSDÓTTIR
25 ára í fæðingarorlofi,
frá Vestmannaeyjum.
#AframKolbrun
EYÞÓR ÁRNI ÚLFARSSON
34 ára frá Reykjanesbæ.
#AframEythor
JÓHANNA ENGELHARTSDÓTTIR
35 ára lífeindafræðingur
frá Mosfellsbæ.
#AframJohanna
Heiðar, Sveinbjörg og Bjarni Jónsson, formaður Félags
hesthúsaeigenda í Almannadal, telja mikilvægt að fólk
búi í hesthúsahverfinu.
„Við erum framverðir svo eru bakverðir þarna í innsta
húsinu. Við fylgjumst með. Það voru innbrot áður en fólk
flutti hingað,“ sagði Sveinbjörg. Bjarni taldi það auka á
öryggið, yrðu óhöpp eða slys, að hafa fólk í hverfinu.
Hann sagði að ekki hefði verið tilkynnt um nein innbrot
síðan fólk flutti í hverfið. „Það var stanslaust brotist inn.
Það var brotist átta sinnum inn í húsið mitt og stolið og
skemmt fyrir yfir tvær milljónir.“
Bjarni sagði að heildartekjur borgarinnar á ári af
hverfinu gætu verið um 35 milljónir króna af fasteigna-
og fráveitugjöldum væri það fullbyggt. Nú séu árlegar
tekjur borgarinnar um þrjár milljónir af húsum í bygg-
ingu. Borgin verði því af 30-32 milljóna árlegum tekjum
miðað við óbreytta stöðu bygginga í Almannadal. Búið er
að borga gatnagerðargjöld af öllum húsunum en fram-
kvæmdir eru ekki byrjaðar við 37 hús sem skiptast í
marga eignarhluta.
Bjarni kvaðst vera ánægður með þá þjónustu sem borg-
in veitir varðandi snjóhreinsun og hálkuvarnir í hverfinu.
Íbúar auka á öryggið í hverfinu
TÍÐ INNBROT Í ALMANNADAL ÁÐUR EN FÓLK FLUTTI INN