Morgunblaðið - 23.01.2014, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.01.2014, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 Morgunblaðið/RAX Heiðar taldi hugmyndir Reykja- víkurborgar um hina nýju Voga- byggð við Elliðaár, þar sem blanda á saman búsetu og atvinnu, jákvæð merki um breytta hugsun í skipulagsmálum. Vel mætti hafa einhverja starfsemi á neðri hæð- um og íbúðir á efri hæðum húsa eins og áformað væri í Voga- byggð. Hvers vegna ekki þá íbúð á efri hæð og hesthús á þeirri neðri? Öldum saman var búið í fjósbað- stofum þar sem fjósið var undir baðstofunni! Heiðar telur að það muni greiða fyrir uppbyggingu hverfisins í Al- mannadal verði leyft að skrá lög- heimili á efri hæðum hesthúsanna. Með því aukist lánshæfi húsanna og það muni hraða uppbyggingu hverfisins. Nú býr fólk á efri hæð fjögurra hesthúsa í Almannadal. Hestar eru í mun fleiri húsum og rýmin á efri hæðunum notuð sem kaffistof- ur. „Borgin fær fullt af aurum þegar húsin verða fullbyggð,“ sagði Heiðar. Morgunblaðið/RAX Hlegið að öllu saman Það fór vel á með hryssunni Védísi frá Eiðisvatni og Bjarna Jónssyni, formanni Félags hest- húsaeigenda í Almannadal, í hesthúsinu hjá Heiðari og Sveinbjörgu. Í hesthúsinu er gott pláss fyrir tíu hesta. Heimilið Hjónin Sveinbjörg Gunnarsdóttir og Heiðar P. Breiðfjörð búa í fallegri íbúð sem er á efri hæð hesthúss þeirra í Almannadal. Íbúðin er með sérinngangi. Á neðri hæðinni er tíu hesta hesthús, kaffistofa, hnakkageymsla og aðstaða fyrir heyrúllur og fleira. Eng- in lykt berst úr hesthúsinu upp í íbúðina. ÞÓR VIÐAR JÓNSSON 39 ára kerfisstjóri frá Hafnarfirði. #AframThor HRÖNN HARÐARDÓTTIR 30 ára viðskiptafræðinemi við Háskólann á Akureyri. #AframHronn JÓNAS PÁLMAR BJÖRNSSON 27 ára kjötiðnaðarmaður frá Hvolsvelli. #AframJonas KOLBRÚN JÓNSDÓTTIR 25 ára í fæðingarorlofi, frá Vestmannaeyjum. #AframKolbrun EYÞÓR ÁRNI ÚLFARSSON 34 ára frá Reykjanesbæ. #AframEythor JÓHANNA ENGELHARTSDÓTTIR 35 ára lífeindafræðingur frá Mosfellsbæ. #AframJohanna Heiðar, Sveinbjörg og Bjarni Jónsson, formaður Félags hesthúsaeigenda í Almannadal, telja mikilvægt að fólk búi í hesthúsahverfinu. „Við erum framverðir svo eru bakverðir þarna í innsta húsinu. Við fylgjumst með. Það voru innbrot áður en fólk flutti hingað,“ sagði Sveinbjörg. Bjarni taldi það auka á öryggið, yrðu óhöpp eða slys, að hafa fólk í hverfinu. Hann sagði að ekki hefði verið tilkynnt um nein innbrot síðan fólk flutti í hverfið. „Það var stanslaust brotist inn. Það var brotist átta sinnum inn í húsið mitt og stolið og skemmt fyrir yfir tvær milljónir.“ Bjarni sagði að heildartekjur borgarinnar á ári af hverfinu gætu verið um 35 milljónir króna af fasteigna- og fráveitugjöldum væri það fullbyggt. Nú séu árlegar tekjur borgarinnar um þrjár milljónir af húsum í bygg- ingu. Borgin verði því af 30-32 milljóna árlegum tekjum miðað við óbreytta stöðu bygginga í Almannadal. Búið er að borga gatnagerðargjöld af öllum húsunum en fram- kvæmdir eru ekki byrjaðar við 37 hús sem skiptast í marga eignarhluta. Bjarni kvaðst vera ánægður með þá þjónustu sem borg- in veitir varðandi snjóhreinsun og hálkuvarnir í hverfinu. Íbúar auka á öryggið í hverfinu TÍÐ INNBROT Í ALMANNADAL ÁÐUR EN FÓLK FLUTTI INN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.